Morgunblaðið - 08.07.1954, Side 8
8
MORGUNH.LAÐIÐ
Fimmtudagur 8. júlí 1954
imMofrife
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Jafnvægi í byggð landsins
HINN 4. febrúar árið 1953 sam-
þykkti Alþingi þingsályktun-
artillögu um undirbúning heild-
aráætlunar í þeim tilgangi að
skapa og viðhalda jafnvægi í
byggð landsins. Voru það þing-
menn Sjáufstæðisflokksins, sem
forystu höfðu um málið, en þrír
þingmenn Framsóknarflokksins
stóðu einnig að flutningi tillög-
unnar.
í þinginu var þessu máli vel
tekið og var þingsályktunartil-
lagan samþykkt óbreytt með sam
hljóða atkvæðum. Var hún á
þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að hefja nú
þegar undirbúning að heildar-
áætlun um framkvæmdir í
þeim landshlutum, sem við
erfiðasta aðstöðu búa sökum
erfiðra samgangna og skorts
á raforku og atvinnutækjum.
Að slíkum undirbúningi
loknum skal ríkisstjórnin
leggja fyrir Alþingi tillögur
sínar um nauðsynlegar fram-
kvæmdir. Skulu þær stefna að
því að skapa og viðhalda jafn-
vægi í byggð landsins og
tryggja sem mest framleiðslu-
afköst þjóðarinnar.
Fiskifélag íslands, Búnaðar-
félag Islands og Landssam-
band iðnaðarmanna skulu
vera ríkisstjórninni til aðstoð-
ar við starf þetta.“
Forsætisráðherra hefur nú skip
að tvo alþingismenn í nefnd til
þess að vinna það verk, sem til-
lagan ræðir um. Verður vissulega
að vænta þess, að árangur starfs
þeirra verði í samræmi við mikil-
vægi þess verkefnis, sem þeim
hefur verið fengið.
Eins og kunnugt er hafa stór-
felldir fólksflutningar átt sér stað
frá sveitum og sjávarþorpum tii
hinna stærri kaupstaða s.l. ára-
tugi. Sumpart hefur þetta sprott-
ið af breyttum atvinnuháttum og
sumpart af því, að þéttbýlið hef-
ur boðið fólkinu upp á allt önn-
ur og meiri lífsþægindi og lífs-
skilyrði en strjálbýlið. Fólkið
hefur leitað að þeim eldinum,
sem bezt brann.
En þetta hefur oft haft í för
með sér að fjöldi fólks hefur horf-
ið frá framleiðslustörfum í sveit
eða við sjó og tekið upp störf,
sem þvert á móti hafa í för með
sér gjaldeyriseyðslu. Hefur að
sjálfsögðu falizt mikil hætta í
slíkri þróun í fámennu og tiltölu-
lega frumstæðu þjóðfélagi.
Það, sem fyrir Sjálfstæðis-
mönnum vakti með flutningi
tillögunnar um heildarfram-
kvæmdaáætlun til þess að
skapa og viðhalda jafnvægi í
byggð landsins, var fyrst og
fremst það, að jafna aðjtöðu
fólksins í landinu í lífsbar-
áttu þess, skapa blómleg líf^.-
skilyrði sem víðast um land-
ið og stöðva með því hina ó-
heillavænlegu samþjöppun
þjóðarinnar í kaupstöðum á
örfáum stöðum.
Þeir hafa hvað eftir annað bent
á, að það væri þýðingarlaust að
fjargviðrast yfir því að unga
fólkið flýi sveitir og sjávarþorp
til Reykjavíkur, þar sem lífsþæg-
indin eru mest og afkomuskil-
yrðin bezt. Það yrði að gera eitt-
hvað raunhæft til þess að jafna
metin, bæta lífsskilyrðin og að-
stöðu fólksins í strjálbýlinu.
UR DAGLEGA UFINU
Sú heildaráætlun, sem gerð >
verður til þess að skapa og við- ,
halda jafnvægi í byggð landsins I
hlýtur að miða að þessu. Hún í
verður að stefna að því, að bætt |
verði afkomuskilyrði þeirra, sem 1
við erfiðasta aðstöðu hafa búið. i
Að sjálfsögðu hefur margt ver- /
ið gert í þessu skyni á undan- j
förnum árum. En í þeim fram- |
kvæmdum hefur oft skort heild- j
aryfirsýn. Það er t. d. gagnslítið
að leggja mikig fé í vegagerð til j
þess að koma einstökum byggðar- (
lögum í akvegasamband, ef svo
er algerlega vanrækt að stuðla
að því, að þar séu fyrir hendi j
framleiðslutæki, sem skapi al-
menningi þar afkomuskilyrði
Einhverjir munu e. t. v. segja
að það sé fyrst og fremst verk-
efni einstaklinganna og félaga-
samtaka þeirra að tryggja slíkt.
En við því er það að segja, að
meginhlutinn af öllu fjármagni
þjóðarinnar er í kaupstöðunum
og þá fyrst og fremst í höfuð-
borginni. Hina minni staði skort-
ir oft fjárhagslegt bolmagn til
þess að byggja upp framleiðslu
sina og atvinnuvegi.
Tillaga Sjálfstæðismanna,
sem samþykkt var á siðasta
Alþingi um uppbyggingu iðn-
aðar úti um land, er einnig
hin athyglisverðasta. Það er
áreiðanlega óheppilegt, að all-
ur iðnaður landsmanna vaxi
upp á einum eða tveimur stöð-
um. Mjög æskilegt er að hann
dreifist og leggi grundvöll að
auknu atvinnuöryggi víðsveg-
ar um land.
Það er von Sjálfstæðis-
manna að upp af samþykkt og
framkvæmd þessara tveggja
tillagna vaxi aukið jafnvægi
í byggð landsins, jafnari að-
staða fólksins í strjálbýli og
þéttbýli í lífi þess og starfi.
Lysenko
ÞAÐ er hlálegt að sjálfur höfuð-
postuli hinna sérkennilegu sovét-
vísinda, Lysenko prófessor skuli
nú vera fallinn í ónáð. Að vísu
kemur það stundum fyrir að kenn
ingar og skoðanir vísindamanna
reynast rangar. Oftast er það ein-
göngu ósigur þess eina vísinda-
manns, því að vísindin og aukin
þekking mannkynsins stefnir iðu
laust fram á við.
En í þessu dæmi er um annað
og meira að ræða. I sjö löng ár
hafa valdsmenn Rússlands lög-
boðið að kenningar Lysenkos
skuli teljast' opinberlega réttar.
Hér eins og á fleiri sviðum hef
um það undarlega fyrirbrigði
skapazt að tvær útgáfur af Sovét-
ríkjunum hafa orðið til. Onnur
sem liggur við yfirborð jarðar
frá Eystrasalti til Vladivostok,
Rússland ranuveruleikans, þar
sem landbúnaði hefur hrakað svo
ár frá ári, að þjóðin sveltur.
Hin útgáfan af Sovétríkjunum
hangir í lausu lofti yfir. Mynduð
skv. valdboði af hugarórum. Rúss
land óraunveruleikans ofinn úr
milljónum ferkílómetra af áróð-
Ursritum, þar sem engin orð eru
nógu sterk til að lýsa eigin ágæti.
Það sem hefur gerzt er aðeins
að hinir rússnesku valdsmenn
hafa um sinn dottið niður úr
skýjabólstrum sinnar sjálfum-
glöðu vímu og komið hart niður
í Rússland raunveruleikans.
★ LORJOU heitir hann, einn
frægasti listmálari Frakklands og
auðvitað á hann heima í París.
Og hvar í París? Hvergi annars
staðar en á Montmartre, því hvar
þrífast listmálarar betur en í
þeim hafsjó myndrænna lína og
lita. Um fáa menn, sem á pensli
og litaspjaldi halda er meira rætt
í París þessi misserin og fyrir
skömmu voru verk hans sýnd
vestanhafs í Wildenstein sýning-
arskálanum í New York við hið
mesta lof. Lorjou er arftaki þeirra
Van Gogh og Soutine, en hann
málar með ríkum einstaklings-
einkennum í formi, myndbygg-
ingu og litavali, sem einkennir
hann mjög og gerir hann auð-
þekktann.
★ ÓFEIMINN er hann aldeilis
við að nota sterka liti, stilleben-
myndir hans og uppstillingar
geisla af litafjöld og litadýrð,
hvort sem hann málar aldin á
borði, blóm í vasa eða lostætan
krabba á diski.
Margir franskir listagagnrýn-
endur halda því fram, að Lorjou
sé mesti listmálari 20. aldarinn-
ar. Hann er 45 ára að aldri og
fæddist hann í héraði, sem Loire-
ÍL emn
^raaóLan málara
áin rennur um, en sveit sú er
rómuð fyrir fegurð sína og þar
völdu Frakkakonungar köstul-
um sínu mog höllum stað um
Eitt afskorið kýrhöfuð lagt á disk
og borið fram.
'UeluaLandi ókrijar:
aldaraðir., Lorjou er hæglátur
maður og hlédrægur, grannur
maður og í meðallagi á vöxt. Hár
hans er skorið stutt, hann er fá-
máll og virðist feiminn við fyrstu
sýn. Því þykir persónuleiki hans
vera í miklu ósamræmi við þann'
kraft og þann volduga straum,
sem veltist áfram í myndum
i hans og litavali.
I Lorjou er maður jarðarinn-
ar. Hann málar gjarnan landlags-
myndir, þar sem persónuleiki
hans og myndstíll er gjörþekktur
í hverjum pensildrætti og öllum
smáatriðum myndarinnar, og á-
horfandinn verður var við gleði-
straum kvíslast um æðarnar,
þegar hann virðir málverkið fyr-
ir sér. List hans í myndfestingu
uppstillinga er viðbrugðið; í þeim
er fólgin sérstök spenna, magti
og þróttur, sem fáum er gefinn.
□—★—□
★ LORJOU býr á Montmartre.
Þar hefur hann litla vinnustofu
uppi undir risi í sex hæða bygg-
ingu ,sem stendur í skugganum
af marmarakirkjunni fögru, er
Utrillio festi svo oft á léreft sitt.
Úr gluggunum sést yfir húsa-
mergð Parísarborgar eins langt
og augað eygir og hin bláleitu
þök hverfa í móðuna, sem yfir
borginni liggur út við sjóndeild-
arhringinn.
Við húshliðina er lítill fagur
garður, valinn til kyrrlátra hug-
leiðinga. Það er gamall klaustur-
garður og á þvottadögum hengja
Réttlát reiði.
IBRÉFI frá Hlíðabúa segir:
„Þolinmæði okkar íbúa hér í
Hlíðahverfinu er nú senn á þrot-
um. Að undanförnu höfum við
stöðugt borið fram kvartanir út
af vatnsskortinum hér í hverfinu,
sem svo rammt kveður að, að til
stórvandræða horfir.
Fjölskyldur sem búa á efri
hæðum húsanna eru svo að segja
algerlega vatnslausar frá því um
kl. 9—10 á morgnana og fram á
kvöld. Það vantar vatn til að þvo
börnunum, þrífa íbúðina og elda
matinn. Getur ástandið verið öllu
verra? Okkur sem hér búum þyk-
ir nógu afleitt að fá ekki notið
hitaveitunnar, þó að við séum
ekki sviptir kalda vatninu einnig*
Það er auðsætt, að vatnsveitu-
kerfi hverfisins er stórlega ábóta-
vant og þarf hinna bráðustu úr-
bóta við. Þykjr okkur æði hart,
og með öllu óviðunandi, að bæj-
aryfirvöldin skuli svo greinilega
skella skollaeyrunum við þeirri
réttlátu kröfu um, að bætt verði
úr þessu ófremdarástandi hið
snarasta. — Hlíðabúi.“
Lýsa vanþóknun sinni.
UNG stúlka hér í Reykjavík
hefir skrifað mér í nafni
nokkurra stallsystra sinna og lýst
yfir vanþóknun sinni á ýmsu, sem
henni finnst miður fara í skemmt
analífi höfuðborgarinnar.
„Tekur það ekki út yfir allan
þjófabálk — segir hún, þegar
sjálft Ríkisútvarpið lætur flytja
lofsöng um skækjulifnað saminn
og fluttan af íslenzkri stúlku eins
og þann, sem hlustendur heyrðu
fyrir nokkru í útvarpsþættinum
„Gamlar minningar“, sem ann-
ars er að jafnaði mjög skemmti-
legur þáttur. Þarna var um að
ræða hinar sóðalegustu klámvís-
ur og sætir furðu, að þær skyldu
vera samdar af stúlku. Var höf-
undinum og íslenzkrí kvenþjóð
lítill sómi að því, að henni skyldi
líðast að hrópa slíkan óþverra út
yfir landslýðinn.
Fáar hafa látið glepjast.
SVO margt hefir verið ritað um
kvikmyndaruslið, sem hér er
á boðstólum, að ég ætla ekki að
ræða um það nánar hér, en öllu
hugsandi fólki er Ijóst að marg-
ar þeirra eru ekki aðeins ómerki-
legar og einskisvirði — heldur
hreint og beint siðspillandi — og
jafnvel mannskemmandi. Það er
engu likara en að það hafi verið
hafinn allsherjar áróður til að
spilla okkur unga fólkinu. Það er
gengið út frá því sem vísu að við
gleyþum við öllu hugsunar-
og gagnrýnislaust. En sem betur
fer er þetta rangt. Ég held að ég
mæli fyrir munn margra ungra
stúlkna í Reykjavík, er ég stað-
hæfi, að tiltölulega fáar hafa látið
áróðurinn glepja sig og við líð-
um það ekki, að við séum allar
dæmdar eftir þeim fáu.
Nokkrar ungar stúlkur í Reykja-
vík.“
Piltabúðir.
á milli Hafnabúða
Min a muix Hafnabuða og
Tjarnar er tangi fram í sjó-
inn, sem kallaður er Rifið. Þar
voru í fyrri tíð búðir og sjómenn
margir, en mitt á milli Rifsins og
Hafnabúða stóðu Piltabúðir.
Þangað völdust jafnan vöskustu
menn og klæddu sig aldrei skinn-
klæðum, og kölluðu það lítil-
mennsku að „skríða undir sauðar
nárum“. Rifsmönnum lék öfund
á sjómönnum í Piltabúðum og
áttust þeir oft illt við, en að lok-
um fóru Rifsmenn á Piltabúðir
einn góðan veðurdag, er Piltar
voru ekki heima og söguðu ailar
árar næstum í sundur undir
skautnum, og negldu svo skaut-
ana yfir aftur. Daginn eftir réru
Piltar og gerði stinnings kalda um
daginn og óveður af landi. Komu
þeir að um kvöldið og spurðist
ekki til þeirra framar. Þar sem
Piltabúðir voru, sjást nú stórar
grjóthrúgur, og steinar svo stór-
ir, að engir menn nú á tímum
mundu geta vig þá fengizt,
Hér fæðist Mefistófeles á mál-
aragrindinni. Lorjou stendur hjá.
' nunnurnar þar út þvottinn sínn
| til þerris. Ef þú hallar þér út um
t gluggann hans Lorjou, er kvölda
t tekur og húmið sekkur yfir borg-
; ina heyrir þú margs konar kynja-
j hljóð berast upp til þín í kyrrð-
[ inni. Það er ómurinn frá hinum
I mörgu öldurhúsum og götukrám,
sem frægð Montmartre hefur
laðað til sín.
□—★—□
★ EN Lorjou hlustar ekki eftir
þeim. Hann heyrir aðeins raddir
náttúrunnar berast til sín í miðri
heimsborginni og hann skynjar
þær í litamergð hins rauðgula og
bláhvíta himins, sem hvelfist yfir
öllum sönnum listamönnum.
Hans er ekki erill og þys borgar-
innar að heldur; miklu fremur
j þunglynd rósemi hinna aldur-
hnignu og rykgráu Parísarhúsa,
er teygja mjóslegna skorsteina
* sína til himins.
Og þegar honum leiðist borg-
arlífið og eirðarleysið grípur
hann föstum tökum heldur hann
áleiðis til Gare-Lazare og kaupir
þriðjaflokks járnbrautarmiða,
sem færir hann heim til móður
sinnar í sveitinni, 85 ára gamall-
ar bóndakonu.
Meðan hún hugsar um kjúkling
ana sína blandar Lorjou liti og
sýslar við terpentínu og pensla
— og þá hefst fæðing enn eins
listaverks, sem ber nafn hans
grönnum dráttum í hægra horni
sinu.
Attlee til Ástralíu
' LUNDÚNUM — Fyrrverandi for
. sætisráðherra Bretlands Clement
Attlee, hefur þegið heimboð til
'Ástralíu. Mun hann fara þangað
! eftir för sína til Kína í haust, j