Morgunblaðið - 13.03.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1954, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 13. marz 195-1 85 drai Péfur ölafsson PÉTUR ÓLAFSSON, fyrrum bóncli að Hranastöðum í Eyja- íirði, varð 85 ára 9. þ. m. Pétur er fæddur að Rifkels- stöðum í Öngulstaðahreppi, son- ur Ólafs Jónssonar, síðar hrepps- stjóra að Stokkahlöðum, og Sig- ríðar Kristjánsdóttur. Á uppvaxtarárum Péturs var •enginn hægðarleikur fyrir al- rnenning að afla sér skólamennt- unar, menntasetrin fá og fjárhag- ur víðast hvar þröngur vegna il!s árferðis Hann mun þó hafa ver- ið nokkurn tíma við rám á Akureyri. Skólagangan varð íikemmri en hugur stóð til. Pét- ur hóf búskap að Hranastöðum í Hrafnagilshreppi og bjó þar alla tíð góðu búi meðan kraftar leyfðu. Hefir hann dvalið hjá börnum sínum á Akureyri síð- ustu árin. Allir Fram-Eyfirðingar kann- ast við Pétur á Hranastöðum. Af Jcunnugum hefir hann verið met- inn bæði fyrir góðar gáfur og mannkosti. Það var því ekki jvema eðlilegt, að í hans hlut félii að gegna margvíslegum trún aðarstörfum fyrir sveitungana. Hann átti sæti í hreppsnefnd í f jöldamörg ár, var oddviti Hrafna gilshrepps í 18 ár, formaður bún- aðarfélagsins um tíma, forða- gæzlumaður, í sáttaneínd og fasteignamatsnefnd og formaður yfitkjörstjórnar Eyjafjarðarsýslu í aldarfjórðung. Öll þessi störf xækti Pétur af stakri samvizku- aemi og ósérplægni. Má geta nærri um það, að oft hafi hon- -um orðið tafsamt frá búskapnum vegna þessara starfa. Pétur hefir alítaf haft mikinn áliuga fyrir opinberum málum og tekið drjúgan þátt í stjórn- málabaráttunni. Mun honum oft- ar en einu sinni hafa staðið til boða að bjóða sig fram til Al- Jtingis, en gaf ekki kost á sér, þar sem hann taldi sig hafa nægum verkefnum að gegna heima fyrir. Pétur frá Hrana- stöðum er með afbrigðum hóf- vter maður og orðvar. Verða slík- ii' menn jafnan vinsælir, ef mann ■dömur fylgir. Enda hefi ég aldrei héyrt nokkurn mann nefna hnjóðsyrði í hans garð. Pétur er kvæntur Þóreyju Helgadóttur frá Leifsstöðum í Kaupvangssveit, hinni mætustu lonu. Hafa þau hjónin eignast sjö börn og eru þessi á lífi: Kristbjörg, gift Hjálmari Helga- syni, bifreiðarstjóra á Akureyri, Jónas, tilraunastjóri á Skriðu- klaustri og Jakob, ritstjóri „ís- lendings" á Akureyri. Þau hjónin ■urðu fyrir þeirri þungu raun að missa einn sona sinna, Helga, sem bjó að Hranastöðum, í vet- vr frá konu og fimm ungum börnum. Vinir Péturs frá Hranastöðum senda honum og konu hans inni- legustu kveðjur og vona, að ævi- kvöldið megi verða þeim báðum sem bjartast. Þau eiga það skilið cftir langan vinnudag og vel ■unnin störf. Jónas G. Rafnar. Þjéðleikhúsið Þórarinn B. Sleféns- son verzlunarstjóri láfinn HfNN 12 þessa mánaðar andaðist J>órarinn Björn Stefánsson fyrrv. verzlunarstjóri, að heimili sonar tiíns Stefáns skrifstofustj., Hrefnu £Öt'JL 10. Þórarinn heit. var um áratugi verzlunarstjóri danska Verzlunarfélagsins Örum og Wulf á Djúpavogi. Hann var mikill at- «rk.u- og. dugnaðarmaður, vel anetinn í öllum störfum sínum. J'órarinn Björn var hátt á níræð- is aldri er hann lézt. Það eru kynlegir fuglar, sem hér sjást á myndinni, en það eru skrifarar Vielgeschrei, eða Æðikollsins í samnefndu gaman- leikiriti Holbergs, sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 8. Gleðileik þessum hefur verið mjög vel tekið eins og frásagnir blaðanna hafa borið með sér. Á myndinni sjást, frá vinstri: Kristján griffill (Þorgrímur Einarsson), Lárus blekhorn (Guðmundur Páls- son), Kristófer pennaskeri (Jón L. Halldórsson) og Jens sandbauk- ur (Helgi Skúlason). Skilnaður eftir NEW YORK, 12 marz — Barbara Hutton ríkasta kona heims hefur ákveðið að skilja við mann sinn, Porfirio Rubirosa, eftir tveggja mánaða hjónaband. Blaðið New York World Tele- gram skýrir frá þessu. Ósam- komulag varð milli hjónanna, viku eftir giftinguna, vegna þess að Rubirosa sem er mesta kvenna gull gat ekki slitið sig frá hópi ungra blómarósa á Pálmabað- ströndinni. Hafði frúin marg- sinnis bannað eiginmanninum að vera með ungu kvenfólki, enda er hún sjálf nokkuð við aldur. —Reuter. eyðibyggð mg ræítffi o r r PÁLL PÁLSSON, fulltrúi Bún- aðarsambands Vestfjarða flutti á Búnaðarþingi mál um eyðibyggð- ir í Norður-ísafjarðarsýslu, eink- um Sléttuhrepp. Var mál þetta mikið rætt, og þótti tímabært að ræða um það, og koma fram með ályktanir um þetta mikla vanda- mál, er leitt gætu til úrbóta. Fór málið til Ailsherjarnefndar Bún- aðarþings, og fékk þá afgreiðslu, er hér íylgir: ÁLYKTUN Með tilvísun til þingsályktunar frá Alþingi 4. febr. 1953 um und- irbúning heildaráætlunar í þeim tilgangi að skapa og viðhalda jafnvægi í byggð landsins, vill Búnaðarþing skora á ríkisstjórn- ina að láta fara fram athugun á því á hvern hátt væri hægt að fá fólk til að setjast að í eyði- bvggðum landsins, svo sem í Sléttuhreppi í N.-ísafjarðarsýslu, til þess að notaðir verði lífsbjarg- armöguleikar til lands og sjávar, er brauðfætt hafa fjölda manns um aldaraðir. GREINARGERÐ Eins og alþjóð er kunnugt fór heill hreppur í N.-ísafjarðarsýslu, Sléttuhreppurinn, í eyði fyrir skömmu. Kom þar ýmislegt til, svo sem erfiðar samgöngur, hafn- leysi, skortur raforku, öryggis- leysi í heilbrigðismálum o. fl. í þessari sveit lifði fjöldi manns fyrir um 20 árum. Þá voru fram- teljendur á búnaðarskýrslu 79 menn, en bústofn 71 hross, 123 nautgripir og 2434 kindur. Og þó var sjávarútvegur og hlunnindi aðalatvinnan. En hafnleysi gerði það að verkum að Slétthrepp- ingar gátu ekki fylgzt með þró- un útvegsins þegar skipin stækk- uðu. Mun það mestu hafa orkað til þess að unga fólkið ekki ílent- ist í sveitinni. Nú er verið að vinna ýmsar framkvæmdir í Aðalvík á vegum hersins. Við það skapast ýmsir athafnamöguleikar, sem ekki hafa áður verið fyrir hendi. Og síðan breyting var gerð á land- helginni má ætla að ennþá auð- veldara sé að afla fisks en áð- ur var, vegna meiri fiski- gengdar. Eðlilegt virðist því vera að gerð verði tilraun til að endur- byggja sveitina. En til þess að fólk vilji setjast þarna að, þarf að bæta ýmis búsetuskilyrði þarna. Réttmætt virðist að ríkið keypti allar jarðir og hús, sem eru í sveitinni og beitti fjárnámi, ef með þarf — og afhenti þær væntanlegum frumbýlingum með erfðafestu. Ennfremur þyrfti að tryggja rafmagn og nauðsynlega heil- brigðisþjónustu. Athuga þyrfti hvort hægt væri að bæta sam- gönguskilyrðin með gerð flug- vallar. Socialdemokrafen Framh. af bls. 1 samnorræn vandamál í anda vináttu og bræðralags. % EKKERT NEMA GAGNRÝNI Stjórnarandstaðan hér í Dan- mörku, segir blaðið, er mjög smásmuguleg. Hún gerir ekkert annað en gagnrýna en forðast með öllu að koma sjálf með til- lögúr til lausnar málsins. En sannleikurinn er sá, þó stjórn- arandstaðan þrefi um það ýmist að stjórnin hafi gengið of langt eða ekki nógu langt, þá getur hún ekki bent á neina aðra sæm- andi lausn en einmitt sameignar- formið. — Almenningur á kröfu til að stjórnarandstaðan skýri frá því hvaðá tillögur hún hafi fram að færa, sem samræm- ist norrænum anda og bæði Dan- ir og íslendingar geti sætt sig við. A HYLLUNA? Þannig farast málgagni dönsku Jafnaðarmannastjórnarinnar orð. Síðar í dag svarar Berlingske Aftenavis þessari forustugrein Socialdemokraten í nýrri grein sem ber fyrirsögnina: — Hand- ritatillögurnar lagðar á hylluna ef stjórnin leggur frumvarpið ekki fram nú þegar. Áskorun til jsinpanna Blaðinu hefir borizt eftir- farandi frá stjórn Félags raunsæismanna í áfengis- málum: RAUNSÆISMENN um áfengis- mál mælast eindregið til þess, að allir þeir sem styðja áfengislaga- frumvarp efri deildar Alþingis, votti vilia sinn sameiginlega með undirrituðum áskorunum til þing manna neðri deildar. — Söfnun áskrifta hefir þegar hafizt í Reykjavík, á Akureyri, ísafirði og Akranesi. Við förum þess vinsamlegast á leit við alla þá, sem áhugasamir eru um farsæla úrlausn áfengis- málanna, að þeir útbúi áskorun- arlista og safni undirskriftum allra þeirra, sem sama sinnis eru í þessum málum. Lista má útbúa á vinnustöðv- um, skrifstofum, skólum og heim- ilum, og mætti orða þannig: Við undirritaðir skorum eindregið á þingmenn neðri deildar Alþingis að samþykkja án breytinga áfengislagafrumvarpið, eins og það kom frá efri deild. Áskorunarlistar sendist hið allra fyrsta til Ragnars Magnús- sonar, Austurstræti 17, Rvík. * Italska stjórnin ræðir Kneykslið RÓMABORG, 12. marz — Ákveð- ið hefur verið að ítalska stjórnin komi saman á sérstakan ráðu- neytisfund n. k. þriðjudag til að ræða hvað gera beri í sambandi við hneykslismál, sem upp hefur komið á Ítalíu. ítalskur blaðamaður að nafni Silvano Muto, birti fyrir nokkru grein, þar sem hann bar þungar sakir á lögreglustjóra Róma- borgar fyrir það að hann hefði vanrækt að rannsaka sem skyldi morðmál eitt, sem synir hátt- settra stjórnmálaforingja voru við riðnir. Hefur málið verið tek- ið til rannsóknar eftir þessa upp- ljóstran og er talið að afleiðing- in verði sú að Pavone lögreglu- stjóri neyðist til að segja af sér stöðunni. —Reuter. Kvenréttindakona svelt- ir sig í mótmælaskyni Kairo 12. marz. Frá Reuter. FRÚ BORIA SHFIKK, hin aðdáanlega fagri kvenleiðtogi egypzka kvenréttindasambandsins ákvað í dag að svelta sig, þangað til egypzkar konur fá rétt til setu á egypzka þinginu. Formaður stjórnlaganefndar Egypta Ali Maher, fyrrum forsætis- ráðherra tilkynnti fyrir nokkru að í'kosningum þeim, sem fara í hönd í sumar myndu konur hvorki fá atkvæðarétt né rétt til þing- setu. Þetta sárnar mörgum egypzkum konum, sem vonuðust til þess Píanófónleikar ] iómnnar Vlðar ÖVENJUMIKIÐ hefur verið um tónleikahald hér í borginni upp á síðkastið, svo að annað eind hefur víst aldrei fyrr átt sér stað. Væri full þörf á að skipuleggja betur tónleikahald hér í framtíð- inni, svo að ekki lendi allt í einni. bendu,og hlustendum verði að lokum um megn að hlusta á allt: sem í boði er, auk þess sem slíkt gengur of nærri pyngjunni. Væri æskilegt, að tónleikarnir dreifð- ust þannig, að fyrri hlúti vetrar væri nótaður meir til tónleika- halds en verið hefur, í stað þess að láta flesta tónleikana bíða siðari hluta vetrar eða vorsins. Afleiðingar þessa skipulagslcysis mátti glöggt sjá á hinum prýði- legu tónleikum frú Jórunnar Við- ar, sem hún hélt í Austurbæjar- bíói þ. 9. marz s.l. Var aðsókn- in léleg, sem stafar af því einu, að of mikið hefur verið í boði á stuttum tíma. Það var illa íarið, því að þeir sem ekki sóttu þessa tónleika hinnar snjöllu listakonu fóru mikils á mis og hún átti sannarlega skilið húsfylli. Frú Jórunn lék verk eftir Schubert (Moments musicaux nr. 1, 2, 3 og 4), Bach (Krómat- íska fantasíu og fúgu), Schumann (Kréisleríana) og Chopin (Scher- zo í h-moll, Mazurka í cis-moll og þrjár Etydur). Undirritaður gat ekki hlustað á Schubertslögin. —■ Krómatíska fantasían og fúgan var framúrskarandi vel leikin, fantasían af djúpri tilfinningu og fúgan mótuð í sterkum dráttum. í „Kreisleriana“ Schumanns náði list frúarinnar þó hæst á þessum tónleikum. Sýndi hún hér í ríkum mæli hina miklu yfir- burði sína og þroska, sem píanó- leikari. Var verkið snilidarlega leikið frá byrjun til enda. Verk Chopins nutu sín einnig mjög vel og voru mjög glæsilega leikin. Ég vil benda Tónlistarfélaginu á, að það færi vel á því að það biði styrktarfélögum sínum á tónleika þessarar gáfuðu lista- konu einhvern tíma í náinni framtíð. Mundi það áreiðanlega þegið þar sem jafn fágæt list er í boði. Frú Jórunni var hjartanlega fagnað og varð hún að leika aukalög. P. í. Kaffisala Félags ísl. h|úkrunarkvenna í SjáHsfæðlshúsinu ásunnudag FÉLAG íslenzkra hjúkrunar- kvenna hefur ákveðið að hafa kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu á morgun 14. þ. m. til ágóða fyrir húsbyggingasjóð sinn. F.Í.H. hef- ur lengi verið það ljóst, að sömu vandamál mundu gera vart við sig hjá okkur og hjá stéttarsystr- um okkar á Norðurlöndum Og eflaust víðar, þ e. að fullorðnag spítalahjúkrunarkonur, sem ættu að geta hætt störfum, geta það ekki, vegna þess að þær fá ekki húsnæði við sitt hæfi og sína greiðslumöguleika. — Þennarí vanda hafa hjúkrunarkvenna- félögin í Danmörku og Noregi leyst, með því að byggja sín eigim heimili. Hefur F.Í.H. þetta einnig á stefnuskrá sinni, þótt í minna formi verði. Heitum við því á alla velunnara hjúkrunarkvenna- stéttarinnar að mæta í Sjálf- stæðishúsinu á sunnudaginn og fá sér þar vel útilátið kaffi, um leið Og þeir styrkja gott málefni. Heimilissjóðsnefndin. Metropolifanéperan NEW YORKr — Ópcrusöngflokk- ur frá Metropolitonópcrunni mun halda 49 sýningar í 14 borgum í kynningarför sinni í vór, en hún mun að þessu sinni standa yfig j dagana 19. apríl til 29. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.