Morgunblaðið - 30.05.1954, Page 16
Veðurúilit í dag:
Austan SA gola. Léttir til.
Reykjavíkurbréf
er á bla. 8.
122. tbl.
Sunnudagur 30. maí 1954
Finnsku iðnsýningunni
lýkur í dag
PINNSKU iðnsýningunni í Lista-'
tnannaskálaum lýkur kl. 10 i
kvöld, en hún hefur staðið síð-
an 15. þ. m. — Aðsókn að sýn-
ingunni hefur verið mjög góð,
hafa þegar séð hana á 17. þúsund
manns. I
Sýningarnefndin hefur mjög
verið að því spurð síðustu dagana,
hvort sýningin yrði ekki fram-
lengd, þar sem áhugi á henni er
svo mikill sem raun ber vitni.
Svo verður þó ekki, þar sem ekki
er hægt að koma slíku við. í dag,
síðasta dagmn, verður hún opin
frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e.h.
Samkór Heykjavíkur fer söngferð
til Finnlands cg Svíþjóðar
lekur þált í norrænu söngmófi í Osló í sumar
CJAMKÓR Reykjavíkur mun fara í söngför um Finnland, Sví-
O þjóð og Noreg í júnímánuði. Fer kórinn flugleiðis beint til
Helsingfors hinn 12. júní og mun syngja þar í borg og víðar um
tandið. Þá mun hann einnig halda samsöng í Stokkhólmi og loks
taka þátt í norrænu söngmóti í Osló 25.—27. júní.
RÓBERT A. OTTÓSSON
Síðan 1945 hafa þrír blandaðir
kórar farið á Norræn söngmót,
en það er Söngfélagið „Harpa“
til Danmerkur, Tónlistarfélags-
kórinn einnig til Danmerkur
sumarið 1948 og síðast Kantötu-
kór Akureyrar til Svíþjóðar sum-
arið 1951.
Söngstjóri Samkórs Reykjavík-
ur er nú Róbert A. Ottosson, og
hefur kórinn á að skipa um 50
söngvurum og flestir búnir að
vera í söngþjálfun fleiri ár og
hafa verið á æfingum hjá söng-
stjóra í allan vetur. þá verður
með í söngförinni hinn vinsæli
ungl píanóleikari, Gísli Magnús-
son, sem einleikari og undirleik-
ari.
TIL FINNLANDS
Eftir að tryggt var að hægt
væri að koma kórnum á hag-
kvæman hátt til Finnlands, var
þetta boð Finnanna þegið með
þökkum.
Farið verður loftleiðis með
flugvél Loftleiða héðan frá
Reykjavík og beint til Heisihg-
fors, en hingað mun vélin flytja
Vestur-íslendinga vestan yfir haf
í sömu ferð.
A söngmótinu í Osló verða 1-—2
gestakórar frá hverju hinna Norð
urlandanna og mun þetta vera í
ÆyinlÝralávarður
láfinn
LONDON — Einhver mesti æv-
intýramaður Englands, sem jafn
íramt var borinn af göfugum að-
alsættum er nýlátinn. Var það
Lord Edward Montagu, sem var
yngri bróðir hertogans af Man
chester. Nafn Montagu komst
Jivað eftir annað fremstu síður
Iieimsblaðanna fyrir fífldirfsku
hans og ævintýr.Hann reyndi sitt
hvað, var kaupmaður í Kanada,
leigubílstjóri í London, aðstoðar-
leikari í Hollywood og hermaður.
1933 hvarf hann sjónum manna,
en komst aftur í fréttirnar.þegar
honum var neitað um inngöngu
í útlendingaherdeildina frönsku.
í annarri heimsstyrjöldinni skráð
ist hann se.n óbreyttur hermaður
í bandaríska herinn, kvæntist
þrisvar sinnum og skildi tvisvar.
Han lézt af sólstungu í Mexikó
fyrir skömmu, er hann var með
leiðangri sínum til rannsókna á
menningu frumbygggja landsins.
Ævisögu sína ritaði lávarðurinn
iskömmu áður en hann dó og
jiefndi „Frá Harrow til Holly-
'wood“ og kennir þar margra
grasa.
fyrsta skipti sem blandaður kór
frá Færeyjum ætlar einnig að
taka þátt í Norrænu söngmóti.
ÍSLENZK LÖG
Eftir sönghátíðina í Osló verð-
ur hinni raunverulegu söngferð
lokið, en kórfélagar fiestir munu
halda til Kaupmannahafnar og
þaðan heim með Gullfossi 3. júlí
og koma heim til R.eykjavíkur
8. s. m.
í undirbúnings- og ferðanefnd
hafa starfað E.B. Malmquist,
form. LBK, Árni Pálsson gjald-
keri Samkórs Reykjavíkur, Jón-
as Eggertsson. Ennfremur hefur
Gísli Guðmundssn starfað með
nefndinni nú um skeið.
Á söngskrá kórsins verða svo
til eingöngu íslenzk lög. Eru þar
m.a. lög eftir Björgvin Guð-
mundsson, Karl Runólfsson, Þór-
arinn Guðmundsson, Hallgrím
Helgason og Pál ísólfsson.
Þess er að lokum að geta að
ríki og bær hafa styrkt Samkór
Reykjavíkur til fararinnar.
Slálskip í smíðum
Hér sést er verið var að setja reykháfinn og loftskeytaklefann á
dráttarbátinn. — Ilvoru tveggja var smíðað í einu lagi.
(Sjá grein á bls. 6).
SKRIFSTOFA Sjálfstæðis-
flokksins í Sjálfstæðishúsinu
verður opin í dag frá kl. 2—5
og verða þar afhentir að-
göngumiðar að kvöldfagnaði
Sjálfstæðismanna, er hefst í
kvöld kl. 8 Vi í Sjálfstæðis-
húsinu.
Vinnuskólinn efnir til sjóvinnu-
námskeiðs fyrir drengi 13-16 ára
ir
UGMYNDIN er að Vinnuskóli Reykjavíkur eíni til sjóvinnu-
námskeiðs fyrir drengi 13 ára og eldri. Þetta er þriðja sum-
arið, sem Vínnuskólinn efnir til slíkra námskeiða fyrir unglinga og
stendur nú yfir skráning þátttakenda.
Námskeiðið verður með sama ] hann aðeins skamma stund á
hætti og undanfarið, að veitt (bátnum
verður í ís og aflanum landað
hér í Reykjavík. Óvíst er hvort
haldið verður eitt eða fleiri
námskeið, en á hvert geta 12—14
drengir komizt.
Drengir, sem verið hafa á
námskeiðum þessum, hafa að því
loknu sumir hverjir komizt í
skiprúm á síldveiðum eða á tog-
ara.
Margir drengjanna munu
aldrei hafa vitað hvað væri að
fara á fiskveiðar, ef þessi nám-
skeið hefðu engin verið, þar eð
iðnaður og ýmsar atvinnugrein-
ar togast á um vinnuaflið við
sjávarútveginn.
Hlutur drengjanna
eftir námskeiðið, en þau standa
um mánaðartíma, hefur verið
400—600 krónur, en sá hæsti
hefur komizt yfir 800 kr. hlut.
9—807 FISKAR
Afli drengjanna hefur verið
æði mismunandi. Einn dró 807,
en annar aðeins 9 fiska, enda var
íbúðarhús eyði-
leggst í bruna
AÐFARANÓTT s.l. fimmtudags
eyðilagðist íbúðarhúsið við Hita-
veituveg 1 í Smálöndum í eldi,
og var engu bjargað af búslóð
fjölskyldunnar, sem þar bjó.
Slökkviliðið var kvatt á vett-
vang laust fyrir klukkan hálf
þrjú um nóttina. Tókst því að
slökkva eldinn, en húsið, sem var
lítið múrhúðað timburhús, var
þá gjörónýtt.
Hjónin Anton Guðjónsson og
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir áttu
heima í húsinu ásamt tveimur
ungum börnum sínum. Hefur
tjón þetta orðið tilfinnanlegt.
Vetrarvertíðinni í Stykkishólmi lauk 16. maí og gekk hún að von-
um. Gerðir voru út 7 þilfarsbátar og aflahæstur varð m.b. Svanur
SH-111. Skipstjóri á bátnurn er Markús Þórðarson. — Tveir bát-
anna, Svanur og Arnfinnur, eru farnir til Danmerkur til að skipta
um vélar. Er svo ráð fyrir gert, að þeir komi heim áður en síld-
vciðar hefjast. < — Ljósm.: Á. H.
Barnakór Akur-
eyrar á Húsavík
HÚSAVÍK, 24. maí. — Barnakór
Akureyrar hélt söngskemmtun í
Húsavíkurkirkju í gær, við góða
aðsókn. Söngstjóri var Björgvin
Jörgensson. — Einsöngvari með
kórnum voru Anna G. Jónsdóttir,
11 ára og Arngrímur B. Jóhann-
esson, 14 ára. Á söngskrá voru
16 lög eftir innlenda og erlenda
höfunda. í lok samsöngsins þakk-
aði séra Friðrik A. Friðriksson
kórnum fyrir komuna og fyrir
fágaðan og góðan söng. Kórinn
fer innan skamms í söngför til
Noregs í boði Álasunds, vinar-
bæjar Akureyrar. — Fréttaritari.
Tóbaksvörom
fyrir rúniar
0 Lr. stolið
í FVRRINÓTT var framinn
allmikill þjófnaður í verzlun-
inni ÁJfabrekku við Suður-
landsbraut, en verzlun þessi
er rétt við Suðurlandsbraut
spölkorn fyrir innan Múla. —
Þ^r er verzlað með ýmis konar
vörur.
Síolið hefur verið um 20®
pökkum af sígarettum, 20 dós-
um af ncftóbaki, nokkuð af
vindlum ag reyktóbaki, svo og
10—15 kg af kaffi Tóbaksvör-
ur þær, sem stolið var, eru um
2000 króna virði.
Þjófurinn brauzt gegnum
aðalhurð verzlunarinnar, sem
mun vart lengra frá hinni f jöl-
förnu Suðurlandsbraut, en 1®
m. Málið er í rannsókn.
Orlcf ©g Flngskélfnn
hefja édýrar ferðir
ORLOF h.f. og Flugskólinn Þyt-
ur hafa tekið höndum saman um
að skipuleggja ódýrar hópferðir
í lofti um suðvesturlandið og inn
á öræfin. Þessa dagana er veðrið
sérstaklega ákjósanlegt til slíkra
skemmtiferða, þar sem mjög
þjart er yíir hálendinu og víðsýni
mikið. Er ran þrjár mismunandi
ferðir að ræða, og verða þær
flogar, sem hér segir:
Yfir Þingvelli, Gullfoss, Hvít-
árvatn, inn yfir Langjökul, Kerl-
ingarfjöll, Þórisvatn, Fiskivötn,
Lakagíga, Eldgjá, Hekla, Kleif-
arvatn og til Reykjavíkur
Reykjavíkur, vestur mýrar, eft-
ir endilöngu Snæfellsnesi að
sunnan kringum Snæfellsjökul,
síðan norður til Grundarfjarðar,
inn á Arnarvatnsheiði, Eiríksjök-
ul, Langjökul, ÞingvelMr tií
Reykjavíknr.
Reykjavík, Þingvellir, Laugar-
vatn, Krísuvík og til Reykjavík-
ur. — Þetta er stytzta ferðin og
tekur 46 mínútur.
Ferðir þessar hefjast í dag, 26.
maí og verður haldið áfram út
júnímánuð, þegar veður leyfir,
Flogið er með 8 farþega Da Hav-
illand flugvél, sem hefir tvd
hreyfla. Flugmennirnir eri* sér-
staklega öruggir, enda allir flug-
kennarar.
Má búast við, að almenningur
fagni því, að geta t. d. að lokinni
vinnu skroppið inn á öræfin Og
notið þar stutta stund allrar
þeirrar dýrðar, sem íslenzkt sum-
ar hefur að bjóða. Það hefur oft
verið kvartað yfir að slíkar ferð-
ir vantaði og er hér í fyrsta sinn
gerð tilraun til að bæta úr þessu,
NJÓTIÐ góðviðrisins á sundstöð-
unum og syndið 200 metrana!
KKISTNES
liMU
'm,.
VÍFHJSSTAÐIR I
27. leikur Kristness:
JBd7—c8 J