Morgunblaðið - 18.05.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1954 j ; Hæffi veiðum þóff m\ aflisf i fil þess að sfunda landvinnu Ólafsvík, 17. maí. ÞRÁTT fyrir góðan afla hér undanfarið, hafa þrir bátar hætt ( veiðum og áhafnir þeirra farnar að stunda landvinnu sem er tiér mikil, í sambandi við ýmiss konar byggingar og framkvæmdir. t gær voru fjórir bátár á sjó og var afli þeirra 7—9 tonn. VIRJKUN FOSSÁR ^ Undirbúningur hefur nú verið tiafinn að ýmiss konar fram- kvæmdum hér i sumar. Til dæm- is hefur verið ákveðið að ljúka -við virkjun Fossár, en byrjað var Á að byggja vatnsveitu í fyrra jsumar og á hún að fullnægja rafmagnsþörf Sands og Ólafs- víkur. A3RAR FRAMKVÆMDIR Áuk vatnsveitunnar munu •einnig aðrar byggingarfram- kvæmdir verða hér, og má reikna «neð mikilli atvinnu í sumar. — Mun sjómönnum þykja arðvæn- legra að stunda landvinnu hér í ■sumar heldur en útveginn, enda sýnir það sig, að þeir fara í land <rá ágætis fiskiríi. — Einar Bergmann. Kirkjukór gauðárkróks ..... HÚSAVÍK, 17. maí. — Kirkjukór Sauðárkróks var hér á ferð s.l. laugardag og hafði samsöng í Húsavíkurkirkju um kvöldið. — Söngstjóri kórsins er Eyþór Stefánsson tónskáld. Einsöngvar- ar Snæbjörg Snæbjörnsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Sig- urðut P. Jónsson og Svavar Þor- valdsson. Undirleik annaðist frú -Sigfíður Auðuns. FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ Var efnisskráin mjög fjölbreytt og skemmtileg. Söng kórinn- með- al annars Finnlandia eftir Sibe- lius, Stándchen eftir Schubert, Barcarolle eftir Offenback og iög eftir Björgvin Guðmundsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson o. fl. 0 MÖRG AUKALÖG Söngskemmtun þessi var ágæt- lega tekið og varð að endurtaka mörg lögin og syngja fjögur aukalög. Formaður kirkjukórs Húsavíkur Mikael Sigurðsson, ávarpaði gestina áður en söngur- dnn hófst og bauð þá velkomná til Húsavíkur. KÓRARNIR SUNGU SAMAN Að endingu sungu kórarnir saman tvö lög undir stjórn sr. Fiiðriks Á. Friðrikssonar pró- dasts. 'Sigurður P. Jónsson þakk- aði fyrir hönd gestanna góðar móttökur, en kórinn gisti hér í boði kirkjukórs Húsavíkur og fór í gær að Laugum og hélt söng- sk emmtun þar, en hélt síðan heim í nótt. — Fréttaritari. kr, fyrir 10 rétta ÚRSLIT leikjanna á 19. seðlin- um: Þróttur 2 — Valur 5 Júgóslafía 1 — England 0 Asker 2 — Nordnes 0 Larvik 2 — Viking 1 Strömmen 0 — Sarpsborg" 1 Odd 1 — illeström 1 Aik 0 — Djurgárden 0 Gais' 1 — Göteborg 1 Hálsingborg 3 — Malmö FF3 Degerfors 2 — Jönköping 0 Elfsborg 1 — Norrköping 0 Xalmar 2 — Sandviken 1 Flestar réttar ágizkanir í síð- ustu leikviku reyndust 10, sem komu fyrir á 7 seðlum. Hæsti vinningur varð 280 kr., sem greiddar verða fyrir 4 af þess- urn 7. Voru það kerfi með 1/10 Og 6/9 réttum. BONN, 17. maí. — Næststærsti stjórnarflokkurinn í Þýzkalandi — Frjálslyndi flokkurinn — gerði í dag flokkssamþykkt um það að æskilegt væri að Vestur- Þýj^kaland tæki upp stjórnmála- sambánd við Rússa. Er þetta þvert ofan í yfirlsýingy Adenau- ers um að ekki komi til mála að taka upp slíkt stjórnmálasam- band. — Reuter. Slysið við Lögberg Drengiiiiim slas- aðist mikið á höfði SLYSIÐ upp í Lækjarbotnum á laugardagskvöldið var all alvar- legt. — Drengur sem var á reið- hjóli varð fyrir bíl skammt frá Lögbergi. Hlaut hann höfuðkúpu- brot. Hann liggur nú í Landa- kotsspítala. í fregnum blaðsins á sunnu- daginn, var talið að slys það sem hér um ræðir, hefði orðið á stúlku. Bílstjórinn á bílnum, sem drengurinn varð fyrir sá til ferða hans og annars barns og voru bæði á rciðhjólum. — Bíllinn var aðeins fáeina metra fyrir aftan börnin, er drengurinn á reiðhjól- inu sveigir skyndilega inn á veg- inn, þvert í veg fyrir bílinn, með þeim afleiðingum að harður árekstur varð. — Kastaðist dreng urinn nokkra metra fram fyrir bílinn og var í öngviti er að var komið. — Reiðhjólið sem hann hafði verið á, var stórt karl- mannsreiðhjól og hjólaði sá litli undir slá og hafði tæpast stjórn á hjólinu Drengurinn er nú rúm- liggjandi í Landakotsspítala. — Hann heitir Guðmann Guðmanns son og er átta ára. Ðoklorspréf í heimspeki HEIMSPEKIDEILD Háskóla ís- lands hefur dæmt rit Halldórs Halldórssonar, dósents, „íslenzk orðtök“, gilt til varnar fyrir doktorsnafnbót í heimspeki. Vörnin fer fram í hátíðasal Háskólans laugardaginn 12. júní kl. 2 e. h. Andmælendur heim- spekisdeildar verða prófessor- arnir dr. Alexander Jóhannesson og dr. Einar Ól. Sveinsson. Ágæt mynd í Bæjarbíói HAFNARFIRÐI — Bæjarbíó sýnir um þessar mundir mjög athyglisverða mynd — Glötuð æska. — sem hvarvetna hefir hlotið mjög góða dóma. Fjallar hún um vandamál unglinga í fá- tækrahverfi stórborgar, og lýsir á hinn hroðalegasta hátt glæp- um, sem unglingar rata þar í. Myndin er mexíkönsk og er af- bragðs vel tekin, — og að sama skapi vel leikin. — Er óhætt að segja ,að þesSi mynd sé með þeim betri, sinnar tpgundar, sem hingað hafa komið. G. E. — Kristján hersh, Framh. af bls. 1 ingjar kommúnista gengu inn í bækistöðvarnar. De Castries ætlaði að afhenda þeim skammbyssu sína, en var svar- að að hann gæti haldið henni. gj FLUTTUR BROTT Á JEPPA Síðan var einum jeppabíl af rússneskri gerð ekið að bæki- stöðinni og de Castries flutt- ur brott á honum undir sterkri varðgæzlu. — Hershöí'ðinginn var óskaddaður. gSLÆM AÐBÚÐ SÆRÐRA Champery skýrði frá því áð hjúkrunarkonan Genevieve, sem var eina konan í virkinu hefði verið fiutt brott heil á húfi. Champery kvartaði mjög undan því að eftir fall borg- arinnar hcfðu uppreisnar- menn ekkert skipt sér af hin- um særðu í neðanjarðarsjúkra klefunum í þrjá daga. — Voru þeir aðhlynningar og nærri matarlausir allan þann tima. Létu þá margir lífið og varð daunillt í klefunum, því að hinir sem eftir lifðu áttu erfitt um vik að kasta líkun- um út. Geysi-aðiókn að finnsku sýningunni GEYSIMIKIL aðsókn hefur ver- ið að finnsku iðnsýningunni síð- an hún var opnuð á laugardag, enda er sýningin mjög athyglis- verð. Við opnun sýningarinnar komu um 400 boðsgestir. Fram a sunnudagskvöld komu 4550 sýn-, Sr. Þorvaldur Hann andaðist að heimili sínu, Öldugötu 55, laugardaginn 8. maí, 94 ára að aldri. Þegar aldurinn er orðinn hár og líkamskraftarnir þrotnir, er fengur að því að fá hvíld og flytjast yfir. Séra Þorvaldur fæddist að Staðarbakka í Miðfirði 4. 1860. Foreldrar hans voru Jakob Finnbogason, f. 5. 1805, d. 20. maí 1873, síðast prest- ur að -Steinnesi í Húnavatns-1 sýslu og kona hans, Þuríður, dóttir Þorvaldar prófasts í Holti Böðvarssonar. Séra Þorvaldur varð stúdent \ 1881, cand. theol. 1883 og vígðist 16. september sama ár til Stað- ar í Grunnavík. Þann 28. maí 1884 fékk hann Brjánslæk á Barðaströnd og 26. ágúst 1896 Sauðlauksdal í Patíeksfirði. Hann fékk lausn frá prests- störfum árið 1921, eftir 38 ára Minningarorð ingargestir og á mánudag 1250 prestsþjónustu, og fluttist þá til manns. Alls gerir þetta um 6200 manns, þar af eru um 1200 börn. Er aðsókn að sýningunni svo mikil að það hlýtur að teljast óvenjulegt. Utaiiríkísráð- herra til Strass- bor gar DR. KRISTINN GUÐMUNDS- SON, utanríkisráðherra, fór 16. þ. m. með flugvél til útlanda. Fer ráðherrann til Strassborg- ar til þess að sitja þar fund ráð- herranefndar Evrópuráðsins. Samnorræna sund- keppnin á Akureyri SAMNORRÆNA sundkeppnin hófst hér á Akureyri klukkan 8,30 á laugardagskvöldið við sundlaug bæjarins, þar sem Akur eyringar fjölmenntu við þá hátíð- legu athöfn Ármanu Dalmannsson sagði mótið sett, en síðan synti 7 ára drengur, Ólafur Hrólfsson, fyrst- ur Akureyringa 200 metrana, en á meðan lék Lúðrasveit bæjar- ins undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar, þjóðsönginn og íslenzki fáninn var dreginn að hún og síðan fánar hinna Norðurland- anna. Þessu næst hófst svo keppnin og allmargir bæjarbúar þreyttu sundið og riðu á vaðið þeir Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir og Ármann Dalmanns son. Akureyringar eru staðráðnir í því að láta ekki sitt eftir liggja í norrænu sundkeppninni, en árangur þeirra við síðustu keppni var vægt sagt mjög lélegur mið- að við aðra landshluta. —Vignir. 329 HaSnfirðingar hafa syni 290 m, HAFNARFIRÐI — í gærkvöldi höfðu 320 Hafnfirðingar synt 200 metrana í hinni Samnorrænu sundkepj'.ni Verður það að telj- ats góð írammistaða eftir aðeins tvo daga. — í siðustu sundkeppni! Norðurlandanna, syntu 1474 Hafn ! firðingar og urðu þeir þá 9.—10. í; röðinni yfir heildina. — Að þessu sinni er mikils um vert, að nokk- ur h'undruð Hafnfirðingar bætist í hópmn, svo að hlutur þeirra verði ekki minni en síðast. Sunc’höllin er opin dag hvern frá kl. 8 til 22. — Aðsókn að laug- inni hefir verið góð að undan- förnu. —G. E. Hafnarfjarðar, varð kennari við Flensborgarskólann og kenndi þar íslenzku og reikning. Lausn frá kennslustörfum fékk hann 1934, þá 74 ára að aldri. Hann kvæntist 9. nóvember 1889 Magdalenu dóttur Jónasar Jónssonar bónda á Melum í Melasveit og síðar á Hallbjarnar- eyri og hreppstjóra þar. Þau hjón eignuðust 8 börn, og kom- ust 6 þeirra til fullorðins ára. Ein dóttir, Jórunn, dó 1933, 35 ára að aldri, en þau, sem lifa, eru: Finnbogi Rútur, verkfræð- ingur og prófessor í Reykjavík; Guðný, gift í Reykjavík; Þuríff- ur, hjúkrunarkona í Reykjavík; Arndís, kaupkona í Reykjavík; Búi, mjólkurfræðingur í Reykja- vík. Við, sem þessi minningarorð ritum, vorum ungir drengir, langt innan við fermingu, þegar séra Þorvaldur fékk veitingu fyrir Sauðlauksdal og við kynnt- umst honum fyrst. Bárum við mikla virðingu og lotningu fyrir hinum nýja og þróttmikla presti. Sú virðing hefur haldizt síðan og mun haldast á meðan við lif- um, enda var séra Þorvaldur sá mannkosta- og hæfileikamaður, að hann naut trausts og virðing- ar, hvar sem hann kom. Hann var sýslunefndarmaður frá 1887 og þangað til hann fluttist úr sýslunni og amtsráðsmaður fyrir Vestur-Barðastrandarsýslu frá 1901 og þar til amtsráðin voru lögð niður. Séra Þorvaldur var snjall og mikill íslenzkumaður, skrifaði meitlað og kjarnort mál, laust við mærð og mælgi. Hann var einnig ágætur í latínu og þeim erlendum málum, sem kennd voru í Menntaskólanum, svo og í sögu og ættfræði. En hann var einnig sterkur stærðfræðingur, kunni góð skil á náttúrufræði og hafði mikinn áhuga á tækni- legum fræðum. Sýnir það, hve víðtækar gáfur hans voru. í Sauðlauksdal kenndi hann um langt árabil piltum undir skóla á heimili sínu og kom öll- um vel á veg á stuttum tíma, oft- ast fyrir lítið gjald eða ekkert. Fermingarbörn sín hafði hann jafnan heima hjá sér um tíma fyrir ferminguna, og eru þeir dagar okkur mjög hugstæðir, þótt um hálf öld sé nú liðin síð- an. í því sambandi ber þess vissulega að geta, að frú Magda- lena bar ríflega sinn hlut, að öllu því, er heimilið og búrekst- urinn snerti. Gestrisni hennar, röskleiki og ástúð var af öllum, er til Sauðlauksdals komu, auð- sæ. Einn nemenda hans frá Flens- borg segir um hann: „Heldur leizt okkur séra ÞorvaldUr harð- ur á brún og ekki laust við að nýsveinum stæði af honum nokkur ótti. En við nánari kynni kom það í ljós, að hann kunni ekki aðeins að beita hinum rétta strangleik, heldur hafði hann einnig til að bera hlýhug og mildi, sem skildi, að ungu fólki er ekki einungis þörf á aga, held- ur einnig viðurkenningu og örv- un. Allir nemendur séra Þorvald- hans, líka þeir, sem fengu lágar einkunnir, því réttlátur var hann; það varð ekki dregið í efa.“ Séra Þorvaldur var fróður maður og sagði svo vel frá, að það hlaut að vera yndi hverjumt fróðieiksfúsum manni að ræða við hann og hlusta á hann. Ham var hispurslaus, öruggur og á- kveðinn, og tilsvör hans gátu stundum verið hárbeitt og skemmtilega hittin. Engu að síð- ur var hann ætíð prúður og alúð- legur, gestrisinn og hjáípsamur. Við teljum rétt að tilfæra hér ummæli, sem hinn merki og gætni maður, séra Bjarni Sím- onarson, prófastur á Brjánslæk, hefur bókað í kirkjubók Brjáns- lækjar eftir brottför séra Þor- valdar þaðan: „Séra Þorvaldur gat sér hinn bezta orðstír hér í hyggðarlagi þessu sem mjpg góð- ur kennimaður, andríkur og orð- hagur í prédikunum, skylduræk- inn og reglusamur í allri embætt- isfærslu, djarfur og hreinlvndur, göfuglyndur og óeigingjarn og yfirleitt hinn vandaðasti sæmd- armaður í hvívetna. Hann studdi hér mjög að framförum, og er óhætt að fullyrða, að þetta prestakall tók allmiklum stakka- skiptum til bóta, meðan hann dvaldi hér og eins hitt, að hanrn átti þar drjúgan hlut að máli, Uppfræðingu ungmenna lét hann sér einkar annt um, enda var það allt í mjög góðri reglis við burtför hans. Sveitarmenn kunnu líka vel að meta mannsparta hans og göfuglyndi. Þeir virtu hann mik- ils og unnu honum og minnasf, hans með þakklæti. Þess má enrs geta um séra Þorvald, að hanrj er ötull áhugamaður og atorku- samur, lipur og laginn vel. Er meðal annars sýnt um söngfræði og hljóðfæraslátt." Þessi ummæli jafn grandvarS manns og séra Bjarni var, lýsa vel séra Þorvaldi og því áliti, er hann þá þegár, eftir 12 ára starf, hafði áunnið sér hjá Barðstrend- ingum, og myndu sóknarböm séra Þorvaldar í Sauðlauksdals- prestakalli hafa staðfest þessi sömu ummæli. Þess skal og hén getið, að umsækjendur um Sauð- lauksdalsprestakall, þegar séra Þorvaldur sótti um það, voru 5, og fékk hann öll atkvæðin nema 3, og var þó Patreksfjarðarkaup- staður þá í þessu prestakalli. Séra Þorvaldur var einlægun trúmaður og að öllu laus við yfirborðs fjálgleik. Trúin vav honum ekki meinlætakenning, heldur kenning karlmennsku og drenglundar, siðgæðis og sjálfs- bjargar. Við munum ávallt minnasfl hans sem ejns af lærðustu og ágætustu íslendingum vorra tíma. Þrír nemendur að vestan. 122 börnum bjargað. NEW YORK — Eldur kom nýlega upp í skóla í Manitóba og brann hann til kaldra kola. Tókst lí. nunnum, sem í skólanum kenndu, að bjarga öllum börnunum 12% að tölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.