Morgunblaðið - 13.02.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 13.febr. 1954 MORGUNBLAÐEÐ 11 Séð heim að hælinu í Arnarholti. Keimsókn í Arnarholl ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að til ' séu menn, sem finna að flestu ef ! ekki öllu, sem forráðamenn Reykjavíkurbæjar hafa gjört og gera, en þessar aðfinnslur koma oftast fyrir áður en kosningar fara fram, og eru því ekkert alvarlegar. Þó er það sérstaklega eitt, sem ég hefi ekki heyrt for- ráðamönnum bæjarins hallmælt fyrir, en það er hælið „Arnar- holt“ á Kjalarnesi. ★ Eg hitti fyrir nokkru síðan, hér í bænum, forstjórann í Arn- arholti Gísla Jónsson, og fór hann meðal annars að segja mér að hann ætlaði bráðum að hafa smá skemmtun fyrir starfsfólk sitt, svona til að gera því dagamun í hversdagsleikanum og fannst mér það vel hugsað hjá forstjór- anum, ' að sýna starfsfólki sinu slíka hugulsemi, enda ekki of- mælt þó sagt sé., að öllum þyki vænt um Gísla, sem hjá honum starfa, og fannst forstjóranum sjálfsagt, að ég skx-yppi þangað að dansa, og þó ég sé nú orðinn allmikið við aldur, þá þótti mér einusinni gaman að dansa, svo ég sagði við forstjórann, að ég myndi koma þó gamall væri. ★ Og svo kom kvöldið er leggja skyldi af stað að Arnarholti og var ég svo heppinn að fá að fljóta með góðu fólki, sem fór þangað í sömu erindum og ég. Þegar að Arnarholti kom gall við eyrum okkar dynjandi harmonikuómar og höfðum við því hraðann á að komast sem fyrst í dansinn, enda leið ekki á löngu þar til við öll vorum komin út á gólfið í glæsilegum húsakynnum Arnarholts og far- in að dansa ásamt hinu myndar- Milljónir manna búa eim í trjám ÞRÁTT fyrir mikið átak ein- staklinga og stofnana hin síðari ár til að bæta lífskjör mann- kynsins eru milljónir manna víða um heim, sem þessi hjálparstarf- semi hefir ekki náð tiL Erfiðleikar þessa fólks eru ræddir í bók, sem Alþjóðavinnu- málaskrífstofa Sameinuðu þjóð- snna hefir gefið út og nefnist ,„Innfæddar þjóðir“. í bókinni segir m. a. frá við hvaða kjör SO milljónir Indíána, 19 millj. Indverja, 16 millj. Indonesíu- manna og fjöldi annarra frum- stæðra þjóða lifir við enn þann dag í dag. Fávisku, sjúkdóma og fá- tækt þarf að yfirvlnna áður I en hægt verður að tryggja J I þessu fólki mannsæmandi lífs- skilyrði. Frá því er t. d. sagt í bókinni, að víða í Indlandi búi menn í hreysum sem kom- ið hefir verið fyrir í trjám. í Suður-Ameríku þjást Indí- ! ánaættfiokkar af sífeildri j hungursneyð. Víða þekkist | enginn menntun, en allskonar hjátrú og hindurvitni halda I fólkinu frá lífsvenjubreyting- um, jafnvel þótt í boði séu. Þá nota menn sér fáfræði og I fátækt, eða umkomuleysi milljóna manna í frumstæð- ! um löndum til að láta þá vinna fyrir skammarlega lág laun. ! í bókinni er skiýrt frá ýmsurp ráðstöfunum, Sem gerðar hafa verið og sem eru í deiglu þessu fólki til aðstoðar. lega starfsfólki þar, að ógleymd um sjálfum forstjó.anum, sem var i broddi fylkirsgar. En þag sem ég viidi með þess- um fáu lí.ium segja, er hvað mér fannst hælið Arnarholt drifið með mikium myndarbrag innan húss og utan, og er það forstjór- anum, Gísla Jó .ssyni og forráða- mönnum Reykjavíkurbæjar. sem með þessi mál fara, til mikiis. sóma, því þar viiðist ailt vera gert til að hinu siúka fó'ki er þar dvelst, geti liðið sem bezt. Það mætti segja mér, að hælið Arn- arholt væri alveg eins gott og svipuð hæli erlendis, minnsta kosti þau sem ég hefi séð, ef ekki betra að sumu leyti. ★ Ég fór að hugsa með sjáifum mér hvernig á því stæði, að þessi stóri, þrekmikii og glæsilegi maður, forstjóri Arnarholts, hefði valið sér það að lífsstarfi, að veita þeirri stofnun forstöðu, sem er síðasta athvarf þairra, sem sökum heilsubilunar hafa gefizt upp og orðið úti í lífinu. Svarið kom fijótlega þegar ég hugsaði til hans góðu móður, sem að öll- um vildi hlynna, einkum þó þeim, sem bágast áttu og veikburða voru. Þetta er Gísla Jónssonar, forstjórá, bezti móðurarfur og kemur það fram í hans mikla, góða og óeigingjarna starfi, sem forstjóri Arnarholts. Það mætti eflaust skrifa hei’a g-"ein um æskuheimili Gísla Jó"ssonar for- stjóra, þvi svo var brð ■ ómað ÞTr ir myndarskap, gestrisii og at- orku til sjós og lands, að ó- gleymdri tónlistinni sem mikið var þar iðkuð á þeirra tíðar vísu. Þetta umrædda kvöld í Arn- arholti leið fyrr en varði, og er við höfðum þegið höfðinglegar góðgerðir og líða tók á nóttu fór- um við gestirnir að gerast þrótt- litlir í dansinum, kvöddum við hinn glæsilega forstjóra og hans góða starfsfóik og með þakk- læti í huga héldum vig úr hlaði. K. S. B 50 þús. söfnuðusf á kosningadaginn ÁGÓÐI af merkjasölu Barna- spítalasjóðs Hringsins á kosninga daginn varð rúmlega fimmtán þúsund krónur. Flytur kvenfélagið Hringurinn öllum bæjarbúum beztu þakkir fyrir viðtökurnar og sölubörnun- um þakklæti fyrir dugnað, þrátt fyrir vont veður, en sérstakar þakkir til þeirra barna, sem gáfu sölulaun sín til litlu hvítu rúm- anna í Barnaspítalanum. Nokkur börn hafa ekki enn gert fullnaðarskil og eru þau vinsamlegast bsðin að hringja í sima 5828 eða að koma í Suð- urgötu 16. «á SCýprys-ey NICOSIA, 12. febr. — Brezka beitiskipið Glasgow og tundur- sþillirinn Dáring héldu uppi lát- lausri stórskotahríð á norðvestur- strönd Kýprusar. Hófst þar með þriðji þátturinn í all víðtækum flotaæfingum. ’*.'Múriii íbérmenn m. a. ganga á land á Kýprus-ey. •—Reuter. Greiitarprð frá sfjórn Sfémannafél. Reykjavíkur FKÁ Sjómaunafélagi Reykja víkur hífai blaðinu borizt eftirfaranði: VEGNA blaðaskrifa er orðið hafa um afstöðu stjórnar Sjó- mannafélags Reykjavikur til óska útgerðarmanna um leyfi til að ráða færeyska sjómenn til starfa á íslenzku fiskiskipin, vili stjórn félagsins taka fram eftir- farandi Af hálfu sjómannasamtakanna hefur verið þráfaldlega á það bent, að tregða íslenzkra sjó- manna til starfa á fiskiskipin væri aðallega eða jafnvel ein- göngu vegna þess, hve kjörin væru bág, samanborið við það, hvað menn bera úr býtum fyrir vinnu sína í landi, þegar vinna er stöðug og næg og þá sérstak- lega, þegar borið er saman vinnu- tími á sjó og landi og launin reiknuð út frá því. í viðtölum hafa útgerðarmenn viðurkennt þetta rétt að veru- legu leyti, en borið við getuleysi útgerðarinnar til úrbóta. Á s. 1. sumri og hausti bárust stjórn félagsins kvartanir frá togarasjómönnum í sambandi vjþ gildandi samninga og óskuðu lag- færinga, eða uppsagna samning- anna ella, en þeir voru gerðir 5. marz 1952 og eru því nær tveggja ára gamlir. Togaraeigendur féllust á, að gera smávegis lagfæringar sjó- mönnum í vil, samningum var ekki sagt upp og gilda því áfram til 1. júní n. k. Bátakjarasamningum var hins- vegar sagt upp, víðast um land, og voru nýir samningar gerðir 18. janúar s. 1., og þá jafnframt heildarsamningar um rúmlega 16% hækkað fiskverð til báta- sjómanna, og voru þeir samn- ingar samþykktir nær einróma af viðkomandi sjómannafélögum, er áttu í deilu. Að deilu bátasjómanna lokinni, áttu fulltrúar frá sjómannasam- tökunum nánar til tekið 3 menn úr stjórn S. R., viðræður við stjórn Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda. Bentu þeir á að kjör háseta á togurum væru ekki betri en það, að treglega mundi ganga að fá menn til starfa á þá, og óskuðu eftir að gerðar yrðu lag- færingar á kjörunum frá gildandi samningum. í því sambandi var, meðal ann- ars, minnzt á hækkun premíu af saltfiski, úr kr. 6,00 í kr 10,00 af tonm og hækkun fiskverðs í frystihúsin og skreið um 16% eða hlutfallslega hækkun við þá, er bátasjómenn fengu. Fulltrúum sjómannasamtak- anna var lofað svari við þessari málaleitan, þó tæplega fyrr en Alþingi kæmi saman að nýju, en svar hefur ekkert borizt enn- þá, nema ef taka ætti sem svar, ] framkomnar óskir togaraeigenda um að mega ráða færeyska sjó- menn í þau skiprúm, er íslenzkir sjómenn fást ekki í, og bendir það þá vissulega til að engin lag- færing á kjörum sé í vændum. Stjórn félagsjns þykist þess fullviss, að ef kjör togarasjó- manna yrði verulega bætt og betur að sjómönnum hlúð af hálfu þess opinbera, varðandi einhver skattfríðindi og lækkun álagn- ingar á hlífðarföt, mundu nægj- anlega margir íslenzkir menn fást á togarana og væri þá inn flutningur erlendra sjómanna al- gjörlega óþarfur, til starfa á þá og hefur því stjórnin synjað um leyfi til þess, að ráða erlenda menn á togarana. Verði kjörin bætt á þann hátt, sem á hefur verið bent og nægi- lega margir menn fást ekki að heldur, mun stjórn félagsins að sjálfsögðu enclurskoða afstöðu siina tjJv þessa máls. Um bátana gegnir allt öðru Framhald á bis. 12 ImgafeikRum ví lauk loksiBis á Kíl Ekki þar með sagi að aliir eriiðleikar séu úr sögunrti FYRIR nokkrum dögum tókst þýzkum yfirvöldum að hefta för finnska kúttersins „Ara“, sem eltingarleikur hefur verið við undanfarna 10 daga á Eystrasalti og Kílarskurði. Kútterinn hefur hvað eftir annað villt tolleftirlit- inu sýn og smogið úr greipum þess á undarlegasta hátt. Það er vitað að Ari er með 12.000 lítra af áfengi innanborðs, sem óttast er að skipstjóranum takist að smygla í land, þrátt fyr- ir að skipið er nú undir eftirliti, þar sem för þess var stöðvuð á Kílarskurði. Tollverðirnir geta ekkert hreyft við farmi þess enn- þá. þar sem skipið er á alþjóða- siglingaleið. HVER Á FARM SKIPSINS Skipstjórinn á „Ara“, Nordberg sem er álitinn vera þaulæfður smyglari og bragðarefur, segir að farmurinn eigi að fara til Gdynia í Póllandi og sé ekkert við það að athuga. En tolleftirlit- ið er á öðru máli og álítur að skip stjórinn eigi áfengið sjálfur og hafi ætlað að koma því á land á einhverju Norðurlandanna en orðið að hrekjast af leið vegna tollvarðanna í Eystrasalti. GULLIÐ TÍMABIL Það hefur lengi þrifist smygl í Skandinavíulöndunum og á þeim árum sem áfengi var ekki gefið laust í Noregi, stóð smyglið í mestum blóma þar. Eftir styrjald arárin virtist draga úr því að all- verulegu leyti, en .eftir því sem tollyfirvöldin hafa komizt næst, er smygl í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi nú í miklum uppgangi á nýjan leik, en Danmörk sé að miklu leyti utanveltu í þetta skipti. Á árunum 1924—25 náði smyglið þó hámarki sínu. Þá var mörg hundruð þúsund lítrum smyglað inn í þessi lönd án þess að tollyfirvöldin gætu nokkuð að- gert. Einu sinni tókst þeim þó að hafa hendur í ári þýzks skip- stjóra sem var með 40.000 lítra af áfengi og 100 kassa af öðrum smyglvörum og var ætlun hans að koma varningnum á land í Danmörku. FÓRU AÐ VERZLA VIÐ HOLLAND Á þessu blómaskeiði smyglsins á þessum slóðum, var smyglvaran aðallega sótt til hafna Norður- Þýzkalands. Tollverðirnir gáttt ekki rönd við reist og að lokum tóku Norðmenn og Danir til þesa ráðs, að lengja landhelgislínuná þannig að hún varð 12 sjómílui'. Þetta orsakaði það, að þá fóm smyglararnir að sækja varning sinn til Hollands og hafa þau við- skipti haldizt síðan. SMYGLKÓNGARNIR HITTUST Á IIERTHAS FLAK | í þá daga var góð samvinna hjá smyglurunum sem mestmegnis voru Svíar, Danir, Norðmenn, Finnar og Þjóðverjar. Foringjar þeirra hittust á Herthas Flak « Kattegat þegar taka þurfti mikilv vægar ákvarðanir. Þar vorú haldnar dýrar veizlur og drukk- ið svo úr hófi keyrði. Þaðan var oft stjórnað flutningum til lands. Oft var dýrum varningi sökt í sjóinn við dufl og síðan fóru litlir bátar einhverja dimma nótt og fiskuðu vöruna upp, flutti hana til lands og síðan var hún graíin. í jörðu til betri tíma, eða falin á einhvern annan hátt. ÝMSUM BRÖGÐUM BEITT Smyglararnir höfðu þá og hafa enn, allskonar brögð í frammi til að ná áfenginu í land. Einu sinnv kom það fyrir, að skip ferrnt áfengi lagðist í Fríhöfnina í Kaup mannahöfn. Toilverðirnir fóru um borð en fundu ekkert, sem óleyfilegt gat talizt. Seinna komst það upp að þessa sömu nótt hafði verið dælt úr skipinu, í gegn um gúmmíslöngu sem lögð var úr því til lands, mörg þúsund lítrum af áfengi. Slangan. er nú geymd sem minjagripur á safni lögreglunnar í Kaupmanna höfn. Það væri fróðlegt að vita, hvort skipstjórinn á „Ara“ er eins hug myndasnjallur og fyrirrerinarar hans í starfinu hafa verið cg hvaða aðferð hann ætlar sér að nota til þess að koma 12.000 lítr- unum sínum undan fundvísum augum tollvarðanna. Giap hershiiiingi seyist ekki ráHðst á Luang Prabang Samt halda Frakkar éfram að styrkja varnir hennar Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SAIGON 12. febr. — Framvarðsveitir kommúnista standa nú fyrir framan varnarlínu Frakka og Laos-manna rúmlega 20 km írá Luang Prabang, höfuðborg Laos. Ýmislegt þykir nú benda til að 1 aðalherstyrkur kommúnista sé lengra frá borginni, en fyrst var ! ætlað. ! SEGIST GABBA FRAKKA j Giap, yfirhershöfðingi komm- I únista talaði í dag í útvarpsstöð I uppreisnarmanna, þar sem hann sagði að Frakkar hefðu misreikn að sig, er þeir álitu að aðalher- sveitir uppreisnármanna væru skammf frá Luang Prabang. I Kvað hann aðalherstyrkinn enn ' vera langt undan og gaf það meira að segja í skyn að komm- únistar hefðu allt annað í hyggju en árás á Luang Prabang. | FRAKKAR VIÐBÚNIR HINU VERSTA 1 Ekki er talið öruggt að treysta orðum uppreisnarforingjans, vegna þess að liðsflutningar sem. sézt hafa úr lofti benda sterklega til að kommúnistar hyggi á áráa á borgina. Er ennþá unnið að þvx að styrkja varnarhringinn og hinn aldni konungur Laos, Sisa- vang Vong, talar kjark í liðsmenn. sina. í dag setti hann þing lands- ins. TAKA EKKÍ BOBI KÓREU Franskir hérmálafiilltrúár töldu í dag útilokáð að hægt' yf'ði að taka bóði Synmans Rhees um sendirigu súður-kóreansks herliðs til Indó-Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.