Morgunblaðið - 25.04.1954, Page 16
Veðurúflii í dag:
SA gola eða kaldi víðast létt-
skýjað.______________________
93. tbl. — Sunnudagur 25. apríl 1954
ReykjaYÍkurbréf
er á bls. 9.
lilraunir með nýja nylor/vörpu
; við síldveiðar hafnar
Allmikil síld hefir fundizt við Eyjar
í FYRRADAG fann varðskipið
Ægpr síld með astic-tækjum sín-
■jxm vestur af Vestmannaeyjum,
wg virtist um allmikið magn að
5 *«ía.
Einn bæjartogara Reykjavíkur,
Z»orkell Máni, var kominn á stað-
5nn í gær með nýja nylon-vörpu,
gem tilraunir verða gerðar með
itil síldveiða. I*á fór Vésteinn
•Gíuðmundsson, verkfræðingur um
borð í togarann í gær, með mæli-
tæki, sem nota á í sambandi við
vörpuna, en Vésteinn sér um til-
raunir þessar fyrir hönd atvinnu-
málaráðuneytisins.
Þorkell Máni hafði fundið
nokkra síld með dýptarmæli sín-
um, cn í gærkveldi var ekki
kunnugt um, hvernig tilraunirn-
ar með hina nýju vörpu og mæli-
tæki höfðu gengið.
Fengu 101 onn af
þorski á kandfæri
NESKAUPSTAÐ, 24. apríl —
Vélbáturinn Sæbjörn kom
hingað til Neskaupstaðar í
nótt af handfæraveiðum með
* mjög mikinn afia.
Hafði báturinn róið að
Langanesi og þar renndu skip-
; verjarnir, sem eru fjórir, fær
' um sínum og fiskurinn renndi
| sér strax á öngulinn hjá þeim.
— í 20 klukkustundir voru
þeir í róðri þcssum og komu
' þeir að með 10 tonn af þorski.
; — Net höfðu þeir meðferðis
| en þau lögðu þeir aldrei.
Mikil fiskigengd
AKRANESI, 24. apríl — Sam-
eiginlegur dagsafli bátanna hérna
á Akranesi var í gær 230 lestir.
Hæstur var Sveinn Guðmunds-
éon með 18 lestir.
f dag er afli bátanna sennilega
Iieldur meiri, eða frá 9—20 lestir
á bát. Sigurfari er þeirra hæstur
í dag.
Þrír Akranesbátanna eru með
þorskanet. Hafa þeir fiskað vel
upp á síðkastið. — 15 trillu-
l>átar voru á sjó héðan í dag.
Þeir voru með handfæri og 2—3
inenn á hverjum bát. Aflinn á
trillunum var frá 114—3 lestir á
bát. Þeir réru stutt, út á Högna-
»nið, rétt fyrir vestan Skagann.
Fiskigengd er nú mikil í Faxa-
flóa, þar sem menn lóða nú þorsk
í stórum torfum um allan sjó.
Nýífeyptsrheyhlöðu-
veggir fuku
ÁRNESI, 24. apríl: — Hinn 9.
þ.m. varð bóndinn á Hraunkoti í
Aðaldal, Áskell Þórólfsson fyrir
því tjóni að 2 langir, steyptir
heyhlöðuveggir fuku í miklu of-
viðri, en nýbúið var að taka utan-
af þéim steypumótin.
Var tjón þetta tilfinnanlegt,
talið að það muni nema um 10
þús. kr. — H. G.
Færeyiugar fá
afgreiðslu
HINN, 1. apríl s.l. tilkynnti
Verkamannafélagið Dagsbrún að
samkvæmt ósk Alþýðusambands
íslands væri sett afgreiðslubann
á öll færeysk fiskiskip vegna
verkfalls sjómanna í Færeyjum.
Vinnuveitendasamband íslands
mótmælti þessu afgreiðslubanni
og rökstuddi mótmæli sín á því
m.a., ag aðeins nokkur hluti fær-
-eyskra sjómanna væri í verkfalli
og lögmæti hins færeyska verk-
falls hefði og verið véfengt í Fær
eyjum.
Fyrir nokkru kvað færeyskur
dómstóll upp þann úrskurð, að
sjómannaverkfallið væri ólöglegt
og hefur Verkamannafélagið
Dagsbrún nú tilkynnt í samræmi
við það, að afgreiðslubann á fær-
eyskum fiskiskipum sé úr gildi
fellt.
Þessi mynd er tekin við útför Mörthu krónprinsessu Norðmanna .— Líkfylgdin heldur eftir aðalgötu
Oslóar Karl Jóhan. — Þjóðhöfðingjar og tignarfólk ganga á eftir líkvagninum, en í bílunum, sem
aka á eftir, voru konur þjóðhöfðingjanna. — í baksýn sést konungshöllin.
Piltar á bifhjólum
lenda í umferðar-
slysum
í GÆR og í fyrradag urðu tvö
umferðaslys hér í bænum, en í
báðum tilfellunum var um að
ræða unglingspilta á litlum bif-
hjólum. Slys á fólki urðu ekki
alvarleg.
í fyrrakvöld um klukkan hálf
ellefu ók bíll á lítið bifhjól, sem
auk stjórnandans voru á tveir
farþegar piltur og stúlka. Stjórn-
andinn og farþegarnir báðir
meiddust og voru flutt til læknis,
Bíllinn ók beint framan á bif-
hjólið og kastaðist pilturinn, sem
stjórnaði því, upp á vélarhús
bílsins. Pilturinn ók rétrtu megin
götunnar er áreksturinn varð.
I gær ók svo piltur á sams-
konar bifhjóli á sex ára télpu á
Njálsgötunni og meiddást hún
lítilsháttar Rannsóknarlögreglah
óskar eftir því að hafa tal af j
þeim, sem kynnu að hafa séð
árekstur þennan, en hann varð
um klukkan 4.
Islandsmótið í körfu-
knattleik hefst á morgun
ÍSLANDSMÓTIÐ í körfu-
knattleik hefst að Hálogalandi
annað kvöld kl. 8 e. h. Að
þessu sinni taka þátt í mótinu
4 félög — Ármann, Í.K.F.,
íþróttafélag Reykjavíkur og
Körfuknattleiksfélagið Gosi.
Nú í fyrsta skipti er keppt í
j 3 flokkum — allt karlaflokk-
ar.
Þetta er í þriðja sinn er ís-
landsmót fer fram í þessari
íþróttagrein. í bæði fyrri skipt.in
hefur Í.K.F. (íþróttafélag starfs-
manna á Keflavíkurflugvelli)
borið sigur úr býtum og vinna
þeir bikar þann, sem um er keppt
til eignar, ef þeir fara með sigur
af hólmi nú.
Á morgun verða leiknir tveir
leikir: í 3. fl. leika ÍR og Gosi;
í meistarafl. Gosi og ÍKF. — Á
þriðjudag fara fram 2 leikir og I
á miðvikudag 3 leikir og lýkur
þá mótinu. , j
áááááááS S
Brezkur fogarð
tekinn í oær
★ ENN hefur strandgæzlu-
skipi tekizt að hafa hend-
ur í hári landhelgisbrjóts.
í gær tók varðskipið Þór brezka
togarann Red Knight, skipstjóri
Nocolas Wright, frá Lundúnum.
• Togarinn var að veiðum 1,6
sjóm. fyrir innan fiskveiði-
takmörkin. Skipstjórinn á togar-
anum mótmælti eklti handtök-
unni og var í alla staði hinn prúð-
asti. Þór kom með togarann hing-
að til Reykjavíkur. Síðdegis í
gær hófst rannsókn í máli skip-
stjórans.
S.A£> SSSS £ S
Samkomusal á KefSa-
víkurflugvelli lokað
LÖGREGLUSTJÓRINN á Kefla-
víkufflugvelli hefur tjáð ráðu-
neýtinu,' að árás hafi verið gerð
4 íslenzka lögregluþjóna, þegar
þeir voru að gegna því skyldu-
starfi sínu, að fjarlægja þrjár
stúlkur. úr samkomusal banda-
ríska f lUghersins aðfararnótt
sunnudagsins 18. apríl s.l.
Beiðni um að fjarlægja stúlk-
urnár kom frá starfsmanni sam-
komuhóssins, enda hafa stúlkur
þessar ekki heimild til að koma
inn á flugvallarsvæðið.
Mál þetta hefur nú verið tekið
til mjög ítarlegrar rannsóknar af
hálfu íslénzkra og bandarískra
lögregluyfirvalda. Á meðan rann-
sókn málsins fer fram hefur sam-
komusalnum • yerið lokað um ó-
ákveðinn tíma.
Skíðaiandsmótíð:
Reykvíkingar og Isfirðingar
skipfa með sér meisfarafiflum
SKÍÐAMÓT ÍSLANDS, síðari hluti, hófst með brunkeppni í
Jósefsdal á sumardaginn fyrsta. Fyrr um daginn hafði mótið
verið sett með virðulegri athöfn við Miðbæjarskólann.
BRUNKEPPNI |
Úrslit brunkeppninnar urðu
þau að íslandsmeistari varð
Magnús Guðmundsson Rvík 73,2
sek. 2. Ásgeir Eyjólfsson Rvík
74,5 sek. 3. Haukur Sigurðsson
ísaf. 75,6 sek. 4. Eysteinn Þórð- 1
arson Rvík 76,0 sek, 5. Stefán
Kristjánsson Rvík 76,8 sek. — 28
ÚRSLIT getraunaleikjanna í gær
urðu:
1x2 — 111 — 212 — xl2
Kosið að nýju í K6pa-
vogshreppi 16. maí
SEM kunnugt er voru hrepps-
nefndarkosningarnar, sem fram
fóru í Kópavogshreppi í febrúar
s. 1. dæmdar ógildar, og hefir
nú verið ákveðið að kosið verði
þar að nýju sunnudaginn 16. maí
næstkomandi.
Framboðin eru þau sömu og
áður, þar sem ekki voru leyfð
ný framboð eða breytingar á
framboðum. Listi Alþýðuflokks-
ins er A-listi, Framsóknarflokks-
ins B-listi, Sjálfstæðisflokksiins
D-listi og kommúnista G-listi.
Á þriðja hundrað
börn fermd í dag
SAMTALS 236 börn eru fermd í
5 prestaköllum bæjarins í dag.
— Báðir dómkirkiuprestarnir,
séra Jón Auðuns og séra Óskar
J. Þorláksson, ferma þar, séra
Jón Thorarensen og séra Þor-
steinn Björnsson ferma í Frí-
kirkjunni, séra Emil Björnsson í
kapellu Háskólans, séra Sigurjón
Þ. Árnason og séra Jakob Jóns-
son ferma í Hallgrímskirkju.
keppendur luku keppni, en 11
hættu eða voru dæmdir úr leik.
í sveitakeppni í bruni sigraði A-
sveit Rvík á 223,7 sek. 2. sveifc
ísafj. 245,8 sek. og 3. B-sv. Rvík
246,7 sek.
SVEITAKEPPNI I SVIGI
Á föstudaginn hélt mótið áfram
og var þá keppt í sveitarkeppni
í svigi. Fór keppnin fram við
Kolviðarhól. Brautin var 600 m
löng með 46 hliðum og 190 m
fallhæð. _
Sveit ísafjarðar sigraði á 518,9
sek. 2. Sv. Reykjavíkur 522,7 sek.
3. sveit Siglufjarðar 558,1 sek. og
4. sveit Akureyrar 614,0 sek. —•
Beztan brautartíma í fyrri ferðí
hafði Haukur Sigurðsson 58,0
sek. Beztan tíma í síðari fercS
Ásgeir Eyjólfsson Rvík 58,7. —«
Beztan samanlagðan tíma hafðl
Haukur 117 sek.
í gær átti mótið að halda áfrartS
í Jósepsdal og átti þá að kepp^
í svigi karla og kvenna og stór«
svigi kvenna.
Skákeinvígið
KKISTNES
VÍíTLSSTAÐIR
12. Ieikur Vífilsstaða:
0 — 0