Morgunblaðið - 09.02.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.02.1954, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1954 roðmtiMðfril! & Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónoson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600, Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Eftir fyrirskipnn frá Moskvn Á UNDANFÖRNUM árum hafa | kommúnistar „verið svo vondir" við jafnaðarmenn hvarvetna um heim, að hinir síðarnefndu hafa fyrtst við og vilja ekkert hafa með kommúnista að gera, enda þótt stefna þessara flokka sé þeg- ar á allt er litið að mestu sami grautur í sitt hvorri skál. Kommúnistar hafa sem sé geng ið hreint til verks og ekki dreg- ið dul á undirlægjuhátt sinn viS Moskvavaldið. j En núna ekki alls fyrir löngu var samþykkt á flokksþingi rússneska kommúnistaflokksins að gefa út nýja fyrirskipun til kommúnistadeildanna hvarvetna i heiminum. Hún gekk í þá átt að kommúnistar skyldu byrja að smjaðra fyrir jafnaðarmönnum og leita eftir samstarfi við þá, mynda svokallaðar „alþýðufylk- ] ingar“. Þessarar stefnubreyting- ar hefur orðið nokkuð vart jafn- vel hér á landi og nægir að minna á opinberar samstarfsóskir, sem birzt hafa í kommúnistablaðinu. En samfara þessari fyrirskipun koma önnur fyrirmæli frá Kreml til kommúnistadeildanna, um það að kommúnistar skuli enda þótt þeir lúti Moskvalínunni láta minna bera á því. Réttara sé að bera á sér skinhelgan blæ af falskri þjóðernisást. Ýmsar líkur benda til þess að hinn svokallaði Þjóðvarn- arflokkur sé að nokkru leyti til orðinn fyrir þessar fyrir- skipanir frá Moskva. Minnsta kosti er það ljóst að kommún- isíar eru í stórfelldum meiri- hluta í honum og það kemur heim að flokkurinn ber á sér falska þjóðernisblæju. Til hans gekk og nokkuð fylgi frá jafnaðarmannaflokknum. Svo að samstarfið er í raun og veru hafið þótt í smáum stíl sé enn. Fyrir 20 árum gekk samskonar fyrirskipun út frá Moskva til kommúnistadeildanna um allan heim. Þá var það sem „alþýðu- fylkingar“ komust á víða um lönd. Það er athyglisvert við allar „alþýðufylkingar" að þær urðu til að veikja viðnámsþrótt vest- rænu lýðræðisríkjanna. Franska „alþýðufylkingarstjórnin" varð til þess á sínum tíma að gera hervarnir Frakklands að engu, svo að Frakkar gátu hvergi rönd við reist, þegar Þjóðverjar réð- ust á þá. Og svo gripinn varð sjálfur Clement Attlee, foringi brezka verkamannaflokksins, af stefnu „alþýðufylkingarinnar", að hann sagði í neðri málstofu brezka þingsins 11. marz 1935: „Við getum ekki varið okkur gegn stríðshættu með því að víg- . búast“. Og Bretland var sömu- leiðis vanbúið hernaðarhættunni sem stafaði frá Þjóðverjum. Er það nú skoðun manna, að hefði ekki komið yfir ólán „alþýðu- fylkingarinnar" en hin vestrænu lönd sameinazt um að verja lýð- ræðishugsjónir sínar, að þá hefði ( Hitler ekki þorað að leggja til árásar. Alveg sama sagan er að gerast núna. Rússar hyggja hinum til- aetluðu „alþýðufylkingum“ að grafa undan styrkleikastoðum 'vestrænu ríkjanna, ekki sízt að berjast gegn hervarnarráðstöfun- um þeirra. Og svo einkennilega brá við fyrir nokkru í Frakk- landi, nú þegar kommúnistar eru teknir að smjaðra, að jafnaðar- menn þar í landi bíta fljótlega aftur á agnið. Við kosningar for- seta Frakklands höfðu kommún- istar og jafnaðarmenn samstarf, þótt ekki tækist fyrirætlun þeirra og nú skömmu síðar höfðu þeir samstarf um kosningu forseta franska þingsins, þegar Le Troquer, jafnaðarmaður andvíg- ur Evrópuher, náði kosningu. Þannig framfylgja komm- únistar hér sem fyrr skipun- um frá Moskva. „Alþýðu- fylkingarnar“ taka á sig sama mót sem fyrr, að kommún- istar hjálpa krötunum til að ná í allskonar bitlinga, enda er það víða sama sagan að kratar eru fúsir á að selja sál- ir sínar fyrir bitlinga. Og það er svo sem ekki mikið sem j kommúnistar taka fyrir sinn snúð, — aðeins að þeir fái að ráða aðalstefnunni bak við tjöldin og leiða þjóðirnar glöt- unarveginn undir hið aust- ræna ok. Það er nauðsynlegt fyrir hvern þjóðfélagsborgara að fylgjast vel með þessum málum, ekki sízt fyrir þá lýðræðissinnaða borg- ara, sem greitt hafa ævintýra- mönnum í forystuliði jafnaðar- mannaflokka atkvæði sitt. Er rétt að fylgjast vel með hvort krata- foringjarnir meirna þegar komm únistarnir hætta að „vera vondir við þá“. Ragnar í Smára „EF þú velur þér vorið til fylgd- ar — og vorið er sál þinni skylt — og vitir þú hvað þú vilt. Þér treginn lækkar, trúin stækkar — og himininn hækkar“. Þannig komst Guðmundur Jónsson Kamban að orði, um það leyti sem hann hóf sinn glæsilega rithöfundaferil. Enginn íslendingur sem nú er uppi, hefir „valið sér vorið til fylgdar", á giftusamlegri hátt, en Ragnar í Smára. Vorhugur þessa sérkennilega ágætismanns hefir velt grettistökum úr vegi nyt- samra menningarmála. Með bjartsýni sinni hefir hon- um tekizt að eyða rótgrónum villukenningum gagnvart skyld- um þjóðarinnar við listamenn sína. Gerst hefur hann hjálpar- hella margra þeirra manna sem mikilvirkastir eru til stuðnings ísl. þjóðmenningu, klofið þrítug- an hamarinn til þess að auðvelda tónlistarmönnum landsins bar- áttu sína og stuðla að því á virk- an hátt, að myndlist þjóðarinnar eflist að áhrifum og þroska. Allt þetta hefir hann unnið með það eitt fyrir augum, að verða sem nýtastur þjóðfélags- þegn. Þjóðin hefir lært að meta starf hans. Það kom greínilega í ljós á fimmtugsafmæli hans um síð- ustu helgi. Þegar menn frá erlendum þjóð um er hafa spurnir af íslandi, Og 150 þúsund íbúum landsins og heyra að kotþjóðin hafi einsett sér að halda uppi menningar- þjóðfélagi, aumkva þeir trúgirni vora. En á meðan menn á borð við Ragnar Jónsson lifa meðal vor, og fá að njóta krafta sinna, þá er óhætt um að menningaræfin- týrið íslenzka fær byr. ALMAR skrifar: Mikilhæft tónskáld. AF ÝMSUM ástæðum gat ég ekki komið því við að minnast í síð- asta þætti mínum, á tónverk Þór- arins Jónssonar er flutt voru í útvarpið í vikunni fyrir mánað- armót s.l Ur því vil ég bæta nú þótt seint sé og vissulega þurfi meira rúm en kostur er á í þess- um þáttum til að gera þessum ágæta listamanni og verkum hans nokkur skil. Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Jóns Þórarinssonar söng þá „Ár vas,alda“ og hin frábæra söngkona Elsa Múhle söng „Ave María“ og „Pastorale“ eftir Þórar inn. Eru þessi lög alþekkt, — Pastorale eða „Smalavísan“ er koleraturlag og er það nýtt, að íslenzk tónskáld leggi rækt við þann stíl. . ZJrá átuarpmu vi hu í ói Mesti viðburður kvöldsins var þó flutningur Marche funebre eftir hann, samið við andlát Sveins Björnssonar forseta. Er þetta mikil og fögur orgeltón- smíð, sem Páll Fálsson, organ- leikari í Hafnarfirði, hefir leikið inn á plötur. Er þetta ein af þeim meiriháttar tónsmíðum, sem ís- lenzkri tónlist er til vegsauka en eins og kunnugt er, þá er ekki þar um auðugan garð að gresja, því ísl. tónskáld hafa flest aðal- lega lagt rækt við tónsmíðar í litlu broti. Þórarinn Jónsson er eitt af betu tónskáldum þjóðarinnar. \Jeiuahancli óhrifar: Ánægður — og þó. MÉR hefir borizt bréf frá út- varpshlustanda, sem lætur í ljósi ánægju sína yfir dagskrá Ríkisútvarpsins og hinum nýja útvarpsstjóra. „Vilhjálmur Þ. Gíslason — segir hann — er áreiðanlega einn mesti hæfileika- maður, sem við áttum völ á í þetta mikilsverða embætti, og það orkar ekki tvímælis, að það er nýr og hressilegur blær á starfi útvarpsins undir hans stjórn. Virðist hinn nýi útvarpsstjóri hafa heilan hug á að færa út og auka starfssvið þessarar stofn- unar, og á ég þar við rekstur sinfóníuhljómsveitarinnar. Þetta er allt gott og blessað — ég hefi yfirleitt ekki yfir neinu sérstöku að kvarta, þegar ég skrúfa frá tækinu mínu öðru en því, að alltof sjaldan heyrist nokkuð í því — og þó er þetta ágætis Philipps-tæki. Ætti að bæta við útsendingum. EG veit, heldur bréfritari minn áfram, að það er skoðun margra að útsendingartími Ríkis- útvarpsins sé of stuttur. Ég hætti vinnu kl. 5 og er kominn heim til mín kl. 5.30. Bæði á tímanum 5.30 til 7.30 og eins um kaffi- leytið væri æskilegt að bæta við útsendingum og jafnvel fyrir há- degi líka. Ég skýt þessu hér fram til athugunar og vona, að* þú takir undir með mér, Velvak- andi góður. — Útvarpshlustandi“. Kostar mikið fé. EG þakka útvarpshlustanda fyrir bréfið. Það er ánægju- legt að heyra öðru hvoru viður- kennandi raddir um menn og málefni — nóg er samt um útásetningar og nöldur. — En það er þetta með tillögu hans um auknar útsendingar Ríkisútvarps ins. Víst væri það æskilegt, að dagskráin gæti verið lengri og samfelldari en nú er og geri ég fastlega ráð fyrir, að forráða- mönnum útvarpsins sé það Ijóst ekki síður en hlustendum þess, enda hefir það á síðustu árum lengt stórkostlega útsendingar- tíma sinn. En hver klukkustund til viðbótar við dagskrána kostar útvarpið mikið fé og hlyti sá kostnaður að koma niður á hlust- endum sjálfum að verulegu leyti. Má vera, að þeir myndu greiða hann möglunarlaust gegn lengri dagskrá, þó að reyndar hafi mér heyrzt að fólki almennt finnist afnotagjaldið af tækjum sínum alveg nógu hátt eins og nú er. Vantar sporhunda. HREIÐAR heimski skrifar: „Velvakandi góður! Hið sorglega hvarf litla drengs ins frá Hliði, í vikunni sem leið, hefir enn vakið mig til umhugs- unar um, hver nauðsyn væri á, að lögreglan ætti æfða sporhunda til að grípa til undir slíkum kring umstæðum. Vissulega var allt hugsanlegt gert til að hafa upp á barninu. Mikill mannfjöldi tók þátt í leitinni með bifreiðum, leitarljósum — og sterkum svif- Ijósum frá Reykjavíkurflugvelli. En það dugði ekki til — þrátt fyrir alla nútímatæknina, sem leitarmenn tóku í þjónustu sína. Hafa bjargað mörgum mannslífum. ÞAÐ er ekki af því að ég sé að reyna að gera lítið úr nútíma- tækninni, sem ég ympra á þessu með sporhundana, ég hefi gert það þegar alloft áður, En það er alkunna, að þef- og ratvísi hunda, sérstaklega nokkurra vissra teg- unda, er undraverð og hefir bjargað mörgu mannslífinu frá bráðum háska og bana. Þeir rekja slóðir manna margfallt auðveld- legar — og örugglegar heldur en hinn slyngasti leynilögreglumað- ur. Hví þá ekki að reyna þetta hér? Barnshvarfið frá Hólmavík s.l. haust og nú fyrir nokkrum dögum frá Hliði gefur tilefni til alvarlegrar athugunar í þessu máli. Ég beini orðum mínum sér- staklega til lögreglunnar og Slysavarnafélagsins. — Hreiðar heimski". Hræðstu hvorki hrönn né grjót, hruflu, flumbru, skeinu, út á lífsins Leggjarbrjót leggðu, og kvíddu ei neinu. (Fornólfur), Skynseminnar er að ráða en tilfinninganna að njóta. Jónas Hallgrímsson Hann hefir mikla kunnáttu til að bera og hefir því samið merki- legar tónsmíðar í ströngustu formum, jafnframf því að hann hefir samið undurfögur sönglög. Það fór vel á því að flytja tónsmíðar eftir Emil Thoroddsen í vikunni á eftir, því að margt eiga þessir snillingar sameigin- legt, m. a. það, að báðir hafa þeir samið tónsmíðar á heimsmæli- kvarða. „Úr myndabók Jónasar HaIlgiímssonar“ ÞÁTTUR þessi, sem fluttur var í barnatímanum sunnudaginn 31. f.m. og þeir Halldór Kiljan Lax- neh að Lárus Pálsson tóku sam- an fyrir tæpum áratug, er hreinasta snilld arverk og hin fagra tónlist, er dr. Páíl ís- ólfsson samdi við þáttinn, lyftir honum í æðra veldi. Þegar þáttur þessi var sýnd- ur í Trípólibió vorið 1945 í til- efni af 150. ártíð Jónasar HalÞ grímssonar, vakti hann geisifögn- uð áhorfenda, enda var hann frá- bærlega vel á svið settur af Lárusi Pálssyni, af mikilli hug- kvæmni og smekkvísi, ekki síst heimsókn drottningarinnar á Eng landi til kóngsins á Frakklandi, með Gunnþórunni Halldórsdótt- ur og Friðfinni Guðjónssyni í hlutverkum drottningar og drottningarmannsins. Nokkru síðar var þátturinn tekinn á segulband á vegum út- varpsins, en leikinn þá af nem- endum úr leikskóla Lárusar Páls sonar. Var það sú upptaka, er flutt var nú í útvarpið. — Leik- endurnir fara allir einkarvel með hlutverk sín, en því miður virð- ist upptakan ekki hafa heppnast vel, eða hún er orðin slitin, og þykir mér það líklegra. Á þætti þessum og tónlistinni, sem honum fylgir er hugljúfur blær og heillandi þokki, enda hafa bæði ungir og gamlir af honum mikla ánægju. Þyrfti því að taka hann upp að nýju og vanda sem bezt til upptökunnar og ætti að flytja þáttinn í út- varpið árlega t. d. á afmælisdegi skáldsins. Heimastjórnin hálfrar aldar. MÁNUDAGINN 1. þ.m. var þess minnst í útvarpinu að þá voru liðin fimmtíu ár frá því að stjórn íslands flutt- ist inn í landið og hinn fyrsti innlendi ráð- herra tók til starfa. — Flutti í því tilefni for sætisráðherr- ann, Ólafur Thors, snjalla ræðu um Hannes Haf- stein, er fyrst- ur skipaði þetta veglega embætti. Fór ráð- herrann réttum og sönnum orð- um um þennan ágæta og mikil- hæfa son íslands, lýsti hinum mikla foringja, stórbrotnum per- sónuleika hans, gáfum hans og glæsimennsku, framsýni hans og stórhug og hinum miklu mann- kostum hans og brennandi ætt- jarðarást, er allsstaðar kemur fram, í verkum hans og skáld- skap. Þá rakti Vilhjálmur Þ. Gisla- son nokkuð stjórnmálasögu lands ins um og eftir síðustu aldamót og lýsti aðdragandanum að því að stjórnin var flutt inn í land- Framh. á bls. 12 Hannes Hafstein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.