Morgunblaðið - 25.04.1954, Side 6
6
MOUGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 25. apríl 1951
NVTT TÉLPV iijóSar I Blússur 1 Jaikkar Peysur SUHDBOLIR
VICARA og NÆLON PEYSUR og GOLFTREYJUR %Uur Lf. Laugaveg 116. ddeldur L.^. Austurstræti 6
IMÆLOIMSLOPPAR
Austurstræti 6.
Laugaveg 116.
Austurstræti 6.
SUIVfl ARKÁPUR * • ' Glomqafialda-
POPLINKAPUR efni
RIFSKÁPUR
FLANIMELKÁPUR Mjög fallegt úival
ddetdur L.f. LJetduir L.f.
Bankastræti 7. Bankastræti 7.
ÐBMCTJS
STUTTKRPUR
SUMARKJÓLRR
ULLARKÁPUR
Bezta
f erm ingargjöfin
Vönduð — Ódýr
Póstsendi.
Magnús E Baldvinsson
úrsmiður.
Laugav. 12 — Reykjavík
Nivada
Húisnæði
3,ja til fjögra herbergja
íbúð, hentug fyrir sauma-
stofu, óskast strax. Helzt
hitaveita, Miðbær ekki na.uð-
synlegur. Há leiga í boði.
Tilboð, merkt: „Saumastofa
— 499“, sendist afgr. Mbl.
j fyrir 30. þ. m.
A BEZT AÐ AIIGLÝSA £
“ I MOUGVNBLAÐim “
Ræður Finnlandsforseta oij
forseta Islands í gærkvöldi
Ræða Finnlandsforseta
Herra forseti íslands og frú!
Það er okkur konu minni mikil
ánægja að mega bjóða yður for-
setahjónin velkomin hingað til
Finnlands. bæði fyrir eigin hönd
og fyrir hönd allrar finnsku þjóð-
arinnar.
Þér komið frá landi, sem um
víða veröld er þekkt undir nafn-
inu Sögueyjan. Merkileg er sú
þúsund ára saga, er þjóð þessa
lands á að baki sér. Hún hefur
skapað og varðveitt til óborinna
alda hin elztu og dýrustu djásn
norrænnar menningar. Með stolti
getur íslenzka þjóðin haldið því
farm, að hún eigi elzta lifandi
ritmál Evrópu. Á stjórnmála-
sviðinu greina fornar fræðibæk-
ur frá því, að fyrir meir en þús-
und árum hafi þjóðarþing — Al-
þingi — verið sett á íslandi. Allt
sannar þetta, að íslendingar eiga,
þrátt fyrir fólksfæðina, aðdáan-
legri andlegri orku og hæfileik-
um á að skipa. Frelsisástin hefur
einkennt sögu íslands frá fyrstu
tíð.
Þróun samgangna hefur gert
fjarlægðirnar minni. Á siðustu
árum hefur ísland oft boðið til
norrænnar samvinnu. Hafa nor-
ræn þing og fundir verið haldin
í landi yðar. í því sainbandi hafa
einnig margir landar vorir átt
þess kost að kynnast yðar sævi
girtu byggðum. Allir hafa þeir
komið fróðari heim, hrifnir af
landi yðar og þjóð.
Með ánægju höfum vér Finnar
staðreynt, að viðskiptin milli
landanna hafa þróazt mjög á
undanförnum árum, og að þau
byggjast á gagnkvæmum þörfum.
Iðnsýningin finnska, sem innan
skamms verður opnuð í Reykja-
vík, verður ánægjulegur stuðn-
ingur í þessu efni.
ísland liggur vestast Norður-
landa, Finnland hinsvegar aust-
ast. Lega landanna skapar þeim
hvoru um sig ólík vandamál. En
fjarlægðin hefur engin áhrif á
vináttuna, því að hvað sem legu
landanna líður, sameinast þjóðir
Norðurlandanna um menningu
sína og djúpstæða frelsisást.
Það er mér ánægja að bjóða
yður, herra forseti, og frú yðar
velkomin til Finnlands. Ég lyfti
skál minni og óska yður og ís-
lenzku þjóðinni velfarnaðar.
Ræða forseta Islands
Herra forseti!
Frú Paasikivi!
Fyrir íslands hönd þakka ég
yður af hjarta fyrir hina hlýlegu
og vingjarnlegu ræðu yðar og
fyrir hinar glæsilegu móttökur,
er við höfum hlotið hér.
Við hlökkuðum mjög til þess-
arar heimsóknar til Finnlands,
en raunveruleikinn hefur orðið
öllum vonum meiri. Að hitta yð-
ur, herra forseti, það er eins og
að horfast í augu við Finnland.
Finnland og ísland eru einu
lýðveldi Norðurlanda, og bendir
það til þess, að nokkuð muni
vera sameiginlegt um þróun
þeirra. Þó að Finnland liggi langt
burtu, þá er það oss furðu ná-
komið. Þegar betur er að gáð,
sameinast þessi fjarlægu lönd í
norrænu bróðurþeli.
Náttúran og sagan hafa á ýms-
an hátt mótað þjóðir vorar á
svipaðan hátt Ég hef áður verið
í Finnlandi, andað að mér ilmi
skóganna, notið gufubaðanna og
kynnzt fólki úr öllum stéttum.
Mér er óhætt að fullyrða, að
mér fannst ég vera sem heima.
Hér er lítill munur hárra og
lágra, hér er hörð lífsbarátta og
bróðurleg gestrisni, lestrarfíkn
mikil, írúrækni og áhugi um
andleg mál, svo sem í voru landi,
og þá eigi sízt norræn réttarvit-
und og lýðræðislegur hugsunar-
háttur. Hér er ég staddur meðal
þjóðar, sem í Kalavala-kvæðun-
um hefur varðveitt sið feðranna
og fornar erfðir á sama hátt og
vér höfum varðveitt slíkt í Edd-
um og sögum. Loftið er þrungið
alvöru og stórum tíðindum. Ég
endurtek það, að hér finnst mér
ég vera sem heima, og hið sama
hafa marglr íslendingar reynt,
sem á undanförnum árum hafa
sótt finnsku þjóðina heim, skóga
Finnlands, vötn og byggðir.
Gömul þekking og aðdáun á sögu
Finnlands og bókmenntum hefur
1 ásamt hraðvaxandi samgöngum
j gert kynnin nánari. Leikfélag
Reykjavíkur hefur heimsótt
Ilelsingfors, og finnska óperan
heimsótt Reykjavík. Söngur
Finnlands — Suomen laulu —
ómar af fegurð og hátíðleik um
víða veröld.
Lífsbaráttan hefur verið hörð
með báðum þjóðum, og að vissu
leyti er sumt líkt um andstæð-
urnar: skóg og haf. Skógurinn
skapar Finnum útflutningsverð-
mæti, hafið oss íslendingum.
Skógurinn hefur um aldir skýlt
Finnum, hafið oss. En hvað fram-
tíðin ber í skauti sér, veit eng-
inn, því að nú þýtur hættan um
loftin með hraða hljóðsins.
I Finnar hafa um margar aldir
staðið vörð um norræna menn-
ingu. Með innilegri aðdáun höf-
um vér íslendingar fylgzt með
því, hvernig þessi þjóð stóð vörð
■ um föðurland sitt með vopn í
hendi. Aftur og aftur hafa hér
„með Lífinu og Dauðanum tekizt
| harðar sviftingar“, eins og Kivi
segir. Vér dáumst að þessari þjóð,
I sem lyft hefur byrðum margra
' styrjalda og aldrei dignað, og
greitt skuldir og staðið við skuld-
bindingar af ýtrustu samvizku-
semi. Það er auðveldara að dá en
að skilja, En meðal skýringanna
mætti nefna skóla hinnar hörðu
I lífsbaráttu og íþróttir Finnlands.
' Finnar geta með sanni sagt: „Fyr-
ir ykkur, drengir, þurfum við
ekki að skammasí okkar!“ Þeir
eru orðnir furðu margir „dreng-
irnir“, sem varpað hafa ljóma á
land sitt og þjóð: Runeberg,
Topelius, Gallén-Kallela, Sibelius
Núrmi — hér yrði of langt upp
að telja á öllum sviðum. „Enn
lifir andi feðra, enn elur þjóðin
menn“.
Á stund hættunnar, þegar föð-
urlandið kallar, koma fram þeir
menn, sem örlögum ráða. Það
hefur glatt oss íslendinga að sjá
þetta sannast einnig á umliðn-
um árum. Upp úr lýðfrelsi Finn-
lands hafa vaxið leiðtogar, sem
skapað hafa sér virðingu, eigi
aðeins innanlands, heldur einnig
um Norðurlöndin og víða veröld.
Ég lyfti skál fyrir forseta Finn-
lands og frú Paasikivi og fyrir
framtíð finnsku þjóðarinnar.
Sýning á handa-
virniu 5—12 ára
MYNDLISTASKÓLINN í Reykja
vík, Laugavegi 166, opnar í dag
klukkan 1 sýningu á vinnu
barna, 5—12 árá, sem ve’rið hafa
við nám í skólanum s.l. vetur. —
Sýnt er leirmunir, bast margs
konar, litaðar úrklippur og teikn-
aðar myndir. Meðal eftirtektar-
verðustu muna sýningarinnar eru
stór veggteppi eftir börnin. —
Vegna þess, að ekki var hægt að
taka öll þau börn, er sóttu um
Skólavist í vetur, er ákveðið að
hafa vornámskeið um ,eins mán-
aðartíma og hefst það mánudag-
inn 3. maí. í skólanum í vetur
hafa verið 7 barnadeildir með
samtals 170 nemendum. Kennari
barnanna er Valgerður H. Árna-
dóttir.