Morgunblaðið - 12.06.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUTSBLAÐÍÐ X.augardagur 12. júní 1954 ' Sfofnuð verði fríhöfn og 1 siilingar úf m Imi auknar Frá a^alíisndi VerzSunarréðsins að ÞingvöSSum j í gærtnorgun kl. 11 hélt a'öal- 1 1. fundur Verzlunarráðs ís- í lands áfram og var fundurinn 4 haldinn í Valhöll á Þingvöll- i wm. Formaður ráðsins, Eggert I Kristjánsson stórkaupmaður * setti fundinn og kvaddi til é fundarstjórnar sömu menn og daginn áður, þá Egil Guttorms son og Þorstein. Bernharðsson. SKÝRSLA STJÓÍtNAR Þá flutti Helgi Bergsson skrif- stofustjóri Verzlunarráðsins skýrslu urn starfsemi þess á ár- inu. Fara nokkur höfuðatriði hcnnar hér á eftir. Stjórnin hélt 10 fundi á starfs- árinu, en framkvæmdastjórn ráðsins allmiklu fleiri. í viðskiptamálum veitti ráðið m. a. viðskiptamálaráðherra bend ingar og gerði til hans tillögur um breytingar laganna um Fjár- hagsráðs og var innflutningsskrif stofan nýja í mörgum atriðum sniðin eftir vísbendingum Verzl- unarráðsins. Þá beitti ráðið sér fyrir niðurfærslum á fyrirfram- greiðslum að verulegu leyti, eink iim í Clearinglöndunum. Á að- alfundinum komu fram eindregn- ar raddir um að afnema bæri þær tneð öllu. Stjórn Verzlunarráðsins fékk komið í veg fyrir, að fragtir og umhleðslukostnaður á vörum yrði háð bátagjaldeyri, svo sem í fyrstu hafði verið fyrirhugað. í sambandi við útflutningsmál vann skrifstofa ráðsins að sam- anburði á útflutningi íslands og aðalkeppinauta þess eftir magni, vcrði og löndum og átti viðræður við fulltrúa S. í. F. um málið. Nokkuð hefur verið unnið að því, að fá því framgengt, að kom- ið verði upp fríhöfn hér á landi. Nefnd á vegum ráðsins hefur starfað í málinu og undirbúið það. Ákveðið var að bjóða S.f.S. til samvinnu um málið og hefur jákvætt svar borizt frá þeim sam- tökum. Þá hafa lögin um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins verið til at- hugunar hjá ráðinu og mögu- Seikar á því, hvort ekki væri unnt að breyta beim í frjálsara horf. Hefur ráðið lokið tillögum sínum um málið og er gert ráð fyrir, að þær verði lagðar fyrir hlutað- eigandi aðila í haust. Þá heíur ráðið átt aðild að Og fulitrúa í vmsum viðskiptasamn- inganefndum við erlend ríki, svo sem tilkynnt hefur verið í frétt- um. Eitt höfuðmál ráðsins á árinu voru siglingar út um land. SIGEINGAR Hefur ráðið haft góða samvinnu «m málið við Eimskipafélagið, scm loks nú hefur séð sér fært sökum aukins skipastóls að hefja rcglubundnar áætluparferðir með vörur út um land. Hefur því verið þannig fyrirkomið, að þau skip, sem frá útlöndum koma sigla áfram með farminn á hafn- ir úti á landi, án þess að vörurn- ar séu umhlaðnar í Reykjavík. Hafa þrjú af skipum Einvskipafé- lagsins verið í áætlunarsigling- um þessum og er þess að vænta, að enn batr.i og aukist skipaferðir út um landið á komandi árum. Þá hafa skattamálin einnig vcrið mjög ofarlega á baugi í störfum ráðsins Að afloknum síðasta aðalfundi kaus fram- kvæmdastjórnin nefnd til að gera iillögur í skattamálum. Gerði ncfndin tillögur í samráði við fleiri skvlda aðila, og vgru þær sendar milliþinganefnd í skatta- ználum til ieiðbeiningar í störf- um sínum. Nefndin ræddi málið og við fulltrúa stjórnarflokkanna Og átti þannig sinn þátt í því, að skattalöggjöfin var endurskoðuð og þeim breytingum, sem á henni voru gerðar verzlunarstéttinni í hag. Ýmiss mál önnur hafa verið til meðferðar hjá stjórn ráðsins. IIRAöARI TOLLSKOÐUN Lögð hefur verið áherzia á, að tollskoðun og tollendurs’-icðun gengi fljótar fyrir sig en verið hefur, einstökum meðlimum hef- ur verið liðsinnt á margvíslegan hátt. Ráðið gefur út blaðið „Ný tíðindi“ og hefir séð um fjárreið- ur Verzlunarskólans og hafizt handa um undirbúning að hátíða- höldum á 100 ára afmæli frjálsrar verzlunar hinn 15. apríl 1955. Þá voru iesnir upp reikningar ráðsins og samþykktir athuga- semdalaust. Hagur þess er góður og batnandi. Hreinar eignir ráðs- ins eru nú alls rúm hálf milljón króna. Að því búnu voru úrslit stjórn- arkjörs og nöfn tilnefndra full- trúa tilkynnt. Þessir menn taka sæti í stjórninni og eru það allir hinir sömu og áttu sæti í henni s.l. ár: Tilnefndir voru: STJÓRNIN Eggert K-istjánsson Félag ísl. stórkaupmanna. Egill Guttorms- son Fél. ísl. stórkaupm. Hans R. Þórðarson Fél. ísl. byggingarefna kaupm. Jón Bergsson Skókaupm,- fél. Karl Þorsteins Fél. ísl. stór- kaupm. Páll Sæmundsson Fél. búsáhalda- og járnvörukaupm. Stefán Thorarensen Apótekara- fél. íslands. Þorvaldur Guðmunds son Fél. kiötverzl. Rvík. Kosnir voru: Gestur Jóhanns- son kaupm. Seyðisfirði. Guðm. Guðjónsson kaupm. Rvík. Hjört- ur Jónsson kaupm. Rvík. Magn- úr J. Brynjólfsson kaupm. Rvík. Othar Etlingsen verzl.stj. Rvík. Sig. Ágústsson alþm. Stykkish. Sveinn Guðmundsson, forstj., Rv. Tómas Björnsson, kaupm. Ak. NEFNDARÍLIT Þá fór fram kosning endur- skoðenda og kjörnefndar. Að því loknu flutti Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðh. ræðu. Verður hún birt síðar hér í blað- inu. Þá komu til umræðu álit þing- nefnda og voru afgreidd. Eggert Kristjánsson gerði grein fyrir tillögum skattamálanefndar. Helgi Bergsson hafði framsögu fyrir laganefnd, Othar Ellingsen og Einar Guðmundsson lögðu fram álit viðskiptanefndar. Allmiklar umr. urðu um nefnd- arálitin, en afgreiðslu þeirra Og umræðum var lokið laust fyrir kl. 6 í gær. Verða þau síðar birt hér í blaðinu. ★ Þá tók Eggert Kristjánsson stór kaupm. til máls og þakkaði öll- um fulltrúum fundarsetuna og jafnframt starfsfólki ráðsins fyr-( ir gott og dyggilegt starf. Gat hann þess, að vel hefði reynzt að halda fundinn fjarri Reykja- vík og kæmi til mála að þeirri venju yrði haldið í framtíðinni að nokkru. Var síðan aðalfundi Verzlunar- ráðs íslands slitið. Snæddu að því búnu allir fulltrúarnir sameig- inlegan kvöldverð að Hótel Val- höll. Mikil! karfaafli AKRANEST, 11. júní. — Togar- inn Jón forseti landaði hér í gær 340 tonnum af fiski. Var það nær allt kaarfi og hafði togarinn veitt þetta mikla fiskmagn á vikutíma. Trillubátarnir voru rneð alls 22 tonna afla í gær, en þá voru 19 bátar á sjó •—Oddur. Vsfirðinqar faka á rnéf! f ichard Beck Mynd þessa tók Árni Matthíasson þegar prófessor Richard Beck og kona hans komu til ísafjaröat nú í vikunni. Á henni eru, talið frá vinstri: Arngrímur Bjarnason, Þórleifur Bjarnason, Guðmund-* ur frá Mosdal, Helgi Gúðmundsson, Jón Guðjónsson, frú Beck og Richard Beck, Jónas Tómasson og Ragnar II. Ragnar. Litla telpan fremst á myndinni er Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Myndin er tekifl á Bæjarbryggjunni. 45 nemendur stunduiu nám í tónlisfaskóla ðsafj. í velur ) ísafirði, 5. júnl^ TÓNLISTARSKÓLA ísafjarðar var slitið í samkomusal gagrw fræðaskólans á ísafirði s.l. sunnudag og lauk þar með 6. starfw ári skólans. Skólastjóri, Ragnar H. Ragnar, flutti ávarp og gerðí grein fyrir starfsemi skólans, en síðan léku nokkfir nemendur skóN ans á píanó og orgel. j —17. júíií Framh. af bls. 1 garðurinn Tivoli verða opinn frá kl. 16—18 og verður þar ókeypis aðgangur og fjölbreytt skemmti- skrá. VIÐTAL VIÐ HALLVEIGU FRÓÐADÓTTUR OG INGÓLF ARNARSON Kl. 17 síðd. hefst aftur dag- skrá við Austurvöll. Þar mun verða söngur kóra úr Landssam- bandi blandaðra kóra. Prófessor Richard Beck flytur kveðjur frá Vestur-íslendingum og að lokum verður flutt Alþingishátíðarkant- ata Emils Thoroddsen, af Sin- fóníuhljómsveitinni og Þjóðleik- húskórnum á Austurvelli, ef veð- ur leyfir. Við Arnarhól hefst kvöldvakan kl. 20.00 á leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Þar mun borgarstjórinn flytja ræðu. Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræður syngja einnig nokkur lög og stúlkur sýna fimleika. — Einnig verður þar einsöngur og samsöngur þekktra íslenzkra söngvara. Þá mun Þjóðkórinn syngja undir stjórn dr. Páls ís- ólfssonar. í lok kvöldvökunnar verður fluttur viðtalsþáttur og mun fréttamaður þar ræða við „Ingólf Arnarson" og „Hallveigu Fróðadóttur". Síðan verður dans- að á þrem stöðum í bænum, á Lækjartorgi, í Lækjargötu og á Hótel íslands-lóðinni, til kl. 2 eftir miðnætti, en þá verður há- tíðahöldunum slitið frá Lækjar- torgi af formanni Þjóðhátíðar- nefndar. BARNAGÆZLA í HÓTEL HEKLU Þar sem mikil brögð hafa orðið að því undanfarna þjóðhátíðar- daga að börn hafa týnzt, hefur lögreglan og Þjóðhátíðarnefnd annast barnagæzlu. Eins mun verða að þessu sinni og mun hún verða á Hótel Heklu. Eru börn, sem kunna að verða viðskila við foreldra sína, beðin að leita þang- að og foreldrar beðnir að vitja þeirra þangað. Varla mun þurfa að brýna það fyrir Reykvíkingum að forðast ölvun þennan dag, en slíkt mundi spilla hátíðahöldunum mjög mikið og óvirða þessi há- tíðlegu og sögulegu tímamót ís- lenzku þjóðarinnar. Væri vel við eigandi að allir Reykvíkingar tækju höndum saman um að úti- loka 10 ára afmælisdag íslenzka lýðveldisins frá áfengisneyzlu á götum úti, sem mundi án efa setja sinn svip á hátíðahöldin. Þjóðhátíðarnefndin beinir þeirri ósk til Reykvíkinga að mæta sem flestir á þjóðbúning- um 17. júní. VERÐLAUNUM ÚTHLUTAÐ Að því loknu afhenti skóla- stjórinn nokkrum nemendum verðlaun, sem fyrirtæki og ein- staklingar í bænum höfðu gefið í því skyni og þakkaði öllum þeim sem styrkt hefðu starfsemi skólans á undanförnum árum. — Verðlaun fyrir píanóleik hlutu þessir nemendur: Selma Samú- elsdóttir, Lára Rafnsdóttir og Frank Herlufsen. Fyrir orgelleik hlutu verðlaun Halldóra Sigur- geirsdóttir Bolungavík og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, en fyr- ir góða frammistöðu í tónfræði: Anna Ásl. Ragnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Friðrik Þorleifsson, María Ragnarsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir. FYRRV. FORM. SKÓLANEFNDAR MINNZT \ Að lokum talaði Kristjáq Tryggvason klæðskerameistatl fyrir hönd Tónlistarfélags ísa*< fjarðar og skólanefndar skólans, Minntist hann sérstaklega sérq Óla Ketilssonar, sem var formað* ur skólanefndar er hann lézt. —* Einnig þakkaði hann skólastjórsj og kennurum fyrir gott starf og óskaði skólanum heilla í fram-< tíðinni. í vetur stunduðu 45 nemendus nám við skólann. Skólastjórina Ragnar H. Ragnar, kenndi eina og áður píanóleik og tónfræði, elj aðrir kennarar voru Jónas Tóm-< asson, Elísabet Kristjánsdóttir og Guðmundur Árnason. — J. j 500 kr. verðlaun Hér er finnmta myndin í samkeppni unglinga (15 ára og yngri) | umferðarreglum á vegum SVFÍ og Morgunblaðsins. Alls verffaj birtar sex myndir. Ein 500 kr. verðlaun eru veitt fyrir rétt svÖS við allar myndirnar. . J VERÐLAUNAMYND V. \ j Hvoru megin á að aka fram úr öðrum ökutækjum? Svar: ^ _ ' 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.