Morgunblaðið - 16.05.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1954, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. maí 1954 j ' 4 TriBfltifaátur Nýr fjögra tonna trillubát- ur til sölu. Upplýsingar í síma 81453 Danskt skatthol til sölu og sýnis næstu daga á Húsgagnavinnustofunni Njálsgötu 65, sími 4023 og 6798. * Ibúð óskast Barnlaus hjón óska eftir íbúð strax eða 1. júní. Fyr- irfram greiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 6089. Mjög lítið notuð Remingtan ferðaritvél til sölu. Upplýsingar að Blönduhlíð 13, efstu hæð, klukkan 10 til 1 árdegis. Vélameistara á millilanda- skipi vantar 2|a herb. íbúð Má vera í risi. Upplýsingar í síma 3946. 1—2ja heirb. íbúð í eða utan við bæinn, ósk- ast til leigu sem fyrst. — Tvennt i heimili. Sími fylg- ir. Uppl. í síma 7902. Dömur í Keflavíík Hárgreiðslukona verður með I. fl. olíupermanent mánudag og þriðjudag. — Uppl. að Klapparstíg 6, uppi. Rílfl Til sölu 5 manna bifreið, ! ’36 módel, í góðu lagi. Verð 15.000 kr. Upplýsingar í síma 5826 í kvöld kl. 6—8. Vil kaupa Lóð eða húsgnmn í smáíþúðahverfi eða Kópa- vogi. Tilboð sendist á afgr. Mbl., merkt: Smálóð — 126, fyrir 21. þ. m. 214 tonns Sendiferðabíll til sölu, ný standsettur, til sýnis á Nýju Sendibílastöð- inni kl. 1—5. ÍBIJÐ Vil kaupa litla íbúð, milli- liðalaust. Útborgun kr. 30 þús. Tilboð sendist Mbl., merkt: Strax — 129. Ungur maður óskar eftir HERBERGI helzt í Miðbænum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjud., merkt: Reglusam- ur — 121. Ford módel 1930 með 6 manna húsi til sýnis og sölu á Birkimel 8, í dag. EIMGLiSH ELECTRIC HEIMILIS- VÉLARN/VR hafa náð meiri útbreiðslu hérlendis heldur en nokkur önnur tegund heimilisvéla, og ástæðan er einfaldlega sú, að húsrnæðurnar hafa kunnað að meta verð og gæði þessara traustu heim- ilistækja. Hrærivélar, með og án hakkavéla. Þvottavélar, með og án suðu. Strauvélar, tengdar á þvottavélina. Laugavegi 166. íbúðaskipti Þriggja herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu, helzt efri hæð, óskast í skiptum fyrir íbúðarhæð í Skjólunum, 109 fermetra, 4 herbergi og eld- hús (auk hi kjallara og bíl- skúrs). Upplýsingar í síma 7457. BRAGGI Vel innréttaður, hálfur, braggi á góðum stað í bæn- um, til sölu. Þeir sem á- huga hafa á kaupunurn, geri svo vel og geti hugs- anlegrar útborgunar, og leggja nöfn sín og heimil- isföng inn á afgr. Mbl. fyr- ir þriðjudagskvöld, merkt: Laus strax — 122. — Dagbók í dag er 136. dagur ársins. Árdegislæði kl. 4,24. Síðdegisflæði kl. 16,52. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Helgidagslæknir er Skúli Thor- oddsen, Fjölnisvegi 14, sími 81619. I.O.O.F. 5 = 13651610 = III. I.O.O.F. 3 s 1365178 = Kaupið mæðrablóm í dag! • Afmæli • INíræður verður á morgun, mánudag, Samúel Jónsson frá Isafirði. Hann býr nú hjá dóttur sinni og tengdasyni að Silfur- túni 6. Áttræð er í dag frú Kristín Hreinsdóttir, Barónstíg 53, ekkja Erlendar Jónssonar, verkstjóra í íshúsinu Isbirninum hér í bæ. « Bruðkaup * í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Óskari Þor- lákssyni ungfrú Guðlaug Halla Jónsdóttir, Baldursg. 29, Reykja- vík, og Einar Guðlaugsson, bóndi að Skaftafelli í Öræfasveit. Heim- ili ungu hjónanna verður að Skaftafelli. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Óskari Þorláks- syni ungfrú Ásta Sigríður Einars- dóttir og Hólmsteinn O. Stein- gi'ímsson bankaritari. Heimili þeirra er að Hólmgerði 5, Kópa- vogi. • Hjónaefni • Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Steindórsdóttir og Ólafur Stefánsson, bæði frá Akur- eyri. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Edda Magnúsdóttir frá Hrauni og Guðni Jónsson kennari, Reykjanesi. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fer í kvöld kl. 20,00 á- leiðis til Rotterdam og Hambörg- ar. Dettiföss fór frá Leningrad 13. þ. m. til Kotka og Raumo. Fjalfoss fór í gær frá Hamborg til Antwerpen, Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór í gær til Portland og New York. Gullfoss fór frá Leith í fyrradag til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Seyðisfirði í fyrradag austur um land til Reykjavíkur. Reykjafoss kom í fyrradag frá Hull. Selfoss fór frá Reykjavík 8. þ. m. til Köb- mandskær, Álaborgar, Gautaborg- ar og Kristiansand. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss fór frá Bergen í gær til Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Katla kom til Reykjavíkur í fyrradag frá Akur- eyri. Vatnajökull kom 13. þ. m. frá New York. Skipaúlgerð ríkisins: Hekla var á Akureyri í gær- kvöldi á vesturleið. Esja fer á morgun vestur um land í hring- ferð. Herðubreið fer á þriðjudag- inn austur um land til Bakkaf jarð- ar. Skjaldbreið er á Húnaflóa á austurleið. Þyriíl verður væntan- lega á Raufarhöfn í dag. • Flugferðir • Loflleiðir h.f.: Hekla, millilandaflugvél Loft- Ieiða, er væntanleg til Reyk.javík- ur kl. 11,00 í dag frá New York. Gert er ráð fyrir, að flugvélin fari héðan kl. 13,00 til Stafangurs, Oslóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Flugfélag Islands h.f.: Innanlandsflug: 1 dag er ráð- Kosningar í Kópavo§i Lag: Tíu litlir negrastrákar. í Kópavogi er eins og stendur allt á ferð og flugi og flestir vona í þetta sinn, að kosningarnar dugi. En þjóðviljinn er vondur af því verið er að kjósa. Hann ann ekki þeim löndum, sem lýðræðinu hrósa. Og þessvegna er honum löngu kulnað kommabrosið: Hann veit að Rútur fellur, ef það verður oftar kosið. f En Tíminn bindur mikla von við Hannes félagsfræðing, þótt flestir aðrir telji þetta vera lítinn gæðing. Og sigurvonir Þórðar kváðu sífellt vera að tregðast. Því hvað verður um manninn, ef blýantarnir bregðast? Og loksins vil ég segja það — í slysavarnarskyni, að sjálfsagt er að hafa gát á Karli Guðmundssyni. HÖRÐUR gert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Skógasands og Vestmanna eyja. Á morgun eru áætlaðar flug- ferðir til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Fagurhólsmýrar, Horna fjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. Flug-; ferð verður frá Akureyri til Kópa- skers. Millilandaflug: Gulfaxi er vænt- anlegur til Reykjavíkur frá Osló og Kaupmannahöfn kl. 18,00 í dag. Flugvélin fer til Prestvíkjir og London kl. 8,30 í fyrramálið. Segulbandsupptaka S.K.T. á skemmtuninni í Austurbæjar- bíói síðasta vetrardag, þegar úr- slitin í danslagakeppninni voru birt, verður reynd í samkomusaln- um á Fríkirkjuvegi 11 (Bindindis- höllinni) í kvöld um kl. 10 á fundi I.Q.G.T.-kórsins. — Þeir, sem að- ild áttu að skemmtun þessari, s. s. höfundar, söngvarar og hljóðfæra- leikarar, eru velkomnir. Kvenfélag Neskirkju hefur kaffisölu í Sjálstæðishús- inu í dag frá klukkan 2. 17. maí hátíð verður í samkomusal Hjálpræð- ishersins á mánudaginn kl. 8,30. Samkoman fer fram á norsku! Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík hefst að aflokinni messu kl. 3,30 e.h. í kirkjunni í dag. Gjafir og' áheit til Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Frá S.J. 50 kr. Frá svéitakonu 100 kr. Fr: E.Sv. 100 kr. Til minn- ingar um Guðlaugu Jónsdóttur 3000 kr. Frá sveitamanni 100 kr. Frá Þ.E. 500 kr. — Samtals 3850 krónur. — Kærar þakkir. — Séra Jakob Jónsson. -f Auglýsing. Vörufjósið opnað er, allar rósir þrotnar, en „sinu“ og kósu“ seljum vér í sólarljósi sprottnar. Simbi. Kvenstúdentafélag íslands heldur fund í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 annað kvöld, mánudaginn 17. maí. Guðrún Helgadóttir flyt- úr erindi um handritamálið; sýnd verður kvikmynd frá þingi al- þjóðasambands háskólakvenna s. 1. sumar. Aðalfundur Þorsteins Ingólfssonar. Sjáll'stæðisfélagið Þorsteinn Ing- ólfsson í Kjósarsýslu heldur aðal- fund sinn fiinmtudaginn 2. maí næst komandi að Kléhergi kl. 2 e. h. — Ekki 20. þ. m. eins og getið var um í hlaðinu 13. þ. m. Félag ísl. rithöfunda. Aðalfundur félagsins vei'ður haldinn í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar í dag kl. 2 e. h. Munið eftir mæðrum ykkar í dag, á mæðradaginn, og kaupið mæðrablómið! Bifreiðaskoðunin. Á morgun, mánudag, eiga að koma til skoðunar bifreiðar nr. R- 1501—-1650. Hvöt, sjálfstæðiskvennafélagið, heldur fund í Sjálfstæðishúsinu á þriðju- dagskvöldið, 18. þesa mánaðar, kl. 8,30 e. h. Rædd verða félagsmál, gamanvísnasöngur, sýndar skugga myndir frá afmælish.finu í vetur. Kaffidrykkja. • Utvarp • 11,00 Messa í Hallgrímskirkju. 13,15 Erindi: Ólafur Hjaltason biskup á Hólum (Magnús Már Lárusson prófessor). 15,15 Miðdeg- istónleikar (plötur). 16,15 Frétta- útvarp til íslendinga erlendis. 18.30 Barnatími (Hildur Kalman). 19.30 Tónleikar: Mischa Elman leikur á fiðlu (plötur). 20,20 Tón- leikar (plötur). 20,35 Erindi: Kiistin trú og barnavernd; I. (Gisli Jónsson alþm.). 21,00 Finnskir tónleikar (-útvarpað frá Þjóðleikhúsinu). Flytjendur: Sin- fóníuhljómsyeitin undir stjórn Jussi Jalas, Antti Koskinen óperu söngvari, Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Jóns Þórarinssonar. 1 upphafi tónleikanna flytur Bjarni Benediktsson menntamála- ráðhera ávarp. a) „Karelia“, for- leikur eftir Sibelius. b) „En saga“ op. 9 eftir Sibelius. c) Karlakórs- lög eftir Sibelius og Toivo Kuula. í hljómleikahléinu um kl. 21,45, les Steingerður Guðmundsdóttir leik- kona úr ritverkum Einars Jóns- sonar myndhöggvara. — d) Þrír þættir úr „Kalevala“-svítu eftir Uuno Klami. e) Sönglög með hljómsyeitarundirleik eftir Leevi Madetoja og Sibelius. f) „Fin- landia" op. 26 eftir Sibelius. Mánudagur 17. maí: 19,00 Skákþáttur (Bald. Möller)'. 19,30 Tónleikar: Lög úr kvikm, (plötur). 20,20 Útvarpshljómsv. (Þór. Guðm. stjórnar). 20,40 Uin daginn og veginn (Frú Lára Sig- urbjörnsdóttir). 21,00 Einsöngur: Sig. Jónsson frá Isafirði syngur; Fr. Weisshappel aðstoðar. 21,20 Erindi: Ævintýrið um Timothei (Á. G. Eylands stjórnarráðsfulltr.y 21,45 Hæstaréttarmál (Ilákort Guðm. hæstaréttarritari). 22,10 Útvarpsagan: „Nazareinn". 22,35 Dans- og dægurlög: Liselotte Mal- kowsky o. fl. syngja (plötur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.