Morgunblaðið - 09.02.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 09.02.1954, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1954 Fxamhaldssagan 48 „Hefurðu séð „sjóræningj- ann?“ hrópaði Georg. „Hann er im i vígahug, hárið nýklippt. — Hann líkist blátt áfram siðuðum rnanni“. Soames kvaðst ekki hafa séð hann og gekk þvert yfir gólfið. Hlé var á dansinum. Salurinn var hálftómur. Hann gekk upp á sval h nar. Vagn var að koma með síðustu gestina, og fyrir utan dyrnar höfðu hnappást þessir þolinmóðu áhorfendur götulýðsins í London, sem alltaf renna á ljósið og hljóð- færasláttinn. Fölir og tötralegir störðu þeir sljóum augum á gest- ina. Þetta angraði Soames. Því var þeim leyft að hanga svona? Því hirti lögreglan þá ekki? En lögregluþjónninn skifti sér ekkert af þeim. Hann stóð gleitt á rauða renningnum, sem hafði verið lagður á stéttina með sama sljóa, njósnandi augnaráðið og götuslæpingjarnir. í bjarmanum frá götuljósunum sá Soames, hvernig greinarnar á trjánum hinumegin við veginn vögguðust mjúklega til í hægum blænum. Þar fyrir handan grillti í ljós í einstaka húsi, og yfir þetta allt hvelfdist himininn — hinn dásamlegi næturhiminn Lundúna hjúpaður Ijósmóðu hinnar miklu borgar. í þessum volduga spegli, sem þenur sig á milli ótelgjandi stjarna, speglast aliar mannlegar þarfir og tilhneygingar, skraumt og eymd. Kvel eftir kveld horfir hann góðlátlega glottandi á þús- undir húsa og garða, hallir og hreysi, Forsyta og lögreglu og þolinmóða áhorfendur götunnar. Soames sneri sér við og leit inn í bjartan salinn, en sjálfur fal- inn í skugganum. Hann sá síð- ustu gestina, sem voru að koma, June og afi hennar. Því komu þau svona seint? Hann sá þau standa út við dyrnar. Bæði voru þreytuleg. Furðulegt, að Jolyon föðurbróðir skyldi fara út svona seint. Því hafði June ekki komið til Irenu, eins og hún var vön? Og nú rann það upp fyrir hon- um, að hann hafði ekki séð June óralengi. Er hann var að virða hana fyrir sér sá hann, að svipurinn á henni breyttist allt í einu, hún fölnaði upp og hann hélt, að hún myndi falia í öngvit. Hann leit við til að sjá á hvað hún var að horfa, og kom þá auga á konu sína. Hún og Bosinney komu frá dyrunum að litla herberginu. Hún leit á hann, eins og hún væri að svara einhverri spurningu, og hann hafði ekki augun af henni. Soames leit aftur á June. Hönd hennar hvíldi á handlegg Jolyons gamla. Það var svo að sjá, sem hún væri að biðja hann um eitt- hvað. Nú kom undrunarsvipur á andlit gamla mannsins, svo sneru þau sér við og hurfu út um dyrnar, sem þau höfðu komið inn um. Hljóðfæraslátturinn hófst aft- ur. Það var vals. Soames stóð grafkyrr í felustaðnum. Hann beið, án þess að geta gert sér grein fyrir því, eftir hverju hann væri að bíða. Skömmu seinna sá hann Bosinney og konu sína dansa fram hjá örskammt frá honum. Hann fann heliotróp- ilminn, sem lagði frá henni, sá barm hennar hefjast og hníga, þrána í augum hennar, hálfopnar varirnar og svip á andlitinu, sem hann kannaðist ekkert við. Þau dönsuðu eftir hægri hrynjandi valsins og honum sýndist að þau þrýstu sér fast hvort að öðru. Hann sá að hún leit á Bosinney blíðum dökkum augunum og svo niður fyrir sig. Náfölur gekk hann út að riðinu á svölunum, hallaði sér út yfir það og leit niður á torgið Sömu vesalingarnir stóðu þar enn og störðu sljótt og þrákelknislega upp í lýsta gluggána, og lögreglu- þjónninn glápti líka. Vagn ók að húsinu og inn í hann steig karl- maður og kona og óku burt....... Þetta kveld höfðu June og Jolyon gamli sezt að miðdegis- verðarborðinu á venjulegum tíma. Unga stúlkan var í hinum venjulega hvérsdagskjól sínum, sem var hár í hálsinn, og Jolyon gamli hafði ekki haft fataskifti. Um morguninn hafði hún minnst á dansleikinn hjá Roger og sagt, að sig langaði til þess að fara á hann. Hún sagðist ekki hafa gætt þess að biðja einhvern að koma með sér, og nú væri það um seinan. Jolyon gamli leit hvasst upp. June var vön að fara með Irenu á dansleiki. Hann leit fast á hana og spurði: „Því ferðu ekki með Irenu?“ Hún sagðist ekki vilja fara með henni, en ef afi sinn vildi fara með henni — aðeins í þetta eina sinn, þá færi hún, og hún skyldi ekki verða lengi. Jolyon gamli hafði nöldrandi lofað því, er hann sá hversu óró- leg hún var og þreytuleg. En hann kvaðst ekki skilja, hvaða erindi hún hefði þangað, eins ó- merkilegt og það myndi verða, og auk þess væri það ekki hollt fyrir hana. Hún þyrfti sjávarloft, og þegar aðalfundinum í „The Globular Gold Concessions" væri lokið, gæti hann farið með henni. — Langaði hana ekki til að lyfta sér upp? Jæja, þau sæu nú til. Hann leit áhyggjufullur á hana og hélt áfram að snæða. June hafði farið snemma út og ráfað eirðarlaus í hjtanum. Hún var eins og á nálum og allt þung- lyndi.ð sem hún hafði þjáðst að, var horfið. Hún keypti blóm, sem hún ætlaði að skreyta sig með á dansleiknum. Hún ætlaði að líta eins vel út og kostur var á. Hann mundi verða þar. Hún vissi, að honum hafði verið boðið. Og hún ætlaði að sýna honum, að þetta hefði ekki fengið mikið á sig. En í hjarta sínu ákvað hún að á þessu kveldi skyldi hún endur- heimta hann. Hún kom heim rjóð í kinnum og kát, og Jolyon gamli lét blekkjast. Síðari hluta dagsins setti að henni ákafan grát. Hún kæfði ekkann í koddanum en þegar hann loks hætti og hún leit í spegil sá hún, að hún var öll útgrátin með rauð og þrútin augu. Hún hélt kyrru íyrir inni hjá sér til kveldmatarins. Hún var í mikilli geðshræringu á meðan þau sátu þögul að kveld verðinum, og hún leit svo vesæld- arlega út, að Jolyon gamli sagði þjóninum að afturkalla vagninn. Það væri bezt fyrir hana að hátta. Hún andmælti því, en fór þó upp til sín og sat þar í myrkr- inu. Klukkan tíu hringdi hún á stúlkuna. „Gefðu mér heitt vatn og farðu og segðu herra Forsyte, að ég sé alveg húnin að jafna mig. Segðu honum, að ef hann sé þreyttur, geti ég farið ein á dansleikinn“. Danskjóllinn hennar lá á legu- ) bekknum. Hún snyrti sig vel til, tók blómin, og gekk niður. Hún bar litla liöfuðið með mikla rauð- gullna hárinu hátt. Hún heyrði til Jolyons gamla inni í herberg- inu hans, þegar hún gekk fram hjá. Gramur og ergilegur fór hann að hafa fataskifti. Klukkan var yfir tíu, þau gátu ekki verið kom- in til Rogers fyrr en ellefu. Stúlk an hlaut að vera orðin vitlaus. En hann þorði ekki að neita henni um þetta. Svipurinn á henni við borðið leið honum ekki úr huga. Hann burstaði hvítt hárið með fílabeins burstanum þar til það gljáði eins og silfur í ljósbjarm- anum. Svo gekk hann út í dimm an stigaganginn. Álfkonan hjá lillarvötnum 3. Er nú Sigurður þar hjá henni, og þótti honum flest óvið- ieldið. Verður hann þegar hjá henni að sofa og jók það hon- um hinn mesta viðbjóð, en hlaut þó svo að vera. Svo fór samt um síðir, að hann felldi sig vel við það. Morgun einn, þá Andrés, faðir Sigurðar, fór á fætur, sá hann hvar kindur hans voru í túninu. Taldi hann þær, og vantaði enga. Honum þykir vænt um, og hugsar, að Sigurður sé kominn í bæinn, — leitar hans, en finnur hvergi. Þykir bónda það undarlegt. Kallar hann síðan menn til sín, og biður þá að leita hans um fjöll og hálsa. En þeir fundu ekki. Sneru síðan heim aftur við svo búið. Féll bónda það svo þungt, að hann lagðist í rúmið af harmi. Eina nótt dreymir hann, að honum þótti kona til sín koma og segja svo við sig: „Vertu eigi hryggur, bóndi. Sigurður sonur þinn lifir, og er ánægður eins og hann væri hjá þér, og býr hann með mér. Kom ég kindum þínum til þín að beiðni hans og vilja.“ Gekk hún svo á burt frá honum. Hann vaknar síðan, og er hressari. En um morguninn fór hann á fætur, og sér um eigur sínar, eins og hann hafði áður gert. Liðu nú 3 ár, að ekki spyrzt til Sigurðar. Um haustið snemma, á hinu 3. ári, dreymir bónda, að honum þótti Sig- urður sonur sinn koma til sín, heilsa sér og segja: B E N D IIX BENDIX þvottavélarnar eru algjörlega sjálfvirk- ar. Þær leggja í bleyti, þvo, þrískola og vinda án þess að dýfa hendi í vatn. BENDIX þvottavélarnar hafa verið í notkun hér í f jöida mörg ár. Várahlutir jafnan fyrirliggjandi. Eins árs ábyrgð. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. AUSTURSTKÆTI 14 SÍMI 1687. Stokkseyringafélagið í Reykjavík \ SPILAKVÖLD fimmtudaginn 11. febr. kl. 8,30 í Tjarnarcafé, uppi. Skemmtinefndin. GÓÐ VARA LÁGT VERÐ Við bjóðum: Kvensokka með úr- taki úr ull og baðm- ull. — Herrasokka, nýjar gerðir og liti. — Barnasokka, úr baðmull, allskonar. Nærfatnaður, kven-, karla- og barna, ágætt snið, ágætur frágangur. Umboðsmenn: Kristján G. Gíslason & Co h.f, CENTROTEX Prjónavörudeild. Praha, pósth. 7970, Tékkóslóvakia.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.