Morgunblaðið - 09.02.1954, Side 12

Morgunblaðið - 09.02.1954, Side 12
12 MORGVNBLAÐID Þriðjudagur 9. febrúar 1954 - íjjróilir Framh. af bls. 6. það kemur í ljós að hún er skað- samlegri en aðrar íþróttir. Vil ég í því sambandi geta þess að Leif Hansen hefur tvívegis fótbrotnað í knattspyrnu, en enga áverka hlotið í 7 ára hnefaleikaferli sín- um, en smáskrámu á augabrún. Nú er gerð tilraun með það í Noregi að kenna drengjum 12— 16 ára léttan hnefaleik. — Munu drengirnir fagna því tækifæri. —Kínversk Framh. af bls. 10. almanakið segir til um. Minni verzlanir vinna jaðimuni eftir pöntunum, aðrar selja munina tilbúna, og þær stærstu kaupa hráefni, vinna úr því sjálfar og selja munina tilbúna. Kínversk list hefir jafnan vak- ið áhuga og aðdáun Evrópu- manna og því ber að fagna, að fjölda margar kínverskar sýn- ingar hafa verið haldnar í hinum ýmsu þjóðlöndum álfunnar. Það fer ekki hjá því, að listvini fýsi til þess að sjá listaverkin í ljósi þeirrar ævafornu menningar, sem verkin endurspegla. Fyrir nokkuð mörgum árum var hald- in kínversk listsýning í Lundún- um. Fólk kom úr öllum álfum heims til að skoða þessa fágætu og merkilegu sýningu og sumir Evrópubjóðir sendu nefndir, er áttu að kynna sér ýtarlega kín- verska list. Hér fara á eftir hug- leiðingar tveggja merkra Eng- lendinga um hana. Annar segir: „Kína er alltaf tilkomumikið nafn. Það er virðulegra en flest önnur, og töfrar þess aukast við hina dularfullu hulu, sem virðist hvíla yfir því. í þessum sölum getum vér gert oss í hugarlund, hvernig kínverska þjóðin er, þótt vér getum ekki lesið eitt einasta af ritmerkjum þeirra. Af hinum virðulegu bronsáhöklum Shang Jin og Chou tímabilanna getum vér séð í anda þá tign og siðfág- un, er ríkt hefir í veizlum þeirra og hátíðahöldum, mörgum öld- um fyrir fæðingu Krists. Vér get- um kynnt oss lifnaðarhætti þeirra og venjur af þeim hlutum, er þjóðin hafði mætur á í alda- raðir. Það getur ekki annað en aukið virðingu vora fyrir henni, þegar vér berum saman myrkur samsvarandi tímabils í Evrópu. Ég fór og bjóst ekki við að skilja neitt. Eg fann, að að vissu leyti var einskis skilnings þörf. Auð- vitað var mér ljóst, að hefði ég kunnað nokkuð í sögu Kínverja og heimsskepi, hefði ég betur kunnað að meta sýninguna. En fegurð alls, sem ég sá, nægði. Enginn gat farið á mis við hana, og allir gátu notið hennar, jafn- vel þótt þeir hefðu ekki heyrt Kína getið“. Og hinn segir: „f meira en þrjú þúsund ár hafa Kínverjar haldið áfram listsköpun sinni. Andlegt jafnvægi og yndisleikur á öllum listsviðum. Þessi mikla erfða- venja lifandi listsköpunar, — mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, fyllir oss alla, sem erum fulltrúar Evrópuþjóða ó- blandinni aðdáun. Þegar borgara- styrjöld geysaði á Englandi á 12. öldinni, skópu Kínverjar heim- inum hið dásamlega og fíngerða Sung-postulín og málverk, sem að mínum dómi er hátindur kín- verskrar listar. Kína, sem heima- land fíngerðra heimilisáhalda og skrautgripa, þekkjum vér, en Kína sem nægtahorn listar, sem þrungin er andlegum og trúarleg um krafti, var fáum af oss kunn. Milljónir þessa frjósama lands í Austur-Asíu hafa borið uppi listmenningu, sem hefur auðgað tilveru mannsins. Fegurstu lista- verk andans deyja aldrei, eru eilíf. Megi Kína vernda vandlega og hreykilega hinn óviðjafnan- lega arf mikillar og glæstrar for- tíðar sinnar. Eftirleiðis munu verk þess lengi halda áfram að vekja aðdáun og frjóvga and- ann“. - tJR DAGLEGA LÍFINU Framh. af bls. 8. ið. — Að því búnu var flutt sam- feild dagskrá: Menn og málefni á tímamótum, og þar lesið upp ýmislegt er rætt var og ritað í sambandi við hina nýju stjórnar- háttu. Merkast af öllu því, sem þar var ílutt, var tvimælalaust hin eftirminnanlega ræða Magn- úsar Stephensens landshöfðingja er hann flutti í hófi er haldið var til heiðurs hinum nýja ráð- herra að kvöldi hins 1. febrúar 1904. Ræddi hinn aldraði og mikilhæfi embættismaður starf sitt sem landshöfðingi og þá erf- iðu aðstöðu, sem hann hefði ver- ið í milli dönsku stjórnarinnar annarsvegar og Alþingis hins- vegar, — eins og „lús á milli tveggja nagla“. Þá talaði hann um eiginleika sína, sem stjórn- anda með fullri hreinskilni, og dró ekki fjöður yfir þá galla, sem hann taldi að verið hefðu í fari sínu. Var öll ræða þessa mikla persónuleika sannkallað „documentum humanum", og lýsti honum betur en löng ævi- saga gæti gert. A1 lokum var svo fluttur þátt- ur: Um daginn og veginn í fyrstu viku febrúar 1904. Var þáttur þessi bráðskemmtilegur. Dr. Björg C. Þorláksson. RANNVEIG Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur, formaður Kvenstúd- entafélags íslands, flutti í út- varpið 2. þ. m. fróðlegt erindi um dr. Björg C. Þorláksson. Sagði hún í stórum drátt- um frá helztu æviatriðum þessarar stór- merku mennta konu, baráttu hennar við fá- tækt og van- heilsu, til lær- dóms og frama og lýsti því hversu veigamikihn þátt hún hefði átt í orðabók Sigfúsar Blöndals. Þá gat Rannveig þess, að á s.L hausti hefði Kvenstúd- entafélagið ákveðið að afla fjár til þess að veita árlegan styrk einni erlendri háskólakonu til framhaldsnáms í norrænum fræð um við Háskóla íslands og skyldi styrkurinn bera nafn dr. Bjargar, en hann skyldi bjóða út á vegum Alþjóðasambands há- skólakvenna. — Fer vissulega vel á því að styrkurinn skuli veittur í nafni þessarar merku konu, er hlotið hafði meiri menntaframa og unnið meiri vís- indaafrek en nokkur önnur kona íslenzk. Með kvöldkaffinu. ENN er þáttur þessi fremur lítil- fjörlegur, en það sem lýtir hann mest er hin stöðuga klúra fyndni, sem þar er verið að burðast með. — Hún er ómenningarvottur og hefur ekkert sér til málsbóta. Vér íslendingar eigum ekki að innleiða þetta hér hjá oss þótt það kunni að þykja góð og gild vara hjá einhverjum stærri þjóð- um. Annars var eitt atriði í þessum þætti á miðvikudaginn var mjög skemmtilegt, sem sé leikur þeirra Ingþórs Haraldssonar og Torfa Guðbjörnssonar á munnhörpu og gítar. Sérstaklega var leikur Ing- þórs á munnhörpuna afbragðs- góður. Frá Akureyri. FÖSTUDAGINN 5. þ.m. flutti Þórarinn Björnsson, skólameist- ari, athyglisvert erindi og ágæt- lega samið er hann nefndi: Frá Frökkum. Lýsti skólameistarinn á greinargóðan hátt helztu þjóð- areinkennum Frakka, ein- staklings- hyggju þeirra og hneigð til þess að deila um menn og málefni og taldi hann að í þeim eiginleik um væri að finna orsakirn- ar til hinna tíðu stjórnar- skifta Og stjórnarkreppa þar i landi. Sá galli var á, að skóla- meistarinn bar svo ótt á að oft var erfitt að fylgjast með máli hans. Var það óþarfi, því að hann lauk erindi sínu á mun skemmri tíma, en honum var ætlaður. „Einkalíf“. GAMANLEIKRITIÐ „Einkalíf“ eftir enska skáldið Noel Coward, er flutt var í útvarpið s.l. laugar- dag, er skemmtilegt og bráð- fyndið, en eins og flest leikrit þessa snjalla höfundar, gerir það ítrustu kröfur til leikendanna. Ekki fannst mér það njóta sín til fulls í útvarpinu og var það þó flutt af góðum leikurum. Vant- aði hið létta fjör og hraða í leik- inn. Þó var þar ýmislegt smellið og vel sagt. Annars er leikritið fyrst og fremst samið fyrir enska áhorfendur, enda nýtur það mikilla vinsælda í hinum ensku- mælandi heimi. — Gunnar R. Hansen var leikstjóri, en leik- endur voru Inga Þórðardóttir, Einar Pálsson, Bryndís Péturs- dóttir, Róbert Arnfinnsson og Hildur Kalman. Önnur dagskráratriði. MEÐAL annara athyglisverðra dagskráratriða má nefna Náttúr- legir hlutir, íslenzk málþróun, Kvöldvökuna, með erindi Gils Guðmundssonar um ferð á skútu ísavorið 1911 og upplestur Magn- úsar Guðmundssonar frá Skörð- um á kvæðum eftir Hallgrím Pétursson, svo og erindi (hið fyrra) frú Sigríðar J. Magnússon um stofnanda Alþjóða kvenrétt- indasambandsins, Carrie Chap- man Catt. — Ailt voru þetta skemmtileg erindi og vel flutt, en hér er ekki rúm til að gera nánari grein fyrir þeim. Björg C. Þorláksson ÞorrabLót Skaftfeílingafélagsins í Reykjavík og nágrenni. verður haldið að Hlégarði í Mosfellssveit laugardaginn 13. febrúar n. k., og hefst það kl. 8 síðdegis. Ferðir verða frá Ferðaskrifstofu ríkisins klukkan 7,30. Áríðandi að fólk mæti stundvíslega. Aðgöngumiðar verða seldir í dag og næstu daga í verzlun- inni Gróttu, Skólavörðustíg 13A og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. — Verð kr. 60,00 fyrir hvern mann. — Nauðsynlegt er að kaupa aðgöngumiða fyrir fimmtudagskvöld. SKAFTFELLINGAFÉLAGIÐ Hvöt Sjálfstæðis- 4 kvennafélagið heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld klukkan 8,30 e. h. FUNDAREFNI: Sigri Sjálfstæðisflokksins fagnað. Ávarp flytur frú Auður Auðuns, hinn ný- kjörni forseti Bæjarstjórnar Reykjavíkur. Upplestur: Frú Soffía Ólafsdóttir les kvæði. Leikþáttur eftir Harald Á Sigurðsson, sem þær flytja frú Emelia Jónasdóttir, frú Nína Sveinsdóttir og frú Áróra Halldórsdóttir. Dans — Kaffidrykkja Ókeypis aðgangur. — Allar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN Listsýning haldin í tilefni fimmtugsafmælis Ragnars Jónssonar, er opin í Listamannaskálanum klukkan 14—22 daglega. Hnefaleikameistaramót Armanns fer fram í íþróttahúsi Í.B.R. að Hálogalandi í kvöld klukkan 8,30. Keppendur eru 15, meðal þeirra Leif ,,Baggis“ Hansen sem keppir við Björn Eyþórsson. Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlunum Lárusar Blöndal, ísafoldar og í Hellas, ennfremur við inn- ganginn ef eitthvað verður óselt. Ferðir frá Orlof frá kl. 7. MARKÚS Eftlr Ed Dodd Lateq at van hoqn's office 1) — Jæja, nú er allt tilbúið, Hanna. Já og otrarnir þínir verða aðalkvikmyndastjörnurnar í nýrri kvikmynd, sem á að heita „Paradís otranna." 2) — Nei, Siggi, það er ekki hægt. — Hvaða vitleysa. Svo reyn- um við að selja það og hver veit nema þú fáir leikaraverðlaun. 3) Á meðan á skrifstofu van Horns. — Já, þetta er blátt áfram hlægilegt. Þessi strákpatti, hann Siggi, segist ætla að safna pen- ingum svcr að Villi geti borgað skuldirnar. — Jæja, svo hann þykist ætla að koma í veg fyrir að við fáum veiðisvæði. 4) — Hann er bara einn af þessum strákum. sem ganga með hugsjónagrilli í fc , fum ekk- ert að óttast. , vkist ætla að gera kvik) i; 11 og fá pen- inga fyrir hana. . ý_____f3'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.