Morgunblaðið - 18.05.1954, Page 8
8
MURGli N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. maí 1954
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Kópa vogskosningin
og ólukkufuglinn
HINNI endurteknu kosningu í
hreppsnefnd Kópavogshrepps
er lokið. Niðurstöður hennar urðu
í aðalatriðum þær, að kommún-
istar töpuðu verulega og eru nú
komnir í mikinn minnihluta
meðal hreppsbúa enda þótt þeir
lafi á meirihluta í hreppsnefnd-
inni.
Fylgi Sjálfstæðismanna var svo
að segja óbreytt frá því í vetur,
Framsóknarmenn unnu töluvert
á en Alþýðuflokkurinn stóð í
stað.
í þessari kosningabaráttu gerð-
ist fyrst og fremst einn merki-
legur hlutur. Alþýðublaðið, sem
formaður Alþýðuflokksins er rit-
stjóri að, lýsti því yfir daginn
fyrir kosninguna, að listi Alþýðu-
flokksins í Kópavogshreppi, A-
litinn, væri flokknum óviðkom-
andi. Komst blaðið síðan að orði
á þessa leið:
„Má því ólíklegt teljast, að
nokkurt Alþýðuflokksfólk veiti
listanum stuðning".
En formaður Alþýðuflokks-
ins og ritstjóri Alþýðublaðsins
lét ekki við þetta eitt sitja.
Honum nægði ekki að ráða Al-
þýðuflokksfólki frá að kjósa
lista flokks síns. Síðar í sömu
grein skoraði hann á Alþýðu-
flokksfólk í Kópavogi að kjósa
framboðslista kommúnista.
Komst hann þá að orði á þessa
leið:
„Verkefni Alþýðuflokks-
fólks í Kópavogshreppi getur
því orðið það eitt í þessum
kosningum, að vinna gegn
íhaldsflokkunum báðum, og út
strikunarstjóranum, sem eftir
stendur á A-listanum.“
Það var því ekkert um að vill-
ast. Höfuðmálgagn Alþýðuflokks
ins á íslandi skoraði á flokks-
menn sína að fylkja sér um lista
kommúnista. Sennilega hefur eng
inn jafnaðarmannaleiðtogi í heim
inum sokkið eins djúpt í villu
sinni og andlegu umkomuleysi
og Hannibal Valdemarsson með
þessari áskorun. Vegna þess að
nokkur ágreiningur hefur ríkt
meðal flokksmanna hans í Kópa-
vogshreppi gerir hann sér lítið
fyrir og skorar á þá, að kjósa
framboðslista kommúnista, sem
borinn er fram undir forystu
bróður hans, Finnboga Rúts!!!
Slíkt pólitískt gæfuleysi sem
hér er um að ræða má heita al-
gert einsdæmi. Formaður Alþýðu
flokksins snýst gegn lista síns
eigin flokks og skorar á Alþýðu-
flokksfólk, að hlaupa yfir á snæri
kommúnista.
En hvernig skyldi svo Alþýðu-
flokksfólk í Kópavogshreppi hafa
snúist við þessari áskorun Hanni-
bals Rútsbróður? Skyldi það ekki
hafa farið að ráðum hans og kos-
ið kommúnista og bróður hans?
Nei, kosningaúrslitin benda til
hins gagnstæða. Kommúnistar
stórtöpuðu atkvæðum en A-list-
inn, sem Alþýðublaðið réði Al-
þýðuflokksfólki frá að kjósa fékk
sama atkvæðamagn og í kosn-
ingunum í febrúar, og tveimur
betur.
Grelnilegra vantraust gátu
Alþýðuflokksmenn i Kópa-
vogshreppi ekki samþykkt á
formann Alþýðuflokksins og
ritstjóra Alþýðublaðsins.
Kommúnistar eru nú komnir í
mikinn minnihluta meðal kjós-
enda í Kópavogshreppi. Við kosn
ingarnar í febrúar höfðu andstæð
ingar þeirra aðeins 24 atkvæði
fram yfir þá. Nú er þessi minni-
hluti kommúnista kominn upp í
121 atkvæði. Þeir hafa nú 438
atkvæði á móti 559 atkvæðum
andstæðinga sinna.
Ef gert er ráð fyrir að örfáir
Alþýðuflokksmenn, t. d. 15—20
hafi fylgt áskorun Hannibals
Valdemarssonar um að kjósa
framboðslista kommúnis,ta hefur
þ'að ráðið baggamuninn um meiri
hlutann í hreppsnefndinni. Það
hefur fellt Alþýðuflokksmann frá
kosningu en tryggt kjör 3ja
mannsins á lista kommúnista og
hindrað að lýðræðisflokkarnir
þrir fengju meirihluta í hrepps-
nefnd Kópavogshrepps. Má því
vera að formaður Alþýðuflokks-
ins geti stært sig af því, að hafa
tryggt kommúnistum völdin.'En
það er fölt blóm til þess að ganga
með í hnappagatinu fyrir for-
mann Alþýðuflokksins.
Mælir afglapa hans virðist nú
að verða fullur. Meðal flokks-
manna hans ríkir vaxandi skiln-
ingur á þvi að losa blað flokksins
við þennan ólukkufugl, sem orðið
hefur því og honum til hins mesta
tjóns og álitshnekkis.
En þótt kommúnistar hafi
haldið meirihluta í hrepps-
nefnd Kópavogshrepps við
þessar kosningar með aðstoð
flugumanns síns, sem skipar
formannsstöðu í Alþýðuflokkn
um, er þó auðsætt að veldi
þeirra hefur þegar verið brot-
ið þar á bak aftur. Þeir eru í
miklum minnihluta meðal
hreppsbúa. Meirihluti íbúa
Kópavogshrepps fyrirlítur
Iaumupólitík Finnboga Rúts,
sem ekki þorir einu sinni að
kannast við það að hann sé
Moskvukommúnisti en situr
þó á þingi fyrir kommúnista-
flokkinn og þjónar Malenkov
og Brynjólfi Bjarnasyni dyggi
lega. Við næstu kosningar
mun almenningur í hreppnum
treysta samtök sín og hrinda
af sér hinni kommúnísku sukk
stjórn, sem stærsta hrepps-
félag Iandsins býr nú við.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
ALMAR skrifar:
„Hetjur hversdagslífsins“
DAGSKRÁ útvarpsins sunnu-
daginn 9. þ. m. var fjölbreytt
og margt var þar flutt, sem gott
var að heyra, fögur klassisk tón-
list og athyglisverð erindi, en
einn ágætasti dagskrárliðurinn
fannst mér upplestur Hannesar
J. Magnússonar um „hetjur hvers
dagslífsins“, sem er þáttur úr bók
eftir hann. — í þætti þessum,
sem er prýðilega saminn, á góðu
og yfirlætislausu máli, bregður
höfundurinn upp glöggri mynd
af kjörum fólks á fámennum
sveitabæ, sorgum þess og gleði
og látlausri baráttu þess fyrir
daglegu brauði. Þar geta ham-
farir náttúrunnar á einu vetfangi
eyðilagt verðmæti, sem kostað
Jrá átuan
rpina
L óL&uótu uiL
hefur mikið erfiði og strit að afla
og því kemur það sér vel fyrir
bóndann og skyldulið hans að
kunna skil á veðurfari í heim-
kynnum sínum og geta dregið
sínar ályktanir af skýjafari og
þyti í fjöllum. — Þetta kunnu
foreldrar Hannesar og var gam-
an að heyra frásögn hans af þvi
hversu þau af þeim ástæðurn
gátu bjargað miklum heyjum úr
klóm stormguðsins. Þurfti þá
skjót handtök allra á bænum, sem
vettlingi gátu valdið, en á eftir,
XJeiuahandi ábrifar:
Umferðarvika
Fegrunarfélagsins.
ÞESSA daga heldur Fegrunar-
félagið hér í bæ umferðar-
viku í því skyni að fá börn og
unglinga til að temja sér fallegar
og góðar umgengniSVenjur, að
ganga ekki yfir grasbletti,
skemma ekki girðingar og vega-
merki og’krota ekki á rúður, hús
né veggi.
Þó að börnum og unglingum
hafi stóru’m farið fram í um-
gengni við umhverfi sitt seinustu
ár, skortir enn mikið á snyrti-
mennsku þeirra. Fegrunarfélagið
beitir sér nú seiri sagt fyrir um-
bótum í þessum efnum.
í sparifötunum.
ARANGUR af þessari viðleitni
hins ágæta félags getur orðið
mikill, mest er undir því komið,
að fullorðnir gangi undan • með
ÍGenf
Ráðstefnan í Genf hófst 26.
apríl. Það er að segja hún hef-
ur þegar staðið í þrjár vikur. Er
hún hófst voru menn langt frá
því vongóðir um samkomulag.
Það er athyglisvert að umræð-
Berlínarfundinum fyrr á árinu.
ur falla að sumu leyti líkt og á
Þar lögðu Vesturveldin aðal-
áherzluna á það að frjálsar lýð-
ræðislegar kosningar færu fram
undir alþjóðaeftirliti. Þessu
höfnuðu kommúnistar, þar eð
þeir séu sem var að þjóðarvilj-
inn myndi kollvarpa þeim.
Eden utanríkisráðherra gerði
samskonar tillögur um frjálsar
kosningar í allri Kóreu, sem hlýt-
ur að vera eins þar og í Þýzka-
landi frumskilyrði fyirr sam-
einingu landsins. En allt bendir
til að kommúnistar í Kóreu ótt-
ist einnig að setja málin undir
dóm þjóðarinnar. Eins í Asíu og
Evrópu stjórna kommúnistar
með hervaldi þvert ofan í vilja
hinna kúguðu þjóða.
góðu eftirdæmi og geri æskufólki
ljóst, að mikils má vænta, ef hver
og einn leggur fram sinn' litla
skammt.
Nú er náttúran að klæðast i
sparifötin, mannvirki klæðast
lika mörg upp á, en hvernig sem
annars búningurinn er, má góð
umgengni heita höfuðprýði
ungra og gamalla.
Umdeild hending.
VELVAKANDI! Einhver ná-
ungi, sem nefnir sig K. Ó„
ritar í Mbl. fimmtud. 13. mai og
virðist mjög hneykslaður yfir
textaflutningi ungfrú Elsu Sig-
fúss á sálmi Matthíasar: „Hátt ég
kalla“.
Ég vil leyfa mér að taka fram
eftirfarandi: Sálmurinn eins og
Elsa syngur hann, þ.e. „græt ég
eins og barn hjá móður“ er prent-
aður í Organtónum við hljómlist
Sigfúsar. Enn fremur er hann
þannig í heildarútgáfu af ljóðum
Matthíasar, sem gefin var út
1936 af þeim Þorsteini Gíslasyni
og Magnúsi Matthíassyni hjá for-
lagi ísafoldar h.f. Og vitanlega
ber að hlíta þeirri útgáfu.
Hins vegar mun meinloka K. Ó.
stafa af því, að hann hefur rekizt
á einhverjar sálmabókarútgáfur,
þar sem sálmurinn hefur verið
afbakaður. — Annars ætti K. Ó.
að beina gagnrýni sinni um hroð-
virkni í söngflutningi að öðrum
en ungfrú Elsu Sigfúss, því að
þar standa vissulega flestir söngv
arar okkar hallara fæti. — K. S.“
Margir mættu gá að sér.
EG held ekki, að K. Ó. hafi vilj-
að saka ung^rú Elsu Sigfúss
sérstaklega fyrir lélegan texta-
flutning, þó að svo vildi til, að
margumrætt dæmi yrði fyrir val-
inu. En eins og bréfritari tekur
fram, þá mættu margir söngvarar
vanda hann betur, enda oft mesta
forsmán á að heyra.
Um hitt atriðið, hvort réttara
sé „græt ég eins og barn til móð-
ur“ eða „græt ég eins og barn
hjá móður“ virðist orka tvímælis.
Líkingunni betur haldið
þannig.
ÞAÐ er satt hjá K. S., að Sálma-
bókin er ekki áreiðanleg,
þegar skera skal úr um uppruna-
legan texta, því að útgefendur
hafa lagað þar sitthvað í hendi
sér. Aftur á móti stendur hend-
ingin „græt ég eins og barn til
móður“ í útgáfum, sem komu út
á undan heildarútgáfunni 1936 og
svo hefur sálminn fjöldi aldr-
aðra manna, sem nam hann áður
en þeir sáu hann í bók.
Mér fyrir mitt leyti þykir lík-
ingunni miklu betur haldið með
þessu orðalagi og svo mun mörg-
um sýnast.
Dýr kartöflumáltíð.
MANNI, sem fékk sér í svang-
inn í veitingahúsi fyrir
nokkrum dögum, þóttu dýrar veit
ingarnar. Fékk hann að borða 6
soðnar kartöflur með smjöri út
á og eitt steykt egg. Á eftir þess-
um aðalrétti fékk hann svo súpu
og kaffi. Hann bað sem sagt
hvorki um kjöt né fisk.
Reikningur frá veitingahúsinu
lítur'þánnig út: Steykt egg 3.50,
smjör 2,00, kartöflur 3.00, súpa
4,50, kaffi 3.00, þjónustugjald og
söluskattur 4.00. Samtals kr.
20,00.
t Kveðið við krakka.
EG skal strýkja stelpuna,
stinga henni í mykjuna,
loka hana úti og lemja hana
og láta hann bola éta hana.
Y □
Ég skal strýkja strákaling,
stinga honum ofan í kolabing,
loka hann úti í landsynning
og láta hann hlaupa allt um
kring.
(Úr Víkivökum og ísl. leikjum)
-----
Oft eru vaskar
hendur undir
vondri kápu.
þegar hættan var liðin hjá og
öllu var borgið, naut fjölskyldan
friðsældar og heimilisgleðinnar í
því ríkara mæli. — Hafi skóla-
stjórinn þökk fyrir þessa frásögn,
sem var hvorttveggja í senn, lær-
dómsrík og heillandi.
Ungt tónskáld
ÞRIÐJUDAGINN 10. þ. m. söng
Einar Sturluson sjö lög eftir Atla
Heimi Sveinsson og lék höfund-
urinn undir á píanó. Vakti það
ekki litla undrun hlustenda, er
þulurinn gat þess að tónskáldið
væri fimmtán ára unglingur. Er
hann Reykvíkingur og hefur, að
því er eitt af dagblöðum bæjar-
ins hermir, þegar samið um 30—
40 sönglög og píanóverk. Hann
samdi og lögin við barnaleikritið
Þyrnirósa er flutt var í útvarpið
á sínum tíma. — Lögin sem Einar
Sturluson söng voru að vísu ekki
stórbrotin, enda ekki þess að
vænta af svo ungum höfundi, en
þau voru ljóðræn og snotur og
báru glöggt vitni þess að höfund-
urinn býr yfir góðri músikgáfu
og er líklegur til að verða hlut-
gengur á tónlistarsviðinu.
Með kvöldkaffinu
ÞÁTTURINN „Með kvöldkaff-
inu“, sem fluttur var s.l. mið-
vikudag, hafði tvennt athyglis-
vert upp á að bjóða, leikþátt, þar
sem þau Emilía Jónasdóttir og
Indriði Waage fóru með aðal-
hlutverkin og lög og vísur eftir
Sigurð Þórarinsson jarðfræðing,
er Lárus Pálsson söng með gít-
arundirleik. Leikþátturinn var
dágóður og ágætlega með hann
farið. Þá var ^g vísnasöngur
Lárusar prýðilegur. Var það
hvorttveggja að lögin voru létt
og notaleg sem og ljóðin og að
Lárus söng þau einkar skemmti-
lega. Hefur hann þægilega söng-
rödd og er auðheyrt á öllu að
hann er enginn viðvaningur I
vísnasöng þó að hann hafi ekki
hingað til gefið sig að þeirri list-
grein opinberlega.
Þátturinn „Með kvöldkaffinu"
mun ekki láta til sín heyra aftur
í bili, — tekur sér nú sumarfrí,
— en í haust mun hann taka aft-
ur til óspilltra málanna. — Hann
hefur átt misjöfnum vinsældum
að fagna, en menn verða að gera
hér það ljóst, að erfitt er hér í
fámenninu að draga að sér gott
efni í slíka skemmtiþætti, og góða
listamenn til að flytja það.
TÓNVERK
EMILS THORODDSENS
HINN 11. þ. m. flutti Sinfoníu-
hljómsveitin og Þjóðleikhúskór-
inn undir stjórn dr. Victors
Urbancic í Þjóðleikhúsinu tón-
verk eftir Emil Thoroddsen Ein-
söngvarar voru þau Guðrún A.
Símonar, Guðmundur Jónsson og
Ketill Jensson, en þulur var Jón
Aðils. Voru tónleikar þessir hljóð
ritaðir á segulband og fluttir i
útvarpið 13. þ. m. — Á efnis-
skránni voru þessiverk: Andante:
Im memorian — fyrir strengja-
sveit, „Rís hér af helgum grunni"
(úr hátíðaljóðum við háskóla-
vígslu 1940). sungið af Katli
Jenssyni, „Vögguvísa“ (Jón
Thoroddsen), „Komdu, komdu,
kiðlingur" (Jón Ólafsson), „Til
skýsins" (Jón Thoroddsen), og
söng Guðrún Á. Símonar þessi
þrjú lög, — og að lokum Alþingis
kantata Emils er hann samdi fyr-
ir Alþingishátíðina 1930 við texta
Davíðs Stefánssonar. —, Var hér
um mjög glæsilegan konsert að
ræða. Lögin bera öll vitni um
hina miklu tónlistargáfu Emils
og frumleg snilld hans. Einkar
vakti að vonum mikla athygli
Alþingiskantata hans, sem er ris-
mikið, voldugt og frumlegt tón-
verk, er sýnir betur en nokkuð
annað er Emil hefur gert, hversu
frábært tónskáld hann var. •—
Framh. á bls. 12