Morgunblaðið - 24.04.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangnx. 92. tbl. — Laugardagur 24. apríl 1954 Prentsmiðja Mergunblaðsin* Bonn 23. apríl. Einkaskeyti frá Reuter, IÐSFORINGI í rússnesku leynilögreglunni (MVD) gaf sig fyrir nokkru fram við yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi. Heitir hann Nikolai Kokhlov og hafði verið smyglað frá Rússlandi til Vestur- Þýzkalands. Rússneska leynilögreglan hafði gefið honum það hlutverk að myrða ákveðinn mann, sem bjó í Frankfurt am Main. Kokhlov hefur nú gefið ýtarlegar upplýsingar um starf sitt í hinni opinberu rússnesku leynilögreglu. Hann var launmorðingi að atvinnu og sendur til ýmissa staða til þess að myrða með köldu blóði ýmsa menn, sem voru fjandsamlegir valdhöfunum í Moskva. ÁTTI AÐ MYRDA ANÐKOMMÚNISTA Að þessu sinni var Kokhlov sendur frá Moskvu til að fram- kvæma morð á Georgi Okolovich, sem er starfsmaður andkommún- ísks útlaga félagsskapar í Frankfurt. Kokhlov á.tti að hafa verkstjórn með morðinu, en tveir þýzkir kommúnistar Kukewitsch og Kurt Weber áttu að fram- kvæma sjálft morðið. EITURBYSSUR Þeir voru allir vopnaðir sér- stökum morðvopnum, sem voru hljóðlaus og sársauka- laus. Voru það litlar byssur, sem skutu örsmáum eitur- skeytum, er odu bráðri eitrun og dauða, er eitrið komst í blóðið Hefur Kokhlov afhent þýzku lögreglunni nokkur þess konar morðtseki og hafa myndir af tækjunum verið birtar í þýzkum blöðum. Þau eru mjög lítil um sig og er komið fyrir í sígareítuhylkj- um og vindlakveikjurum. Frh. á fels. 2 Rússneskur luunmorðingi gefur sig frum s Þýzfcu- iundi og ljostrur upp um glæpi komuiúnistu onrni; Hafa dvalið í konunglegu yfirlæfi undanfarna ívo dap s em geslir sænsku konunphjónanna Samkv. skeyti frá Páli Jónssyni: TV/IIKIL viðhöfn var við komu íslenzku forsetahjónanna til Stokk- hólms s.l. fimmtudagsmorgun. Komu þau í næturlest frá Osló, en í Sodertalje þar sem Berte! prins og Helgi Briem ræðismaðui tóku á móti þeim skiptu þau um lest og fóru í konunglegri einka- flest til Stokkhólms. I ORÐSENDINGU bandarísku hernámsstjórnarinnar er þess getið sérstaklega að eiginkona Khoklovs og tveggja ára sonur eigi heima í Krivonikolski-stræti 5, íbúð nr. 13 í Moskvu. Biðnr banda- ríska hernánisstjórnin Rússa um að láta það ekki bitna á konu og ungbarni, þótt Khoklov hafi svikizt um að fremja hið fyrirskipaða morð. Fer bandaríska hernámsstjórnin þess á leit við Rússa að þeir lofi eiginkonu og barni Khoklovs að lcoma til hans til Vestur-Þýzka- lands. ., KONUNGSHJÓNIN Á JÁRNBRAUTARSTÖDINNI Járnbrautarstöðin þar var fag- urlega skrýdd skjaldarmerkjum íslands og Svíþjóðar, íslenzkum og sænskum fánum og miklu blómskrúði. Var sænska konungs fjölskyldan mætt þar í móttöku- skyni. íslenzki þjóðsöngurinn var leikinn er forsetahjónin stigu út úr lestinni og-tóku hjartanlegum kveðjum sænsk'u konungshjón- anna, þrinsessanna Sibyllu og Margrétar og Vilhjálms prins Lítil dóttir Helga Briems, sendiherra, rétti forsetafrúnni fagran vönd af vorblómum og mannfjöldin, sem safnazt hafði saman, hyllti forsetahjónin með dynjandi húrrahrópi, er þau óku af stað til konungshallarinnar. Veðrið var fagurt, sól og vor í lofti. Sveit úr sænska lífverðin- um fór fyrir, þá komu konung- ur Svía og forseti íslands í opn- um fereykisvagni og síðan á fe!s. 2 Forsieii islffiiids og Svíakonungur Þessar tvær ljósmyndix-, sem voru teknar á flugvellinum í Sydney (skömmu áður en frú Petrov og hinir tveir skuggalegu fylgdar- menn hennar síigu upp í flugvélina) sýnir meira en orð fá lýst. Lítið á efri myndina og sjáið frú Petrov með Iokuð augu og tárfell- andi, krepptar hendur, örvæntinguna í svipnum. Sjáið einnig hve ' þessir tveir skuggalegu fylgdarmenn halda konunni í stálgreipum, er þeir nálgast flugvélina. Hún skal ekki komast undan. — Hin { myndin t. v. sýnir einnig frú Petrov milli fylgdarmannanna. Hún j liefur kastað frá sér öðrum skónum. Hvað átti það að tákna. Var Þetta er fyrsta .uyndin, sem birtist frá hinni opinbsru heimsókn forseta íslands, Ásgeirs Ásgeirsson- það siðasta þögula neyðarópið, áður en fangaverðirnir leiddu hana í ar, til Svíþjóðar. — Myndin er tekin er forseti ásamt Gústav Adolf VI. Svíakonungi, ók í opnum upp í flugvélina? J vagni konungs frá aðal járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi til konungshallarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.