Morgunblaðið - 30.05.1954, Page 9
Sunnudagur 30. maí 1954
MORGUNBLAÐIB
9
Reykjavikurbréf: Laugardagur 29. mai
Búreikningar þurfa að verða almennari — Ritgerð Eyvindar
Jónssonar — Nokkrar staðreyndir úr reikningunum — Fram-
leiðslukostnaður töðuhests og útheys hjá búreikningabænd-
um — Hvað kostar að rækta túnhektarann? — Framræslan og
girðingin — Þegar fóðuröflunin verður auðveldari — RannSókn
á kalskemdum — Fjöruskjögrið og bábiijurnar
Búreikningar
LENGI hefur sú skoðun átt næsta
erfitt uppdráttar meðal íslend-
inga, að nokkur leið væri til þess,
að læra að búa góðu búi. Annað
hvort væru menn * að eðlisfari
góðir búhöldar, og gætu orðið
gildir bændur, ef engin sérstök
óhöpp kæmu fyrir þá, ellegar
menn væru í eðli sínu búskussar.
í>á yrðu þeir að bera þann kross,
eins og hver önnur líkamslýti,
er þeim væru ásköpuð frá fæð-
ingu.
Hið almenna viðhorf til bún-
aðarfræðslu hefur verið þetta.
Ekki hefur þótt taka því að orða
lærdóm í alvöru í sambandi við
búrekstur, enda hefur hin bók-
vitra þjóð vor haldið sér við þá
öldnu trú sína, að „bókvitið vérði
ekki í askana látið“.
Nú virðist þeim mönnum fara
ört fjölgandi, er reka sig óþyrmi-
lega á, að til þess að stunda vel
toúskap á íslandi, sé mönnum
einkar hentugt að afla sér þekk-
íngar á ýmsum efnum, svo sem
þeim geti farizt búskapurinn vel
úr hendi. Kemur það greinilegar
í ljós með ári hverju, að menn
þui fa nauðsynlega að notfæra sér
rnargs konar vísindalega þekk-
íngu og vita hin gleggstu skil á
ýmsum fræðigreinum er snerta
hin almennu búsvísindi, svo sem
jarðrækt og búfjárrækt og gera
sér um leið grein fyrir margvís-
legum hagfræðilegum efnum, er
koma vig atvinnugrein þeirra.
En allt þetta sameinast í því
hagfræðilega yfirliti er glöggir
shenn gera sér, yfir hinar ýmsu
greinar búskaparins, með því að
færa meira og minna nákvæma
toúreikninga yfir rekstur sinn. Án
leiðbeininga með búreikningum
er hætt við, að bændumir sjálfir
rnissi fótanna, er þeir ætla að
gera sér grein fyrir hvernig þeir
eigi að sjá búum sínum vel
toorgið.
Eyvindur Jónsson
í NÝÚTKOMNU Búnaðarriti er
yfirlitsgrein eftir núverandi for-
stöðumann búreikningastofunnar,
Eyvind Jónsson, þar sem hann
gefur mikilsvert og merkilegt yf-
irlit yfir búreikninga þá, er bú-
reikningaskrifstofunni hafa bor-
izt á undanförnum árum. —- Bú-
reikningaskrifstoían tók til starfa
1933, og veitti Guðm. Jónsson,
núverandi skólastjóri á Hvann-
eyri henni forstöðu til ársins
1948 er Eyvindur tók við henni,
og hefur síðan veitt henni for-
stöðu.
En búreikningaskrifstofan er
til þess rekin, að þangað geti
bændur sent reikninga sína, og
fengið glöggt yfirlit yfir hvað
eina er snertir rekstur búgrein-
anna og fjárhagsafkomu þeirra í
heild sinni. Er til þess ætlast, að
með því að slík stofnun sé rekin
ár eftir ár, fáist glöggt yfiilit
yfir rekstur búskapar á landinu.
En því miður, af einhverjum
ástæðum, hefur ekki tekizt að fá
svipað, því æskilega marga bænd-
ur til að halda búreikninga og
senda þá stofnun þsssari, svo að
starfsemi hennar hafi getað kom-
ið að fullu gagni.
Fæstir hafa 16 bændur sent
stofnuninni búreikninga sína, en
flestir hafa þeir orðið 41 á ári.
„Vonandi stendur þetta til
bóta,“ segir í yfirlitsgrein Ey-
vindar. „Eftir því sem búskapur
bænda þarf meira rekstursfé,
ætti bændum að vera ljósari
nauðsyn þess, að fylgjast vel með
rekstursafkomu búsins. — Þeir
þurfa að gera sér fulla grein fyrir
því, til hvers fjármunirnir fara,
og fyrir hvað þeir fá aftur pen-
inga, eða annað verðmæti. En
beztar og greinilegastar upplýs-
ingar um rekstur og afkomu
hverrar búgreinar fyrir sig, fær
bóndinn með því að halda sund-
urliðaða búreikninga.“
Úr hverjum hreppi
YFIRLIT það, sem birtist í Bún-
aðarritinu er frá árunum 1933—
1950. En reikningarnir, sem yfir-
litið nær yfir, „eru því miður of
fáir til þess að hægt sé að gera
ráð fyrir að þeir sýni rétta mynd
af íslenzkum landbúnaði í heild.“
Alls hafa reikningar komið frá
116 bændum á þessum árum og
samtals hafa þeir verið 484. En
til þess að heildaryfirlit fengist
yfir rekstur landbúnaðarins
þurfa reikningar að koma frá
svo mörgum bændum víðsvegar
að af landinu, að þeir yrðu einn
til tveir, a. m. k. úr hverjum
hreppi. En meðan ekki er slíku
til að dreifa, verða menn að
byggja á því litla, sem fæst í
því efni, og búreikningsstofan f ær
til meðferðar.
Nokkrar staðreyndir
í GREININNI segir m. a.: —
Hrein eign búreikningsbændanna
var um 11 sinnum meiri árið
1950 en árið 1933. Skuldir voru
fyrstu árin um 44% af eign alls,
en siðari árin eru skuldir um
14% af eignunum. Minnstar voru
skuldirnar árið 1944 eða rétt um
5% af eign.
Reksturskostnaður alls hefur
14 faldast á þessum árum. At-
hyglisvert er að vinnukostnaður
er 70—80% af reksturskostnaði
alls. Aðrir hæstu liðir rekstu”s-
kostnaðar eru kjarnfóður og til-
búinn áburður.
Heildararður af sauðfé hefur
aðeins sexfaldast, en arður af
nautgripum um það bil 20 fald-
ast, enda eru kúabúin orðin
miklu stærri síðustu árin.
Heildararður alls hefur 14
faldast. Framleiðsluverð á töðu-
hesti hefur 12 faldast og er að
engin voðahækkun, samanborið
við margt annað, og mun hér
mest hjálpa að vinnustundum
við öflun töðuhesta hefur fækk-
að verulega.
Annars væri það eðlilegast, að
bændur kynntu sér þessa yfirlits-
grein Eyvindar og leituðu sér
sjálfir upplýsinga hjá honum um
hvaðeina, er þá vantaði að vita
nánar í þessum efnum.
Ometanlegt verk
fyrir framtíðina
í NIÐURLAGI greinar sinnar
kemst höfundur þannig að orði:
— Augljóst er að tölur úr
jafnfáum reikningum og hér er
um að ræða, hljóta að hafa tak-
markað gildi fyrir landið í heild.
Öðru máli gegnir, er reikning-
arnir væru margir, segjum 400
—500 á ári, þá mætti flokka þá
eftir bústærð og fleiri aðstæð-
um, og fá þá mjög góðar bend-
ingar um, hvað bæri sig bezt,
og hvernig ætti að haga búskapn-
um í hverju tilfelli.
Allir vitum við, að margt er
miður en vera ætti í íslenzkum
landbúnaði.
En hver sá bóndi, sem heldur
góðan og glöggan búreikning,
skapar sjálfum sér aðstöðu til
þess að læra að búa betur. Og
hann gerir meira, hann gefur
öðrum stéttarbræðrum sínum
tækifæri til þess að kynnast
reynslu sinni, og læra af henni.
Þeim mönnum verður því
seint fullþakkað, sem hér hófu
verkið, ef bændur vildu nú að-
eins koma með og hyrja að halda
búreikninga, þó ekki væru nema
einn og tveir í hverjum hreppi,
þá mundu þeir vinna ómetan-
legt verk fyrir framtíð íslenzkr-
ar bændastéttar.
Mismunandi dýr hey
EINS og alkunnugt er hafa ís-
lenzkir bændur nú mjög ólíka
aðstöðu til heyöflunar eftir því,
hve langt eða skammt þeir eru
komnir í ræktun jarða sinni. Ég
spurði því Eyvind hvernig væri
varið framleiðslukostnaði á heyj
um búreikninga-bændanna, töðu
og útheyi. Hann skýrði svo frá:
Meðal framleiðsluverð á töðu-
hesti árið 1951 var kr. 63,30. Af
þessum heildarkostnaði nam
vinnan kr. 25.80, áburðurinn kr.
20,85, landleiga og fleira kr.
15,65. Þar sem töðuhesturinn varð
bóndanum dýrastur kostaði hann
bóndann kr. 94.58.
En sá bónda er framleiddi töðu-
hestinn lægsta verði fékk hann á
kr. 30,17 og skiftist kostnaður sá
þannig: Vinnan á kr. 8,99, á-
burðurinn kr. 16,28, landleiga o.
fl. kr. 4,90.
En um framleiðsluverð á út-
heyi skýrði hann svo frá, að
meðalverð á útheyshesti (100
kg) hefði árið 1951 verið kr.
40,20, þ. e. a. s. útheyi, sem jafn-
an hefur hálft fóðurgildi á við
töðu, verður álíka dýrt og tað-
an þar sem hún er dýrust. En
þar sem útheyið var dýrast í
framleiðslu kostaði það (100 kg.),
bóndann kr. 110,80. Þar sem út-
heyshesturinn var bóndanum
ódýrastur, kostaði hann kr.
20,03.
Hversu margir bændur skyldu
það ekki vera er vanhaga um
greinilega vitneskju í þessu efni
frá sínu eigin búi?
Þó bændur gerðu sér ekki alla
þá fyrirhöfn er þarf til að haida
fullkomna búreikninga, geta þeir
hæglega smátt og smátt haldiel
saman greinilegum upplýsingum
um nokkra markverðustu liði í
búrekstri sínum,
Hvað kostar að rækt»
hektara í túni?
AÐ undanförnu hefur það lítil-
lega verið gert að umtalsefni hér,
hve ískyggilega margir bændur
hafa orðið aftur úr í nýrækfc
sinni, og sitja því uppi með allfc
of litil bú, vegna þess að þeir
hafa ekki af einhverjum ástæð-
Um getað komig sér fyrir með,
að auka og bæta tún sín.
Fyrir þessa bændur er það að
sjálfsögðu aðalatriðið að gera sér
grein fyrir, hve mikinn kostnað
það hefur í för með sér, að auka
túnin.
Frá Pálma Einarssyni land-
námsstjóra, hefur blaðið því
fengið yfirlit yfir þann kostnað.
Telur hann, að kostnaður sá af
ræktun hektara í túni verði á
þessa leið:
Plæging (3 klst.) með dráttar-
vél (á kr. 85.00) kr. 255.00.
Herfing 8 klst'. á kr. 50,00,
kr. 400.00.
Ýtuvinna við jöfnun 5 klst. á
kr._210, kr. 1050,00.
Áburður (120 kg af hreinu
köfnuefni) 440,00.
10 kg af hreinu fosfáti, 300 00.
75 kg af kalí 132,00.
Grasfræ 45 kg, 1350,00.
Áburðardreifing, sáning og
völtun, kr. 400.00.
Samtals er þessi kostnaður kr.
4.327. En upp úr einum nýræktuð'
um túnhektara ætti að fást 45—•
50 hestburðir af töðu eða framt
að einu kýrfóðri í slæmu sprettu-
sumri, en 60—65 hestburðir þeg-
ar betur árar.
Ræktun mýrlendis
SÉ túnstæðið sæmilega jafnlent
eða landið ekki stórþýft eða með
miklum ójöfnum, sleppur bónd-
inn vig kostnað af ýtuvinnunni,
sem er reiknuð á rúml. þúsund
krónur, og yrði þá kostnaðurinn
við nýræktarhektarann þeim
mun minni.
Hér er átt við ræktun þurlendis
sem enga framræslu þarf. En sé
Framh. á bls. 12
FRÆRÆKT AF VALLARFOXGRASI í TROMSFYLKI í NOREGI
' mu' ■1 .-Ti -i.i* x - * ■ — • - - -v " i. .
Á myndinni til vínstri er hluti af fræræktarakri, þar sem vallarfoxgrasi hefur verið raðsáð. Á myndinni til hægri eru hesjur að haustlagi, þar sem hið þroskaða,
yallarfoxgras og kom heíur lent í snjókomu. í slíku loftslagi tekst að rækta fræ af vallarfoxgrasi í norðurhéruðum Noregs til fullþroskunar.
>