Morgunblaðið - 25.04.1954, Qupperneq 8
8
Sunriudagur 25. apríl 195 4
MUK.GVNtSL.ADlD
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar*Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Samvinna lýðræðissiima
í verl
SÚ SAGA er kunnari en frá
þurfi að segja, að meðan komm-
únistar höfðu stjórn Alþýðusam-
bands Islands í sínum höndum
misnotuðu þeir verkalýðssam-
tökin eins og þeir gátu í þágu
klíkuhagsmuna hins fjarstýrða
flokks. Sannaðist það oftlega, að
hagsmunir kommúnistaflokksins
voru þeim algert aðalatriði, en
hagsmunir verkalýðsins einskis
virði.
Til þess að hrinda yfirráðum
kommúnista í Alþýðusamband-
inu hófu lýðræðissinnar innan
samtakanna nána samvinnu með
sér. Árangurinn varð sá, að
kommúnistar urðu undir og
misstu völdin í A.S.Í. Hafa lýð-
ræðissinnar stýrt samtökunum í
góðri samvinnu sín í milli síðan.
Fyrir nokkrum vikum skýrði
Mbl. frá því, að formaður og
ritari Alþýðuflokksins litu þetta
samstarf lýðræðissinna í verka-
lýðssamtökunum illú auga og
hefðu jafnvel hafið ráðabrugg
um samvinnu við kommúnístá
við kosningar til þings Alþýðu-
sambandsins. a komandi vori. —
Alþýðublaðið brást þá mjög reitt
við og kvað þetta hreinan upp-
spuna. Ritari Aiþýðuflokksins,
ónefndur prófessor, skrifaði
meira að segja grein undir nafni
og sór af sér alla hneigð til sam-
vinnu við kommúnista.
í gær birtir Alþýðublaðið
bins vegar grein, þar sem öll
tvímæli eru tekin af um vilja
þess í þessu máli. Er þar m.a.
komist að orði á þessa leið:
„Ef Sjálfstæðisflokkurinn
réttir fram hönd til samvinnu
í verkalýðsmálum, þá verður
því miður að slá á hana----“.
Þarna er ekki farið i neina
launkofa með það, sem vakir
fyrir þeim, sem stjórna Alþýðu-
blaðinu. Þoir vita, að án sam-
vinnu víð Sjálfstæðisfólk í verka-
lýðsfélögunum verða völd lýð-
ræðissinna ekki tryggð í A.S.Í.
Án sa'mvinnu Alþýðuflokksfólks
við Sjálfstæðisfólk hljóta komm-
únistar. að ná þar yfirtökunum.
En Álþýðublaðið hikar ekki við
að segja: „Ef Sjálfstggðisflokkur-
inn réttir fram. ,hönd til sam-
vinnu í verkalýðsmálunum, þá
verður því miður að slá á hana“!!
En hvérs vegna „því miður“?
röksemdafamla
FJÓRIR íslenzkir togarar hafa
undanfarið verið dæmdir fyrir
veiðar innan hinna nýju fisk-
veiðitakmarka. Það hefur orðið
f Alþýðnblaðinu tilefni til þess, að
lýsa því fagnandi yfir, að allt,
sem það sagði . um landhelgis-
veiðar íslenzkra togara á s.l. vori
hafi verið heilagur sannleikur.
I En hvað sagði Alþýðublaðið
þá? . '
Það sagði að fjöldi íslenzkra
togara hefði öáreittur fengið að
veiða í landhelgi. Brezkir togar-
ar. hefðú v'erið vitpi að þessu og
tekið af því myndir.
Með þessari, staðhæfingu bar
blaðið í fyrsta lagi þann glæp á
íslénzk stjórnarvöld, að þau
hlífðu íslenzkum landhelgisbrjót-
um.
í öðru lagi gerði það stórhættu
lega tilraun til þess að spill-a mál-
stað íslands í deilunum við
Breta.
Auðvitað gat ritstjóri Alþýðu-
blaðsins ekki fært nein rök að
fullyrðingum sínum. En þær bár-
ust út um heim og hafa vafalaust
hafa sín áhrif.
En nú hafa íslenzkir togar-
ar verið teknir í landhelgi. Nú
hefur það einmitt sannazt
rækilega, að íslenzkum skip-
um er ekki hlíft, ef þau ger-
ast brotleg við hinar nýju
friðunarreglur. En þá kemur
Alþýðublaðið og segir að full-
yrðingar sínar um að þeim
hafi verið hlíft hafi sannazt!!!
Hafa menn nú heyrt aðrá eins
röksemdafærslu?
Sök bítur sekan
MEÐRITSTJÓRI Alþýðublaðsins,
sá, sem fór til Danmerkur og
kom heim aftur á fjórum fót-
um, er ákaflega reiður í blaði
sínu í gær. Ástæða þess er dá-
lítil ádrepa, sem birtist úm fram-
ferði hans í sambandi við grein
hér í blaðinu 's. 1 sunnudag. En
þar var hreinskilnislega á það
bent, hversu aumlega þessum
blaðamanni hefði farizt er hann
taldi það skyldu sína að þakka
gestrisni og góðan beina í Dan-
mörku með því að ráðast með
fúkyrðum að íslenzkum stjórnar-
völdum, Alþingi og ríklsstjórn,
fyrir drengilega og einarða af-
stöðu til tilboðs dönsku stjórn-
arinnar í handritamálinu.
Það er auðséð af skrifum með-
ritstjórans í gær, að sök bítur
sekan. Hann finnur að hann hef-
ur hlaupið á sig og orðið sér og
blaði sínu til minkunar. Reynir
hann nú að draga í land og snúa
sumum fyrri ummælum síhum,
sem hann hafði beint eingöngu
að íslenzkum stjórnarvöldum, að
dönsku stjórninni einnig. En all-
ur málflutningur mannsins mót-
ast af slíkum ofsa og jarðvöðuls-
hætti, að auðsætt er að hann
finnur sjálfur, hve illa hann er
á vegi staddur. í sambandi við
ráðhúshugleiðingar sínar fer
hann t. d. að tala eitthvað um
„viðbrögð", sem seu „af nauts-
ættinni“!!!
Aðalatriði þess, sem hent hef-
ur þennan blaðamann Alþýðu-
blaðsins er í stuttu máli þetta:
Hann fer til Danmerkur og
fær þar ágætar móttökur hjá
hinni gestrisnu dönsku frænd-
þjóð. Þegar hann kemur heim
finnst honum hann þurfa að
þakka fyrir þetta. Vegna þroska-
leysis síns heldur hann að gest-
gjöfum hans falli bezt skamm-
ir um íslenzk stjórnarvöld sökum
afstöðu þeirra til handritamáls-
ins. Þessvegna leggst hann á fjór-
ar fætur og hefur fyrrgreind
skrif. Þegar honum svo er bent
á smekkleysu sína er ræfildóm-
ur hans svo mikill, að reynt er
að breiða yfir hann með botri-
lausum svívirðingum um þann,
sem vakið hefur. athygli á víxl-
sporum hans.
Allt sýnir þetta óvenjulega
gæfurýrð, skort á háttvisi og
manndómi.
taumlausri netju- og
Frá kynníngarkvöldi Stangveiðifélagsins
STANGVEIÐIFELAG
Reykjavíkur efndi til kaffi-
og kynningarkvölds í sam-
komusalnum að Laugavegi 162
á föstudagskvöldið. Sæmund-
ur Stefánsson formaður félags
ins setti samkomuna og gat
þess að þetta væri fyrsta
kynningarkvöld núverandi
stjórnar félagsins. Þar væri
ætlunin að kynna sjónarmið
stangveiðimanna til laxveiði-
íþróttarinnar. Var kynningar-
kvöld þetta hið ánægjulegasta.
LAXAKLAK
Sýndar voru tvær kvikmyndir
Sú fyrri frá laxaklaki við Elliða-
ár, stórfróðleg og skemmtileg
mynd. Þessi stutta mynd lýsir
betur en mörg orð sköpun og
þróun laxins, sem skýrt er á
skemmtilegan hátt og inn á milli
fléttað margvíslegum fróðleik
um laxaklak og laxa.
Það eru nú um 200 ár síðan
að fiskiklak var fyrst reynt í
Þýzkalandi. En langur tími leið
þar til sú aðferð við fiskirækt
hlaut almenna viðurkenningu.
Hér á landi hefur klakhús ver-
ið starfrækt við Elliðaárnar síðan
1930, en þar eru uppeldisskilyrði
fyrir lax mjög ákjósanleg.
Á kynningarkvöldi Stangveiðifélagsins voru verðlaun afhent sig-
urvegurum í fyrstu kastkeppni félagsins. Lengst til hægri er Gunn-
björn Björnsson, en hann varð hlutskarpastur í kasti með tvíhendis
flugustöng svo og í að kasta með tvíhendis kaststöng. Annar frá
liægri er Bjarni Ó. Jónsson er kastaði lengst með einhendis flugu-
stöng bg þriðji frá hægri er Ófeigur Ólafsson er kastaði lengst með
einhendis kaststöng. Til vinstri er Albert Erlingsson ar afhenti
verðlaunin.
uu andi óhripar:
Meira um sporhunda.
YMSAR raddir hafa komið fram
upp á síðkastið um að nauð-
syn sé á að sporhundar verði
teknir í þjónustu lögreglu og
slysavarna hér á landi. „Það er
merkilegt, að ekki skuli vera
búið að hrinda þessu máli í fram-
kvæmd fyrir löngu — segir í
bréfi frá G. J. G.
„Nú þegar er eitthvað komið í
sjóð til Slysavarnafélagsins, held-
ur hann áfram —: “til kaupa á
sporhundi og eftir upplýsingum
blaðanna hafa menn boðizt til að
annast um hundinn eða hundana
fyrir félagið þegar þár að kæmi.
Það virðist því ekki.annað eftir
en að hrinda þessu fnáli af hönd-
um sér og í framkvæmd. Ég
vildi þessvegna benda fulltrúum
slysavarnadeildanna, sem koma
munu saman á þing í þessum
mánuði, að taka þetta þarfa mál
til athugunar og afgreiðslu
Fjárhagshliðinni er áreiðan-
lega borgið, þar sem almenningi
gefst kostur á að leggja fram fé
til þessa sérstaka sporhundasjóðs.
Gleymist stundum.
ANNAÐ atriði vildi ég einnig
benda á — heldur bréfritari
minn áfram — sem þessu máli
1 er skylt. Það er, að stundum
kemur það fyrir, að útvarpinu
1 láist að geta þess, er börn, sem
augiýst er eftir, koma fram. Sem
1 betur fer ber auglýsingin oftast
j tilætlaðan árangur, en fólk bíður
með öndina í hálsinum eftir því
að heyra hvort nokkurt slys
kunni Lg^hafa borið að höndum.
I Mörgum — skyldum og óskyld-
i um — léttir stórlega við að
heyra, að viðkomandi barn er
komið fram, og ætti ekki að láta
hjá líða að tilkynna það jafn-
skjótt, sem fundurinn verður.
Með þökk fyrir birtinguna, •—
G. J. G,“
Fyrr má nú vera,
faðir minn!
JÁ, ÞAÐ má nú segja — að hann
er lífseigur, rauðmaginn! Þrír
menn, sem ég sat með til borðs
nú á dögunum — yfir spriklandi
nýjum rauðmaga, höfðu hver sína
sögu að segja þessu til sönnunar.
„Ég hefi séð rauðmaga, sem klár-
lega var búið að skera hausinn
af synda sem ekkert væri“ —
sagði sá fyrsti. „Ég trúi því mæta
vel — sagði annar. — Ég hefi
séð rauðmaga, rétt kominn undir
suðu sprikla og lája öllum illum
látum í pottinum." „Þetta kalla
ég nú ekki mikið — gall við sá
þriðji — hjá því, er ég hér á ár-
unum sá skorin rauðmagastykkin
í pottinum raða sér kyrfilega eitt
af öðru aftur upp í rauðmaga. —
Fyrr má nú vera faðir minn! —
Hrognkelsaveiðin hefir annars
verið með tregasta móti í vor
fram að þessu, en nú kvað hún
vera að glæðast.
ÍVlíl' 1n\
Cli r *■ Fyrirgefning
i * 1 Tt* tl a.i er guðleg
>tiuKLÍ7 hefnd.
>*» AÐFERÐIN
Klakið fer fram með þeim
hætti að á haustin eru veiddir um
400 laxar og geymdir í sérstök-
um kistum. Síðan eru hrogn og
svil kreist úr löxunum og frjógv-
un látin fara fram. Gefur hver
hrygna að meðaltali um 1000
hrogn af hverju pundi þunga
síns, en sú er mest hefur gefið
gaf um 12000 hrogn. Hefst síðan-
4—6 mánaða þroska og uppeldis-
tími við sérstakar aðstæður og
nána aðgæzlu. En að þeim tíma
loknum eru seyðin flutt í tug-
þúsundatali til ýmissa staða á
landinu, þar sem þau byrja lif
sitt af eigin rammleik og koma til
með að auka kyn sitt i framtíð-
inni. Enginn þarf að efast um að
þau komi ekki í sömu árnar og
þau „hafa slítið barnsskónum",
því ratvísí laxins er óskeikul.
Gerð hefur verig tilraun í þeim
efnum. Voru laxar er veiddust
í Elliðaánum fluttir 140 km leið
og sleppt merktum í á eina í
Borgarfirði. Næsta sumar veidd-
ust þeir eíns og ekkert hefði í
skorizt í Elliðaánum.
RANNSÓKNIR
í áframhaldi af klakinu hafa
verið gerðar rannsóknir á lifn-
aðarháttum laxins. Hefur Veiði-
málaskrifstofan unnið mjög
merkilegt starf á því sviði með
rannsóknum sem eru nauðsynleg-
ur liður í fiskirækt. Þessar rann-
sóknir sýna að sílin eru 3—4 ár
í ánum og eru þá 10—12 cm að
lengd. Svo vaknar útþrá þeirra,
þau kveðja lækinn sinn og halda
til hafs — til æfintýralanda, þar
sem alsnægtir úthafsins bíða
þeirra. Að 3—4 árurn liðnum
leita þau aftur bernskustöðv-
anna, sækja á brattann, upp fossa
og flúðir, glettast við flugur og
færi, í sókn sinni til fyrirheitna
landsins — hrygningarstöðvanna
efst í ánum. En ennþá er margt
á huldu um lifnaðarhætti laxins,
en með áframhaldandi rann-
sóknum mun væntanlega fást
vitneskja um það, hvert hann
heldur er vetrar o. fl.
Síðari kvikmyndin er sýnd
var, var gerð að frumkvæði
Stangaveiðifélagsins og heitir
„Við straumana“. Sýnir hún
stangaveiði í ýmsum ám, sunn-
an-, vestan- og norðanlands. —
Gefur sú mynd góða hugmynd
um ánægju og gleði stangaveiði-
mannsins, er hann óft eftir
margra klukkustunda, stundum
margra daga bið, fær að spreyta
sig við að koma á land sprett-
hörðum laxi, er gleypt hefur
ílugu veiðimannsins. Það er á-
nægjan af þeirri „glímu", sem
fær hundruð manna til að leita
í faðm móður náttúru, er frí gefst
frá daglegum störfum, en ekki
arðsvon af veiðinni eins og sum-
ir halda fram af ótrúlegri ó-
skamfeilni.
VIÐHORF STANGA-
VEIÐIMANNA
Þriðja atriði kaffi- og kynning
arkvöldsins var erindi er Víg-
lundur Möller flutti um „viðhorf
stangaveiðimanna og viðhorf
netjaveiðimanna-til laxveiði". —
Hann fór í upphafi nokkrum orð-
um um skipti vetrar og sumars
og hver gleði og ánægja við þau
árstíðaskipti hefðu um aldaraðir
verið bundin meðal íslenzku
þjóðarinnar. Hann kvað stanga-
veiðimenn dreyma glæsta
draumá' í sambandi við sumar-
ieyfin, sem okkar kynslóð væri
svo hamingjusöm að geta veitt
sér. Þeim einum er reynt hefðu
væri Ijóst hvaða dásémdir sé að
finna að faðmi hennar. í því
dásamlega musteri hefðu lax-
veióimenn hlotið vígslu og
Framh. á bls. 11