Morgunblaðið - 14.04.1954, Page 16

Morgunblaðið - 14.04.1954, Page 16
Veðurúflif í dag: Vaxandi S-A. — Skúrir wjpnWaMííi 88. tbl. — Miðvikudagur 14. apríl 1954 Samningarnir við Bandaríkin, sjá bls. 2. Togari reynir að kom- * ast undan ísl. varðskipi Var eltur 65 sjómílur á ha! úl og stanzaði iyrst er kúluskot hafði hæl! yfirhygginguna SÍBDEGIS s. 1. mánudag varð flugvél, sem var í gæzluflugi á vegum Landhelgisgæzlunnar, vör við belgiskan togara að veiðum innan fiskveiðitakmarkananna suður af Ingólfshöfða. — Flugvélin gerði varðskipi þegar aðvart, en togarinn hélt til hafs. Fr varðskipið náði honum neitaði hann að stöðva, þrátt fyrir viðvörunarskot og gerði það fyrst, er kúluskot hæfði togarann. •— Um þetta segir svo í frétt frá Landhelgisgæzlunni: FLUGVÉL VARÐ TOGARANS VÖR Hinn 12. þ. m. um kl. 18 stað- "'sstti flugvél í gæzluflugi á veg- 'um Landhelgisgæzlunnar, belg- •iska togarann O. 316 rúmasjómílu fyrir innan fiskveiðitakmörkin við Ingólfshöfða. Gerði hún þeg- -•ir einu varðskipanna aðvart um þetta og bað það koma á vett- vang. í sama mund hafði tog- •arinn upp vörpu sína í skyndi *®g stefndi á fullri ferð til hafs. ELTUR í 5 KLST. Flugvélin hélt þá áfram að •'i.veima yfir honum og fylgdist Tneð ferðum hans þar til varð- jskipið náði honum um 5 klst. síð- ír í 65 sjómílna fjarlægð suður ar Ingólfshöfða. NEITAÐI AÐ STANZA Krafðist varðskipið þá að togarinn stöðvaði ferð sína strax, en hann neitaði. Skaut varðskipið þá nokkrum skot- j um að togaranum, fyrst laus- um og síðar kúluskotum til l viðvörunar, en þegar það bar engan árangur, þá kúluskoti á sjálft skipið. Hæfði sú kúla | yfirbyggingu togarans aftan við stýrishúsið og fór I gegn um hann. Stöðvaði þá togar- inn ferð sína og var skipstjóri hans fluttur um borð í varð- skipið. Ekkert tjón eða meiðsli urðu á mönnum. Varðskipið er á leið til hafnar með togarann. Nefnd lil að rannsaka hag fogara- útgerðarinnar SAMEINAÐ Alþingi kaus í gær 7 manna nefnd samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar til að rannsaka hag togaraútgerðarinnar og benda á leiðir til úrbóta. í nefndina voru kosnir Björn Ólafsson alþm., Davíð Ólafsson fiskimálastjóri og Ólafur Björns- son prófessor, allir af lista Sjálf- stæðismanna. Af lista Framsókn arflokksins voru kosnir Hermann Jónasson alþm. og Jóhannes Elíasson lögfræðingur. Af lista Alþýðuflokksins var kjörinn Emil Jónsson alþm., en Lúðvík Jósefsson alþm. af hálfu komm- únista. Fjárveiting til nýs stjórn- arráðs og Skáiholtskirlíju Þingsáíykfunarfillaga á Álþingi OLAFUR THORS forsætisráðherra og Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra fluttu sameiginlega í gær svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að verja úr ríkissjóði á árinu 1954 eða leggja til hliðar á því ári: 1. 2 millj. kr. til þess •að reisa nýtt stjórnarráðshús í Reykjavík og 2. 1 milljón kr. til •kirkjubyggingar í Skálholti. STJÓRNARÁÐIÐ Ólafur Thors forsætisráðherra ífylgdi tillögunni úr hlaði með mokkrum orðum. Hann kvað öll- lam ljósa þá erfiðleika, sem hús- næðisvandræði æðstu stjórnar landsins hefðu í för með sér. í>au væru til vansæmdar út á *við og aukinna útgjalda og erfið- leika allskonar fyrir ótal aðila inn á við. — Hann minnti á sam- 3>ykkt ríkisstjórnarinnar 1. febr. hí. 1. um að hefjast handa um ’byggingu stjórnarráðs á lóð rík- ^ssjóðs milli Bankastrætis og Amtmannsstígs. Og þessi þings- •‘ályktunartillaga um fjárveitingu ‘•til þess væri fram komin henn- ar vegna. SKÁLHOLT Um Skálholtskirkju sagði for- sætisráðherra m. a. að fyrir dyr- um stæði 1956 að minnast veg- lega 900 ára afmælis Skálholts- stóls og við það tækifæri myndi verða hér margt erlendra kirkju- gesta. Ósæmandi væri fyrir hina ísl. þjóð að hafa eigi fyrir þann •tíma byggt upp kirkju þessa gögufræga st-aðar. Mæltist» hann eindregið til að tillagan yrði samþykkt. — Tillögunni var vís- að til síðari umræðu og átti hún að fara fram í nótt. Mef-aðsókn að 5kugga-Svein! á Ak. AKUREYRI, 13. apríl: — Hér á Akureyri hafa nú verið 13 sýn- ingar á Skugga-Sveini og hefir í öll skiptin verið uppselt löngu fyrirfram. Mun þetta vera einsdæmi að svo greitt hafi gengið sala að- göngumiða að sýningum Leik- félags Akureyrar. Er allt útlit fyrir að Skuggi ætli að slá met í aðsókn. Engar sýningar verða nú um helgidagana, en á miðvikudaginn síðastan í vetri, verður næsta sýn in. Er þegar farið að panta að- göngumiða á þá sýningu. Gera má ráð fyrir að sýning- um fari að fækka úr því, enda hafa nú um 4200 manns séð leik- inn. — H. Vald. Húsaleigufrum- varpið og ríkisborg- ararélturinn dög- uðu uppl Á FUNDI NeSri úöMstr i gær- kveldi voru getðzcr sv» veiga- miklar breytingar á frumvörp- unum um húsaleiga «sg vritingu ríkisborgararéttar aS baeði frum- vörpin döguðu nppL V'«ni þau endursend Efri deiM, en þar vannst ekki tími Iff þess að taka þau til meðferðar a& œýja. Eins og kunnugt er hafa mikl- ar deilur staðið um hósaleigulög- in á Alþingi undanfarcð. Lóan MAÐUR nokkur, Gunnar Sæ- mundsson til heimilis að Háteigs- veg 28, hringdi á ritstjórnarskrif stofu blaðsins í gær og kvaðst hafa séð týær lófur í garðinum hjá sér í gær. Er það ætíð góðs viti, þegar fréttist um komu lóunnar, því þá getur maður verið viss um að sumarið er ekki langt undan, enda nú liðið að sumarmálum. Dr. Magnús Z. Sig- urðsson dvaldist hér Deildir Alþingis luku störfum í gærkveldi Akureyri gefur Reykjavík áiftahjón Reykjavíkurbæ barst gjöf í gær frá Akureyri. Voru það álftahjón, er að undanförnu hafa verið á fuglatjörninni á Akureyri, en önn- ur álftahjón eru eftir á tjörninni nyrðra. Samkomulagið var ekki sem bezt. f gær var þessum fögru fuglum sleppt hér við Tjörnina og þar munu þcir vcrða til prýðis og bæjarbúum til augnayndis. Einnig gaf Akureyri Reykjavík grágæsahjón. — Mynd þessa tók ljósmyndari Mbl. síðdegis í gær i Tjarnargarðinum, er álftunum var sleppt. Dr. MAGNÚS Z. Sigurðsson verzlunarerindreki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á meg- inlandi Evrópu hefur dvalizt hér á landi undanfarna viku til við- ræðna við Sölumiðstöðina og aðra aðila hérlendis um viðskipta málin. Hann mun væntanlega hafa farið flugleiðis í morgun, en sem kunnugt er hefur hann sölu- bækistöðvar í Hamborg. GlæsileglmelílOOm HAFNARFIRÐI — Helga Har- aldsdóttir (KR) setti nýtt íslands met á sundmóti, sem haldið var í Sundhöll Hafnarfjarðar í gær- kvöldi. Synti hún 100 m bak- sund á 1,20,4 mín., sem er mjög glæsilegt met. Fyrra metið átti Kolbrún Ólafsdóttir, og var það 1,22 mín. —G.E. Þingslit verSa f dag. BÁÐAR DEILDIR Alþingis luku störfum í gærkveldi. Fundir Neðri deildar hófust kl. 8,30 síðdegis og voru samtals haldnir þrír fundir í deildinni um kvöldið. Síðasta fundinum lauk rúm- lega kl. 10. I NEÐRI DEILD | Sigurður Bjarnason, forseti' deildarinnar, þakkaði þingdeild- armönnum ánægjulega samvinnu við sig sem forseta á þessu þingi, sem afgr. hefði mörg mikil fram- \ faramál. Árnaði hann þm. heil- ( brigðis og farsældar. Einar Ol- geirsson þakkaði forseta góða og röggsamlega fundarstjórn og á- nægjulega samvinnu við þing-1 menn. Tóku þingmenn undir orð hans með því að rísa úr sætum sínum. Kosningar í Sam. þingi IGÆR FÓRU fram í Sameinuðu þingi kosningar í þrjár nefndir og ráð sem samkvæmt þeim lögum er samþykkt hafa verið síðustu daga ber að kjósa. Var það aðalmenn og varamenn í Áfengisvarnaráð, 5 manna nefnd til að endurskoða lög Brunabótafél. íslands og kosning 3 manna milliþinganefndar í heilbrigðismálum. Úrslit kosninganna urðu þessi: AFENGISVARNARAÐ Magnús Jónsson frá Mel, Kjartan Jóhannsson alþm. Guðlaug Narfadóttir, Kristinn Stefánsson. Formaður er skipaður af ráð- herra. — Til vara voru kjörnir: Einar Ingimundarson alþm., Sig- urður Ágústsson alþm.„ Gunnar Árnason skrifst.stj., og Kristján Benediktsson kennari. ENDURSKOÐUN LAGA BRUNABÓTAFÉL. ÍSLANDS í þá nefnd voru kjörnir: Jón Sigurðsson alþm. á Reynistað, Jónas G. Rafnar alþm., Guðm, í. Guðmundsson alþm., Guðm. Guðlaugsson Akureyri, Vil- hjálmur Jónsson lögfr. MILLIÞINGANEFND í HEILBRIGÐISMÁLUM Aðeins einn listi kom fram og voru á honum þessi nöfn: Kjart- an J. Jóhannsson læknir og alþm., Esra Pétursson læknir, Alfreð Gíslason læknir. Reyfingsafli hjá Hafnarfjarðarbátum HAFNARFIRÐI — Línubátarnir hafa aflað sæmilega síðustu tvo daga. — í gær voru þeir með um 12—15 skipd., og var það heldur jafnari og meiri afli en í fyrra- dag. — Þeir reru allir aftur í gær. Að öllum líkindum kemur að- eins einn togari inn fyrir páska, en það er Júní sem er væntanleg- ur á laugardag. Hann er á salt- fiskveiðum. — Afli hefir verið mjög tregur hjá togurunum að undanförnu, enda hin mesta ótíð nú um langan tíma. I EFRI DEILD í Efri deild lauk fundum kl. tæplega hálf ellefu. Höfðu þá verið haldnir fjórir fundir í deildinni um kvöldið. Forseti deildarinnar, Gísli Jónsson, kvaddi þingdeildarmenn, þakk- aði þeim góða samvinnu og minntist á þau merku mál, sem gengið hefðu í gegn um deildina á þessu þingi. Óskaði hann deild- armönnum síðan gleðilegs sum- ars og alls farnaðar. Haraldur Guðmundsson ávarp- aði forseta, flutti honum þakkir fyrir góða samvinnu og tóku þingmenn undir árnaðaróskir hans með því að rísa úr sætum. ÞINGSLIT í DAG Er deildir höfðu lokið fundum sínum hófst fundur í Sameinuðu þingi. Gaf dr. Kristinn Guð- mundsson, utanríkisráðherra þar skýrslu þá, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Ennfremur fóru þar fram ýms- ar kosningar. Stóð fundurinn yfir fram á nótt. — Þingslit munu fara fram síðdegis í dag. Skákeinvígið ] KR2STNES VÍFILSSTAÐIR 9. leikur Kristness: Kg8—e7 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.