Morgunblaðið - 04.04.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1954, Blaðsíða 8
MORCUNtíLAÐIÐ Sunnudagur 4. apríl 1954 tmMðfrifr Útf.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Tramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyr*Oarm.) Stjórnmálarltstjóri: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Lcsbók: Árni Öla, sími 3049- Auglýaingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritsíjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600 Áskrjftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintaklB. Innlendir söngvarar þurfa a<§ fá tækifæri til að reyna kraftana - segir Guðrún Á. Símonar sönghcita. Orðsendíng Rússa IAPRÍL var birt orðsending . Molotovs utanríkisráðherra Rússa til Vesturveldanna. Efni hennar er svo furðulegt og því miður svo fjarri nokkrum veru- leika í viðskiptum þjóðanna, að hún hefur verið nefnd nokkuð al- mennt apríl-gabbið hans Molo- tovs. Eftir er svo að vita hvort nokkur lætur gabbast. Molotov sjálfur og allar flokks- deildir kommúnista um víða ver- öld hafa um árabil rætt með þeim hætti-um Atlantshafsbandalagið, að almenningi ætti að vera nokk- urnveginn kunn afstaða þeirra til þessara varnarsamtaka vest- rænna þjóða. Því hlýtur það að koma mönn- um mjög á óvænt í orðsendingu Molotovs að hann ber fram þá tillögu að Rússar fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið. í stofnskrá Atlantshafs- bandalagsins er tekið fram að bandalagið byggi á grundvall- aratriðum lýðræðis, frelsi ein- staklinganna og viðurkenn- ingu laga og réttar. Tákn þess hve Rússar fullnægja vel þess um inngönguskilyrðum eru t. d. þingkosningarnar, sem fram fóru hjá þeim fyrir nokkrum dögum, þar sem útilokað var með öllu að kjósendur geti látið nokkurn annan vilja í ljósi en ríkjandi vilja og fyrir- skipun valdhafanna. Atlantshafsbandalaginu er ekki stefnt gegn neinum í árásarskyni. Það varð til fyrir sameiginlega ákvörðun margra lýðræðisþjóða um að verja sameiginlega frelsi sitt og það er ekkert launungar- mál að tilefni þessa fóstbræðra- lags var að frelsi vestrænna þjóða var búin hætta af hernaðarofur- efli og árásarhyggju Rússa Þegar svo væri komið að Rúss- ar fullnægðu inngönguskilyrðum í Atlantshafsbandalagið, og hætt unni af árás frá þeirra hendi þar með aflétt, virðist sem ekki væri lengur þörf fyrir þesskonar varn- arbandalag. Þannig stenzt orðsending Molo tovs ekki einu sinni einföldustu rökleiðsluprófun, svo að það er engin furða, þótt menn hafi kall- að hana apríl-gabb. Það er sannarlega nokkuð nýtt ef Molotov er orðinn svo gaman- samur, að fara að blanda saman við hápólitískar milliríkjaorð- sendingar glaðklakkalegum spaugsyrðum og bröndurum. Það virðist einkennilega fjarstætt per sónuleika hans, en þeir sem kynnzt hafa Molotov á alþjóða- ráðstefnum síðari ára lýsa hon- um svo að hann sé skarpur mað- ur en með afbrigðum þurr og ieiðinlegur og kunni ekki að taka gamni. Og þegar farið er að rann- saka orðsendinguna kemur fljótt í ljós að hinn sanni til- gangur með henni er ekkert spaug. Orðsendingin er alllöng — nokkur þúsund orð og rek- ur skoðanir Molotovs almennt á alþjóðamálum. En það er sér staklega áberandi, að gegnum hana alla gengur eins og rauð- ur þráður sú hugsun að takast mætti að sundra varnarsam- starfi vestrænna þjóða, rifj- aðar eru upp gamlar væringar Frakka og Þjóðverja og lagt að Frökkum að hafna öllu sam starfi þeirra í milli. Það er einnig athyglisvert, að Molotov birtir orðsendinguna samdægurs og franska stjórnin fer þess á leit við utanríkismála- nefnd þingsins, að hún taki til athugunar samþykkt Evrópu- hersins. Þátttaka í Evrópuhernum er mjög viðkvæmt mál í frönskum stjórnmálum. Sem kunnugt er hafa tveir þingflokkar — komm- únistar og Gaullistar barizt ó- skipt á móti honum, en aðrir þingflokkar eru meira og minna skiptir um málið. Munar því mjóu og er ef til vill óvíst að þingmeirihluti fáist fyrir sam- þykktinni. Vegast á hjá mörm- um hin sýnilega þörf fyrir aukið samstarf Evrópuþjóðanna og hins vegar gamlar erjur og þjóðernis- dramb. Er ekki hægt að villast um það að Rússar gera sér vonir um að orðsending þessi geti haft úrslita áhrif til þess að Frakkar glúpni á sinni eigin hugmynd um Evrópuher. Það er ekkert einsdæmi að Rússar birti orðsendingar til hinna ýmsu ríkisstjórna til þess að hafa áhrif á pólitískan gang mála innanlands. Er það þá alltaf segin saga að þeir njóta áróðurs stuðnings frá flokksdeildum kommúnista í þessum löndum, sem hefja orðsendingar og um- mæli Rússa hátt til skýjanna eins og eitthvert lausnarorð. Það er staðreynd ag Rússum hefur tekizt með fyrri orðsend- ingum og ýmiskonar látalætum á sviði alþjóðamála að tefja fyrir því að Evrópuher verði komig á fót. Er þess skemmst að minnast að tilboð Rússa um Berlínar- ráðstefnu varð til þess að franskir stjórnmálamenn vildu bíða átekta að ræða Evrópuherinn, þar til séð yrði um árangur ráðstefnunnar. Eins og allir muna varð ár- angurinn enginn. Þegar franska stjórnin Ieitar að því loknu eftir samþykki Evrópu- hersins, hafa Rússar ennþá nýja orðsendingu á taktein- um til þess að fá málið dregið á langinn. Þannig er hætt við að um- tal Rússa um samkomulag sé enn lítið annað en orðin tóm. Þótt það sé að sjálfsögðu nú sem endranær rétt að fá nán- ari skýringar hjá Rússum og rannsaka hvað fyrir þeim vak ir, ættu vestrænar þjóðir ekki að þurfa að fresta æ ofan I æ að taka ákvarðanir í mikilvæg um málum sínum fyrir utanað komandi afskipti Rússa. MIÐVIKUDAGINN kemur heldur söngkonan, Guðrún Á. Símonar, hljómleika í Gamla Bíó með mjög fjölbreyttri efnisskrá. Syngur hún fyrst þrjú ítölsk lög eftir Pergolesi, Monteverdi og' Marchesi. Því næst þrjú þýzk, j eftir Schubert og Brahms og _að lokum þrjú íslenzk, eftir Pál ís- ólfsson, Jón Þórarinsson og Þór- arinn Jónsson. Eftir hléið syngur hún tvö ensk lög, eftir Lowitz og Coates og að lokum tvær óperu- aríur. Önnur þeirra er úr „La Bohéme“, eftir Puccini og hin úr „Faust“, eftir Gounod. Fröken Guðrún er nú tvímæla- laust meðal þeirra íslenzkra söngvara, er hlotið hafa hina beztu undirbúningsmenntun í list sinni, enda hefur hún markvisst unnið að alhliða þjálfun sinni og staðgóðri fnenntun. „Ævin qr stutt, en listin löng“, segir gamalt máltæki. „Okkur ís- lendingum hættir til að veita því ekki tilhlýðilega athygli“, scgir ungfrú Guðrún, er ég fyrir nokkr um dögum átti tal við hana á heimili móður hennar og stjúpa í Mávahlíð 37. Því eins og við vitum öll leggja ýmsir íslending- ar það í vana sinn að telja að þeir geti öðlast hina fullkomnustu menntun og þjálfun með því að stinga nefinu út fyrir landsteina við og við með það fyrir augum að hverfa heim „fullnuma" í einu og öðru. „Síðasta ár“, segir ung- frú Guðrún, „hef ég verið í Miianó til að kynnast hljómlistar lífinu þar og fá fullkomnari þjálf un raddarinnar.“ „Komuð þér opinberlega fram þar?“ „Ekki að heitið geti, nema hvað ég kom fram í útvarp tvisvar VeU andi áhripar: Um fermingar og fermingarföt. HAGSYNN" skrifar: „Vorfermingarnar eru nú að hefjast. Fjöldi fermingarbarna bíða þessa merkisatburðar í lífi sínu með mikilli eftirvæntingu, því að löngum er það nú svo, að fermingin þykir veita börnunum ýmis réttindi fullorðna fólksins, sem þeim hafa hingað til ekki leyfzt. Þau standa á mótum hinna áhyggjulausu bernskudaga og æskunnar, yfirfullir af vonum og fyrirheitum. En fermingin er auðvitað fyrst og fremst kristi- leg trúarhátíð — þeirri hlið, því aðalatriði hættir okkur því mið- ur oft við að gefa of lítinn gaum svo að fermingarathöfnin sem slík, hverfur í skuggann, drukkn- ar. í hégómlegu veizluvafstri og fyrirgangi. Fáráðleg stórútgjöld. EN ÞAÐ var annars dálítið sér- stakt, sem mig langaði til að minnast á í sambandi við ferm- ingar almennt, þ.e.a.s. klæðnað fermingarbarnanna. Hvert ferm- ingarbarn, drengur eða stúlka, þarf samkvæmt orðinni venju að fá tvennan alklæðnað, síðan hvít- an kjól eða svört föt til að vera í við sjálfa fermingarathöfnina og svo önnur eftirfermingarföt. Það er augljóst hvílík stórútgjöld þetta hefur í för með sér og hve fáráðleg þau eru í raun og veru. — Margur fermingardrengurinn kemur aldrei í fermingarfötin sín nema rétt á meðan á blá- kirkjuferðinni stendur. Það er mikill og ör vöxtur í unglingum á þessum aldri og fermingarfötin eru orðin of lítil, hreint og beint ónýt, fyrr en varir. Hvít skikkja við ferminguna. EG HEYRI, að á einum stað á landinu, Akureyri — ef til vill víðar? — hafi verið tekinn upp sá siður að drengir fermist vorna HETJULEG vörn franska her- liðsins í Dien Bien Phu gegn of- urefli andstæðinganna vekur al- heims athygli. Hernaðarlega er þessi virkisbær ekki sérlega þýð- ingarmikill, en þarna hafa upp- reisnarherir kommúnista mark- að hólmgöngustað. Og er nú svo komið að heiður beggja aðilja er undir því kominn hvernig rimmu þessari lyktar. Munu kommúnist- ar vaxa í augum landsmanna aust ur þar, ef þeim tekst að ná borg- inni og ef til vili hljóta meira fylgi. Þessvegna gildir þá einu þótt þeir tefli þúsundum manna í opinn dauðann í fótgönguliðs- árásum. allir á hvítum skikkjum, sem bæjar- eða safnaðarfélagið legg- ur þeim til gegn ákveðinni leigu til notkunar við fermingarathöfn ina. Mér finnst þetta ágæt hug- mynd og þess verð, að aðrir kæmu á eftir Akureyringum, og hví ekki að láta hið sama ganga yfir stúlkurnar? Einföld hvít skikkja á öllum barnahópnum færi mjög vel við þessa trúarat- höfn, auk þess sem hún sparaði stórfé í vasa vandafólksins. Víða erlendis þar sem kaþólskur siður er ríkjandi eru slíkar skikkjur notaðar við altarisgöngur barna — og fer vel á því. — Mér finnst, að hér sé á ferðinni nýbreytni, sem er mjög svo athyglisverð. — Hagsýnn“. „í apríl — ekki úr einum þræði“. ÞAÐ er eins og tíðin að undan- förnu hafi verið á báðum áttum, aðra stundina hafa verið hlýindi og vor í lofti — hina stundina hefur hinn kaldi andi vetrarins minnt okkur á að hann situr enn við völdin. Það væri líka heldur mikil bjartsýni að þora að gera sér vonir um, að vorið væri komið hingað þegar í byrjun í apríl. Til er franskur málsháttur, aðallega stílaður upp á París, sem segir: „En Avril ne te découvres pas d’un fil“ — farðu ekki úr einum þræði í apríl. — Ur því að París vantreystir svo apríl-vorinu — hvað þá um ís- land norður á heimsenda köld- um? — Ætli að ekki sé hyggi- legra að hafa vetrarflíkurnar við hendina? „Ég þurfti ekki nema annað“. EINU sinni voru hjón á bæ. Ekki nefnir sagan, hvað þau hétu. Konan var fremur heilsu- lítil. Eitt sinn lagðist hún í rúmið og sá bóndi ekki annars úrkosta en að leita til læknis. En þegar þangað kom, vafðist honum svo tunga um tönn, að hann kom ekki upp nokkru orði. Læknirinn hélt, að bóndinn væri að gera gys að sér, varð sárreiður og rak bónda tvo löðrunga. Bóndi beið ekki eftir meiru en hljóp allt hvað af tók heim til kerlu sinn- ar; hélt hann, að þetta væri með- alið, sem hún ætti að fá, því að hún væri sinnisveik. Gekk hann að konu sinni þar sem hún lá veinandi í rúminu og rak henni roknalöðrung. Konan stökk á fætur, því að hún vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, og eftir nokkra daga var hún orðin al- bata. Fer nú bóndi aftur til læknisins, þakkar honum fyrir ráðlegginguna, en rekur honum löðrung um leið og hann segir: „Ég þurfti ekki nema annað (n.l. höggið)“. En ekki er þess getið, hversu lækninum þótti gott að fá annan meðalaskammtinn til baka. „Hvernig kunnið þér við yður þar syðra?“ „Alveg prýðilega. ítalir reynd- ust mér vera mjög elskulegt fólk með sitt suðræna fjör. Þeir eru hreinskilnir og eðlilegir í fasi. Þeim er eðlilegt að láta svipbrigð in túlka sinn innri mann. Scala óperan heldur uppi þróttmiklu sönglistarlífi þar. Meðan hún starfar er tiltölulega lítið um hljómleika einstakra manna. En heimsóknir í óperuna eru oftast óviðjafnanlegar og gefa mönnum sérstök tækifæri til að mennta sig og þroska á þessu sviði." „Finnst yður ekki mikil við- brigði að koma hér heim í fá- breytnina?“ Guðrún A. Símonar „Ég læt það vera. Vissulega virðist mér ekki skorta hér verk- efni. Mér er það ljóst, að hér hafa margir meðfædda hæfileika til söngs En helzt finnst mér vanta, að þeir, sem hafa beztu hæfileikana fái æskileg tækifæri til að reyna krafta sína. Hér eru íslenzkir söngvarar dæmdir eftir þessum frægu söngv urum, sem fólk heyrir einungis á hljómplötum, en gleymir því, að þessir sömu frægu söngvarar eru búnir að læra í mörg ár og hafa fengið tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr, og hafa þess vegna öðlast mikla reynslu. Hérna er íslenzkum söngvurum settur stóllinn fyrir dyrnar, og ef svo vel skyldi takast, að þeim bjóðist tækifæri til að sýna hæfi- leika sína og kunnáttu, þá er heimtað af þeim það sama, sem t. d. Gigli eða Renata Tebaldi eru búnir að gera í mörg úr. Eitt vil ég benda fólki á, að það er tvennt dæmdir eftir hinum frægu söngv- ara á hljómplötum eða í eigin persónu. Það rennur mér til rifja að hugsa til þess hvað íslendingar eru skeytingarlausir um sina eig- in söngvara. Haldist slíkt tóm- læti áfram hér, er hætt við að íslendingar, sem stunda söngnám trénist upp á því að brjótast áfram á þessari braut, nema að þeim sé sköpuð skilyrði til að reyna kraftana hér heima. Bæði í Englandi og á Ítalíu er erfitt að fá atvinnuleyfi fyrir út- lendinga, vegna þess, að þeir vilja láta sitt eigið fólk ganga fyrir. Þetta er sérstaklega áber- andi á Ítalíu. Ég tel að einsöngv- arar, sem hafa bezta hæfileika eigi að stofna til samtaka og skapa sér þau beztu skilyrði, sem hægt er að fá hér heima og þann- ig þroskist söngmenntin að inn- anverðu frá, íslenzku þjóðlífi til gagns og frama. En þetta er hægt að taka til yfirvegunar fyrir þá sem hafa áhuga fyrir þróun söngmenntar í landinu, segir ungfrú Guðrún að skilnaði, er ég óskaði henni til hamingju með væntanlega hljómleika henn ar á miðvikudaginn kemur. V. St,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.