Morgunblaðið - 11.02.1954, Page 8
MORGdNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 11. febr. 1954
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurfiur Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, simi 3049.
Auglýsingar: Árni Garfiar Kristlnsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreifisU.
Austurstræti 8. — Sínii 1600
Askrrft&rgjald kr. 20.00 á mánuði Inrianlands.
í lausasölu 1 krónu eintakifi.
Hvar er nu 300-800%
framleiðsluauknmgini?
ÚR DAGLEGA LÍFINU
KOMMÚNISTABLAÐIÐ hér
skýrði frá því fyrir nokkru að
forseti rússneska verzlunarráðs-
ins het'ði skrifað grein í rússneska
tímaritið „Nýr sannleikur!!“ Þar
sagði hann að Sovétríkin væru
reiðubúin að kaupa vörur í Vest-
urlöndum fyrir 260 milljarða kr.
(260,000,000,000,00 kr.) á næstu
þremur árum.
Jú, vestrænar þjóðir hafa
orðið þess varar að undanförnu
að Rússar eru reiðubúnir að
kaupa. Skyndilega með einu vald-
boði hefur stíflu verið hleypt úr
fljóti og umboðsmenn Rússa
ganga um öll lönd og bjóðast til
að kaupa og kaupa. Það er að
visu fátt, sem Rússar geta boðið
í staðinn svo að þess í stað hafa
þeir flutt geysimikið magn af
gulli á markað til Vestur-Evrópu.
Hefur gullið „þessi auðvalds-
málmur“ eins og kommúnistar
kalla hann, nú komið í góðar
þarfir fyrir ,öreigaríkið“!!
★
Þa3 er rétt að athuga lítið
eitt nánar, hvaða varning
Rússar kaupa aðallega í Vest-
urlöndum: Við sjáum þá, að
það er sama sagan allsstaðar.
Þeir kaupa matvæli og fatnað.
Af íslendingum kaupa þeir
fisk í tali tugþúsunda tonna.
Af Dönum kaupa þeir land-
búnaðarafurðir, af Argentínu-
mönnum kaupa þeir korn og
af Bretum kaupa þeir stór-
vírkustu matvælaframleiðslu-
tæki. sem þekkjast, — togara.
★
Þannig kaupa Rússar nú urn
gervallan heim matvæli eða mat-
vælatæki fyrir tugi og hundruð
milljarða króna. Það er ekki vit-
að til að þessi auknu matvæla-
kaup Rússa í Vestrænum lönd-
um stafi af neinni tilfærslu, að
Rússar séu að hætta að kaupa
matvæli í öðrum löndum.
★
Hvernig stendur þá á þessu.
Hafa ekki rússneskar hag-
skýrslur og blað kommúnista
hér á landi, án afláts skýrt frá
því að matvælaframleiðslan í
Rússlandi sé að aukast um
300—800%. Væru þessar rúss-
nesku hagskýrslur réttar ættu
Rússar nú að framleiða tals-
vert meiri matvæli en þeir
sjálfir hafa þörf fyrir. Sam-
kvæmt hagskýrslunum ættu
þeir að geta séð öllum heim-
inum fyrir matvælumH
★
En Rússland og rússneska
þjóðin er annað og meira en
pennastrik á línuritum og hag-
skýrslum. Rússneska þjóðin er
staðreynd, sem valdhafarnir í
Moskva verða að reikna með
að sé til í holdi og blóði. Hún
þarf sitt viðurværi til þess að
lifa.
Um langt árabil hefur það vér-
ið ljóst, að rússneska þjóðin hef-
ur búið við mjög þföngan kost.
Þar hefur verið stórkostleg van-
framleiðslukreppa, svo að nálgazt
þefur hungur. Valdhafarnir hafa
algerlega skellt skollaeyrunum
við þessu og barið niður óánægju
fólksins með sívaxandi kúgun. í
upplausninni í Rússlandi s. 1. ár
varð kurr fólksins svo mikill að
hinir nýju valdhafar óttuðust að
sjóða myndi upp úr. Og því eru
matvælakaupin aukin.
Hvernig sem á þetta er litið
geta menn ekki gengið fram-
hjá því, hvort sem þeir eru
kommúnistar eða ekki, að
þessi stórkostlegu matvæla-
kaup Rússa í öðrum löndum
eru sönnun þess að á undan-
t förnum árum hlýtur að hafa
verið gífurlegur matvælaskort
ur í Sovétríkjunum. Við vit-
um það um leið að þetta hung-
ur þjóðarinnar hefur verið á-
kveðið og fyrirskipað blákalt
af valdhöfunum. Nú um stund-
arsakir hafa valdhafarnir
ákveðið að bæta skuli úr skort
inum en þjóðskipulag marx-
ismans er slíkt að hvenær sem
er, fyrr en varir geta þessir
sömu valdhafar fyrirskipað
I með einu pennastriki að rúss-
neska þjóðin verði enn á ný
að herða á sultarólinni.
Tveir flokkar —
fveir bæjarstjórar!!
FYRIR bæjarstjórnarkosningarn-
ar lýstu Alþýðuflokksmenn í
Hafnarfirði hátíðlega yfir, að ef
þeir töpuðu meirihluta sínum í
bæjarstjórn myndu þeir aldrei
ganga til samvinnu við kommún-
ista, þó að þeir hefðu oddaað-
stöðu.
Kosningadagurinn leið og úr-
slitin urðu kunn. Alþýðuflokkur-
inn hafði í fyrsta skipti í áratugi
glatað meirihluta sínum í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæð-
ismenn fengu nú jafnmarga bæj-
arfulltrúa og hann en kommún-
istar vógu salt á milli hinna
tveggja aðalflokka.
Þá hófst stríðið milli andans
og holdsins innan Alþýðuflokks-
ins í Hafnarfirði. Annarsvegar
voru yfirlýsingarnar frá kosn-
ingabaráttunni, um að aldrei
skyldi unnið með kommúnistum.
Hinsvegar hin sterka þrá eftir
að halda völdunum og geta hald-
ið áfram að skipa í stöður og
embætti. Og gat nokkur, sem
þekkir sögu Alþýðuflokksins á
íslandi, hins mikla bitlingaflokks,
verið í vafa um hver niðurstaðan
yrði? Áreiðanlega ekki.
i Niðurstaðan varð svo sú, að
kratarnir í Hafnarfirði sömdu við
kommúnista um stjórn bæjarins.
Tveir bæjarstjórar voru kjörnir,
annar krati, hinn kommúnisti.
Tveir flokkar — tveir bæjar-
stjórar. Hvernig hefði farið ef
fjórir flokkar hefðu verið í bræð-
ingnum, eins og orðið hefði ef
glundroðaliðið í Reykjavík hefði
sigrað? Þá hefðu borgarstjórarn-
ir líklega orðið fjórir!!!
ÖLDUM saman hafa „úlfa-
börn“ eða fósturbörn annarra
dýra verið hugstætt viðfangsefni
manna. Við rekumst jafnvel á
efnið í goðafræðinni, sjálfur Seif-
ur var fóstursonur dýrs. í
bernsku nærðust þeir líka á úlfa-
mjólk Rómúlus og Remus, stofn-
endur Rómaborgar.
Kipling vissi, hvað hann söng,
þegar hann skóp Mowgli, sem'
„úlfur fóstraði, slanga kenndi og1
sótti hollráð til fílsj*‘ Upphafs-
maður Tarzan-ævintýranna, Edg-
l/?Ö,
afrorn
ar Rice Burroughs, fór ekki ó-
svipaðar slóðir.
O—•—O
ÖLD EFTIR ÖLD hafa komið
fram kynjasögur um „dýrabörn“,
en misjafnar eru þær mjög að
gæðum og sennileik. Seinasta
saga af þessu tagi er um úlfa-
drenginn Ramu, sem nú dvelst
ULi andi ábrij^ar:
Hin nýja sambræðsla komm
únista og Alþýðufloksins i
Hafnarfirði mun áreiðanlega
verða Hafnfirðingum hvöt til
þess að herða enn sóknina
fyrir hreinum meirihluta
Sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn kaupstaðarins. Al-
menningur í bænum mun telja
bæjarfélag sitt hafa lítinn
sóma af forystu kommúnista
í samvinnu við hina yfir-
gangssömu afturhaldsklíku
Alþýðuflokksins, sem nú hef-
ur ekki lengur möguleika á
að stjórna Hafnarfirði ein.
Lítil saga frá Akranesi.
FRÉTTARITARI Mbl. á Akra-
nesi, hann Oddur, sem við
öll þekkjum, hefir skrifað mér
eftirfarandi:
) „Á laugardaginn var komu
drengir inn til mín og spurðu
mig, hvort ég vildi líta á það,
sem þeir hefðu meðferðis. Ég
gekk út. Voru þeir með pappa-
kassa, bundinn á sendisveinshjól.
Ég skygndist ofan í kassann og
sá á botninum tvo gullfallega
æðarblika. Það sópaði að þeim,
þarna hlið við hlið á kassabotn-
inum. En fjötur hafði verið lagð-
ur á þessa frjálsu herra hafsins.
Vængfjaðrir þeirra og búkfiður
smitaði allt af olíu.
Æðarfugli skolaði
á land.
VIÐ tókum þá í fjörunni",
sögðu drengirnir, um leið og
þeir lögðu af stað heim til sín.
Þar þvoðu þeir blikana úr sápu-
vatni, en það bar engan árangur,
svo að þeir skiluðu þeim aftur
niður í flæðarmál.
Um daginn, í briminu og
storminum, skolaði miklu af æð-
arfugli á land hér á Akranesi,
bæði að sunnanverðu og einnig
upp í sandinn vestur í Sundi. —
Voru sumir dauðir og sumir lif-
andi. En alla hafði olían fjötrað.
Oddur“.
Frostið til viðbótar.
ÞETTA er sama sagan sem hér
hefur verið að gerast í
' Reykjavík að undanförnu. Vafa-
laust hefur fuglinn, sem rekið
! hefur á Akranesi hrakið héðan
| að sunnan, þar sem olíubrákin í
kring um höfnina hefur valdið
hinu mesta fári meðal sjófugl-
anna. Það er víst erfitt viður-
eignar fyrir okkur' mennina að
gera nokkuð hér til bjargar, en
hörmulegt er þetta með blessaða
fuglana, ekki sízt nú, síðustu
daga, þegar frostgaddurinn kem-
ur til viðbótar.
Don Camillo —
Fernandel.
HÉR er bréf frá „Gosa“. Hann
hælir Don Camillo á hvert
reipi, en setur út á tiltæki Nýja
bíós:
„Velvakandi góður!
Hafir þú ekki enn séð Don
Camillo í Nýja bíói, ræð ég þér
og öðrum, sem ekki hafa séð
þessa mynd, eindregið til að láta
hana ekki fara fram hjá þér. —
Þessi kvikmynd er ein hin allra
skemmtilegasta, sem hér hefur
sézt í langa tíð. Kvikmyndahús
bæjarins ættu að kosta kapps
um að fá sem flestar myndir
með hinum óviðjafnanlega „leik-
ara með hestandlitið“ en svo er
skopleikarinn Fernandel stund-
um kallaður í heimalandi sínu,
Frakklandi, þar sem hann er
elskaður og dáður að verðleikum
— eins og reyndar alls staðar
annars staðar. — Hann hefur
farið sigurför um heiminn, enda
þarf maður ekki annað en að
sjá sem snöggvast hina elskulegu
ófríðu ásjónu hans til að komast
í gott skap.
Hléð á skökkum stað.
EN það er eitt, sem mig langar
til að setja út á í sambandi
við sýningu Don Camillos í Nýja
bíói: Hléð um miðja myndina
er á mjög svo óheppilegum stað
— eða í miðri fótboltakeppninni
milli flokka Don Camillos og
Pepponis borgarstjóra. Eða svo
var það að minnsta kosti, í þetta
skipti, sem ég sá myndina. Yfir-
leitt hafa kvikmyndahúsin það
að reglu að hafa hléð í mynd-
inni, þegar spenningur hennar
stendur sem hæst og er það
stundum gott þannig. Þó er það
ekki einhlítt.
Skemmdi skrítluna.
ÞAÐ getur þvert ó móti orðið
til að spilla dramatískum
áhrifum myndarinnar — og
þarna, í Don Camillo, skemmdi
það greinilega þessa fyrirtaks-
skrítlu myndarinnar — fótbolta-
kappleikinn. Því að, ég fyrir mitt
leyti leit á hann einmitt, sem
skrítlu eða brandara, sem áhorf-
andinn fylgist alls ekki með af
sama spenningi og venjulegri fót-
boltakeppni, þó að það ætti hins
vegar greinilega við um þá Don
Camillo og Pepponi sjálfa, sem
stríðið stóð á milli — þeir tóku
hana alvarlega. — Ég held sem
sagt, að Nýja bíó hafi misskilið
þetta atriði myndarinnar.
Gosi“.
„Lang-snúin“ fyrir
„longplaying“.
EG hefi fengið nýja uppástungu
um þýðingu á „longplaying",
orðið „lang-snúin“ — langsnúin
hljómplata — langsnúnar hljóm-
plötur. Áður hefur verið stungið
upp á orðum eins og „seinagangs-
plata“ og „langspilsplata“ o. fl.
Hvað finnst öðrum um þessa
nýju tillögu?
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
meira hefur lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.
(Jónas Hallgrímsson)
Ómaklegt lof
og peninga-
fölsun er
tvennt hvert
öðru skylt.
í sjúkrahúsi í borginni Lucknow
í Indlandi. Læknar þeir, sem
drenginn stunda, eru yfirleitt á
einu máli um, að Ramu sé ósvik-
inn úlfadrengur. Ef til vill fæst
aldrei úr því skorið til fullnustu.
O—•—O
MINNA má á nokkrar gamlar
frásagnir af þessu tagi eins og
söguna um írska drenginn, sem
fæddist upp með sauðkindum.
Stúlka frá Salzborg á að hafa
alizt upp með svínum. Til er líka
saga um dreng, sem greifingi á
að hafa alið upp.
íslenzkar þjóðsögur ganga ekki
heldur fram hjá þessu efni með
öllu. í einni segir frá umkomu-
lausri unglingsstúlku, sem gekk
með lömbum á afrétti sumar-
langt. Sögur um verúlfa og ýms-
ar álagasögur bera stundúm
svipaðan keim.
O—•—O
ÞVÍ verður ekki neitað, að á
þessari öld hafa komið fram
„fósturbörn" apa og annarra
dýra, en nákvæm rannsókn hefir
tíðum leitt í ljós, að brögð voru
í tafli. Hafa líka ýmsir kunnir
menn orðið til að vefengja, að
nokkur „úlfabörn" séu til og kalla
slíkt hjal firru eina.
O—•—O
FYRIR röskum áratug var uppi
fótur og fit víða um heim vegna
frásagna um dreng, sem átti að
hafa náðst úr úlfahópi í Mia-
wanna í Indlandi. Hann gó eins
og hundur og beit gras. Þegar
vísindamenn neituðu, að úlfa-
drengir hefðu nokkurn tíma ver-
ið til, reis upp gamall brezkur
liðsforingi, sem dvalizt hafði í
Indlandi árum saman. Hann full-
yrti, að ,,úlfabörn“ væru næsta
algeng í Indlandi.
O—•—O
KUNNUR vísindamaður. dr.
Helmuth Gottschalck, reit fyrir
nokkrum árum grein um þessi
mál í Kristeligt Dagblad. Kvað
Kamala lepur mjólk eins og
hvolpur.
hann sagnir um „úlfabörn“ eiga
við rök að styðjast. Segir hann,
að indverskir veiðimenn og skóg-
arhöggvarar hafi oftsinnis fundið
þessi börn í frumskógunum. Flest
þeirra hafi fundizt í Oudh-héraði.
Þar er loftslag hagstætt. Bent
er á það í greininni, að ýmis stór
dýr eins og úlfar og apar séu
ekki hrædd við ungbörn. Auk
þess eru margar mæður áfjáðar
í að ganga ungum annarra dýra
í móðurstað. Börn hverfa svo að
hundruðum þúsunda skiptir inn
í frumskógana, og ekki er frá-
leitt að hugsa sér, að einhver
þeirra haldi lífi í fóstri hjá úlf-
um, baviönum og öðrum villi-
dýrum.
O—•—O
STÚLKAN Kamala er flestum
„úlfabörnum kunnari. Hún lifði
til 1929. Prestur í Midnapore ól
önn fyrir henni. Hún tók upp
mannasiði, en lagði þó ekki nið-
ur ,,úlfsýlfrið“ þrisvar á sólár-
hring, kl. 22, 1 og 3.
Bergen Evans prófessor hefir
manna skarplegast gagnrýnt sög-
ur um ,,úlfabörn.“ Kemst hann
m. a. svo að orði í bók sinni:
Náttúrufræði heimskunnar, að
úlfar séu gersneyddir allri kímni,
„þeir hafa yfirleitt ekki áhuga
á neinu öðru en hráu kjöti“. En
prófessorinn er líka kunnur a£
að vera mikill efasemdarmamur.