Morgunblaðið - 12.02.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.1954, Síða 14
14 MORGUNBLA0IB Föstudagur 12. íebr. 1954 SMGM FOBSYTMNNA - RÍKI MAÐURINN - JoKn Galsworthy — Magnus Magnusson íslenzkaði Framhaldssagan 51 sér von um að geta staðið hana að einhverju daðri við Bosinney, en sú von brást gersamlega. Hún liagaði sér óaðfinnanlega. Og um þenna byggingameistara var það að segja, að hann leit út eins og .skapillur björn með höfuðverk. Winifred gat naumast togað orð út úr honum. Hann neytti lítils en var þungur á drukknum. Hann varð því fölari í framan, sem hann drakk meira og augna- láðið var mjög einkennilegt. Allt var þetta mjög ánægju- legt. Dartie var í sólskinsskapi, talaði opinskátt og með nokkru yfirlæti. Hann sagði tvær eða þrjár sögur, sem máttu ekki gróf- ari vera, og var það mikil við- urkenning fyrir sessunauta hans, því að venjulega fóru sögur hans út fyrir þau takmörk, sem vel- sæmi setur. Hann stakk upp á því í hæðnistón að drukkin væri •skál Irenu, en enginn drakk hana, og kona hans sagði: „Vertu nú ekki að leika fífl, Monty.“ Hún lagði til, er staðið var upp frá borðum, að þau gengu út á grashjallann, sem veit að ánni, og allur almenningur hefur frjálsan aðgang að. „Ég nýt þess svo að sjá alþýðufólk, þegar það er að draga sig sam- an,“ sagði hún. Þar var fjöldi fólks, sem naut hressandi kveldloftsins eftir hita og þunga dagsins. Hásar og mæðu legar raddir runnu saman við lágar og þýðar. Winifred tókst brátt, vegna þeirrar framtakssemi og hagsýni, sem Forsytunum er í blóð borin, að ná í auðan bekk handa þeim. Þau settust á hann. Limar frá stóru tré hvolfdust yfir þau eins og voldugur hásætishiminn og færðist hægt yfir fljótið. Dartie sat yztur á bekknum við hliðina á Irenu, þá Bosínney og Winifred. Það var mjög þröngt um þau fjögur á bekknum og Dartie fann að handleggur Irenu hvíldi fast við hans. Hann vissi, að hún gát ekki dregið hann til sín nema með því að sýna hon- um ókurteisi, og þetta skemmti honum. Öðru hverju hreyfði hann sig þannig, að hún hlaut að færast enn nær honum. Hann hugsaði eitthvað á þessa leið: „Sjóræninginn skal nú svei mér ckki njóta hennar einn. Hérna sitjum við nú notalega saman.“ Úr fjarska, úti á ánni, barst ómur frá mandólíni og röddum, sem sungu þessa gömlu vísu: opnu vörum undir velhirtu yfir- skegginu og hinum frökku glettn- islegu augum. En það verður að geta þess, að veraldarmaðurinn hafði fengið sér fullmikið neðan í því. Á himinraufinni, sem sást á milli trjánna, glóðu ótal stjörn- ur. Aftur varð glatt á hjalla á grashjallanum. „Og hann er bara banhungr- aður úlfur, þessi Bosinney ræf- ill,“ hugsaði Dartie og þrýsti sér enn fastar að írenu. Hún stóð upp og hin fóru að dæmi hennar. En veraldarmaðurinn vildi ganga betur úr skugga um hvaða efniviður væri í henni. Á leið- inni heim að hótelinu gekk hann fast við hlið hennar. Gott vínið freyddi enn í æðum hans. Nú hugsaði hann gott til hinnar löngu ferðar heim, í notalegu myrkri vagnsins. Soltni bygg- ingameistarinn gat setið hjá kon- unni hans. Hann vissí að röddin var ekki vel skýr o| sagði því ekkert, en sælubros lét sífellt um þykar varirnar. Þau gengu að vögnunum, sem biðu þeirra fyrir neðan hjallann. Fyrirætlun hans var mjög óbrot- in. Hann ætlaði að standa fast hjá henni unz hún stigi inn í vagninn og flýta sér svo upp í hann á hælana á henni. En þegar írena kom til vagns- ins, steig hún ekki inn í hann heldur smeygði sér fram fyrir hestinn. Dartie hafði ekki á þess- ari stundu það vald yfir fótum sínum, að hann gæti hlaupið á eftir henni. Hún klappaði hest- inum á múlann, og Dartie til mikillar skapraunar varð Bos- inney á undan honum til hennar. Hún sneri sér að honum og hvísl- aði einhverju í skyndingu — orð- in: „Þessi viðbjóðslegi maður“, bárust til eyrna hans. Hann beið samt þrákelknislega við dyrnar eftir að hún kæmi. En þegar hann stóð þarna kjól- klæddur í Ijósbjarmanum með ljósan yfirfrakkann á handleggn- um en ljósrautt blóm í hnappa- gatinu, skelmislegur og þó góð- látlegur, þá var ekki hægt að neita því, að hann var ví:raldar- maðurinn. Winifred var kosmimi i vagninn. Allt í einu var ýtt ssw® laarkalega við Dartie, að haa3a vaar ssaer því oltinn um, og BSBáiaBiy hvæsti inn í eyrað á ikaistiaa.: .JÉg ek Gvenn heim, sfeEfji® það? Hann sá andlit, Æifij®: a>f ofsa og tvö augu, sem s$feSH feveMtarlega á hann. „Hvað eruð þáia' aíí segja? stamaði hann. „BSeíí,, það gengur nú ekki. Þér akið> ft3CMai mSB kon- unni minni." „Farðu“, hvassts fkssínney, „annars slæ ég þig.“; Dartie hopaði, hann sá, að hér var alvara á ferðum. Irena smeygði sér fram hjá honum. Kjóllinn hennar straukst við fæturnar á honum og í einu vet- fangi var Bosinney kominn inn í vagninn og seztur hjá henni. „Af stað,“ heyrði hann Bos- inney hrópa. Ekillinn sló í hest- | inn, sem brá hart við. Dartie stóð andartak þrumu lostinn. Svo reikaði hann að vagn inum, sem konan hans sat í. I „Flýttu þér,“ æpti hann að ökumanninum, „og misstu ekki. sjónar á náunganum þarna.“ j Hann fór þegar að bölva og skattyrðast, þegar hann var kom- l inn inn í vagninn. ,,Já, nú hefurðu farið laglega j að. Látið sjóræningjann aka heim með henni. Því í ósköpun- um gaztu ekki haft hemil á hon- um. Hann er alveg vitlaus eftir henni. Það gat nú hver afglapinn séð.“ Winifred reyndi árangurslaust að þagga niður í honum. Það var ekki fyrr en þau komu til Barnes, sem hann hætti harmatölum sín- um, en þá var hann líka búinn að hella sér út yfir hana, föður hennar, bróður Irenu, Bosinney, Forsytenafnið og börnin sín. Og hafði bölvað giftingardegi sín- um. Winifred, sem var skapstilling- arkona, lofaði honum að rausa. Og þegar hann loks þagnaði, varð hann ólundarlegur og súr á svip- j inn. En hann sleppti aldrei aug- i unum af vagninum sem ók i myrkrinu með veiðina, sem hon- um var sýnd en ekki gefin. Frá ströndinni ferju við skulum nú skjóta. Því yfir um förum við — ham- ingju að hljóta, hlæja og drekka og lífsgleði njóta. Og allt í einu hóf máninn sig, ungur og sprækur, yfir trjátopp- ana, og loftið varð svalara, en anganin af linditrjánum var æ hin sama. Dartie skotraði augunum til Bosinney, sem sat með krosslagð- ar hendur og starði fram fyrir sig. Svipur hans sýndist bera vott, að honum liði ekki vel. Dartie leit frá honum á Irenu, en andlit hennar var falið í skugg- anum. „Ó, þessar konur," hugsaði Dartie. Kveldroðinn yfir fljótinu hvarf, söngurinn hætti, tunglið faldi sig bak við tré, og allt varð myrkri hulið umhverfis þau. Hann þrýsti sér fastara að Irenu og lét sig engu skifta þótt hann fyndi hryllinguna, sem fór um hana við snertinguna og sæi fyr- irlitninguna á andliti hennar. Hann líktist meinfýsnum skógar- púka með hinum þykku, hálf- Alfkonan hjá lillarvötnum * 5. Þá bóndi kom í baðstofu, sá hann son sinn sitja á kistu fyrir framan rúm, er hann sá konu sitja í. Hún hélt á barni, en Sigurður var að karra ull. Vaggaj var fyrir framan rúmið og barn í. Ljós brann á kerti. Bóndi guðar á gólfinu, við það verður konunni svo bilt, að hún kastar barninu í rúmið, en stekkur yfir vögguna og ofan, og ætlar út. En er hún kemur í göngin, tekur prestur um bana miðja. Á hann nóg með að halda henni, en hann var þó haldinn meir en tveggja maki að burðum, og þar að auki nóg les- inn í förnfræði. Koma þeir þá úr baðstofunni, bóndi og sonur hans, með ljós. Fer nú prestur höndum um konuna, og af því gæfist hún. Eru þeir þar um nóttina, og vakir prestur yfir henni. Er hún stundum í yfirliði. en þess á milli er hún að gráta og biðja prest að sleppa sér. En það gerir hann ekki. Leið svo til dags. En þá dagur var kominn, búa þeir sig til ferðar. Skilst Sigurður við bæ sinn, en þeir taka börnin og konuna með sér, og lifandi pening, er þar var. Er það mál manna, að Sigurður hafi slegið huldu yfir bæinn, en hann skildi við hann. Nú heldur það allt leiðar sinnar frá vötnunum, allt þang- að til það kemur heim á bæ Andrésar bónda. Veður var gott og bjart loft, meðan það var á ferð þeirri, og tunglsljós, og áðu því hvergi. HVOR TVÍBURINN NOTAR TONI? HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ? (Sjá svar að neðan) JJoni ^enr Lánh mjúht ocj ehliíeqt er Fleiri nota TONI en nokkurt annað permanent. Þér munuð sannfærast um, að TONI gerir hár yðar silkimjúkt. Hárliðunin verður fallig og end- ist eins lengi og notað væri dýr- asta permanent, en verður mörg- um sinnum ódýrara. Engin sérstök þekking nauð- synleg. Fylgið aðeins myndaleið- beiningunum. Permanent án spólu kr. 23.00. Spólur.............kr. 32,25. Með hinum einu réttu TONI spólum er bæði auðveldara og fljótlegra að vinda upp hárið. Komið lokknum á spóluna, vind- ið og smellið síðan. Þetta er allt og sumt. Þér getið notað spólurnar aft- ur og aftur, og næsta hárliðun verður ennþá ódýrari. Þá þarf aðeins að kaupa hárliðunarvökv- ann. Jafnvel fagmenn geta ekki séð mismuninn. Pamela Smith, sú til vinstri, notar Toni. Munið að biðja um Heima permanent með hinum einu réttu spólum og gcrið hárið sem sjálfliðað. II E K L A H.F Austurstræti 14 — Sími 1687 Brjóstahaldarar með gúmmískál (Performed-F oam) Y T T Til afgreiðslu fljótlcga Sendið pantanir Lady ti.f. Barmahlíð 56 Sími 2841 Vélatvistur fyrirliggjandi. Góð tegund. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12. Sími 81370 TT rnIMI 1'OTiTlTlfi'nTiTÍII

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.