Morgunblaðið - 24.04.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 11 Tilkynning frá Aíaska gróikarstöilinni Vegna fjölda beiðna, sem oss hafa borizt um vinnu við skrúðgarða, getum við því miður ekki tekið fleiri pantan- ir, út allan maí-mánuð. •w » »•••■«* Gcifi'ðyrk|umeiai9 getum bætt við vönum garðyrkjumönnum, strax. Abska gróðrarsföðin Sími 82775 Nýtt úrval af lömpum, sérstablega hentugurn til fermingargjafa. Skermakúðin Laugaveg 35 — Sími 82635 IJRVALS Spánskar BLÖBAPPELSfNUR (^JJriótjánóóon (S? (Lo. Lf. Kaupum ■ : aluminiumstimpla úr mótorum. ■ ■ : Fyrir hreint aluminium, minnst 5 kg., í einu, greiðast » kr. 10.00 hvert kíló. I JÖTUNN H.f., : Hringbraut 119. Framtíðarstarf ■ ■ Ungur og reglusamur piltur getur komist strax að, sem ■ nemandi í hárskera og rakaraiðn. — Nánari upplýsingar ■ í síma 4137. ; t«u 3ja tomia vörulbíll model 1946 í góðu lagi er til sýnis og sölu, fyrir vestan vegg Gasstöðvarinnar við Hverfijgötu kl. 1—5 í dag. Skrúðgangan kcmur eftir, Fríkirkjuvegi. Snmri fagnað í «óðu veðri Fjöímcnsiar skrúðgöngur í Reykjavík Ifiudson modeS 1947 Hægra frambretti óskast á Hudson model ’47. Sími 3014. Bezt að auglýsa í jVforgunhlaðinu SUMRI var fagnað hér í Reykja vik og reyndar um land allt í góðu veðri. Hér í bæn- um segja menn að ekki hafi verið jafngott veður sumar- daginn fyrsta, frá því á árinu 1930. Sunnan gola var, og skýj að, svo að ekki naut sólar. Að venju var Reykjavík öll fáum skreytt og skip í höfn- inni höfðu fánaborg uppi. Há- tíðahöld barnadagsins hófust með skrúðgöngu frá Mela- og Austurbæjarskóla. — Voru göngurnar fjölmennar, en þeim illa stjórnað. Engir fána- berar voru í göngunni og fá börn með barnafána. Lúðra- sveitir léku fyrir göngunum. Við Tjörnina mættust skrúð- göngurnar. Fyrir þeim fóru þrír stórir vagnar allir skreytt ir og var Vorgyðjan í þeim fyrsta, þá Vetur konungur og í þeim þriðja Hans og Gréta. Á vagni Vorgyðjunnar voru í glerkössum lítið lamb og kjúklingar í öðrum. Vagnarnir vöktu rnikla hrifningu barn- anna, sem komust í námunda við þá, — en þau voru miklum . mun færri en hin.. Ekki var vögnunum ekið inn á Austur- völl, svo börnin gætu óskað Vorgyðjunni gleðilegs sumars og kvatt Vetur konung. Vögn- j unum var ekið beint niður á höfn og þar með var þeirra þætti í hátíðahöldunum lokið. Bi$rei$arsNs í Hafnartirði HAFNARFIRÐI. — Á sumardag- inn fyrsta varð það umferðarslys, að kona festist í bíl á Austur- götunni, og dróst hún með hon- um eftir götunni. Atburður þessi gerðist nokkru eftir kl. 18,00 á móts við Land- símahúsið, en þaðan var konan að koma út. í sama mund bar þar að bifreið, og einhvern veginn festist kápa konunnar í bílnum, svo að hún féll í götuna og dróst spöl með bílnum eftir götunni. Konan losnaði þó von bráðar, og úm svipað leyti nam bifreiðin staðar. Þá kallaði konan á bif- reiðarstjórann og bað hann aka sér heim, en hann sinnti því ekki. Um sama leyti bar að aðra fólks- bifreið, bláa að lit, og nam hún staðar. Bifreiðarstjórinn á þeirri bifreið fór út úr henni og spurði bílstjórann á íyrrnefndum bíl, sem var brún að lit, hvort hann ætlaði að aka konunni heim, en hann kvað þess ekki þurfa, því að konan hefði ekki meiðzt. Að því búnu óku báðir bifreiðastjór- arnir á brott. Lögreglan hér í bæ biðúr báða bifreiðastjórana að koma til við- ta!s, og einnig sjónarvotta, sem kunha að hafá séð atburð þehn- an. Af konunni er það að segja, að hún meiddist á fæti og liggur rúmföst. — G. E. — Börnunum var aftur á móti stefnt niður á Austurvöll og hélt biskupinn yfir íslandi þar ræðu, sem var í alla staði hin bezta, en fór að sjálfsögðu fyrir ofan garð og neðan hjá blessuðum börnunum. I tæpa klukkustund þvældust börn og fullorðnir um göturnar, í Miðbænum, enda voru allar veitignastofur fullar af fólki kaupandi límonaði eða ís, því inniskemmtanirnar hófust ekki fyrr en kl. 3. Nær hefði verið að lofa börnunum að skoða áður- nefnda skrautvagna. Inniskemmtanirnar voru allar mjög vel sóttar, enda vel til þeirra vandað með fjöibreyttu efni við háefi barnanna. Lögreglau á van- talað við tvo bílstjóra AÐ kvöldi páskadags um klukk- an 10 varð unglingspiltur fyrir bíl í Kirkjustræti á móts við Dómkirkjuna. í stað þess að gera sjúkraliði og lögreglu viðvart, en pilturinn meiddist við höggið af bílnum, tók maðurinn piltinn lét hann inn í bílinn og flutti hann heim til sín. — Þar hefur hann legið rúmfastur. Ekki veit pilturinn nafn bílstjórans og er hann beðinn að koma til viðtals hjá rannsóknarlögreglunni hið fyrsta. Annar bílstjóri, reyndar kona, sem ók á konu, sem leiddi dreng sér við hönd, á mótum Lækjar- götu og Kalkofsvegar, þriðjudag- inn 13. apríl, er beðin að koma til viðtals í skrifstofu rannsókn- arlögreglunnar. Verkalýðsfélagið ber ábyrgð OSLÓ, 23. apríl — Fyrir nokkru gerðu verkalýðsfélög í Frederiks- stad i Noregi verkfall,* sem félags réttur dæmdi ógilt. Nokkur fyrir- tæki hófu síðan málssókn gegn verkalýðsfélaginu um bætur fyr- ir það tjón sem verkfallið hafði valdið. Var félagið dæmt til að greiða skaðabætur að upphæð 260 þúsund norskar krónur. — Sjálft félagið greiðir aðeins 25 þúsund krpnur en það sem á vant ar verður innheimt hjá félags- mönnum. Nemur sú upphæð 800 krónum á mann. Hefur þetta vakið nokkra athygli, því að venjulegast sleppa verkalýðs- félög hjá ábyrgð af verkföllum. —NTB. Dæmdir íil dauoa BÚKAREST, 23. apríl — Tveir menn voru dæmdir til dauða og 9 í langvarandi fangelsi fyrir landráð. Voru þessir menn sagðir ríkir óðalsbændur. — tiitfferðfö" ráHuncrtiílariDlr Framh. af bls. ö kosti og galla þeirra verkfæra, sem nú væru á markaðnum11. o—★—o Egill Jónsson og Örnólfur Ornólfsson fóru um Austurlar.d, (A.-Skaft. til S.-Þing.). — Þeir héldu 50 fundi og sóttu þá um 1400 bændur og landbúnaðar- verkamenn, en alls munu um 2200 manns hafa mætt á fundun- um. SKORTUR Á FRAMRÆKSLU Egill Jónsson segir m.a. um ferðina: ,,Síðustu ár hafa verið óhag- stæð fyrir bændur um Austur- • og Norð-Austurland og hefur því þröngur fjárhagur víða takmark- ag framkvæmdir, hefur þetta m.a. komið fram á ræktuninni. En það sem torveldað hefur mest í æktunina á Austurlandi er skcit ur á framræslu. Enda bíða bænd- ur þar með óþreyju eftir skurð- gröfunum. Þá kom einnig frana á fundunum óánægja með þá ó- fullkomnu plóga, sem ræktunar- samböndin hafa orðið að nota v i <9 jarðvinnsluna. Nokkuð var rætt um grasfræ- ið, og létu bændur í Ijós áhuga sinn á að reynt yrði að hefja fræ- rækt innanlands. Einnig var lána- starfsemin töluvert til umræðu, svo og ýmis atriði í sambandi við viðhald og framkvæmd ræktun arinnar þótt sums staðar sé erfitt til ræktunar og túnin séu fremur lítil, er auðvelt að auka töðu- fenginn með aukinni og hag- kvæmari áburðarnotkun. — Ég j álít að þetta sé. einmitt leiðin, sem bændur eigi að íara“. I VOTHEYIÐ VINNUR l STÖÐUGT Á Ornólfur Ornólfsson segir m.a.: „Þær fyrirspurnir, sem að mér i voru beindar, snerust nokkuð mikið um votheysgerg og fóðrun. með votheyi. Nokkur brögð eru að því, að menn missi fé úr vot- heyseitrun eða þá riðu. Sarnt sem áður er votheyið stöðugt að vinna á. Sérstaklega hafa bænd- ur í Suður-Þingeyjarsýslu áhuga fyrir votheyinu. — Þeir verka líka mikið af því og gefa það sauðfé og öðru búfé. Þá komu fram allmargar spurningar um búfjársjúkdóma eins og garna- veiki, lungnaorma, lambablóð- sótt, bráðadauða í kúm o. fl. — Bændur láta vel af garnaveiki- bóluefninu og vilja helzt bólu-. setja allt sitt fé með því. Aftur j á móti eru dálítið skiptar skoð- I anir um varnirnar gegn lamba- I blóðsótt. Flestir mæla þó nneð I bóluefninu bæði fyrir ær og * lömb, en nokkrir telja sig missa lömbin, jafnvel, þótt þeir sprauti í þau serum. Þeir telja öruggt tUS gefa súlfatöflur, eina hverju lambi. Kjarnfóður var töluvert rætt á fundum, bæði kjarnfóðurteg- j undir og kjarnfóðurgjöf. Sums ,! staðar koin fram nokkur óánægja j með síldarmjölið, sem lýsti sér j í því, ag það væri mjög misjafjnt að gæðum, jafnvel hættulegt til gjafar. Einn bóndi sagðist hafa misst kindur, sem fengið höfðu síldarmjöl úr nýáteknum poka. Þessi bóndi sendi sýnishorn suð ur, úr pokanum og væntanlega fæst þá úr því skorið, hvort síld- armjölinu er hér um að kenna. Noþkrar fyrirspurnir komu einnig um fóðursölt. Öllura þeim, er reynt höfðu G-saltið, bar saman um, að hér væri um undralyf að ræða, bæði fyrir sáuðfé og nautgripi". Það sem héraðsráðunautar ei u starfandi mættu þeir með um- ferðaráðunautunum á fundúm á sínu svæði. Þeir félagar biðja íyr ir beztu þakkir fyrir höfðingleg- ar móttökur og góða fyrir- 1 greiðslu hvar sem þeir komu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.