Morgunblaðið - 12.02.1954, Side 6

Morgunblaðið - 12.02.1954, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. febr. 1954 Rimólfur Sveinssun sandgræðslnstjóri — minning ÞEIR samferðamenn, sem telj- ast til aldamótamannanna, eins og þeir eru stundum nefndir, týna mú óðum tölunni. Oss bregður lítt við það, finnum hve það er eðlilegt, þótt oft verði s.iónarsviftir, og jafnvel sárt yfir að líta, er mætir menn falla frá, þó aldraðir séu. Yngri kynslóð hefir tekið við yerkum og starfi aldamótamannr anna, að miklu leyti. Samstarf tveggja kynslóða síðasta aldar- fjórðunginn hefir verið merki- legt um margt, mótast annars veg ar af nokkuð erfiðari æsku- reynslu hinna fyrrnefndu og mikilli bjartsýni og auðveldara viðhorfi hinna síðarnefndu. Oss hinum eldri hættir við að þykja það óeðlilegt, og vér eigum jafn- vel bágt með að sætta oss við það, er skörð eru höggvin í fylk- ingu samstarfsmannanna yngri, sem eru ungir í vorum augum og sjálfkjörnir til að stjórna fram- vindu málanna enn um áratugi. Svo fór mér er ég frétti hið sviplega fráfall Runólfs Sveins- sonar sandgræðslustjóra, vinar míns og starfsfélaga í búnaðar- málum um alllangt skeið. Ald- ursmunurinn var nægilega mik- ill til þess að vig skipuðum sinn flokkinn hver að því leyti. Skoð- anirnar gátu verið misjafnar, bæði af þeim ástæðum og öðrum, en samstarfið var allt af gott og gieðilegt, og frjótt af álitum tveggja kynslóða, er saman unnu og samleið áttu um svo margt, þó að forsendur væru oft ólíkar. Því svo, og hversvegna? verð- Ur oss hinum eldri að spyrja. Svar fæst ekki. Vér finnum um leið að yér höfum ekki vald til þsss að spyrja og ekki mátt til þess að valda neinum svörum, þótt þau fengjust. Vér völdum því einu að blessa góðar minn- ingar og trúa á tilgang þess sem vér ekki skiljum og höfum enga aðstöðu til að skilja. Runólfur Sveinsson var einn þeirra ungu manna sem í skjóli aidurs síns og menntunar voru búnir að erfa landið úr höndum eldri kynslóðarinnar. Þessir Ungu menn og hinar ungu konur eiga landið og landið á þá og þær, verk þeirra eigi síður óunnin en unnin. Runólfur Sveinsson var fædd- ur 27. desember 1909, í Ásum í Skaftártungu. Þar bjuggu for- eldrar hans Sveinn Sveinsson bóndi og kona hans Jóhanna Sig- urðardóttir, en Sveinn var sonur sér Sveins Eiríkssonar, er var prestur í Ásum 1892—1907. Móð- ir Eiríks föður séra Sveins, var Sigríður dóttir læknisins og nátt- úrufræðingsins mikla Sveins Pálssonar. Sveinn Sveinsson tók við búi í Ásum 1908, en hafði áður búið í Meðallandi og undir Eyjafjöll- um, frá því að hann giftist 1903 Jóhönnu Sigurðardóttur frá Breiðabólstað á Síðu. Árið 1923 fluttu þau Sveinn og Jóhanna að Fossi í Mýrdal — urðu að víkja fyrir presti því að Ásar var prestssetur — og bjuggu þar þangað til þau brugðu búi 1950 og f'uttu til Reykjavíkur. Samhliða búskapnum á Fossi hafði Sveinn löngum einnig pokkur jarðarafnot og fjárbúskap og einskonar selstöðu í Ásum, þó að langt væri á milli. Þau Sveinn og Jóhanna eign- uðust 12 börn, 7 syni og 5 dætur. Bunólfur Sveinsson ólst þannig upp á mannmörgu heimili og í stórum hópi systkina. Þó að Sveinn Sveinsson væri dugandi bóndi og kona hans léti ekki sitt eftir liggja, má leiða að því líkur, eð alls þurfti með á svo miklu barnaheimili. Þar við bættist í Ásum, að jörðin var í þjóðbraut við mikla umferð, var þar því ærin gestanauð og mikil fyrir- greiðsla. Börnin í Ásum og á Fossi vöndust snemma á samhjálp og sjálfsbjörg jöfnum höndum. Þar var eigi sjálftekinn hlutur á þurru landi, og allir urðu að taka tillit til fleira en eigin þarfa og eigin vilja. Þetta mótaði Rnólf frá barnæsku og skýrir þann þátt í fari hans, að þó að kapp væri nægilegt til að fylgja fram sínu máli, gat hann unnið hugheilt með mönnum sem voru að ein- hverju leyti annarar skoðunar heldur en hann sjálfur. Eitt var málefnið, maðurinn annað, svo að fært gat verið að eiga samleið með fleirum heldur en þeim er öllu gáfu jáyrði, er honum í hug datt. Þetta reyndi ég margsinnis, og við það eru einmitt bundnar beztu minningar mínar um sam- starf og samvistir við Runólf Sveinsson, t. d. í Verkfæranefnd og í stjórn Norræna búfræðafé- lagsins, sem skólastjóra og sand- græðslustjóra, en þó fyrst og fremst sem mann, ungan í huga og skjótráðan, glaðan og reifan. Runólfur gekk í Hvanneyrar- skóla 1927—’29, og síðar í Bún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar kandidatsprófi í bú- fræði vorið 1936. En á milli þeirra tveggja skóla stundaði Runólfur nám í Samvinnuskólanum einn vetur, vann með traktor í um- ferðavinnu, við jarðabætur í Mýr dalnum á sumrum og var á tog- ara einá vetrarvertíð. Samhliða uppeldinu heima, þar sem allar hendur urðu að iðja nokkuð, var Runólfur því vinnu- vanur í bezta lagi og enginn ein- hliða bóknámsmaður er hann var settur skólastjóri á Hvanneyri 8. september 1936 og skipaður í þá stöðu 1937. Skólastjórn á Hvanneyri hafði Runólfur á hendi til vorsins 1947. Sem skólastjóri var Runólfur ást- sæll af nemendum sínum, sem velflestir minntust hins unga skólastjóra engu síður sem félaga en sem yfirboðara. Fór þar vel saman félagslund, kennsla Og stjórn. Þann fyrsta apríl 1947 var Run- ólfur skipaður sandgræðslustjóri. Flutti hann þá að Gunnarsholti á Rangárvöllum og tók sér ból- festu þar og síðar á nýbýlinu Akurhóli, er hann byggði skammt frá Gunnarsholti. Þar undi Run- ólfur vel hag sínum og gekk með hug og dug að verkum unz hann féll frá í fullu starfi fyrir Sand- græðsluna, og á verði í verkum sínum, þann 5. þessa mánaðar. Hér er fljótt yfir starfssögu farið. Hin of skamma starfsævi Runólfs Sveinssonar skiptist þannig í tvö tímabil við ólík verkefni. En um hvort tveggja var það sameiginlegt, að það var vandi við að taka. Það var mikill vandi fyrir ungan búfræði- kandidat nýútskrifaðan að setj- ast í sæti Halldórs Vilhjálmsson- ar á Hvanneyri. Og enn meiri vandi fyrir þær sakir, að tímarn- ir kröfðust breytinga. Runólfur lagði ódeigur út í breytingarnar, þær kostuðu áhlaup og þær kost- uðu peninga, og tíðarandinn, sem krefst, er ekki alltaf jafn glögg- skygn á hvað ti] þess þarf að gera hlutina. Fé og aðstaða, til að gera það sem gera þurfti, lá því ekki alltaf á lausu, tii umbóta á Hvann eyri, í skólastjóratíð Runólfs Sveinssonar Þag var líka vandi að taka við sandgræðslustjórastarfinu úr höndum brautryðjandans Gunn- laugs Kristmundssonar. Þar þurfti að halda vel á, og um leið þurfti líka að breyta um, í sam- ræmi við breyttar aðstæður um tækni og fleira. Hvort tveggja tókst. Eins og kunnugt er var Páll bróðir Runólfs með honum í starfi, en hann hefði aflað sér fullkominnar menntunar í sand- græðslu og jarðverndun í Banda- ríkjunum. Saman unnu þeir bræð urnir merkilegt starf og nýtt að rækta sandana stórum tökum, með gJæsilegum árangri. Þess mun ætíð verða minnst í rækt- unarsögunni, þótt enn nýrra kunni að taka við. Þó að Runólfur Sveinsson ynni nær hálft ævistarf sitt að jarð- rækt, sem sandgræðslustjóri, og gengi þar rösklega að verki, vit- um vér sem til þekkjum, að það var búfjárræktin, sem átti mest ítök í huga hans. Hann ræktaði sandana til þess að gera þá að búfjárhögum og töðutúnum, kom upp fyrsta votheysturninum á landi hér, kom upp mesta nauta- búi landsins í Gunnarsholti, byggði nauíafjós að nýjum hætti o. s. frv. Á þessu sviði menntaði hann sig líka mest meðal annars í 11 mánaða námsför til Ameríku 1945—’46, og formaður tilrauna- ráðs búfjárræktar var hann um alllangt skeið. Um búfjárrækt ritaði Runólfur það merkasta sem eftir hann liggur á prenti, þó að lítt'gæfi hann sér tíma til að fást við ritmennsku. í búfjárræktinni var Runólfur stórhuga, og átti fyrir þær sakir litla samleið með fjöldanum. En vinnugleðin var næg til þess að hann nýtti hinn minni kostinn, ef hið meira fékkst ekki. Hann vildi flytja inn ný búfjárkyn, en þegar það fékkst ekki hóf hann ótrauður að safna þeim sundur- leita efnivið af útlendu holda- kyni sem fyrirfannst í landinu. Er það merkilegt verk, hvað sem síðar kann að spretta af hinni miklu tilraun hans með hjarð- ræktun nautpenings á sandgresj- um Rangárvalla. Runólfur Sveinsson kvæntist 1940 Valgerði Halldórsdóttur Vilhjálmssonar frá Hvanneyri. Hún var þá skólastjóri húsmæðra skólans á Laugalandi. Þau eign- uðust 3 syni og er sá elzti nú 9 ára. Frú Valgerður var manni sín- um samhent um um að móta þá heimilishætti að allir, bæði kunn ugir og ókunnugir, sem þau hjón sóttu heim hafa góðs að minnast frá heimili þeirra. Þegar Runólfur Sveinsson tók við starfi sandgræðslustjóra 1947 munu flestir hafa búizt við að hann settist að, sem hver annar „forstjóri“ hér í Reykjavík. Mér er kunnugt um að frú Valgerður var bónda sínum í öllu samtaka um það að velja hinn kostinn að festa heldur heimili í Gunnars- holti, en það þakka ég Runólfi heitnum í rauninni mest af öllu er greip inn í samskipti okkar í búnaðarmálum. Mér þótti og þykir enn, að það" val þeirra hjóna sé svo gleðilega merkilegt um starfshætti og fordæmi. Jafnframt því að Runólfur var hinn ágætasti heimilisfaðir, var hann mikill félagi og leikbróðir drengjanna sinna. Eiginkonan, synirnir ungu, hinir öldruðu for- eldrar og mprgu systkini hafa öll mikið mist, um það eru orð og fyrirbænir fánýtar. En þær eru bætur böls, að minnast góðs og drengilegs manns, er féll í blóma aldurs síns, á vettvangi lífs og starfs, óbeygður í þeirri sóknarstöðu er hann hafði valið sér. Þannig hugsum vér vinir og samstarfsmenn til Runólfs Sveins sonar. Ární G. Evlands. F. 27. des. 1909. — D. 4. f-rbr. 1954 RUNÓLFUR SVEINSSON er einn af þeim mönnum þessarar kynslóðar, sem hverfur ekki úr umhverfi okkar, þótt hann flytj- ist burt fvrr en við flestir hinir. Seinna verða fagnafundir, og þá verður gaman að sjá eða skynja, hvað hetjan hefur haft fyrir stafni. Ég er þeirrar bjargföstu trúar, að jarðlíf okkar sé eins og lítill hlekkur í endalausri keðju starfs og lífs. Við erum samferðamenn á stóru fari. Sumir eiga langa samfylgd, aðrir skemmri. Menn sakna eðlilega beztu ferðafélag- anna oft tilfinnanlega mikið. Svo munu hundruð íslendinga nú á bezta aldri sakna Runólfs Syeins- sonar. Það er svo skammt síðan ég hitti hann glaðan, reifan og fullan af áhugaefnum og elju, að fregnin um fráfall hans er enn ekki orðin að raunveruleika í vitund minni. Þannig verða stund um áhrifin af dánarfregn góðra drengja, sem menn vilja ekki glata úr samferðahópnum. Kær- leiksríkur söknuður hundraða manna og kvenna um allt Island er mikil hamingja, sem allir góð- ir menn hljóta að óska sér í vega- nesti yfir landamærin. Þetta verður ekki ritgerð um Runólf Sveinsson, heldur aðeins kveðja og tjáning þakklætis fyrir marga góða hluti og ógleyman- lega og ríka kynningu. Það, sem mér fannst vera sterk asti þátturinn í fjölbreyttu fari Runólfs, var trúin á lífið og mennina. Stundum fannst mér ■hann hirða lítið um skynsemis- hyggju og rökfærslu í málefnum, ef heildarsjónarmið þeirra voru jákvæð. Bölsýnisrök og kvíða- hyggja aðgerðarleysingjanna voru honum svo fjarlæg. Hann leit langt fram í tímann, tók mið á fjarlægum hugsjónum, skapaði sér skýrat heildarskoðanir, tók ákvarðanir um framkvæmdir og hóf störfin. Marga langar til að starfa og lifa eftir þessari ein- földu meginreglu, hún er heil- steypt, einföld og stórbrotin. En ástæðan fyrir því, að svo fáir feta þessa slóð Runólfs Sveins- sonar í lífi sínu er sú, að menn skortir að jafnaði kjark hans og karlmennsku. Hann hafði svo skemmtilega skapgerð og skap- höfn, að smáborgaraleg gagnrýni og sýtingssemi var ávallt í aug- um hans eins og fyrirgefanleg andleg veila í fari samtíðarinnar. Hann hræddist aldrei mótlæti og erfiðleika, ég held fremur, að slíkt hafi skemmt honum. Runólfur Sveinsson var ágæt- lega menntaður búnaðarfrömuð- ur og athafnasamur starfsmaður á mörgum sviðum á mesta um- brotatímabili íslenzkrar búnaðar- sögu fram til þessa. Hann varð skólastjóri við bændaskólann á Hvanneyri ungur og nýútskrif- aður frá Landbúnaðarháskólan- um í Kaupmannahöfn árið 1936 og settist þar í sæti hins mikil- hæfa bónda og skólamanns, Hall dórs Vilhjálmssonar, giftist síðai Valgerði dóttur hans eins og búa- liði íslands er kunnugt. Skóla- stjórastaríinu gegndi Runólfur til ársins 1947, er hann vildi reyna kraftana við ný og önnur viðfangseíni. Tók hann þá við yfirstjórn sandgræðslunnar, einn ig úr höndum mikilhæfs manns, og sópaði strax mikið að honum í því starfi. Nýjar leiðir voru kannaðar. Hvar sem hann fór eða gaf sig að málefnum, kom fersk- ur gustur, nýr tími. Voldug verk tímans falla, segir E. Ben., en „snjalla ríman stuðla- sterk stendur alla daga“. Marg- vislegar framkvæmdir á Hvann- eyri og í Gunnarsholti minna á huga og hönd Runólfs, en þess háttar byggingar og framkvæmd- ir eiga takmarkaðan aldur. Hin stuðlasterka ríma Runólfs er hins vegar geymd í öðru efnij — ■ efn- inu, sem hann trúði mest á, — mönnunum sjálfum. Starf hans og skapandi gáfa á fasta stuðla og rím í hugum hundraða af nem- endum hans um allt land. Það er ekki sama á hvern hátt bænda- kynslóð, sem á aS mæta nýjum tíma og verkefnum, er mótuð andlega og verklega. Það var; þýðingarmikið, að sú kynslóð, sem þurfti að mæta viðhorfum „atómaldarinnar“ skyldi í ára- tug hafa verið brýnd til frjáls- lyndis og áræðis af jafn drer.gi- legum bjartsýnismanni og Run- ólfur Sveinsson var. Það er erfitt fyrir okkar sam- tímamenn Runólfs, samstarfs- menn hans og jafnaldra að dæma um og meta skerf hans í þróun þessa óvenjulega tímabils í sögu þjóðarinnar og landbúnaðarins, en mér segir svo hugur um, að þegar eftirkomendur okkar fara að kryfja söguna til mergjar og draga fram rauðan þráð hennar, þá muni þeir ekki sízt staldra við nafn Runólfs Sveinssonar. Þegar helfregn Eggerts Ólafs- sonar barst til föður hans, þá tók gamli maðurinn sér jarðyrkju- verkfæri í hönd og vann að jarða bótum meðan birta entist þann dag. Svipað skulum við nú gera. Ég vík orðum mínum því til ykk- ar nemenda og allra vina Run- ólfs Sveinssonar um gjörvallt landið. Það er til einskis að syrgja vin okkar, heldur skulum við hugsa okkur hann einbeittan og kjarkmikinn vísa okkur til verks með trú á okkur sjálf og landið. Við erum þakklát fyrir hverja stund, sem okkur er gefin í þessu lífi, en leiðir okkar allra liggja þó að sömu slóð og um sama hlið. Jarðlífið gefur okkur þroska- möguleika og dvölin hér er eins og nám í skóla. Að afstöðnu prófi hittum við aftur skólabræðurna í nýju lífi, meira frelsi og fyllri sannleika. Gunnar Bjarnr.son. ÞEGAR sú óvænta sorgarfregn barst, að Runólfur Sveinsson, sandgræðslustjóri, væri látinn, urðu margir harmi lostnir. Mað- ur á erfitt með að átta sig á þvi og trúa, að hann, sem var í blóma lífsins, hafi svo skyndilega verið burtu kallaður. Árið 1933, 1. september, byrj- aði ég nám við landbúnaðarhá* skólann í Kaupmannahöfn. Þá er ég hafði setið rúma viku í skólanum, var það eitt sinn, er kennslustund var aðeins óbyrjuð, að til mín kemur ungur maður, heilsar mér og spyr mig, hvort ég sé ekki íslendingur. Maður þessi var vel vaxinn og gerfi- legur, með ákveðna framkomu, bjartur yfirlitum með einstaklega hreinan og viðfeldinn svip. Góð- látlegt og glaðlegt bros lék um andlitið. Handtakið var hlýtt og innilegt. Maður þessi var Run- ólfyr Sveinsson. Með þessum hætti bar fundum okkar fyrst saman. Við byrjuðum þvi sam- tímis á háskólanáminu og ljúk- um því vorið 1936. Eftir okkar fyrsta fund urðum við mjög samrýmdir. Við sátum ávallt saman í skólanum, lásum saman og skildum ógjarnan öll skólaárin. Ég er forsjóninni þakk- látur fyrir að hafa átt Runólf Sveinsson fyrir skólabróður og vin. Betri, traustari og glaðlynd- ari félaga, meiri og hjálpfúsari drengskaparmann hef ég ekki þekkt. Við áttum saman ótal- margar góðar minningar og á- nægjustundir bæði frá skólaár- ur.um og seinni tíma, sem mér eru kærar og hugljúfar. Runólfur stundaði námið við landbúnaðarháskólann af kappi og lauk burtfararprófi þaðan með góðri einkunn, enda var hann góðum gáfum gæddur og mikill námsmaður. Haustið 1936 tók hann við stjórn bændaskól- ans að Hvanneyri, og var skóla- stjóri þar til ársins 1947. Þótt Runólfur væri ungur að árum Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.