Morgunblaðið - 25.04.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.1954, Blaðsíða 11
f»»»tBl»»nT¥HlMllllH10TÍT<T Sunnudagur 25. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 11 Luxastofniim og netin Vandaðar — Ódýrar — Sparneytnar !»■ Ef þér fáið innflutningsleyfi fyrir bifreið frá Vestur- Þýzkalandi, þá hugsið yður vel um áður en þér ákveðið hvaða tegund þér ætlið að kaupa. Leitið yður upplýsinga um DKW-bifreiðirnar. Þær eru framleiddar í sjö gerðum fólksflutninga- og 5 tegundum flutninga- og sendiferðabifreiða. Af þeim nýtur „Station -vagninn“ einna mestrar hylli. Kaupið fallega, vandaða og rúmgóða bifreið. SVEINN JÓNSSON & Co., Vesturgötu 5 — Sími 80457. Kér er tækifæri Vörulager, innkaupsverð 110 þúsund, selst af sér- stökum ástæðum, á kr. 20 þúsund ef samið er strax. Afnot af lagerplássi fylgir í þrjá mánuði. Verið nú snarir og hringið í síma 82037 klukkan 12 —13,30 og eftir kl. 19- Til fermingargjafa kommóður, saumaborð, skrifbor-5, lestrarborð og margs- konar önnur húsgögn í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Laugaveg 166. Tvö skrifstofuherbergi i ■ ■ eða fyrir léttan iðnað til leigu í miðbænum. — Þeir, sem • ■ vildu sinna þessu, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morgbl. j fyrir fimmtudag 29. þ. m. merkt: „Sknfstofuherbergi" j — 508. : Unpr og röskur maður óskast í eina af stærri bóka\erzlunum bæjarins. Tilboð ásamt mynd og meðmælum ef til eru, sendist afgr. Morgbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: . „Ungur og röskur“. Ilp ■ « ■ ■ Framh. af bls. 7 þeir knýja þar á dyr árlega með töfrasprota þeim, sem í daglegu tali heitir veiðistöng. RÖK OG GAGNRÖK Þá vék Vígluhdur Möller í ræðu sinni að því, að öðru hvoru skyti upp kollinum þeirri skoðun að loka fyrir stangaveiðimönnum þessum hamingjuheimi. í því sambandi vær meðal annars eftir farandi haldið fram af formæl- endum netjaveiðinnar: 4 Bezt er að leigja útlending- * um árnar til að afla gjald- eyris, eða hætta allri stangaveiði og láta bændurna sjálfa veiði fiskinn í net. 1 Veiðimenn eru að sölsa undir sig hlunnindi bænda fyrir lítið eftirgjald, til að hagnazt á veiðinni. 4 Veiðistöngin er stórhættulegt ~ drápstæki — miklu skaðlegri heldur en fullkomnustu netja- lagnir. M Veiðimenn reyna nú með ** öllum ráðum að ná einokunar aðstöðu í ánum og m.a. með því að vekja sundrung á meðal bænda. Víglundur Möller hrakti þess- ar staðhæfingar lið fyrir lið og verða hér rakin aðeins nokkur af rökum hans, 4 Gersamlega óhugsanlegt er " að fá útlendinga til að greiða leigu, sem kæmist neitt í nám- unda við það, sem íslenzkir veiði menn greiða, enda þegar dæmi þess að erlendir veiðimenn hafi snúið frá er bændur hugðust hækka leiguna í samræmi við það, sem þeir gátu fengið innan- lands. 1 Auðvelt er að afsanna að veiðimenn reyna ekki að sölsa undir sig hlunnindi bænda fyrir lítið gjald og þeir hagnast ikki á veiðinni. Því til sönnunar tók Víglundur sem dæmi aflann og leigugjaldið í Norðurá — beztu veiðiá landsins. Sýndi hann fram á með rökum, að þar borguðu veiðimenn á s.l. sumri 85.000 kr. í leigu fyrir ána og öfluðu 470 laxa, samtals 1650 kg. Kostaði því laxkílóið þá 50 kr. að meðal- tali. Þetta var hins vegar slæmt veiðiár, en meðaltal síðustu 5 ára sýnir að láxkílóið kostar stanga- veiðimenn 33 krónur, en bændur fá 18 kr. fyrir það í verzlunum. Þetta getur ekki talizt að sölsa undir sig hlunnindi bænda fyrir litið gjald. 1 Sú staðhæfing, að stöngin sé ^ hættulegra og mikilvirkara drápstæki heldur en neta- og gildrulagnir, er svo furðulegur málflutningur, sagði Víglundur Möller, að manni dettur í hug að þeir, sem beita slíkum fullyrð- ingum, hafi ekki mörg skynsam- leg rök fram að færa máli sínu til stuðnings. Aðeins nokkur liluti fisksins í hverri á tekur beitu — það er ekki tökufiskur, og eftir því sem stangirnar eru fleiri á einu svæði, því minna veiðist. Það sannar reynsla stangaveiiðmanna. Eina alvar- lega hættan fyrir fiskistofninn er neta- og gildruveiðin í jökul- ánum. Það er því tvímælalaust til hagsbóta fyrir veiðibændur að neta- og gildruveiði verði alveg lögð niður og allar ár leigð ar til stangaveiði eingöngu. Með því eina móti er tryggt, að laxa- stofninn fari vaxandi um leið og jarðeigendur fá hæsta hugsanlegt verð fyrir allan afla, sem úr án- um fæst. ð Um tilraunir af okkar hálfu ** til að vekja sundrung meðal bænda er sennilega átt við að við höldum því fram, að bændur við bergvatnsárnar, sem eru 4—5 sinnum f-leiri en hinir, eigi að standa saman um að fá fyrir það girt með lagasetningu, að fáeinir menn við ósa ánna geti sópað upp laxinum, sem elzt upp í löndum þeirra sem ofar búa. í Ölfusá og Borgarfirði er þegar búið eða um það bil að verða búið að lítrýma stórlaxinum svo rækilega, að undantekning má heita, ef fiskur, sem nær tuttugu pundum, fæst þar á stöng nú orðið í ám, sem mikið var í af þeirri stærð fyrir 20—30 árum. Þá drap Víglundur á þau „rök“ netjaveiðimanna, að aðeins þurfi að hætta stangaveiði. Það mundi, sagði Víglundur, verða gott fyrir þá um stundarsakir. En laxinn, sem sækir upp á efri svæði ánna til að hrygna, sækir með landi og lendir í netur.um á uppleið og þegar þannig er að farið tekur ekki mörg ár að ganga að fullu frá stofninum. NIÐURLAGSORÐ I niðurlagi ræðu sinnar sagði Víglundur Möller: Stangaveiðin veitir nokkrum þúsundum manna ógleymanlega hamingju og gleði- daga sumar hvert. Fyrir þessa ánægju greiða þeir bændum meira verð en þeir gætu fengið fyrir fiskinn með því að veiða hann sjálfir. Hér fara því sarnan. hagsmunir bænda og ánægja veiðimannanna. Bændurnir við bergvatnsárnar og stangaveiði- mennirnir eru eflaust 50 sinnum fleiri en netjabændurnir og af því má vera ljóst, að hér er um hagsmuni og ánægju margra að ræða móti séraðstöðu fárra. Auk þess er það frá þjóðfélagslegu sjónarmiði allmikils virði, að einstaklingarnir eigi sem flestir kost á því að stunda þau hugðar- efni í tómstundum sínum, sem þeir helzt kjósa og hafa mesta gleði af. Þjóðfélagið fær það ená urgoldið í aukinni starfsgleði þeirra og Hfsorku. Sú hiið máls- ins er engu að síður athyglis- verð. A. St. — Þú skalf ekki mann deyða Pramh. af bls. 2 VAR í KAUPMANNAHÖFN Árið 1951 ferðaðist Khokhlov um Vestur-Evrópu og hafði falskt austurrískt vegabréf. Hann heim- sótti Svissland, Frakkland, Hol- land, Belgíu og Danmörku og hafði samband við flugumenn kommúnista í þessum löndum. NEITAÐI AÐ FREMJA MORD Vorið 1952 var Khokhlov kallaður á fund yfirmanns síns Sudoplatovs lögregluhers- höfðingja. Hann gaf Khokhlov fyrirskipun um að fara til Frakklands á fölsuðu sviss- nesku vegabréfi og myrða þar ákveðinn rússneskan útlaga. Khokhlov neitaði að fara. — Hann kvaðst ekki treysta sér til þess, hann væri svo tauga- veiklaður að hann þyldi ekki slíka ofraun oftar, það gæti og farið svo að hann fram- kvæmdi verkið svo klaufalega að allt færi út um þúfur eða kæmist upp. Hann kveðst nú undrast það, að mótmæli hans skyldu vera tekin til greina og að yfirmenn lögreglunnar skyldi ekki vera farið að renna grun í mótþróa hans og jafnvel að hann væri hættulegur lögregl- unni. Eftir neitunina bjóst hann við því á hverri stundu að verða handtekinn, en ekk- ert varð úr því. Hann fékk fyrirmæli um að fara til Austur-Berlínar, þar sem hann starfaði um sinn í njósnamið- stöð Rússa í Karlhorst. Undir lok ársins 1952 var ákveðið að Khokhlov tæki að sér yfirstjórn rússnesku njósna- og skemmdarverkamiðstöðvar- innar í Svisslandi og átti kona hans og sonur að fá að fara með honum. Allt var undir þetta búið. Fjölskylda hans átti að mæta honum í Austur-Berlín á hverri stundu, en þó fór það allt út um þúfur við andlát Stalins. Allt frá láti Stalins og fram til síðustu tíma hefur öll rússneska lögregl- an verið eins og í uppnámi og var starfsemi hennar mikið í molum við fráfall Berias, manna- skipti tíð og veður öll ,válynd. FYRIRSKIPUN UM MORÐ í október 1953 kallaði Pan- yushkin fyrrum sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, sem orðinn var yfirmaður lögreglusveitarinnar, Khokhlov á sinn fund og til- kynnti honum að honum væri falið að framkvæma morð á Georgi Okolovich. Ef hann neit- aði slíkri fyrirskipun í annað sinn myndi það vera sama og að undirrita sinn eigin dauðadóm. TVEIR LAGSMENN Khokhlov átti ekki sjálfur að fremja morðið. Til þess hafði hann tvo þýzka heittrúarkomm- únista Hans Kokowitsch og Kurt Weber. Þeir gengu á sérstakt námskeið, þar sem þeir lærðu að aka bifreiðum ofsahratt um þröng ar götur, æfðu sig í japanskri glímu og skotfimi. Þeim vovu sýndar ljósmyndir af fórnardýr- inu og uppdrættir og ljósmyndir af heimili hans og umhverfi þess í Frankfurt am Main. Khokhlov skýrir svo frá þessu: — Ég átti að stjórna moið'- inu og undirbúa það. Ég heiói að vísu getað lokað augunim og látið þessa tvo þýzku kommúnista framkvæma veriy io. — Ef ég hefði verið einn h Moskvu er vísast að ég hefö'i tekið þessu og framkvæmt morðfyrirskipunina möglun- arlausí. — En ég var ekki einn. Er ég sagði Janinu konu minai frá þessum glæpafyrirætlun- um, stóð' hún föst og óhagg- anleg á móti þeim. Hún sagðj. við mig: — Ef þessi maðor verður myrtur, þá ert þú sjálf7 ur morðinginn, þótt hann falli fyrir hendi annars manr,1, sem er þér meðsekur. Ef jþú lætur myrða þennan ma»jnj| þá átt þú ekki lengur konu né barn. Ég get ekki lifað mt-ð manni, sem er morðingi, hversu heitt sem ég hef elskað hann. — Ég spurði hana: Veiztu, hvað bíður þín, ef ég hlýðl ekki fyrirskipuninni? — Já, hún vissi það, en það breytti engu. Það er hennar sannfæringarkraftur og rétt- lætistilfinning, sem hefiu- stöðugt talað til mín á ferð-» inni og sagt mér að útheúa, ekki blóði. * UM VÍNARBORG OC SVISSLAND í febrúarmánuði var flogið .með þá þremenningana í rússneskii herflugvél til Vínarborgar og þeir áttu tafarlaust að fram-í kvæma verkið. Ferðaðist Khok- hlov á austurrísku vegabréfi und- ir nafninu Josef Hofbaur, fyrst til Svisslands og síðan til Frank- furt, þar sem hann mætti sam- verkamönnum sínum hinn 17; febrúar s.l. ÚRSLITASTUND Daginn eftir, hinn 18. febrúar, gekk Khokhlov á fund Okolo- vichs og sagði -honum alla sög- una. Það var að undirlagi Okolo- vichs, sem Khokhlov lét sem ekk- ert væri daginn eftir og skipaði samverkamönnum sínum að fara til Augsburg og sækja þanga> morðvopnin, sem aðrir erindrek- ar Rússa höfðu flutt eftir öðrum leiðum frá Rússlandi. Síðan er ekki miklu við söguna að bæta, nema því að Khokhlov: setti sig i samband við öryggis-; lögreglu Vesturveldanna. Hann afhenti þeim m. a. morð-> vopnin, sem eru af alveg sér-; stakri, nýrri og óhugnanlegri* gerð. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.