Morgunblaðið - 12.06.1954, Síða 11
Laugardagur 12. júní 1954
MORGUNBLAÐIÐ
11
Græðireitir skógræ
Ragnhildnr Einarsdöttir, Hlíð
stöðvarinnar í Fossvogi
alls um þrir hektarar
Starfið í Heiðmörk gengur mjög vel —
Frá aðalfundi Skógræktarfél. Rvíknr
OKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalíund sinn siðastl.
fimmtudagskvöld. Áður en aðalfundarstörf hófust minntist
formaður félagsins, Guðmundur Marteinsson, þriggja félagsmanna,
er látizt höfðu á síðasta starfsári, en það voru þeir Knud Zimsan
fyrrv. borgarstjóri, Þórður L. Jónsson kaupmaður og Loftur Ein-
arsson trésmíðameistari. Höfðu þeir allir hver á sinn hátt unnið
að vexti og velgengni skógæktarmálanna.
ÖLL STARFSEMI í ÖRUM VEXTI
Formaður félagsins og fram-
kvæmdastjóri þess, Einar G. E.
Sæmundsen, skýrðu því næst frá
stai'fseminni á síðasta starfsári.
Sténdur hagur félagsins vel og er
Einar Sæmnndsen.
Öll starfsemi þes í örum vexti.
Félagsmönnum fjölgaði verulega
á árinu og eru nú um 1600.
LANDRÝMI BRÁTT OF LÍTIÐ
í SKÓGRÆKTARSTÖÐINNI
Rekstur Fossvogsstöðvarinnar
gekk mjög vel sumarið 1953. Eru
græðireitir hennar nú á þriðja
ihektara að stærð, og er sýnt, að
jneð sömu þróun og verið hefur,
■verður landrými stöðvarinnar
bráðlega of litið.
Af atriðum, sem snerta starf-
semina í skógræktarstöðinni, má
nefna, að árið 1953 voru dreif-
settar í gróðurreiti 221 þús. plönt-
ur af 16 tegundum. Trjáfræi var
sáð í 954 ferm. lands og á síðast
liðnu hausti í 300 ferm. Hefur
haustsáningin reynzt vel. Mest
var sáð af sitkagreni og skógar-
furu. í skógræktarstöðinni má nú
finna 23 tegundir trjáa frá ýms-
lim löndum heims. Auk þessara
tegunda eru þar ýmsar tegundir
jurta, sem starfsmenn stöðvarinr.-
| ar hafa flutt til landsins. Má geta
þess, að frá Alaska hafa verið
fluttar 46 tegundir ýmissa jurta.
GENGLR VEL f HEIÐMÖRK
1 Heiðmörk hefur allt gengið
með bezta móti i vor, að því er
Einar Sæmundsen tjáði fundar-
mönnum. Landnemar áhugasamir
um gróðursetningu og góður vöxt-
ur í þeim trjápöntum, sem gróður-
settar hafa veriS undanfarin ár.
Þá voru gróðursettar 1200 sitka-
greniplöntur í Eauðavatnstöðinni.
Því miður hefur það komið fyrir,
að grenitrjám hefvar verið hnuplað
þaðan um jólaleytið. — Achyglis-
verð er sú staðreynd, að Rauða-
vatnsstöðin er sá skógarblettur í
nágrenni Reykjavíkur, sem gefið
hefur mestan arð, míðað við flat-
areiningu.
1 stjóm Skógræktarfélags
Reykjavíkur voru kosnir þeir: dr.
Helgi Tómasson yfirlæknir, Svein-
björn Jónsson hrl., og voru báðir
endurkjörnir, og í varastjórn Jón
Helgason kaupm., einnig endur-
kosinn. —- Kosnir voru 10 fulltrú-
ar á aðalfund Skógræktarféiags
íslands.
BÆKUR OG GGCN GAMLA
FÉLAGSINS
Formaður félagsins skýrði frá
því, að félaginu hefði áskotnazt
fundarbækur og önnur plögg hins
fyrsta Skógræktarfélags Reykja-
víkur, en það var stofnað upp úr
aldamótunum, og það félag kom
upp Rauðavatnsstöðinni. -- Las
formaður og fundarstjóri, dr.
Helgi Tómasson, ýmisiegt upp úr
þessum gömlu gögnum, og þótti
fundarmönnum fróðlegt að kynn-
at störfum þesa frumherja skóg-
ræktarinnar hér í Reykjavík.
Fundurinn færði að lokum Ein-
ari G. E. Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóra félagsins, sam-
starfsmanni hans, Birni Vilhjálms
syni verkstjóra, og öðrum starfs-
mönnum félagsins sérstakar þakk-
ir fyrir vel unnin störf.
Ötlun félagsstarfsemi ungra
Sjálfstæðisnr. í Hangénfallas.
Frá aðalfundi „fjölnis".
AÐALFUNDUR „Fjölnis“, félags ungra Sjálfstæðismanna í Rang-
árvallasýslu, var haldinn að Hellu á Rangárvöllum annan hvíta-
sunnudag.
Á fundinum mættu m. a. þing-
maður kjördæmisins Ingólfur
Jónsson, ráðherra, og Gunnar
Helgason varaform. Sambands
ungra Sjálfstæðismanna. Fund-
arstjóri var Hermann Sigurjóns-
son, Raftholti, og fundarritari
Eggert Haukdal, Bergþórshvoli.
Fundur var vel sóttur og urðu
umræður miklar um félagsstarf-
ið og stjórnmálaviðhorfið og tóku
margir til máls.
í stjórn voru kjörnir:
Jón Þorgilsson, Ægissíðu, form.
ög meðstjórnendur: Hermann
Sigurjónsson, Raftholti, Eggert
Haukdal, Bergþórshvoli, Arnþór
Ágústsson, Bjólu og Jón Vigfús-
son, Hjallanesi.
Varastjórn: Sveinn Jónsson,
Drangshlíð, Garðar Jónsson,
Tumastöðum og Jóhann Gunn-
arsson, Hellu.
í „Fjölni“ eru nú á þriðja
hundrað félagar og fer félaga-
talan stöðugt vaxandi.
KAUPMANNAHÖFN — í flug-
keppni, sem fram fór á hvíta-
sunnudag í Hollandi sigruðu
Hollendingar. Armar var Dani en
þriðji Englendingur.
ÆRIÐ er það misjafnt, hversu
auðvelt er að sætta sig við komu
dauðans. Allt of oft finnst okk-
ur hann vera strangur og misk-
unnarlaus dómari, eða jafnvel
ræningi, sem hrifsar til sín dýr-
ustu perluna úr fjársjóði heim-
ilisins. Hinu má þó ekki gleýma,
að stúndum kemur hann eins og
I frelsandi hönd, er sameinar unn-
' endur og minnir jafnvel á komu
nýs sumars eftir strangan vetur.
Á þennan hátt verður mér hugs-
að, er mæla á eftir frænku mína,
Ragnhildi Einarsdóttur, hús-
1 freyju í Hlíð. Svo mjög finnst
* okkur vinum hennar og vanda-
j mönnum, hún hafa verðskuldað
’ frelsun þá, sem dauðinn veitti
henni, er hún lézt 7. þ. m., eftir
óvenju langvinnan og þungbær-
an sjúkdóm.
Hún fæddist að Hæli í Gnúp-
verjahreppi 10. jan. 1879, dóttir
hjónanna þar, Einars Gestssonar
og Steinunnar Vigfúsdóttur Thor-
arensen.
í föðurhúsum ólst Ragnhildur
upp og vissulega við betri þroska
skilyrði en algengt var. Hún
dvaldi heima eins og títt var um
heimasætur þess tíma, þar til
hún árig 1902 giftist Páli Lýðs-
syni, hreppstjóra í Hlíð, bónda-
syninum á næsta bæ. Þau tóku
við föðurleiíð hans og bjuggu
þar meðan heilsa og kraftar
entust, en voru þar til æfiloka
hjá sonum sínum tveim, sem nú
búa þar. Páll lézt á öndverðu ári
1943.
Allt æfistarf Ragnhildar var
því unnið á þessum tveimur bæj-
um, sem aðeins er hálftímavegur
á milli, auk örstutts tíma, er hún
lærði fatasaum og hannyrðir í
Reykjavík.
Það felst að sjálfsögðu ekki
mikil mannlýsing í því, að
greina í stuttu máli frá æfistarfi
sveitakonu, sem eins og gengur,
fórnaði manni sínum, börnum og
öðru heimilisfólki, öllum sínum
kröftum. Hins vegar finnst mér,
að sá, sem kynni tök á, að gera
rétta lýsingu af Ragnhildi, gæti
þar með skapað listaverk og því
fegurra, sem lýsingin væri
nákvæmari.
Ragnhildur var einkar fríð sín-
um og ég held fríðust á efri ár-
um, þegar tign hinnar hjarta-
hreinu konu hafði mótað svip-
inn. Hún var svo góð og næstum
barnslega saklaus, að hún gat
engum ætlað illt og stundum
fannst manni nóg um hvað hún
var fundvís á málsbætur.
Hlíðarheimilið var í tíð þeirra
hjóna, eins og raunar fyrr og
síðar, mjög rómað fyrir myndar-
skap allan og góð uppeldisáhrif
á börn og unglinga. Enda voru
þau hjón óvenju samhent og
bæði mjög farsælum gáfum
gædd. Einkum finnst mér áhrifin
frá þesum hjónum hafi stefnt til
þess að gera menn að eigin gæfu-
smiðum, eins og þau voru sjálf
fyrir sakir hófsemi í öllum hátt-
um og þroskaðrar skapgerðar.
Þau eignuðust 6 börn, sem öll
eru komin á þroskaaldur og eru
merkir Árnesingar; auk þeirra
ólu þau upp að meira eða minna
leyti 4 börn önnur, sem einnig
áttu góðu að mæta hjá þeim eins
og þeirra eigin börn.
Éð hef ekki getað minnst Ragn
hildar svo ag ég ekki geti líka
um mann hennar, svo voru þau
samhent og örlög þeirra sam-
ofin. — Páls hefur áður verið
minnst.
Um Ragnhildi vildi ég segja
nú þegar hún er látin: Öllum,
sem nokkuð kynntust henni þótti
vænt um hana. Margir sýndu
henni ræktarsemi eftir sinni getu,
en mest á hún að þakka tengda-
dætrum sinum, sem hún dvaldi
hjá eftir að heilsan þraut og
sonum sínum tveimur, bændun-
um í Hlíð. Þó ég viti vel að þetta
ágætisfólk taldi aldrei neina
fyrirhöfn eftir sér, er það þó ekki
á allra færi að leysa svo mikinn
vanda jafnvel af hendi.
Hinningarorð
Ragnhildur Einarsdóttir og mað-
ur hennar, Páll Lýðsson.
Hún verður jarðsett í dag, 12.
júní, á Stóra-Núpi. Við kveðjum
hana með lotningu.
Eirikur Einarsson, bróðir henn
ar, gerði kvæði eftir ömmu
j þeirra látna, Ragnheiði Thorar-
i ensen. Flest í þessu kvæði gæti
eins verið um Ragnhildi. Ég get
ekki stilit mig um að láta eitt
erindið fylgja:
Hvítklædd og prúð á dauðans
brúðarbekk
þú bjóst svo vel að enginn
leit þar flekk,
og hvílir nú hin fagra, á fögrum
stað,
en fölnuð eins og blóm, er
haustar að.
Senn grær og ilmar þekjan þar,
sem þú ert undir, líkt og heima
var.
E. G.
ÞÉR kæra sendi þér kveðju í dag,
á leið þinni á björtu vori í bjart-
ari heim. Ég sé í anda brúð-
gumann nálgast, koma í móti þér,
leiða þig frá íslenzkri vordýrð,
til enn fegurra lands, þar sem
ljós guðsdýrðar skín og geislar,
um aldir.
Birtan var þinn aðall, þín fylgi-
dís, þín vöggugjöf. Hvar sem þú,
Ragnhildur á Hæli fórst, stafaði
birtu frá þinni björtu sál, ósýni-
legt ljósblik hvíldi yfir þér og
gerði umhverfið bjart. Þú varst
án alls efa í því ljóssins bjarta
liði, sem innblásni trúarsnilling-
urinn mælir svo um:
„En allir vér sem með óhjúp-
uðu andliti sjáum endurskinið af
dýrð Drottins, ummyndumst til
hinnar sömu myndar frá dýrð til
dýrðar". — Þér tileinka ég þá,
þér bjarta Ragnhildur mín á
Hæli, björtust allra ungra kvenna
í Gnúpverjahreppi, í vitund
minni í örófi fyrstu bernskudaga
minna, þar sem þjónninn tigni
undir „Núpnum“ mælti eitt sinn
til huggunar vinum sínum um
fölnaða rós:
Gáfnaljós og guðhrætt hjarta,
geislum urpu á lilju bjarta.
Oss það hverf, — en ei skal
kvarta,
aldrei týnast perlur þær.
í fyrstu heimsókninni að Hæli,
— er ég klifraði einn upp á bláa
kistu í stofunni til að sýna fyrstu
íþrótt mína (af fáum) í stökki —
fannst mér Ragnhildur heilla mig
mest af systrunum þremur, enda
mest þá mér við hönd. Hún mun
hafa haft innsæi „hins hreina
hjarta“ jöfnum höndum í fegurð
blómanna, og auga barnsins, jafnt
á gullkorn óvenju bókaauðugs
heimilis og hörpuslátt trúarmáls-
ins i anda jafnt og óði.
Hversu markviss og hljóðlát
í senn var því fylking heilladís-
anna er þær fylgdu hinni björtu
sjálfmenntuðu mey frá Hæli
(fyrir nærfellt hálfri öld) — eina
bæjarleið að Hlíð — til brúðgum-
ans, Páls Lýðssonar, hreppstjóra
og Aldísar Pálsdóttur Hann gekk
að eiga hina siðfáguðu, björtu
mey úr nágrenninu. Reistu þnu
bú að Hiíð til varanlegrar ham-
ingju á báða bóga meðan sam-
vera og kraftar beggja entust.
En þar i Hlíð ríkti fyrir óvenju
lega klassisk íslenzk speki í orði
jaínt sem anda og athöfn.
Tryggðin var á traustu bjargi
byggð, því bæði blessuð gömlu
hjónin, Aldís og Lýður í Hlíð,
sönnuðu næsta vel daganna dýr-
mæta gildi í þeim gömlu, gulJnu
dyggðum, sem heimtuðu ísland
aftur úr höndum þeirra, cr
snauðir voru að andanym frá
Hæli og Hlíð. —---En eftir komu
Ragnhildar að Hlíð, sameinaðist
þar dillandi gleðin, spaugig og
ljúflyndið, og birtan frá Hæli
sameinaðist þannig gullinu og
stálinu, sem sérstaklega hún Al-
dís, sú einstæða kona í Hrepp-
um, miðlaði jafnt á stundum ör-
lyndum eiginmanni en dyggðar-
stórum í drenglund og vináttu,
eins og mörgum merkum börn-
um þeirra 5, er styrkja munu
látinn og lifandi í afkomendum
sínum máttarviðu dyggðar.na.
Var ekki von, að spekingurinn
dr. Helgi Péturs dáði mést IUiða-
heimilið allra hinna mörgu er
hann renndi augum yfir á feið-
um sínum.
En þar prýddi næsta lengj cn
þó alltof stutt sakir sjúkdóms-
fjötra meira en ár og tug, „bjarti
engillinn" frá Hæli.
Ljcsin slokkna nú óðum í aust-
urátt, þ.e. „aldamótaljósin" í
fríðu sveitinni vig Þjórsá. — A
Hæli eru auð skörð (og þó nokk-
uð bætt) eftir Gest og Eirík, Ing-
veldi og nú Ragnhildi. •— Ferm-
ingarsystir mín, Sigríður á FJjóts-
hólum, liíir öll hin.
Samt lifir Hælisandinn enn og
mun lifa, en andlega birtan og
hjartamildin hennar Steinunnar
minnar á HæJi og fegurstu eltir-
líking hennar þar, og ávaljt, af
ágætum börnunum 5, hún Ragn-
hildur Einarsdóttir, fölnaði rósin
í dag, þetta skraut ísl. þjóðlífs í
björtum dyggðum og trúarsöngv-
um mun enn ljóma og gleðja
hjörtu „rneðan spekin kallar“ og
tryggðaguliin ljóma, sem hin gof-
uga vitra Aldís fann og átti í
sjóði með traustum og tryggum
vini, sem byrjaði að meitla og
slípa guJlið fyrir hana.
Stáiið átti hann sjálfur.
Guð Ijóssins, fegurðarinnar,
kærleikans, blessi nú kveðjudag-
inn þinn, hugljúfa bjarta æsku-
vina og bernskunarprýði jafnvcl
á eyðimörku okkar fyrstu kynn
ingar. Blessun Guðs, Ijós, cn
aldrei skuggar séu yfir öllum af-
komendum þínum þó að duft þitt
verði í dag dufti hulið.
Eg þakka þér Ragnhildur mín
frá Hæli perluna „mína“, perlu
góðleikans og andlegrar legurð-
ar — aðrir þakka fyrir sig í dag
og þú þeim, er geymdu þig svo
vel í þrautum þínum. Margir
munu aítur leggja perlur hins
dýrmætasta í eigu sinni í kistu
þína í anda. Þær eru sendar þér
í kærleiksbylgj um hjartnanna, í
söknuði, þakklæti, virðingu og ó-
venjubjörtum minningum. — Og
perlurnar! Gefnar, geymdar —
og sendar.
Þær heita minningar, — þær
eru auðurinn bezti, og þær skaltu
geýma sál þinni í heimfararnesti.
Birtu Drottins leggi yfir
Iilíð, Hæli, — og Stóra-Núp, í
dag. — Birtu Drottins leggi fyrir
björtu sálina, sem kvödd er í
kærleikum og kveður, frelsuð,
„líkt og engill Guðs mcð
himneskt ljós í auga“.
Úr fjarlægð, þakklátur cg
blessandi æskuvinur — Ragn-
hiJdar á Hæli.
Ólafur Ólafsson
frá
Vestra-Grldingaholti.