Morgunblaðið - 16.05.1954, Page 14

Morgunblaðið - 16.05.1954, Page 14
14 MORGVNBLADIB Sunnudagur 16. maí 1954 1 Skugginn og tindnrinn SK LDSAGA EFTIR RICHARD MASOI5 F ramhaldssagan 38 Þar nam hún staðar og horfði upp á tindinn. Hann hafði næst- um lokið við sígarettuna, þegar hún kom aftur. Hún settist aftur í sætið, en eins langt frá honum og hún gat. „Ætlið þér ekki að aka af stað“ sagði hún, eins og hún væri að "tala við ókunnan stöðvarstjóra. Hann setti bílinn í gang og kveikti á Ijósunum. Eftir dálitla stund, sagði hann til að finna, hvernig skapi hennar liði: „Þessi bíll er ágætur í brekk- um“. Hún svaraði ekki. Hann fann, hvernig reiðin sauð níðri í henni. Fiinm mínútur liðu, en þá sagði hún: „Maðurinn minn sagði mér að í>6 r ættuð stefnumót niðri í bæn- um á morgun“. Hún sagði þetta eins og sér væri það mjög á móti skapi, að hafa orð á því, en reiðin þvingaði hana til þess. „Já“, sagði hann. „Það er víst bezt að ég segi yður það strax, að manninum míndm líkar ekki slíkt“. Hann hló. „En hann lætur sér líka að ég fari út að skemmta mér með konunni hans“. „Eruð þér að reyna að móðga mig?“ „Ég ætlaði það ekki“. Henni varð orðfall, en loks gat hún ekki lengur á sér setið: j „Þetta hefur maður upp úr því að kenna í brjósti um fólk. Ég hef aðeins verið vingjarnleg við | yður vegna þess að ég kenndi í ' brjósti um yður. Þér haldið þó ekki að mér gangi eitthvað annað til?“ \ Hann svaraði engu. „Ef ég á að segja eins og satt cr“, sagði hún. „Þá hef ég megn- ustu viðbjóð á yður“. 8. kafli, Tuttugu mínútum síðar voru þau komin heim að skóianum. — Hvorugt hafði talað þann tíma. Hann stöðvaði bilinn fyrir utan bílskúrinn. „Viljið þér fara úr bílnum hcr?“ spurði hann. Hún fór þegjandi út, Hann | Jeysti hetnilinn af og ætlaði að aka inn í skúrinn, en þá tók hann ; eftir því, að hún var að reyna að opna hurðina aftur og dróst með henni dálítinn spöl. Hann nam staðar. j „Fyrirgefið", sagði hann, þó að Jiann vissi að hún hefði ekkert meitt sig, „Ég tók ekki eftir því hvað þér voruð að gera“. Hún hrikti upp hurðinni. Hún var gráti nær af reiði „Hvár er taskan mín?“ Hún hafði dottið á gólfið í bíln- j um. Hún þreif hana úr höndum j hans. „Ef þér bíðið augnablik, þá skal ég fylgja yður heim að hús- irru“, sagði hann. Hún skellti hurðinni aftur með offorsi, svaraði engu en stikaði burt. Hann sá hana hverfa niður stíginn. Svo ók hann bílnum inn í skúrinn og lokaði hurðinni. — Hann gekk heim til sín. Honum datt í hug að ef til vill hefði komið bréf frá Judy þar sem hún segði honum, að hún gæti ekki hitt hann á morgun. Eða gæti hit thann. Hann gekk beint að skrifborðinu. Ekkert bréf. — Hann blaðaði í gamalli hrúgu á borðinu til að fullvissa sig um að ekkert hefði flækst í hana, og settist svo á rúmið. Um leið tók hann eftir rósavendi x blómstur- vasa á náttborðinu. Það voru rósir úr garði frú Pawley. Hún ’ hlaut að hafa sagt þjónustustúlk- unni að setja þær þar áður en hún fór í veizluna. Hann horfði á þær og hló. Ekki vissi hann, hvers vegna hann hló, því hon- um var alls ekki hlátur í huga. Næsta morgun gerði Duffield gys að honum við morgunverðar- borðið fyrir að hafa farið út með frú Pawley og fyrirhugað ferða- lag til Kingston þennan dag. — Hann sagðist hafa heyrt að Douglas ætlaði að hitta Judy, en auðvitað hafði hann ekki heyrt það. Douglas svalaði ekki for- vitni hans. Morgans-hjónin komu að borðinu og Duffield sagði við Douglas: „Ég verð önnum kafinn í dag“, og fór. Morgan sagðist búast við rigningu og roki fyrir kvöldið. Hann taldi upp tölurnar sem hann hafði lesið af áhöldum sínum, og útskýrði það hvei's vegna hann hefði komizt að þess- ari niðurstöðu. Veðurspár hans stóðu sjaldnast heima og Douglas bjóst við góðviðrisdegi. Eftir morgunverðinn fór hann til Paw- ley. Honum fannst vissara að minna Pawley á það að hann hafði boðið honum frí. Pawley var kominn á skrif- stofu sína. „Góðan daginn, Lockwood“, sagði hann. „Var það eitthvað, sem þér vilduð sagt hafa við mig áður en þér farið í fyrsta tím- ann“. Douglas minnti hann á að hann hefði lofað honum fríi. Pawley varð vonsvikinn á svip. „Já, það er að vísu rétt, ég sagði það víst, en ég var hálfpart- inn að vona að þér frestuðuð því þangað til í næstu viku“. „í næstu viku fæ ég hvort eð er frídag“. „Já, auðvitað, það er bara verst að það kemur ruglingur á stunda- töfluna hjá okkur....“ „Já, ég veit það“, sagði Douglas. „En ég átti ekki uppá- stunguna. Það voruð þér, sem óskuðuð eftir því að ég færi með frú Pawley í þetta samkvæmi". Pawley rétti út báðar hend- urnar eins og til að jafna allan ágreining. „Það er allt í lagi, Lockwood. Auðvitað farið þér, ef yður er það áhugamál. Þetta er alveg rétt hjá yður“. Hann stóð upp og fylgdi Douglas fram að dyrunum. Það var auðséð á svipnum á honum að honum lá eitthvað meira á hjarta. Eftir dálitla þögn sagði hann: „Ég er hræddur um að eitthvað hafi komið fyrir í gærkvöldi, sem hefur komið konunni minni úr jafnvægi....“ „Já, ég held það. ...“ „Ég skil það ekki. Mér þykir það mjög leitt. Ég hafði vonað að vel mundi fara á með ykkur. Það er alltaf leiðinlegt þegar misklíð verður á milli fólks, sem verður að umgangast svo að segja dag- lega“. „Það finnst mér líka“. „Jæja, nóg um það“, sagði hann. „Þið eruð bæði greind og gáfuð. Þig hljótið að jafna þetta ykkar á milli, hvað svo sem það er“. j „Það gerum við áreiðanlega". Hann skildi við Pawley á svöl- ^ unum. Þegar hann gekk í gegn um garðinn, rakst hann á frú Pawley. Hún kom eftir stígnum með hundana. Hann ætlaði að segja eitthvað við hana í kveðju- skyni og minnst á gærdaginn, og bauð því góðan dag. Frú Paw- | ley leit ekki á hann og gekk fram ' hjá honum án þess að svara. Klukkan var ekki nema hálf tólf þegar hann kom að Myrtle Bank veitingahúsinu Hann skildi bílinn eftir á bílastæðinu fyrir utan og gekk rakleiðis að sund- lauginni. Hann hafði ekki beðið Judy að hitta sig fyrr en klukkan hálf fjögur. Hann synti í laug- inni og bað um hádegisverð. — Maturinn kom en hann hafði enga matarlyst. Aldrei hafði ver- ið mollulegra í Kingston. Hann hugsaði með sér að Judy mundi sennilega ekki koma og Kingston þunglyndi ásótti hann enn á ný. Þjóninn, sem gekk um beina var sá með hárið eins og lambsull. Þá fór hann að hugsa um Caro- lyn og hálftími leið við það að KOFFORTIÐ FLJIJGAIMDI 8 Vinnukonan tók eldspýturnar og kveikti upp eld með þeim. En hvað þær fuðruðu og loguðu! „Nú má þó öllum vera ljóst,“ hugsuðu þær, „hvílíkur ljómi’ stendur af okkur! Hvílíkt ljós! Og í sama vetfangi voru þær útbrunnar. „Þetta var ágætt ævintýri," sagði drottningin. „Mér fannst ég vera komin í eldhúsið til eldspýtnanna. Já, nú skaltu fá hana dóttur okkar.“ ,Já. svo skal vera,“ mælti konungurinn. „Á mánudaginn skal hún verða þín,“ því að nú þúuðu þau hann, er hann átti að verða tengdasonur þeirra. Þá var brúðkaupið ákveðið, og kvöldið áður en það skyldi vera, var öll borgin skrautlýst. Bollur og kringlur og sæta- brauð fékk hver sem vildi. Því var þeytt út á meðal fólksins til hrifsinga. ^ „Nú, já, já,“ hugsaði kaupmannssonurinn. „Ég má þá víst ekki láta mitt eftir liggja,“ og nú keypti hann sér púður- flugur, hvellbaunir og alls konar flugeldadót, sem hugsazt gat, lét það í koffortið sitt og flaug með það í loft upp. Þvílíkt og annað eins! Hvað það fuðraði og sprakaði! Allir þyrkirnir hoppuðu í háa loft, svo að stöplurnar þutu um eyru þeim. Slíka loftsjón höfðu þeir aldrei séð fyrri. Nú skildu þeir, að það var sjálfur Tyrkjaguðinn, sem ætlaði að eiga kóngsdótturina. 1 í Samkomuhúsi Njarðvíkur í kvöld klukkan 9. Eftirhermusöngvarinn OOIM ARDEN Kvartett unnaró Onnóle eu ■04 UM l! Bridgefélag Beykjavíkur Einrr.enningskeppni hefst í Skátaheimillnu annað kvöld kl. 8. — Þátttaka tilkynnist í síma 6557 Öllum heimil þátttaka. e B • I »4 'i Iðnaðarhúsnæði til leigu ca. 200 ferm. fyrir léttan og þrifalegan iðnað hér í bænum. — Uppl. í síma 1820. Nýkomið: Brjóstapúðar, Day Dew make up, Max Factor Cutex. — Mikið úrval varalitir og naglalakk. Púður- \ kvastar, nælon og velour. PÉTUR PÉTURSSON Hafnarstræti 7 — Laugaveg 38 Múrliúðað timburhús til sölu og brottflutnings. — Húsið er nýlegt, vel viðað og auðvelt til flutnings. I húsinu eru 4 herbergi og eldhús. Verð kr. 70 þús. — Lysthafendur leggi nöfn sín í lokuðu umslagi á afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m., merkt: „Vandað hús — 125“. Efna- og sælgætisgerð til sölu. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Uppl. PÉTUR PÉTURSSON Sími 82062 og 7212 3 Góður sumarbústaður (í Mosfellsdal) til sölu með tækifærisverði. — Hentugur til flutnings. — Uppl. gefur frá kl. 4—7 e. h. í dag SIGURÐUR HANNESSON Sólvallagötu 59 — Sími 3429 Sjómenn Nokkra vana háseta og matsvein vantar á mótorbát, sem gerður verður út á handfæraveiðar. — Upplýsingar í síma 82273 og 6021. 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.