Morgunblaðið - 18.05.1954, Síða 14
14
MORGVIiBLAÐIB
Þriðjudagur 18. maí 1954 t
Skugginn og tindnrinn
SK LDSAGA EFTIR RICHARD MASOM
F ramhaldssagan 39 1
hann ýfði upp gömul sár. Þegar
hann hafði snætt, klæddi hann
sig aftur og gekk út á götuna.
Hann fór á bókasafnið og skoðaði
bækur. Hann var næstum sofn-
aður í hitanum, svo hann fór út
aflur og fékk sér rjómaís á bar
við King Street. Svo fór hann
-aftur til Myrle Bank. Hann var j
alveg viss um að Judy mundi
ekki vera þar og hann reyndi að
"búa sig undir vonbrigðin. Hann
Jeit í kring um sundlaugina og sá
hana hvergi. Vonbrigðin voru sár
þrátt fyrir allt. Hann settist und
ir sólhlíf. En einni mínútu síðar
sá hann hana koma út úr bún-
ingsherberginu. Hún var komin
í sundbol.
„Ég hélt að þú mundir ekki
koma“ sagði hann.
„Því skyldi ég ekki koma?“
„Þú skrifaðir mér ekki.“
„Átti ég að gera það. Mér datt
það ekki í hug. Ég er ómöguleg 1
við að skrifa bréf.“
Þegar þau höfðu synt í laug- ]
inni fengu þau sér te. Sami þjónn
inn gekk eoli um beina, en hon- ]
varð ekilt hugsað til Carolyn. j
„Ég veit ekkert um þig“, sagði
hann við Judy.
„Ekki nema það að ég elti karl
menn og frem sjálfsmorð.“
„Ég meina þar áður. Hvar
fæddistu? Ég get ekki gert mér
grein fyrir því hvaðan þú ert
komin.“
„Ég er ein af þeim sem á enga
formfasta fortíð.“ Hún brosti og
sli auk hárið frá enninu. ,,Við er-
um afsprengi borganaa og venju-
lega endum við lífdaga okkar á
gleðihúsum í Kína.“
„Einhverja fjölskyldu hefur þú
átt.“
„Jú, að einhverju leyti.“
„Fyrirgefðu", sagði hann, „ég
cr víst of nærgöngull.
„Ég skal segja þér það, ef þig ;
langar til að vita bað. Mér er j
alveg sama þó að ég segi fólki
að ég sé óskilgetin." Hún hló. 1
„Veiztu ekki að þú átt að setja ]
upp skelfingarsvip."
„Ég er ekki mjög skelfdur“, !
sagði hann glaðlega. „Ég veit
ekki hvað ég á að segja.“
„Þú átt að segja: Fólki er alveg
sama um slíkt nú á dögum, og
svo áttu að fara að tala um
veðrið."
„Mig langar heldur til að heyra
meira um það. Hverjir voru for-
eldrar þínir.“
Móðir mín var vélritunarstúlka
föður míns eða eitthvað þess
háttar, held ég. Hún dó, þegar
ég fæddist, og þá fékk hann
slæma samvizku. Hann átti in-
dæla fjölskyldu fyrir. Eða það
sýndist mér að minnsta kosti. Ég ]
sá hann einu sinni með alla fjöl- J
skylduna í leikhúsi Hann varð j
að láta eins og hann hefði ekki
scð mig. Það fannst honum slæmt
•og næst þegar við hittumst gaf
hann mér loðfeld.“
Hann spurði hvar hún hefði
alizt upp.
„Hjá barnlausú fólki í Ealing.
Faðir minn borgaði vel með mér
og kom til að heimsækja mig einu
sinni í m^nuði. Hann var sagður
vera frændi minn. Þau sögðu mér
sannleikann þegar ég var sextán
ára. Þau voru hrædd um að ég
mundi deyja af skömm, en rnér
fannst það bara fyndið. Næst þeg
ar faðir minn kom, gaf hann mér
hræðilega ljóta handtösku. Ég
spurði hann hvort ég gæti fengið
henni skipt. Hann gaf mér fimm
pund til að gera það með. Ég gat j
'ekki skilið, hvers vegna allir
vildu ekki vera óskilgetnir."
„Þú hefur verið heppin“, sagði
Douglas.
„Já. Faðir minn er ágætur.
Hann er vel efnaður. Mig langaði
til að læra að leika svo hann
sendi þig á konunglega leikskól-
ann. Mér gekk illa. Ég fór að
búa með öðrum sem gekk vel, til
að reyna að bæta mér það upp
og þá féll hann í stríðinu. Ég var
líka hætt komin sem bílstjóri í
sjúkrabíl. Ég skildi aldrei hvernig
á því stóð að ég fórst ekki líka. !
Þá vissi ég ekki að ég hafði fæðst
undir heillástjörnu. Það er skrít- j
ið?“ Hún yppt öxlum og brosti.
„Jæja, í fáum orðum sagt, þar
sem ég var til einskis nýt við
leiklistina, þá tók ég upp þann
starfa að sýna nýtízku kjóla. Þá
Aðeins með Oxydol getið þér
gert þvottinn svo gjörsam-
lega hvitan að hvorki sér á
blett eða hrukku. Eftir þvott-
inn úr Oxydol verðuv línið
hvítara en nokkru sinni fyrr,
og leyndardómurinn er ein-
ungis hve geysilega það
freyðir með sínu ekta sápu-
löðri!
OXYDOL eitt
gerir þvottinn drif-
hvítan og dásamlegan
KAUPIÐ OXYDOL — og sjáið þvottinn
yðar skína í allri sinni dýrð!
Einkauniboðsmcnn
Agnar IMorðfjörð & Co. h.f.
Lækjargötu 4 — Reykjavtk
Til leigu!
við bjóðum yður til leigu eftirfarandi:
★ BIFREIÐAR án ökumanns. ýmsar gerðir.
★ MÓTORHJÓL
★ REIÐHJÓL MEÐ HJÁLPARVÉL
Opnum í dag afgreiðslu á Laugaveg 47.
(Frakkastígsmegin)
Splunkuný reiðhjól með hjálparvel
(Aldur minnst 14 ára).
VITRIR
VELJ/V
mn
>1
Ókeypis
upp-
skriftir
Húsmæður!
LILLIJ uppskriftir yfir kökur, tertur og brauð, fáið
þér ókeypis hjá kaupmanni yðar þegai þér kaupið eina
dós af Lillu lyftidufti, sem er 1—2 krónum ódýrara en
erlent og viðurkennt fyrir gæði.
LILLU-JÓLAKAKA
60 gr. smjörlíki. 1 tesk. Lillu-kardemommur.
125 gr. sykur. Vz dl. mjólk.
2 egg. — 250 gr. hveiti. 50 gr. súkkat.
3 tesk. Lillu-lyftiduft. 50 gr. rúsínur.
Smjörlíkið, sykurinn og eggin eru hrærð vel saman.
Hveitið, sem hefir verið sigtað ásamt Lillu-lyftiduftinu
og kardemommunum, er hrært vel saman við ásamt
mjólkinni. Súkkat, niðurskorið, og rúsínum er bætt út
í degið. Bakað í smurðu móti í 1 klst.
LILLU - SÚKKUL AÐIKÖKUR
100 gr. smjörlíki. 4 matsk. haframjöl.
100 gr. sykur. 2 matsk. kartöflumjöl.
1 egg. 3 matsk. hveiti.
2 matsk. kakó. % tesk. Lillu-lyftiduft.
Smjörlíkið er linað og hrært ásamt sykrinum, þar til
það er hvítt. Eggið hrært saman við þvínæst hafra-
mjölið. Hveitið, blandað Lillu-lyftidufti og kakói hrært
saman við. Látið með teskeið á vel smurða plötu og
bakað við jafnan hita.
IMauðungiaruppboð
Eftir kröfu Egils Sigurgeirssonar hrl. verður bifreiðin R-
1645, seld á nauðungaruppboði til tryggingar dómkrpfu að
upphæð kr. 6800.00. Auk vaxta og kostnaðar.
Uppboðið fer fram á lögreglustöðinni í Hafnarfrði mið-
vikudaginn 26. þ. m. kl. 11 f. h.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 17. maí 1954.
Guðm. í. Guðmundsson.