Morgunblaðið - 04.04.1954, Page 7
Sunnudagur 4. apríl 1954
MORGUNBLAÐIÐ
7
A LÍKA í
VERALDARSÖGUNNI
GRÚNTER hershöfðingi, yfir-
maður herafla Atlantshafsríkj-
anna í Evrópu, komst svo að orði
í okt. í haust: ,,Það er ánægju-
3egt að geta skýrt ykkur frá, að
herafli okkar er nú tvisvar til
þrisvar sinnum meiri en hann
var, þegar Eisenhower hershöfð-
ingi kom til Evrópu 1951. Mestar
hafa framfarir orðið í flughern-
um, sem var því miður lítils meg-
andi upphaflega og veldur okkur
jafnvel áhyggjum enn í dag.
Útgjöld aðildarríkjanna til
landvarna hafa og aukizt veru-
lega. Hækkunin hefur orðið mest
í Bandaríkjunum. í hinum aðild-
arríkjunum hafa þau tvöfaldazt.
Flest þeirra hafa lengt herþjón-
ustutímann.
Varnir okkar í Evrópu styðjast
aðallega við vel þjálfaðan land-
her. Tiltækt er og nokkurt vara-
lið, sem hægt er að beita þegar,
er árás hefur verið gerð. Harð-
snúinn flugher er til aðstoðar.
Þessi viðbúnaður ætti að gera
okkur kleift að vígbúa varalið
okkar. Og langfleygar vélflugur
er hægt að senda til atlögu langt
inn í lönd árásarþjóðanna, þar
sem þær eyða iðjuverum þeirra
og öðrum veigamiklum mann-
virkjum. .. .“
LYKILL AÐ FRI0I
Eftir seinustu heimstyrjöld
höfðu lýðfæðisríkin fengið sig
fullsödd af stríði. Ósk þeirra og
von var sú, að Sameinuðu þjóð-
irnar reyndust heilladrjúgar til
að greiða friðinum götu, svo að
þeir, sem unnu stríðið ynnu og
friðinn. í trausti þessa lögðu lýð-
ræðisþjóðirnar allt kapp á afvopn
un. Bráðlega kom þó á daginn,
að Rússar fóru ekki að dæmi
þeirra. Herafli þeirra var í engu
rýrður frá því, sem þurfa þótti
á styrjaldartímum. Ekki nóg með
það; þeir hófu sleitulausan áróð-
ur gegn lýðræðisríkjunum, sem
höfðu verið samherjar þeirra í
styrjöldinni. Þeir stefndu hags-
munum og áliti S. Þ. í voða með
því m. a. að beita neitunarvaldi
sínu eftir geðþótta.
Og Rússar gengu feti framar.
Eftir því sem tímar liðu fram
brutu þeir Austur-Evrópuríkin
undir sig hvert -á fætur öðru,
gleyptu þau með húð og hári.
Lýðræðisríkjunum hraus hugur
við þessum aðförum. Þeim duld-
ist ekki, að taka þurfti í taum-
ana og það umsvifalaust eða
verða að gjalti ella. Ef svo héldi
áfram sem horfði, yrðu örlög
Vestur-Evrópu innan skamms
þau sömu og landanna fyrir aust-
an járntjald. Eitthvað varð tii
bragðs að taka, en það var ekki
á færi neinnar einnar þjóðar að
stemma stigu við ásælni herveld-
isins í austri. Friðarsinnaðar þjóð
ir hlutu að sverjast í fóstbræðra-
lag; þar og ekki annars staðar
var fólginn lykill friðarins.
FYRIR 5 ÁRUM
Til að sýna, að þetta eru ekki
staðhæfingar úr lausu lofti gripn-
ar, skal hér drepið á atriði, sem
ekki verða vefengd.
Fyrir fimm árum, er Atlants-
hafsbandalagið var stofnað, áttu
Rússar á að skipa 175 fullþjálf-
uðum herfylkjum, 20 þúsund vél-
fiugum og stórum kafbátaflota
fyrir utan nokkurn herafla í hjá-
ríkjunum. Rússaveldi var albúið
til styrjaldar, svo að það hefði
getað gert hættulega árás á Vest-
ur-Evrópu umsvifalaust.
Brússel-bandalagið, Bretland,
Frakkland, Belgía, Holland og
Luxemburg, var stofnað 1948. —
Samanlagður herafli þess var um
10 herfylki og 400 vélflugur. Sjó-
herinn var að vísu nokkuð öfl-
ugur, en þó að skipakostur
Brússel-bandalagsins væri skárri
en Rússa, þá var sjóherinn alls
ekki undir það búinn að taka á
móti þeirri hættu, sem stafaði
frá vélflugum Rússa, tundurdufl-
um og kafbátum.
IVfERKILEG ÞRÓUN Á FIMM ÁRA
veigamestu mála, unz allir geta.
við unað.
Markmiðið er líka sama hjá.
ÆVI ATftANTSHAFSBANÐALAGSIMS
Palais de Chaillot í hjarta Parísarborgar, þar sem eru aöalstöðvar Atlantshafsbandalagsins.
Þannig var þá umhorfs, þegnr
Atlantshafssáttmálinn var undir-
ritaður í Washington fyrir 5 árum
eða 4. apríl 1949.
Þjóðir hafa sama metnað fyrir
hönd herja sinna og mæður hafa
fyrir hönd barna sinna. Og á liðn-
um öldum hefur enginn fengið
öðrum þjóðum stjórn herja sinna
nema slíkt væri knúið fram með
vopnavaldi. í fyrsta skipti í ver-
aldarsögunni gangast frjálsar
þjóðir nú undir það af frjálsum
vilja á friðartímum. Svo sérstæð
er eindrægni Atlantshafsríkj-
anna.
Þetta hefur gert kleift að ganga
frá sameiginlegum áætlunum,
það hefur gert kleift að halda
sameiginlegar heræfingar aðild-
arríkjanna á landi, í lofti og á
legi. Mönnum skyldi ekki koma
á óvart, þó að í þvílíkum sam-
tökum mætti fá því orkað, sem
áður þótti óhugsandi.
MIKLU HEFUR VERIÐ
ÁORKAÐ
Raunin er líka sú, að þau 5 ár,
sem sáttmáli Atlantshafsríkjanna
hefur staðið, hefur herafli þeirra
eflzt meir en menn óraði fyrir.
Engu að síður er liðsafli þeirra
ónógur, og her Rússaveldis er
þann dag í dag mun sterkari og
eflist óðum.
Enginn getur örugglega sagt
fyrir um fyrirætlanir þeirra, en
svo mikið er víst, að möguleikar
þeirra til að hefja árásarstríð
með góðum árangri hafa stórum
þorrið undanfarin 5 ár.
Enn hafa Rússar á að skipa 175
herfylkjum að minnsta kosti, 20
þúsund vélflugum og miklum
kafbátaflota, sem þeir leggja mik-
ið kapp á að auka. Þó að þessar
tölur sýni ekki aukningu þetta 5
ára skeið, hefur herinn tvimæla-
laust styrkzt stórum. Rússar hafa
lagt megináherzlu á að endur-
nýja hergögn sín og búa heri
hjáríkjanna nýtízku vopnum og
þjálfa þá. í herjum þeirra eru nú j
að líkindum 70—80 herfylki.
Atlantshafsríkin hafa nú á að
skipa 75 herfylkjum og 4500 vél-
flugurri. Gerðir hafa verið 125 ný-
ir flugvellir og unnið er að fleir-
um. Sjóher þeirra er miklu öfl-
ugri en Rússa, þegar kafbátaflot-
inn er undanskilinn, en sjóhcr
bandamarma stafar enn sem fyrr
mikil ógn frá Rússum.
VARNARSAMTOK
EN EKKI ÁRÁSAR
Hvað sem þessum tölum líður,
þá er víst, að Atlantshafsríkhi
hafa eflzt ótrúiega mikið á 5 ár-
um. Seinustu árin hefur verið
lögð meiri áherzla á dug herafl-
ans en höfðatölu hermanna og
fjölda vopna. Herlið og varalið
hefur verið þjálfað til þrautar
og vopnabúnaður allur bættur,
og það endurnýjað, sem úrelzt
hafði. Sérstaka athygli hafa vak-
ið æfingar með ný vopn þar á
þetta í samræmi við markmiö
bandalagsins — að fæla ágeng
ar þjóðir frá því að gera árás
og stofna til þriðju heimstyrj-
aldarinnar. Það er í innsta
eðli sínu varnarsamtök.
EINN HUGUR,
EITT MARKMIÐ
Einingin er meginstyrkur At-
lantshafsríkjanna og aðalsmerki.
Vitaskuld ber margt á góma, sem
allir eru ekki sammála um. Það
fylgir hverri fjöiskyldu, að fólkið
greini á um menn og málefni. En
í meginatriðum getur aldrei orð-
ið verulegur ágreiningur. Það er
líka athyglisvert, að engum mál-
efnum, sem aðildarríkin varða í
heild, er ráðið svo til lykta, að
hvorki í smáu né stóru er gert öll séu þau ekki á einu máli. Hér
ráð fyrir, að vopnum eða her- þarf ekki neitunarvald, heldur er
afla verði beitt til árásar. Er unnið að lausn viðkvæmustu og
meðal meðferð kjarnorkuvopna,
sem notuð hafa verið við her-
æfingar á seinustu misserum.
Eitt einkennir allan þennan
viðbúnað öðru fremur. Hann
er allur miðaður við varnir,
MMl
ÍSBWÍ
öllum: gagnkvæmar varnir, vel-
megun aðildarríkja og efling-:
efnahagslegra og menningarlegra
viðskipta þeirra. Hernaðarlega
vinna ríkin sameiginlega að þvi
að koma sér upp svo sterkum
vörnum, að engin þjóð sjái sér
hag í að hefja árásarstríð. En eC
viðbúnaður þeirra skyidi ekki
nægja til að fæia herskáar þjóðisr
frá árás, þá eru aðildarríkin reiðu.
búin að verjast sameiginlega me5
púðri og stáli.
UNDANSLÁTTUR STOFNAR
GRIÐUM í HÆTTU
Heyrzt hafa raddir um, að vi'ð-
búnaður bandalagsins væri ærinn.
orðinn og því væri óhætt að láta
hér staðar numið. Ríkisstjórnir
Atlantshafsríkjanna og aðrir þeir,
sem hnútum eru kunnugir, vita
þó betur. Það, sem áunnizt hefur
j til eflingar friðinum er að veru-
I legu leyti að þakka tilveru banda-
lagsins. Samvinna aðildarríkj-
| anna hefur að vísu lyft Grettis-
j taki, skapað. flóðgarða þar, sem.
j elfur eyðingarinnar gat áðui~
‘ beljað fram fyrirstöðulaust, glætt
samheldni og samhug, þar sem.
óvinir sáu áður von til sundrung-
ar. En hernaðarbáknið í austri
heldur áfram að blása út, og unr
leið og dregið yrði úr viðbúnaði,
mundi það vaxa samtökum
frjálsra þjóða yfir höfuð. Hnefinn.
er reiddur yfir álfunni. Reynslan.
hefur margsannað okkur, að ekk-
ert getur tálmað því, að höggið
ríði af nema krepptur hnefi lýð-
ræðisþjóðanna. Eða muna menn
til þess, að nazistar og kommún-
istar hafi vílað fyrir sér að rjúfa
griðin, ef þeir sáu sér hernaðar-
legan ávinning í því?
Hitt er svo alkunna, að lýðræð-
isríkin biða þeirrar stundar með
óþreyju, að þeim verði óhætt að
draga úr vígbúnaði sínum. Þeim
dylst ekki, að eftir því sem varið
er minna fé til hervarna verður
auðið að veita meira fé til þeirra
mála, sem skapa fólkinu hagsæld
og hamingju. Þær eru á einu máli
um, að allt kapp skuli lagt á afí
draga úr viðsjám og togstreitu i
heiminum og grípa hvert tæki-
færi, sem býðst, til að varða leið-
ina til friðar í sátt og bróðerni
allra þjóða.
SÖNN ÞJÓÐAFJÖLSKYLDA
Ismay lávarður, aðalriiari At-
lantshafsbandalagsins sagði i
ræðu s.l. sumar:
„Þegar tilrætt verður um At-
lantshafsbandalagið, er oftast tal-
að um herafla þess; af því má þé
ekki draga þá ályktun, að þetta.
sé venjulegt hernaðarbandalag á
gamla visu. Því fer fjarri. Því er,
eins og Churchill orðaði það, ekki.
aðeins ætlað að verja hendur sín-
ar fyrir snögglegri árás, heldur
er því skapað að glæða framfarir
þjóða á ókomnum árum. Og sátt-
máli Atlantshafsríkjanna gerir
ráð fyrir, að aðildarríkin myndi,
er tímar líða, sanna þjóðafjöl-
skyldu, þar sem hugur og hönd
tengist til sameiginlegra átaka,
þar sem hver hjálpar öðrum i
öllum greinum álþjóða viðskipta,
jafnvel þótt árásarhættan í heim-
inum hafi hjaðnað að nokkru,
jafnvel þótt hún verði alveg úr
sögunni.“
Þessi mynd af æðstu stjórnendum Atlantshafsbandalagsins var
tekin í desember í vetur í aðalstöðvunum í París. Þarna eru sam-
an komnir utanríkisráðherrar allra 14 aðildarrikjanna, landvarna-
ráðherrar, fjármálaráðherrar, fastir fulltrúar Atlantshafsráðsins,
forseti ráðsins og aðalritari bandalagsins. Dr. Kristinn Guð
mundsson, utanríkisráðlierra íslands, er nálægt miðju á myndinni.
Bækur bunduar
í fiskroð
NORSKT útgáfufyrirtæki heíur
ákveðið að binda 40 þúsund ein-
tök af bók nokkurri í skinneftir-
líkingu úr fiskroði. Hefur fisk-
skinns-verksmiðja verið sett á
fót i Norður Noregi og er það
miklu ódýrara en venjulegt bók-
bandsskinn.