Morgunblaðið - 14.04.1954, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. apríl 1954
12
Kommúnistar senda
fram angan og
óreyndan mannskap
HANOI, 13. apríl: — Formælandi
írönsku herstjórnarinnar sagði í
kvöld, að setuliðið í virkisbæn-
um Dien Bien Phu byggist við
þriðju stórsókn uppreistarmanna
að bænum á hverri stundu. Eru
þeir nú albúnir til stórræða og
hafa nægileg vopn og vistir til
að fylgja sókn sinni eftir.
Þykir engum vafa bundið, að
sókn verði hafin áður en Genfar-
ráðstefnan kemur saman 26. þ.m.
enda muni uppreistarmenn nú
leggja allt kapp á að ná bænum,
ef það skyldi verða til að mýkja
Vesturveldin við beinið.
Formælandi franska hersins
segir, að mikill hluti hermanna
kommúnista séu ungir og óreynd
ir menn. — Reuter-NTB.
Hlíf segir upp
samningum
HAFNARFIRÐI — Verkamanna
félagið Hlíf í Hafnarfirði hélt
fund s.l. mánudag og var þar
samþykkt eftirfarandi tillaga:
„Fundur haldinn í Verkamanna
félaginu Hlíf mánud. 12. apríl
1954 telur svo miklar líkur fyrir
yfirvofandi aðgerðum er rýri
kaupmátt launanna, sem verka-
lýðurinn verði að mæta með nýj-
um kaup og kjarasamningum, að
ófært sé að framlengja núver-
andi samninga, er binda verka-
lýðinn í 6 mánuði, með þeim
uppsagnarákvæðum, sem þar eru.
Ályktar fundurinn að segja
beri upp samningum til þess m.a.
að hafa þá lausa, svo verkalýð-
urinn geti hafið nauðsynlegar
aðgerðir ef aðstæður krefja.“
Þá var á fundinum rætt um
fyrirhugaðar lagfseringar á
Verkamannaskýlinu, og sam-
þykkt álit frá nefnd, er skipuð
hafði verið til þess að gera til-
lögur um lagfæringar.
Að lokum var rætt um 1. maí
hátíðahöldin, og voru fundar-
menn einhuga um að gera þau
sem glæsilegust.
— Kveimasíða
Framh. af bls. 7
buxur. Piltarnir eru sjaldnast í
vandræðum með slíkt, þeir geta
haft með sér stakar buxur og
notað svo skíðapeysuna. En hlýja
og þægilega inniskó verða allir
að muna eftir að hafa með sér.
Ef þið hlýðið þessum ráðum,
kemur ekkert ykkar kvefað úr
páskaferðalaginu.
Malik kominn aftur
LUNDÚNUM, 9 apríl — Jakob
Malik, sendiherra Rússa í Bret-
landi, er kominn aftur eftir all-
langa dvöl heima. í dag ræddi
hann við Eden, utanríkisráð-
herra.
LILLU
kryddvörur
eru ekta og
þess vegna
líka þær
bezt. Við á-
5*,^* byrgjumst
gæði.
Biðjið t m I Ti.LL-KRYDD
þegar Jþér gerið innkaug.
Hákon Herbertsson
Minningarorð
Fæddur 14. október 1915.
Dáinn 6. apríl 1954.
HINN 6. apríl s. 1. andaðist eftir
skamma legu í Landsspítalanum
Hákon Herbertsson, skrifstofu-
maður.
Hákon var kominn af góðu og
greindu fólki í báðar ættir. Var
hann sonur þeirra hjóna, Her-
berts heitins Sigmundssonar,
prentsmiðjueiganda og Ólafíu
Árnadóttur, sem bæði eru öllum
Reykvíkingum kunn að góðu
einu. Frú Ólafía varð fyrir þeirri
þungu sorg að missa mann sinn
14. apríl 1931, þá í blóma lífs-
ins. Enn er vegið í sama knérunn
og er nú einn sona hennar kall-
aður á brott og til moldar bor-
inn á dánardegi föður síns.
Hákon Herbertsson var fædd-
ur 14. október 1915 og varð því
aðeins 38 ára. Hann varð snemma
efnis piltur, gekk í Verzlunar-
skóla íslands og að námi loknu
starfaði hann hart nær alla ævi
við fyrirtæki móður sinnar, Bóka
verzlun Sigurðar Kristjánssonar
og Herbertsprent. Munu margir
minnast hinnar einstöku lipurð-
ar, er hann sýndi viðskiptavin-
um fyrirtækisins.
Hákon var mjög greindur mað-
ur og glöggur, tápmikill og
óvenju duglegur starfsmaður.
Hann var glaðlyndur en þó um
leið dulur, kímmn en alltaf
græskulaus. Hann var fríður mað
ur, hár og spengilegur og ein-
stakt snyrtimenni.
Er Hákon var unglingur átti
hann við vanheilsu að stríða, og
reyndi þá og raunar oft síðar á
karlmennsku hans. Er mér kunn-
ugt um að oft gekk hann eigi
heill til skógar, en hann kvart-
aði aldrei og bar sína bagga
möglunarlaust.
Hákon var allsstaðar vel lið-
inn, og samstarfsmenn hans dáðu
hann allir. Hann, sem oft var
sjúkur, var alltaf boðinn og bú-
inn til að rétta hjálparhönd,
létta undir með öðrum og taka
á sig annarra störf. Enda er hans
nú mjög saknað af samstarfs-
mönnum hans.
Síðasta árið, sem Hákon lifði,
var hann skrifstofumaður hjá
Metcalfe, Hamilton, Smith, Beck
Cos. á Keflavíkurflugvelli. Reynd
ist hann þar sem annars staðar
prýðis starfsmaður, og svo sagði
hann sjálfur, að sér hefði hvergi
liðið betur en undir stjórn hins
ágæta húsbónda síns, Mr. Schem-
ber, sem reyndist Hákoni alltaf
sem einlægur og traustur vinur,
þó að vandalaus væri. Vil ég
fyrir hönd móður hans þakka
Mr. Schember og öðrum sam-
starfsmönnum Hákonar, amerísk-
um og íslenzkum, allar hinar
mörgu góðu stundir, er hann átti
með þeim.
Það sem einkum einkenndi
Hákon var það, hve grandvar
hann var og góður drengur, svo
góður að engan fremur en hann
mundi ég hafa kosið mér sem
bróður. Slíkir menn eru alltaf
hamingjusamir og þurfa aldrei
neinu að kvíða.
Við, ástvinir þínir Hákon og
mörgu vinir, sem kveðjum þig
í dag, munum sakna þín sárt,
kæri vin. Við sem þekktum þig
lengst og kynntumst þér bezt
munum sakna þín mest. En
þyngstur harmur er þó kveðinn
að móður þinni, sem engum
unni meir en þér.
Um leið og við þökkum þér
allar samverustundirnar biðjum
við öll guð að blessa þig, kæri
Hákon minn.
Á. M. J.
Ólafur Sigurðsson
skákmeisfari
Hafnarfjarðar
HAFNARFIRÐI — Skákmóti
Hafnarfjarðar er nú lokið. Keppt
var í þremur flokkum, og voru
þátttakendur 14, þar af 6 í meist-
araflokki. Urðu úrslit þau, að
Ólafur Sigurðsson varð skákmeist
ari Hafnarfjarðar, hlaut 4V2 v. af
5 mögulegum. 2.—3. urðu þeir
Jón Kristjánsson og Sigurgeir
Gíslason með 3V2 v. hvor. 4. Sig-
urður T Sigurðsson með 2 v, 5.
Aðalsteinn Knudsen IVi v. Þórir
Sæmundsson hlaut engan vinn-
ing. — í fyrsta skipti er nú keppt
um bikar, sem vinnst þrisvar í
röð eða fimm sinnum alls.
Á skírdag fara 10 skákmenn
frá félaginu upp á Akranes og
keppa þar á 10 borðum. —G.E.
Norskur selfangari
fekinn í Dmnbshafi
OSLÓ, 13. apríl: — Norska sendi
ráðið í Moskvu hefir tjáð norska
utanríkisráðuneytinu, að Rússar
hafi tekið norska selveiðiskipið.
Maiblómið fyrir ólöglegar veiðar
í Dumbshafi. Enda þótt skipstjór-
inn kæmi fyrir rússneskan dóm-
stól 7. apríl, hefir ekkert af hon-
um frétzt fyrr en nú, og skildu
menn heima í Noregi sizt í, hví
ekki fengist framar samband við
talstöð skipsins.
Norska sendiráðið í Moskvu
reynir hvað það getur að ná tali
af skipstjóra selfangarans.
DAMSIEIKUR !
■
að Þórscafé í kvöld kl 9.
■
Hijómf reit Björns R. Einarssonar. ;
■
■
Aðgöngumiðar seldir frá kl Z—7. ;
■ Karlakórinn Fóstbræður
SUÐURNES J AMENN!
■
■
; Kvöldvaka.
■
■
í Samkomuhúsi Njarðvíkur, í kvöld 14. apnl.
klukkan 8,30 e. h.
■
■
Fjölbreytt skemmtiskrá.
Dansað til klukkan 2.
■
9
Aðgöngumiðar við innganginn.
■
■
! — Bezía skcmmtun ársins. —
Dansleikur
■
■
! í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9.
■
■
! IILJÓMSVEIT Jósefs Felzman.
■
Söngvari Ragnar Bjarnason.
; Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.
UTBOÐ
; Tilboð óskast í að byggja allt að 7 sprengiefnageymslur. ;
■ ■
I Teikningar og útboðslýsingar liggja frammi í skrifstofu !
; bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5.
Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík.
■ ■
...........................................
'4ARKÚ* mte JU
JANIE, DO VOU TVflWK VOUB
OTTERS CAN GET OUS
CAMERA LENS FROM THB
"'nF MAVBs, AU'rriv...BUT WE KGET fT (TVCRV-
SHOULD HAVS SO*aBTHInS
UKE A LENS TO SHOW THEM
BEFORE WE SEND fHEJ-A DOWN/J
thins...; ll öe sack in
A JIFFY/
1) — Hanna, heldurðu að otrarn-1 2) — Það getur verið, Siggi, enj 3) Nú veit ég, hvað ég gei*i. Bíð-
ir þínir geti fundið lmsuna okkar. við verðum að sýna þeim eitthvað| ið þið augnablik.
Isem líkist linsunni.
4) — Seinna: Þessi iitlu box
eru svipuð linsunni. — Ágætt, fáðu
xnér annað þeirra, . _