Morgunblaðið - 27.05.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 27.05.1954, Síða 14
14 MORGUfiBLAÐIB Fimmtudagur 27. maí 1954 1 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON F ramhaldssagan 47 Louis gerði sér ekki þá fyrir- höfn að spyrja hvað hann ætti við. Judy var enn eins og örvænt- ingin uppmáluð. Douglas kenndi í brjósti um hana. Henni leið auð sjáanlega mjög illa. „Ætlarðu að vera lengi?“ spurði hann Lauis. „Ég vona að ég geti verið hálf- an mánuð, en það er undir ýmsu komið“. ,,Við hittumst kannski seinna?“ „Þú mátt ekki fara strax, Douglas", sagði Judy. „Jú, ég held að ég verði að fara“. „Douglas, gerðu það fyrir mig íl „Ég get eins skilið þetta eftir“. Hann setti rommflöskuna á borð- ið og gekk fram að dyrunum. — Judy kom á eftir honum og lok- aði hurðínni á eftir sér. Hún var að gráti komin. „Ó, Douglas, hvað mér þykir þetta leiðinlegt“. „Þú getur ekkert að því gert“. „Jú“. Svo bætti hún við næstum reiðilega: „Jæja, ég var búin að vara þig við. Ég sagði þér að ég væri ómöguleg. Ég sagði þér að fara og láta "mig í friðí“. „Já“, sagði hann. „Og ég hefði ekki þurft að velja þennan sam- festing handa þér að vera í“. Hún starði á hann. Hann sneri sér við og geklc niður tröpþurn- ar. Hann heyrði hana fara aftur inn og dyrnar lökast á eftir henni. Hann fór út og upp í bílinn. í þetta sinn ók hann ekki eins var- lega og áður. Klukkan var f jögur. Hann Jangaði ekki til að fara heim strax, svo hann fór í kvik- myndahús. Það var að mir.*nsta kosti svalt þar inni. Myndin fjall- aði um mann, sem fór til Nýja Sjálands og skrifaði heim til stúlkunnar, sem hann elskaði og bað hana að koma, en hann var fullur þegar hann skrifaði bréfið, svo hann skrifaði óvart nafn sýstur hennar í staðinn. Systirin kom og hann varð að giftast henni. Þau eignuðust barn og svo kom jarðskjálfti, og hann varð , mjög efnaður og þau fóru heim. Þá var systririn, sem hann hafði elskað, orðin nunna, en til allrar hamingju komst hann þá að því að hann elskaði Lana Turner og það mátti sjá það á tárunum í augunum á Lana Turner að hún clskaði hann líka. Þetta var allt mjög fallegt og öllum í kvik- myndahúsinu virtist líða mjög vel þegar myndin var búin, ncma Douglas. 10. kafli Hann hafði vonað að holds- veikistalið næði ekki eyrum barn anna í skólanum, en tveim dög- um eftir viðtal hans við frú Coop- er , kom Rosemary tii hans í bóka safnið. „Er það satt að John sé með holdsveiki, herra Lockwood?“ spurði hún. Hann svaraði strax: „Nei, Rose- mary, það er ekki satt“, og hann spurði hana, hvaðan hún hefði heyrt það. „Ég man það ekki“, sagði hún. „Þú verður að reyna að muna það“, sagði, hann. ,,Ég vil fá að vita það“. Hún hugsaði sig um. „Ég heyrði þegar verið var að tala um það“. „Hver?“ „Það var Alan og einhver". „Farðu og náðu í Alan“. * Alan var dálítið tregur. „Ég heyrði það bara“, sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um, tnDKÚMUM LAXVEIÐI Hofsá í Vopnafirði fæst leigð til stangaveiða j fir ágústmánuð. Upplýsingar gefnar í síma 4 og 15 í Borgarnesi. ■«n 1 •Q hvort það er satt eða ekki“. Douglas varð að byrsta sig við hann áður en hann fékk meira upp úr honum. „Jæja þá, það var Joe, sem sagði mér það, úr því þú vilt endilega fá að vita það“. „Hvað er langt síðan“. „í gær“. „Hefur nokkur sagt nokkuð um þetta við John?“ „Nei, ég er viss um að hann veit ekkert um það. Mér myndi aldrei detta í hug að segja hon- um það“. „Það getur verið að þér myndi ekki detta það í hug, en einhverj- um öðrum gæti kannske dottið það í hug“, sagði Douglas. „John hefur ekki holdsveiki, en ef hann heyrir að fólk segi þetta um hann, þá getur það komið illa við hann. Þú getur sagt öllum, sem hafa talað um það, að það sé ekki satt Þú getur líka sagt þeim að hætta að þvæla um þessa vit- leysu“. Hann lofaði því, Síðar um dag- inn fór Douglas niður að bílskúrn um og fann Joe. „Ég heyrði það hjá manninum á bílaverkstæðinu og hann er auð vitað stórlyginn. Ég sagði bara Alan það sem ég hafði heyrt. Ég sagði ekki að það væri satt“. „Þú ættir ekki að hafa eftir hluti, sem þú veizt ekki hvort eru sannir", sagði Douglas. „Með því getur þú gert mikið illt“. „Já, ég skal aldrei segja það aftur — aldrei nokkurn tímann". En hann hafði þegar sagt það einu sinni of oft, enda kom það í ljós næsta dag. o—O—o Næsti dagur var fimmtudagur, og þann dag hafði verið ákveðið að fara í ferðalagið, sem farið var í einu sinni á ári. Venjulega var áfangastaðurinn kaffiverk- smiðja innst í dalnum, um fimm mílur frá skólanum, og þangað var ferðinni heitið í þetta sinn. Duffield hafði farið með börnun- um árið áður og nú átti Douglas að fara með þeim. Allar ákvarð- anir höfðu verið teknar áður, en honum lenti saman við frú Paw- ley og Pawley hafði gefið það í skyn, að konan hans kynni að hafa gaman af því að koma með, þó að hann sjálfur yrði sennilega of önnum kafinn til að komast. Nú kom það á daginn að frú Paw ley hafði líka ýmsum óvæntum skyldstörfum að gegna svo ekk- ert varð úr að hún færi með. — Douglas átti að stjórna ferðinni einn. Börnin voru aðeins 18 alls vegna þess að 7 þau yngstu þóttu of lítil til að ganga tíu mílur sama daginn. Þau söfnuðust saman klukkan tíu með nesti fyrir utan skólahús- ið. Veðrið var gott og Morgan hafði spáð veðurblíðu tD kvölds. PaWley tók myndir af börnunum þegar þau lögðu af stað niður hæðina fram hjá býlinu. Silvía var ein barnanna. Síð- ustu dagana hafði hún ekki framið nein skemmdarverk, hún hafði mætt stundvíslega í kennslustundirnar og unnið að lexíum sínum, en þó var engin ástæða til að ætla að henni hefði snúizt hugur og hún væri hætt öllum byltingartilraunum. Eftir áreksturinn við Noruh höfðu börnin gefist upp á því að láta eins og þau hvorki sæju hana né heyrðu. Þau töluðu við hana þeg- ar nauðsyn krafði og eitt eða tvennt af þeim sem veikgeðja voru, höfðu jafnvel snúizt á sveif með Silvíu. Þau þóttust trúa eða trúðu raunverulega sÖgum henn- ar um manninn, sem elskaði hana, en kom ekki, vegna þess að hún hafði svikist um að mæta á stefnumótinu. Þessir nýju kunningjar hennar gengu sitt hvoru megin við hana þegar þau lögðu af stað í ferða- lagið. Þau gengu rétt fyrir aftan Douglas og hann heyrði að hún var að segja þeim, að hún vissi þegar allt sem vita þyrfti um kaffiverksmiðju. — Henni hafði einu sinni verið sýnd miklu stærri verksmiðja af „kunningja sínum“, en hann átti nokkrar slíkar verksmiðjur. Hún hafði verið heiðursgestur og hún hafði Kóngsdóttirin fagra 6 Hann hljóp þegar út úr herberginu, og þegar hann haf'ði iullvissað sig um að enginn var frammi á ganginum, læddist hann hljóðlega niður stigann. Þegar hann var kominn niður í hann miðjann, kom kerlingin, sem hafði hleypt honum inn, : á móti honum. Þegar hún varð hans vör, hrópaði hún há- ' stöfum á risann, um leið og hún hljóp út úr húsinu. — Jón jhljóp í einu hendingskasti niður stigann, fram ganginn og út á hlað. Vagn með fjórum hestum fyrir, var þá um það bil að leggja af stað úr hlaði. — Jón hljóp allt hvað af tók á eftir honum, og gat með naumindum náð haldi á vagninum. Aftan á honum var nokkurt pláss, sem ætlað var fyrir farangur, og þar gat Jón komið sér fyrir. Veðrið var enn afar slæmt, beljandi rigning og stormur. Jón varð fljótt rennandi blautur, þar sem hann hélt ser dauðahaldi aftan til á vagninum. Vagninn var nú kominn á fleygiferð, og heyrði hann af og til í ökumanninum, þegar hann eggjaði hestana til að fara hraðar. Eftir alllanga ökuferð, hægði vagninn allt í einu á ferð- inni. Þegar hann var nærri því stanzaður, hljóp Jón af hon- um og faldi sig bak við tré, sem var við veginn. Risinn kom nú út úr vagninum og leiddi hina fögru stúlku við hlið sér. Ökumaðurinn tók hins vegar koífortið út úr vagninum, og hélt svo á eftir risanum. — Enn var kolsvarta myrkur, þannig að Jón gat haldið 1 humátt á eftir þremenn- ingunum, án þess að vera séður. Lillu lyfti- duft er mun ódýrara en erlent, og að gæðum jafn- gott eða betra, samkvæmt skýrslu gæða- matsnefndar er birst hefur í dagblöðum. Húsmæöur Kaupið strax í dag eina dós, og þér fáið jafnframt ókeypis litla bók með LILLU uppskriftum á kökum, tertum og brauð- um. — Nú getið þéi aftur bakað hinar góðu kökur er þér fenguð í gamla daga. Unglingavinna í Krísuvík ; w ■ Upplýsingar um unglingavinnuna í Krísuvík verða S 5 veittar í Vinnumiðlunarskrifstofunni að Vesturgötu J ■ 6, á föstudag og laugardag klukkan 2—7. § Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. 9 ■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■id MARKAÐURINN Bankastræti 4 Amerískur barnafatiiaður tekinn frarn á morgun. MARKAÐURINN Bankastræti 4 ■ nw

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.