Morgunblaðið - 06.07.1954, Side 8
8
MORGUNHLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. júlí 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Yaltýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Samvinna Bandaríkja-
manna og Breta
KOMMÚNISTAR hafa öðru
hverju lagt mikla áherzlu á
það í áróðri sínum, að samvinna
Bandaríkjamanna og Breta stæði
mjög höllum fæti. Væru allar
horfur á að þeir gætu ekki kom-
izt að samkomulagi um þau
ágreiningsmál, sem uppi væru
meðal þeirra.
Auðsætt er að kommúnistar
þrá ekkert frekar en að til var-
anlegs ósamkomulags dragi milli
þessara tveggja öndvegisþjóða
vestræns lýðræðis. Á þann hátt
einan telja þeir von um að geta
framkvæmt ofbeldisáform sín.
En sem betur fer eru þessar
vonir kommúnista tálvonir einar.
Grundvöllurinn að samvinnu
vestrænna þjóða er miklu traust-
ari en svo, að ágreiningur um
einstök minni háttar mál geti
raskað honum. Ráðstefna sú, sem
þeir sátu nýlega í Washington
Eisenhower forseti, Winston
Churchill, Antony Eden og John
Foster Dulles gefur líka fyllilega
til kynna að samkomulag hafi
náðst um öll meginatriði þeirra
mála, sem um var rætt þar.
í sameiginlegri yfirlýsingu
sem gefin var út að fundinum
loknum lýsa Bandaríkjaforseti
og forsætisráðherra Bretlands
því yfir, að það sé ákveðinn
vilji þeirra, að Þýzkalandi
verði gefinn kostur á þátttöku
í samvinnu vestrænna þjóða,
sem jafningja þeirra. Þeir
hvetja Frakka jafnframt til
þess að staðfesta hið fyrsta
sáttmálann um varnarbanda-
lag Evrópu.
Varðandi Asíu er lögð á það
áherzla að Bretar og Banda-
ríkjamenn telji nauðsyn bera
til áætlana um sameiginlegar
varnir í Suðaustur-Asíu og á
Kyrrahafi til þess að mæta
hverg konar atburðum er þar
kunni að gerast, hver sem
niðurstaða Genfarráðstefnunn
ar kunni að verða.
Það er þess vegna auðsætt, að
hin tvö engilsöxnesku stórveldi
hafa í engu hvikað frá stefnu
sinni í baráttunni fyrir heims-
friði og öryggi. Náin samvinr.a
hinna vestrænu þjóða í Evrópu
um varnir gegn framsókn hins
kommúníska ofbeldis og vax-
andi viðbúnaðar gegn kommún-
ismanum í Asíu er enn sem fyrr
markmið þeirra.
Öllum lýðræðissinnuðum mönn
um, hvar í heiminum sem er,
mun það í fersku minni, að það
Voru fyrst og fremst Bretar og
Bandaríkjamenn, sem brutu
Hitlerismann á bak aftur. Rúss-
ar, undir forystu kommúnista,
sömdu við þá og hleyptu óarga-
dýrinu um leið lausu. Herskarar
Hitlers þorðu ekki að ráðast á
Pólverja haustið 1939 fyrr en
þeir voru búnir að tryggja sér
hlutleysi eða réttara sagt aðstoð
Stalins. Þá var öllu óhætt. —
Kampavínssalinn, sem Hitler
hafði gert að utanríkisráðherra
sínum fullvissaði hann um að
Bretar og Frakkar myndu ekki
hreyfa sig þótt ráðizt væri á Pól-
verja, ef Rússar hefðu aðeins
verið beizlaðir áður.
En þessir útreikningar brugð-
ust. Bretar og Frakkar sögðu
nazistum stríð á hendur. Komm-
únistar um víða veröld stóðu þá
sem innilegast með Hitler, sem
gert hafði vináttusamninginn við
hinn „mikla“ Stalin. Það var
fyrst eftir að villidýrið hafði ráð-
[ izt á Sovétríkin sumarið 1941
sem kommúnistar snérust eins og
vindhaninn á bæjarburstinni.
Það voru þannig Bretar og
aðrar vestrænar þjóðir, sem tóku
upp baráttuna gegn nazisman-
um. Kommúnistarnir í Kreml
sömdu við hann, hjálpuðu hon-
um til þess að ráðast á Pólland
og hefja heimstyrjöldina.
Síðar kom það svo í hlut lýð-
ræðisþjóðanna að bjarga Rússum
undan hrammi nazismans. Með
stórkostlegum vopnasendingum
Bandaríkjamanna, matvælagjöf-
um og hvers konar annarri að-
stoð Bandaríkjanna tókst rúss-
nesku þjóðinni að hrinda árás-
inni á land sitt. Þrátt fyrir ára-
tuga kúgun og axarsköpt komm-
únista í stjórn Rússlands reis
þessi langþrælkaða þjóð upp
gegn innrásarhernum, fyrrver-
andi bandamönnum herranna í
Kreml, og rak nazistana af hönd-
um sér.
Nú stynja Rússar á ný und-
an oki Sovéts síns en vest-
rænar þjóðir treysta samtök
sín til þess að hindra frekari
frelsisrán kommúnista.
Það er von og ósk allra
frjálslyndra manna, að sam-
vinna Bandaríkjamanna og
Breta um öryggismálin megi
jafnan verða traust og einlæg.
Á henni veltur mikið fyrir
framtíð heimsfriðarins og
sjálfstæði og öryggi þeirra
þjóða, sem unna frelsi og lýð-
ræði.
I UR DAGLEGA LIFINU J
ir EINHVER elskulegasti náung
inn í bókmenntum Evrópu síð-
ustu árin er ítalski presturinn,
bardagamaðurinn og góðmennið
Don Camilló. Hann er sóknar-
presturinn í litlu ítölsku sveita-
þorpi einhvers staðar í Pódaln-
um, enginn veit hvar, og þar háir
hann daglega baráttu um sálir og
sannfæringu sóknarbarnanna við
Peppone, hinn kommúniska borg-
arstjóra. Með fáum undantekn-
ingum hafa þeir Guð og Don
Camilló að jafnaði betur í bar-
daganum úm sálirnar, en kosn-
ingarnar vinnur Peppóne og
kommúnistarnir hans að jafnaði
og ráða áfram lögum og lofum í
litla sveitaþorpinu.
★ STRÍÐIÐ milli prestsins og
borgarstjórans er í rauninni tákn-
rænt um átök þau, sem fram
fara á Ítalíu í dag. Landið riðar
á barmi kommúnismans og ka-
þólska kirkjan, sem Don Camilló
er svo sérstæður fulltrúi fyrir á
ríkastan þáttinn í að hindra íram-
gang flokksins í landinu. í bar-
áttu þeirra kumpána speglast
hinar undarlegu andstæður
ítalska almúgamannsins, sem
biður til Guðs síns og skriftar
fjálglega fyrir presti sínum á
hverjum laugardegi, en á kjör-
tlý lóL um
2)on CCamiílo
dag fellur atkvæði hans á hina
kirkjufjandsamlegu kommúnista.
Faðir og skapari þeirra Don
Camillós og Peppóne er blaða-
maðurinn og rithöfundurinn
Giovanni Guareschi.
Barátta hins góða gegn hinu illa.
VeU andi ihntar:
Tðrlrygpi eða
sameinað élak!
í RÆÐU sem Adenauer forsætis-
ráðherra Þýzkalands flutti í viku-
lokin, ræddi hann umbúðalaust
um hina hlálegu andstöðu Frakka
við stofnun Evrópuhers.
Adenauer sagði að hann hefði
frekar óskað eftir að Evrópuher
yrði komið á fót heldur en að
Þjóðverjar stofnuðu sinn eigin
þjóðarher.
Ástæðuna sagði hann ekki
vera þá að hann hræddist að
hinn þýzki hemaðarandi vakn
aði upp aftur, heldur það eitt
að þýzkur þjóðarher nayndi
vekja upp ótta og tortryggni
nágrannaþjóðanna. En þrátt
fyrir það getur þátttaka Þjóð-
verja í vörnum Vestur-Evrópu
ekki beðið lengur. ískyggileg-
ar fregnir af stórlega auknum
viðbúnaði og hervæðingu
Rússa sýna að hér er um
alvöru að tefla.
Þýzkur þjóðarher myndi eink-
um vekja tortryggni Frakka
sjálfra. Það hlýtur því að vekja
stöðuga undrun hve hugsunar-
laust franskir stjórnmálamenn
hafa frestað og ef til vill hætt við
þátttöku í Evrópuhernum. Hann
var leiðin til að sameina allar
þjóðir Vestur Evrópu til þess að
geta varið frelsi sitt í öflugu sam
einuðu átaki. Tillagan um Evrópu
her var einmitt til þess ætluð að
svipta burt ótta og tortryggni og
í samræmi við hagsmuni Frakka.
Það er því ótrúlegt og óskiljan-
legt, ef þeir ætla að verða til þess
að skera þá hugmynd aftur af
stofxii.
Um stólasmiði og tízku.
RAUNSÆISMAÐUR skrifar:
„Ég las fyrir nokkru grein í
Lesbók Morgunblaðsins — ég
held að það hafi verið rétt í byrj-
un maí1— sem vakti athygli mína
og mætti segja mér, að svo hafi
verið um fleiri. Greinin var þýdd-
ur úrdráttur úr bók eftir norskan
lækni og nefndist hún, „Slap av
1— 0g bli frisk“. Greinin fjallar
um hve heilsu manna sé nauðsyn-
legt að sitja rétt og um hlutverk
húsgagnasmiða í því sambandi.
Bókarhöfundur vekur athygli á
því, að stólasmíði hafi hingað til
verið fyrst og fremst miðuð við
kröfur tízkunnar á þessum og
. . Ég verð feginn að standa upp ..
hinum tíma, án þess, að nægilegt
tillit væri tekið til þess, hvort
stóllinn væri þægilegur að sitja
í og í samræmi við hlutverk það,
sem honum er ætlað.
Verkefni fyrir ísl.
húsgagnasmiði.
SÍÐAN er sýnt fram á hvernig
hinar ýmsu stólagerðir eigi
að vera: borðstofustóllinn, hæg-
indastóllinn, vinnustóllinn, skóla-
stóllinn, þannig að hann sé sem
bezt sniðinn eftir þörfum líkam-
ans.
Mér finnst, að íslenzkir hús-
gagnaframleiðendur ættu nú að
taka sig til og spreyta sig á nýj-
um hugmyndum í stólagerð sem
stefna myndu í skynsamlegri og
heilsusamlegri átt en gerzt hefir
hingað til. Væri ekki úr vegi að
þeir kynntu sér umrædda grein
í Lesbókinni og jafnvel bókina
alla, sem hún var tekin úr. Með
þökk fyrir góðar undirtektir og
von um árangur. — Raunsæis-
maður.“
Færið gamla fólkinu
blóm.
PR E S T U R Elliheimilisins
Grund, hefur beðið mig að
vekja atbygli fólks á því, að fátt
gleður gamla fólkið meir en að
því séu færð sumarblóm utan úr
náttúrunni. Blágresi, fíflar og sól-
eyjar eru gamlir kunningjar, sem
því þykir vænt um að sjá og ylj-
ar því um hjartaræturnar á
sjúkrabeðinum. Ferðalangar,
frískir og færir, sem fara út úr
bænum um helgar ættu að hafa
þetta í hug og tína nokkur sum-
arblóm til að færa gamla fólkinu,
þegar heim kemur.
Giovanni Guareschi. Hann reynir
ekki að kafa til botns í þeim
gruggugu djúpum, sem heita
ítölsk stjórnmál, heldur einhæfir
hann baráttuna, sem á sér stað í
landinu og dæmigerir hana í hin-
um tveimur bráðsnjöllu söguper-
sónum sínum, er við hér á íslandi
þekkjum og mæta vel, bæði af
kvikmyndum og útvarpi.
□—★—□
★ GUARESCHI er skeggjaður,
einbeittur andkommúnisti, er
hefur sitt lífsframfæri af því að
gefa út hægri ’sinnað skopblað í
Milanóborg. Hann er konungs-
sinni af trú og sannfæringu, en
eins og kunnugt er, þá er ítalía
lýðveldi. Jafnaframt því virðist
Guareschi hata hina kristilegu
demokrata nær því jafn ákaft og
kommúnista, sem hann hefur svo
mjög beitt brandi sínum gegn
bæði í skopblaði sínu, er nefnist
Candido og í bókunum um Don
Camilló. Nýlega var Guareschi
varpað í fangelsi og dæmdur til
að sitja þar í heilt ár. Orsökin var
sú, að hann ásakaði Alcide de
Gasperi fyrrv. forsætisráðherr
í blaði sínu um að hafa hvatt
Bandamenn til þess að varpa
sprengjum á Rómaborg meðan á
styrjöldinni stóð. De Gasperi
höfðaði þegar í stað meiðyrðamál
og fékk hinn hugumstóra rit-
stjóra dæmdan í dyflissu.
Sagan um Don Camilló er í
stuttum köflum og komu þeir
allir fyrst í blaði Guareschi sem
greinar og birtust síðar í bókar-
formi. Hafa þegar komið út tvær
bækur um klerk og nefnast þær
á ensku „The Little World of
Don Camillo“ og „Don Camillo
and His Flock“. Sú þriðja kom
út fyrir örskömmu og hefur þég-
K
Hlífið Viðey.
ÆRI VELVAKANDI!
í Morgunblaðinu nú á dög-
unum birtist grein, sem fjallar
um hvar eigi að staðsetja gömul
hús, sem varðveita skuli. Er þar
bent á, að Viðey mundi verða
heppilegur staður.
Reykjavíkurhöfn er álitin ein-
hver sú fegursta í Evrópu og þó
víðar væri leitað. Mundi það ekki
spilla hinum tilkomumikla svip,
sem Viðey setur á umhverfi
Reykjavíkur, að hrófla nokkuð
við hennar látlausu fegurð?
Leið mín liggur á hverjum degi
um Kleppsveginn og aldrei bregst
það, að ég líti út til þessarar fögru
eyjar þar sem hún blasir við ið-
græn og tignarleg.
Með fullri virðingu fyrir göml-
um húsum, sem ég tel sjálfsagt
að varðveita, tel ég, að þau
myndu stinga mjög í stúf við um-
hverfi Viðeyjar og auk þess yrði
eyjan fyrir átroðningi þeirra, sem
um gengju. Þessvegna er það bón
mín til bæjaryfirvalda og borgar-
búa, að þeir finni einhvern ann-
an stað til varðveizlu húsanna en
einmitt Viðey.
Virðingarfyllst,
Ljóti andarunginn."
—o—
Burt með von og burt með kvíða,
bæði raska hjartans frið,
nú-ið sorglaust látum líða,
langt er eigi þess að bíða,
sem var áðan ókomið.
(Grímur Thomsen),
Teikning eftir Guareschi.
ar vakið mikla athygli á bóka-
markaðinum. Nefnist hún á
ensku „Don Camillo’s Dilemma“,
er gefin út af bandaríska útgáfu-
fyrirtækinu Farrar, Strauss &
Young og kostar hún $3.
□—★—□
★ GUARESCHI lítur á komm-
únismann sem böl, er leitt hafi
verið yfir mannkynið, en alla
jafnan sér hann einnig broslegu
hliðina við málið og gerir góð-
látlegt grín að hinum húmorlausu
kommúnistaforsprökkum, sem
streitast daginn út og daginn inn
fyrir flokkinn og foringjann, en
gera sér aldrei ljósa broslegu
hliðina við sjálfa sig og störf sín.
í síðustu bókinni, sem telur 25
kafla, er tekið á þessu gamal-
kunna efni á nýjan og ferskan
hátt. Baráttan stendur þar á
milli kirkjunnar og kommúnism-
ans, hinna andlegu afla og þeirra
veraldlegu. Það er einstök og
eftirtektarverð hlið á flestum
kommúnistum, að þeir eru gjör-
sneyddir allri kímnigáfu og taka
sjálfan sig manna hátíðlegast.
Þessu tekst Guareschi að lýsa
snilldarlega og þó á látlausan og
sennilegan máta.
□—★—□
Á í EINUM kaflanum ráðlegg-
ur borgarstjórinn Peppóne, fé-
laga Lungó að vera ekki of
áhyggjufullur yfir því hve marg-
ir þorpsbúar trúa á Krist.
„Það gerir í rauninni ekkert
til“ segir Lungo. „Það versta er,
að sumir standa á því fastara en
Framh, á bls. 1Q j