Morgunblaðið - 18.05.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1954, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. maí 1954 MORGUNBLABIB 9 Gunnar Gunnarsson 65 ára 30 ára leikafmæli Brynjáifs Jéhannes- sonar í haust FORMAÐUR Leikfélags Reykja- víkur, Brynjólfur Jóhannesson á 30 ára leikafmæli hjá félaginu á hausti komanda. — En eitt af fyrstu hlutverkum hans var í leiknum „Pakk“, sem hafði verið sýnt árið 1854, og eins og getið er annars staðar í blaðinu, fyrsta leikritið, sem sýnt var í Iðnó. Hefur það oft verið sýnt síðan. Standa vonir til að hinn vin- sæli gamanleikur „Skóli fyrir skattgreiðendur" sem félagið varð að hætta sýningum á í vet- ur vegha veikindaforfalla, verði sýndur aftur í haust, en Brynj- ólfur leikur annað aðalhlutverk- ið í því leikriti. Á sextíu og fimm ára afmæli Gunnars Gunnarssonar í dag kemur út á vegum forlagsins Landnámu, sem gefur út verk Gunnars, 15. bindið í heildarútgáfunni, skáldsagan Vargur í véum í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Eru þá aðeins eftir tvö af stórverkum Gunnars, skáldsögurnar Sælir eru einfaldir og Grámann, ennfrem- ur leikrit og smásögur. I lok þessa árs mun vera væntanleg ný skáldsaga eftir Gunnar, sem kemur út samtímis hér og í Þýzka- landi og Danmörku. Hefur bókin enn ekki fengið nafn, en hann kallar hana Terra Infirma, sem leggja mætti út á íslenzku, Laust1 aindir fæti. Mun bókin koma í næsta bindi heildarútgáfunnar ásamt Aðventu og ef til vill fleiri smásögum. Mun ætlun stjórnar Land- námu að ljúka heildarútgáfunni með sérstakri bók um Gunnar og skáldskap hans og hefur farið fram á það við þann mann, sem einna kunnugastur er skáldinu, dr. phil. Stellan Arvidson, rektor í Stokkhólmi, eu bann hefur þýtt margar bækur Gunnars og er hon- sim nákunnugur. Mun ætlun forlagsins að bjóða Arvidson hingað i sumar. — Myndin hér aff ofan var tekin af Gunnari Gunnarssyni ásamt sonardóttur sinni, Franzicu, að heimili skáldsins í gær. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Skátaþing í Beykja- vík am síðasta helgi sýningunni í Iðnó Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá því að fyrst var leiksýning í Iðnó, þar sem aðgöngumiðar voru seldir. — Áður höfðu verið ýmsar skólasýningar, t. d. í Latínuskólanum, en aðgangur hafði ekki verið seldur. Var það Jón Guðmundsson rit- stjóri, ásamt Benedikt Gröndal, eldra og séra Magnúsi Guð- mundssyni, sem komu þessari leiksýningu á fót, en leikritið, sem sýnt var hét „Skríll“ eða „Pakk“, danskur gamanleikur. Minnist Leikfélag Reykjavíkur þessa afmælis með sýningu á hinu nýja íslenzka leikriti l „Gimbiir1, sem frumsýnt er ann- að kvöld. Sfokkseyrarbáfarnir öfl- uðu vel á STOKKSEYRI, 11. maí. fETRARVERTÍÐINNI er nú lokið .og verður hún að teljast g63* hér, þótt hún hafi verið ótíðarsöm og veiðarfærafrek. Sérstak- lega voru stirðar gæftir framan af vertíðinni og má segja að helm- ingur aflann hafi veiðzt síðan 21. apríl. GóSri vertíð að (júk? á Stykkishóbni STYKKISHÓLMI, 16. maí: — Vertíð er nú senn að ljúka í Stykkishólmi. Undanfarna daga hefir afli verið sáratregur eða um 2—3 tonn í róðri á langa línu. Var upphaflega í samningum gert ráð fyrir að vertíg stæði til 20. maí en fiskitregða mun flýta fyrir vertíðarlokum. Vertíðin hefir verið ein hin bezta um langt skeið og mikil at- vinna skapazt í Hólminum í vet- ur. Jafnvel húsmæðurnar hafa brugðið sér í fyrstihúsin og hjálp- að til við nýtingu aflans, Þá hefir það verið mikil bót að framleiðsla frystihúsanna hefir svo að segja verig flutt út jafn óðum og hún hefir failið til. Aflinn í vetur hefir aðallega verið frystur. Fiskimjölsverk- smiðjan hefir haft með meira móti að gera og afköst hennar stórum meiri en undanfarin ár. — Á. H. Heildarafli Sand- gerðisbála 7866 leslir FJÓRÐA skátaþing var haldið á Skátaheimilinu í Reykjavík um síðustu helgi. Þingið sóttu 37 fulltrúar frá ýmsum skátafélögum víðsvegar að af landinu. | Forseti þingsins var kosinn Hans Jörgenson, félagsforingi, Akranesi ,og varaforseti Sigríð- ur Lárusdóttir, gjaldkeri BÍS. Framkvæmdastj. BÍS, Tryggvi Kristjánsson, flutti skýrslu stjórn ar og Skátaráðs fyrir liðið kjör- tímabil, árin 1952 og ’53, og reikningar Bandalagsins voru lagðir fram og samþykktir. Framsögu á þinginu um ýmis mál varðandi skátastarfið í land- inu höfðu eftirtaídir menn: Dr. Helgi Tómasson, skátahöfðingi, Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi, Helga Þórðardóttir, kennari, varam. í stjórn BÍS og Tryggvi Kristjánsson. Fjórar nefndir störfuðu yfir þingið að ýmsum málum, sem tekin voru fyrir til umræðu og afgreidd á þinginut, auk kjör- bréfanefndar. Meðal þeirra mála sem rædd voru og afgreidd á þinginu var stofndagur BIS. Var gerð ein- róma samþykkt um að staðfesta að Bandalag ísl. skáta sé stofnað 6. júní 1924. Áður hafði stofn- dagur BÍS verið talinn sama dag 1925, en samkvæmt áreiðanleg- um heimildum var BÍS viður- kennt af alþjóðabandalagi skáta 18. ágúst 1924. Einnig kom fram mikill áhugi fyrir því að stofnaður yrði bréfa- skóli fyrir skátaforingja og að efnt yrði til Gilweil foringjanám- skeiðs hér á landi 1955, og feng- inn kennari frá Danmörku eða Noregi. Mörg fleiri áhugamál skáta voru rædd á þinginu. Dr. Helgi Tómasson var ein- róma endurkjörinn skátahöfð- ingi íslands til næstu fjögurra ára, svo og aðrir stjórnarmeðlim- ir til 2ja ára samkvæmt tillögu kosninganefndar. Næstu tvö ár er stjórn BÍS þannig skipuð: Dr. Helgi Tómasson, skáta- höfðingi, kosinn til 4. ára 1954. Jónas B. Jónsson, fræðslufull- trúi, varaskátahöfðingi, kosipn til 4. ára 1952. Hrefna Tynes, varaskátahöfð- ingi, kosinn til 4. ára 1952. Björgvin Þorbjörnsson, Franch Michelsen, Sigríður Lárusdóttir og Helga Þórðardóttir. SANDGERÐI, 17. maí. — Gæft- ir hafa verið ágætar s. 1. hálfan mánuð. Almennt hafa bátar far- ið 11—12 róðra, eða samtals 137 á 12 bátum. Heildarafli þeirra er 905 tonn. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra á sama tíma í fyrra voru farnir 143 róðrar af 17 bátum, og nam heildaraflinn þá 563 lestum. Hæstur afli í róðri var 4. maí, er Muninn II var með 13,2 lestir, Hrönn 13 lestir og Björgvin 11,5 lest. Heildarafli í Sandgerði er nú 7866 lestir í 982 róðrum. Flestir bátar eru nú hættir veiðum að undanteknum 5 bátum ,sem munu stunda veiðar eitthvað áfram. Á þeim bátum, sem búið er að gera upp á, fá hásetar milli 24 —25 kr. á skippund. — Axel. Leikfélagið befur leklð fil meðferðar 6 leikril síðan í hausf LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur annað kvöld sýningu á íslenzk- um gamanleik, Gimbli, og er það síðasta viðfangsefni félagsins í sumar. — Alls hefur félagið tekið til meðferðar 6 leikrit siðan í haust. Starfsemin hófst með sýning- um á Undir heiilastjörnum, sem sýnt var 6 sinnum. Þá var Skóli fyrir skattgreiðendur sýndur 12 sinnum ,en hætta varð sýningum vegna veikinda Alfreðs Andrés- sonar. Mýs og menn var sýnt alls 23 sinnum, og Hviklynda konan eftir Holberg 6 sinnum. Nú standa yfir sýningar á Frænku Charleys, — en sýning- ar á leiknum hófust 7. apríl s. 1. og leikurinn verður sýndur í 20. sinn næstk. föstudag. Hefur að- sókn verið með eindæmum góð, alltaf útselt. Alls hafa verið 67 sýningar hjá félaginu á vetrinum, og er gert ráð fyrir að starfsemin haldi á- fram eitthvað fram eftir júní- FIMM BATAR STUNDAÐ SJÓSÓKN Af þeim fimm bátum, sem. stundað hafa vertíðina hér, er Ægir aflahæstur eins og síðast- liðið ár. Eftir vertíðina var lifra* magn Ægis 29,510 lítrar, en, slægður fiskur 330 tonn. Hólm- steinn II er með 27.655 lítra, Hásteinn með 26.460 lítra, Hólm- steinn með 10,845 lítra og Her- steinn með 10.445 lítra af iifur. Tveir síðast töldu bátarnir hafa orðið fyrir talsverðum bilunum og verið allmikið frá veiðum þesa- vegna á vertíðinni. AFLAÐIST BETUR EN í FYRRA Afli þesarar vertíðar er tals- vert betri en fyrra árið, en þát var Ægir, sem einnig var þá afla. hæstur, með 219 tonn af fiski Formaður Ægis er Karl E. Karls- son. Aflinn hefur ver fyrstur fyr- ir erlendan markað, það sem frystihúsið hefur getað afkastað, en afgangurinn verið tekinn til. söltunar. LÍTILL AFLI í GÆR Þegar siðustu tveir bátarnir tóku net sín úr sjó í gær, sem höfðu lepið í tvo daga, voru 200> fiskar í netum annars en 600 ( netum hins. Óvíst er hvort bát- arnir fara á vorvertíð, aij minnsta kosti verður það ekki til að byrja með. Sennilegt eiy. að stærri bátarnir fari á síldveið- ar seinna í vor. •—Magnús. Björn á Brún Barnaleikvöllur opnaður á Isafirði á Mæðradaginn ARNESI, 12. maí: — S.l. sunnu- dag átti Björn Sigtryggsson fyrr- um bóndi og oddviti á Brún f Reykjadal 65 ára afmæli. í tilefni afmælisins heimsótti. stjórn Búnaðarsambands S-Þing- eyinga Björn og tilkynnti honum að Búnaðarsambandið hefði ákveðið að gefa honum stækkaða ljósmynd af Brún með áletruð- um þakkarorðum þingeyzkra bænda fyrir óvenju mikilsháttar félagsmálastörf í héraði. Björn Sigtryggsson stofnaði ný býlið Brún, sem var fyrsta ný- býiið í Þingeyjarsýslu, sem reist var á algjörlega óræktuðu land*. Hann var fyrsti hvatamaður að skipulegum fjárskiptum til út- rýmingar á mæðiveikinni og átti- lengi sæti í stjórn Kaupfélags. Þingeyinga, auk fjölmargra ann- arra trúnaðarstarfa, sem hann gengdi fyrir sveit sína og hérað. Björn dvelur nú hjá syni sín- um Teit, sem býr stóru rausnar- búi á Brún. — Fréttaritari. Mikil lúnasprelta á Slokkseyri STOKKSEYRI, 17. mai. — Vor- annir standa nú sem hæst hér í þorpinu, en þeim hefur lítið verið sinnt fram að þessu. Síð- astliðnar vikur hefur verið hér hægviðri og sunnanátt með smá skúrum, og hefur grasið þotið upp þessa daga. Víða er orðið svo sprottið ,að erfitt er að koma húsdýraáburði' á túnin. Búið er að sleppa mestöllu fé í sumar- hagana og sauðburðurinn hefur gengið að óskum. — Magnús. ísafirði, 17. maí. AMÆÐRADAGINN í gær var opnaður hér á ísafirði barnaleik- völlur, sem unnið hefur verið að tvö undanfarin ár. í tilefni þess bauð barnaleikvallanefndin, bæjarstjórn, barnaverndunarnefnd stjórnum kvenfélaganna og öðrum gestum til kaffidrykkju. LEIKVELLINUM BÁRUST PENINGAGJAFIR Formaður barnaleikvallar- nefndar, Björgvin Sighvatsson, skýrði fyrir gestum framkvæmd- ir þær, sem átt höfðu sér stað í sambandi við leikvöllinn. — Einnig töluðu þar fulltrúar kvenfélaganna í bænum og full- trúi Barnaverndarfélags ísa- fjarðar. Öll þessi félagssamtök færðu leikvellinum peningagjaf- ir til áhaldakaupa fyrir völl- inn. VÖLLURINN SKOÐAÐUR Var síðan gengið upp á leik- völlinn, sem stendur ofan við Kirkjugötu í norð-austur horni sjúkrahússtúnsins. Sýndi Daniel Sigmundsson byggingarmeistari gestunum völlinn en hann hefur smíðað húsið og þau tæki, sem á honum eru. Er þar smekklega og vel frá öllu gengið og öllu mjög haganlega fyrir komið. VON Á FLEIRI TÆKJUM Völlurinn er vel búin tækjum og er von á meiri útbúnaði þang- að á næstunni. Umsjón með vell- inum hefur Dóra Fríða Jóns- dóttir, sem stundað hefur nám á uppeldisskóla Sumargjafar. Vorannir byrjaðar STYKKISHÓLMI, 16. maí: — Talsverður gróður er nú kominn hér í Stykkishólmi og fer hon- um fram með hverjum degi. Tún hafa breytt lit og eru nú orðin græn. Almennt er nú byrjað að vinna í görðum og sumir búnir að setja niður í sína garða. Verð- .ur mikið um kartöflurækt hér í sumar og áhugi mikill hjá öllum þorra fólks. Sauðburður hefir gengið mis- jafnlega, hjá sumum vel, en öðr- um miður og 'nefir komið fyrir að sumir menn hafa misst fjölda lamba í fæðingu. Nú hefir aftur hlýnað í veðri og vonandi helst góð tíð og hlý, enda er það mikil þörf fyrir þá sem um bú- skap hugsa. Fé er nú almennt að komast a£ gjöf, hér í nágrenninu. — Á. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.