Morgunblaðið - 08.07.1954, Side 7

Morgunblaðið - 08.07.1954, Side 7
MORGUNBLABID [ Fimmtudagur 8. júlí 1954 % ! Fimmitugur í gær: Oskar P. í GÆR átti Óskar P. Söebeck, prentari í prentsmiðju Morgun- blaðsins, fimmtugsafmæli. Hann er Strandamaður að ætt, en flutt- ist ungur til Akureyrar og hóf þar prentnám, sem hann lauk í prentsmiðju Björns Jónssonar. Sumarið 1928 hélt hann til Ameríku og vann í tvö ár í prent- smiðju Lögbergs. Hingað heim kom hann svo aftur alþingishá- tíðarárið. Síðan hefur hann lengst um átt heima hér í Reykjavík. í ísafoldarprentsmiðju kom hann árið 1940 og í prentsmiðju Morg- unblaðsins hefur hann starfað síðan blaðið eignaðist sína eigin prentsmiðju. Óskar Söebeck er hig mesta ljúfmenni í allri framkomu. Þeir, sem með honum hafa unnið eiga því einungis góðar endurminn- ingar frá samvistum við hann. Hann er góður og samvizkusam- ur verkmaður og vill ekki vamm sitt vita í neinu. Kona Óskars er Lilja Jónsdótt- ir, sem ættuð er frá Bíldudal. Er hún hin mesta myndarkona, og þau hjón einkar samhent. Söebeck / ^ <% Vinir og samstarfsmenn Óskars I Söebecks árna honum og konu hans allra heilla á fimmtugsaf- mæli hans um leið og þeir láta í ljós þá von sína, að hann eigi eftir að njóta lífsins um langan aldur. Lifðu heill, Söebeck. Starfrænt nám í barnaskóium aðaimál þings norðlenzkra barnakennara DAGANA 30. maí til 3. júní s.l. var haldið mót norðlenzkra barnakennara á Akureyri. Þátt- takendur voru 65. Nokkrir þeirra bjuggu í barnaskólahúsinu, þar sem mótið var haldið, og var þeim búið þar sameiginlegt mötuneyti. Mótig var sett kl. hálf-fimm síðdegis, sunnudaginn 30. maí í samkomusal barnaskólans af Jóni Þ. Björnssyni, formanni Sambands norðlenzkra barna- kennara. Forseti mótsins var kjörinn Snorri Sigfússon, náms- stjóri. Aðalviðfangsefni þessa móts var starfrænt nám í barnaskólum. Auk þess voru tekin til meðferð- ar ýmis önnur uppeldis- og skóla- mál, svo sem reikningskennsla, skólasöngur o. fl. Mót þetta var einkum hugsað sem fræðslu- og kynningarmót. Og í samræmi við það voru flutt mörg erindi. Nokkur voru ein- göngu ætluð kennurum til íhug- unar og umræðu, en hin voru kvölderindi, og var almenningi gefinn kostur á að sækja þau. í sambandi við mótið var sýn- ing á skólavinnu barna úr eyfirzk um skólum, svo sem handavinnu, teikningu, vinnubókum og skrift. Auk þess var mjög fjölbreytt sýning á kennslubókum og hand- bókum fyrir kennara, flestum frá Bretlandi og Norðurlöndunum. í sambandi við mót þetta var haldinn aðalfundur S. N. B. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, voru þar rædd ýmis mál og gerðar ályktanir. Kosin var ný stjórn til næstu tveggja ára. Hana skipa: Björn Daníelsson, skólastjóri á Sauðárkróki, formaður, Garðar Jónsson, Hofsósi og Magnús Bjarnason Sauðárkróki. Aðal- fundurinn samþykkti að gera Snorra Sigfússon að heiðursfé- laga sambandsins. Einn daginn fóru um 50 þátt- takendur mótsins skemmtiferð í Öxnadal og gróðursettu 1200 trjá plöntur í Minningarlundi Jónas- ar Hallgrímssonar að Steinsstöð- um. Með í förinni var Bernharð Stefánsson, alþingismaður. Bauð hann gesti velkomna á æskustöðv ar Jónasar, sagði síðan frá upp- vexti hans og æskuheimili á Steinsstöðum og skýrði örnefni í dalnum í sambandi við ljóð hans. Mun Bernharg einna fróðastur núlifandi manna um þessi efni. Njáll Bjarnason, kennari, flutti Dalvísur Jónasar. Auk þess voru sungin Ijóð eftir hann. Á eftir var gengið að Hraunsvatni. Veð- ur var hið fegursta og förin mjög ánægjuleg. Síðasta kvöld mótsins var að mestu helgað Snorra Sigfússyni, sem nú lætur af námstjórn á Norðurlandi. Barnakór Akureyr- ar söng undir stjórn Björgvins Jörgenssonar, og Örn Snorrason flutti snjallan gamanþátt. Að því loknu hófst kveðjusamsæti fyrir Snorra og frú hans. Stjórnaði Eiríkur Sigurðsson því. Aðalræð- una flutti Hannes J. Magnússon, skólastjóri, og tilkynnti, að sam- bandsfélögin hefðu ákveðið að gefa Snorra málverk. Lítil stúlka færði þeim hjónum biómvönd. — Næst töluðu skólastjórarnir, Sig- urður Gunnarsson og Björn Daníelsson. Þá afhenti Jón Þ. Björnsson Snorra ljósmynd af Hólum í Hjaltadal sem sérstaka gjöf frá Kennarafélagi Skaga- fjarðar. — Kvæði fluttu Kári Tryggvason og Magnús Péturs- son. Margir fleiri tóku til máls og íluttu kveðjur og þakkir. Mik ið var sungið undir borðum. Að síðustu flutti Snorri Sigfús- son ræðu. Þakkaði hann samstarf liðinna ára og vináttu. Einnig þakkaði hann þann heiður, sem honum væri nú sýndur. Þá var 6. móti Sambands norð- lenzkra barnakennara slitið. Eins og áður getur voru nokk- ur kvölderindi fiutt á mótinu. Voru þau fjögur alls. 1) Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri: Skólalöggjöfin og fram- kvæmd hennar. 2) Dr. Broddi Jóhannesson: Að vera maður. 3) Dr. Matthías Jónasson: Starf rænt nám og greindarmæiingar. 4) Snorri Sigfússon, námsstjóri: Skólarnir og framtíðin. Auk þessa fluttu eftirtaldir menn fræðsluerindi fyrir kennara 1) Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri: Úr utanför. 2) Dr. Broddi Jóhannesson: „Gömul vísa“. 3) Jóhannes Ó. Sæmundsson, kennari: Um reikningskennslu o. fl. 4) Sigurður Gunnarsson, skóla- Framh, á bls. 11 „Líkammn HEFIR ÞÚ, lesandi góður, kom- ið í Grundarfjörð í góðu veðri? Sé svo ekki, þá áttu mikið eftir. Komir þú að Setbergi, prestsetr- inu í Eyrarsveit, á vorbjörtu og kyrru júní-kvöldi, skyggnir hönd fyrir augu þér, þá ber fyr- ir þig sýn, sem fá á sér líka að fegurð hér á landi. Á móti þér blasa fjöllin vestan Grundar- fjarðar, há og hrikaleg, á vinstri hönd Grundarbotnar og hægri hönd hinn blái Breiðafjörður með bláma af fjöllum Barðastrandar í baksýn. Náttúrufegurðin ein saman, nægir til þess, að gera Setberg ógleymanlegt öllum þeim, sem þangað koma, en ekki dregur það heldur úr, að þar ráða höfðingjar ríkjum, þar sem eru prófastshjónin síra Jósep Jónsson og frú Hólmfríður Hall- dórsdóttir, en þau eru þessa dag- ana að hverfa á brott eftir 35 ára veru á staðnum. FYRSTU PRESTSKAPAR- ÁRIN í tilefni þessara merku tíma- móta í ævi prófastshjónanna, hringdi ég til prófastsins og beiddi hann viðtals fyrir hönd Morgunblaðsins. Eins og endra- nær, var prófasturinn Ijúf- mennskan sjálf og þrátt fyrir mikið annríki í flutningum á bú- slóð og þau hjón færu morgun- inn eftir, gaf hann sér samt tíma til að spjalla við mig. „Ég ætla bara að kveikja í pípunni minni fyrst og fá mér svo sæti á þess- um eina stól, sem eftir er á heim- ilinu, hinir fóru allir með bíln- um í gær og svo skalt þú bara spyrja mig“, sagði prófastur. — Hvenær varst þú vígður prestur og hvar hófst þú prest- skap? — Ég var vígður 24. júní 1915 og vígslubróðir minn var núver- andi herra biskupinn yfir íslandi, Ásmundur Guðmundsson. Ég var vígður til prestþjónustu að Barði í Fljótum, var síðan tvö ár að- stoðarprestur hjá síra Jóni Hall- dórssyni á Sauðanesi, síðan sett- ur prestur í Staðarhólsþingum, en veitt Setberg árið 1919. Mér er minnisstæð vera mín á Sauða- nesi, því eins og þú veizt er stað- urinn tilkofnumikill og þar höfðu setið ýmsir höfuðklerkar lands- ins, svo sem síra Arnljótur Ólafs- son. Ég kynntist þar nokkuð syni hans, Þorsteini Arnljótssyni, hann verður öllum minnisstæður, sem hann sáu, því að hann var andlegt ofurmenni, en líkamlega bæklaður alla ævi.“ ÆVISTARF VALIÐ — Lágu til þess nokkrar sér- stakar ástæður, að þú ákvaðst sem ungur maður að gera prest- skapinn að ævistarfi þínu? — Já, þessu er nú kannski ekki svo gott áð svara. Satt að segja rennur bændablóð í æðum mín- um, faðir minn var bóndi í Húna- þingi og eg er af bændum kom- inn í báðar ættir. Allt frá önd- verðu varð mér preststarfið mjög ljúft og mig dreymdi um það að verða sveitarprestur í þess orðs beztu merkingu. Jafnframt því, að boða söfnuninum hinn helga boðskap, langaði mig líka til þess að geta orðið fólkinu nokkur fyrirmynd í ræktun og búskap yfirleitt, en það er svo annarra að dæma um það, hvort mér hefir tekizt það. Þegar ég kom að Setbergi, hófst fyrir mér nokkurs konar landnám. bygging ar voru vægast sagt lélegar og ræktun lítil.“ STÓRSTÍGAR BREYTINGAR — Hvernig leizt þér svo á“, þegar þú komst hingað fyrst, öll- um ókunnur? — Vel, strax mjög vel. Nátt- úrufegurð er hér mikil og marg- breytileg og ég kom strax auga á, að ég hafði hér mikil verk- efni að vinna, bæði sem prestur og bóndi. Fátækt fólksins hér var mikil og miklu meiri en ég hafði átt að venjast heima á æskustöðvunum í Húnavatns- sýslu. Þá voru hér framkvæmdúr fer, en andinn verð- ur eftir ú Setbergi" Rætt vi8 séra Jósep Jónsson, ettir 35 ára prestsþiómrstu. Séra Jósep Jónsson. litlar, samgöngur slæmar og Eyr- sveitungar í fáu sjálfum sér nógir. Verzlun öll var sótt í Stykkis- hólm og þar lagðar inn allar vör- ur, sem bændur öfluðu, hvort sem var úr sjó eða af landi. — Síðan hefir orðið mikil breyting og mér liggur við að segja, að í fáum sveitarfélögum hafi þró- unin orðið svo ör og góð sem hér. Sem betur fer, er nú sú gamla fylgikona, fátæktin, farin veg allrar veraldar og vildi eg að kerling sú ætti aldrei aftur- kvæmt í Eyrarsveit. Búskaparlag og lifnaðarhættir allir hafa og tekið miklum stakkaskiptum. Annars er það skoðun mín, að Eyrarsveit geti aldrei orðið mikil landbánaðarsveit, til þess eru jarðir hér alltof litlar. En sam- fara sjósókn, getur landbúnað- urinn orðið lyftistöng og er, öll- um framkvæmdum hér í sveit- inni. Áður fyrr, sóttu menn sjó- inn eingöngu á árabátum og opn- um bótum, en síðan Grafarnes byggðist hefir útgerðin færzt þangað og stunduð á stórum og góðum bátum. STARF PRESTSINS — Af því að þú ert Húnvetn- ingur að ætt, þá hlýtur þú að hafa átt góða hesta um dagana? —Já, ég er hræddur um það. Ég hefi margan góðan gæðinginn átt, og skal ég aðeins nefna tvo þeirra, Flugu og Glæsi. Á þeim fór ég oft til messugjörðar að Kvíabryggju, á meðan enn var þorp þar. Og ég fór ekki alltaf fetið, hafði gaman af að spretta úr spori, þar sem aðstæður voru fyrir hendi og eins og þú segir, þá kom upp í mér Húnvetning- urinn, húnvetnzka hestamanna- eðlið sagði þá til sín. Hestarnir voru vinir mínir og ég vinur þeirra. Síðustu árin, hefi ég aðal- lega farið á bílum, einkum eftir að byggðin færðist til Grafar- ness. Ég hafði guðsþjónustur á Kvía- bryggju í samtals 18 ár og enda þótt þar væri við ýmsar erfiðar aðstæður að etja-, svo sem lítinn og þröngan húsakost, minnist ég þeirra stunda með mikilli á- nægju. — Eftir að byggðin færð- ist frá Kvíabryggju og Grafar- nes tók við, hefi ég flutt guðs- þjónustur í samkomuhúsinu þar. Ég hef alltaf haft þá trú, að það sé ekki nóg áð hafa kirkju heima ó prestsetrinu, heldur verður presturinn að fara þang- að sem fólkið er fyrir og flytja því boðskap kristninnar þar á staðnum. Enda er það ekki ein- vörðungu starf prestsins, að flytja guðsþjónustur og framkvæma hin ýmsu embættisverk, heldur og að komast í sem nánust kynni við söfnuð sinn. Ég hef reynt að verða þeim að liði, sem á ein- hvern hátt hafa átt um sárt að binda eða sjúkir verið og vona, að ég hafi með því orðið ein- hverjum að liði. VINIR KVADDIR —Þú hefir átt samleið mcð* mörgum hér i sókninni öll þessi ár og margir eru nú gengnir á Guðs síns fund, en vilduiðu nefna nokkur nöfn í því sam- bandi? — Þú hefir gegnt mörgum öðr- um störfum en prestskapnum ogi hvenær varstu skipaður prófasL- ur í Snæfellsnesprófastsdæmi? — Það var árið 1934 eða fyrir réttum tuttugu árum síðan. Ég; var lengi i hreppsnefnd Eyrai- sveitar og oddviti hennar um áia- bil. Þá var ég einn af stofnend- um Kaupfélags Stykkishólms cg í stjórn þess um 28 ára skeið. Ennfremur í stjórn búnaðarfé- lagsins, sat á stéttarsambands - þingum bænda og lengi í skóla- nefnd og prófdómari við barna- skólann í Grafarnesi. Ég hef haft mikla ánægju af börnum og þyk- ir vænt um þau. Þau eru það unga ísland, sem á að erfa land- ið og taka við því. Á meðal barna. og fyrir þau hef ég alltaf viljaS starfa og þau eru blátt áfram. mitt fólk. PRÓFASTSFRtJIN ORGAN- LEIKARI í 35 ÁR — Ég var nú reyndar búinn að lofa konunni þinni því, að látaj hennar ekki getið í þessu sam- tali, en eins og nauðsyn brýtur lög, þá kemst ég nú ekki hjá því að minnast aðeins á hana eða er það ekki rétt, að húa hafi verið organleikari við messu- gerðir hjá þér öll þessi 35 ár,. Nú brosir prófastur og segir, a8> frúin hafi nú raunar líka vcrið búinn að taka af sér loforð um. það, að láta starfs hennar sem. organleikara og söngstjóra sem minnzt getið — en það er rétt hjá þér, að öll þessi ár hefir hún, verið við hljóðfærið með fáum undantekningum og þar með átt sinn þátt í því að viðhalda og efla kirkjulegt líf í sókninni. A. langri ævi, sem prestur, hefii- mér orðið það fyllilega ljóst, at* söngur og organleikur við guðs- þjónustur er svo snar þáttur at- hafnarinnar, að mikið veltur á, hvernig þeir hlutir eru af hendi leystir. — Viltu láta nokkurs sérstakfi getið um leið og við sláum botn- inn í þetta rabb okkar? TENGSL, SEM EKKI SLITNA —Eins og ég sagði áðan, þá. fer ekki hjá því, að nú, þega»- skilnaðarstundin er orðin stað- reynd, komi fram í huga minn hópur minninga. Hér á þessum stað, hefi ég lifað ölL blómaár ævinnar og hér finnsfc mér ég hafa fest rætur. Og þó ég flytji nú burt tik Reykjavíkur, þá er þvi ekki a& leyna, að það er aðeins líkam- inn, sem fer, andinn verður eftir á Setbergi, Hér hef ég hlúð að> öllu því, sem ég hefi haldið af£ til góðs mætti verða og sú er að lokum ósk mín og bæn, sókn- inni og sóknarbörnum mínum, ungum og öldnum, til handa, afj gæfa þeirra og gengi megi alltaP vaxa og dafna og ég bið þess, að eftirmanni mínum, ungum og duglegum presti, megi falla sú, gæfa í skaut, að geta stuðlað aðt því, að svo megi verða. ❖ ❖ ❖ Hér lauk samtalinu við síra. Jósep og ég þakkaði honum góð- svör og greið. Það hefir komiðt berlega í ljós síðustu dagana„ Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.