Morgunblaðið - 08.07.1954, Síða 12
12
MORGUNBLABIÐ
Fimmtudagur 8. júlí 1954
$
Norrænir málm-
iðnaðarmeím
áfnndi
í DAG hefst hér í Reykjavík
norræn málmiðnaðarmanna ráð-
stefna. Er það í fyrsta skipti, sem
slík ráðstefna er haldinn hér á
landi og eru komnir til hennar
fulltrúar málmiðnaðarsambanda
Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svíþjóðar, tveir fulltrúar frá
hverju þessara landa, auk fuil-
trúa frá íslandi.
Fél. járniðnaðarmanna, blikk-
smiða og bifvélavirkja sjá um
ráðstefnuna og dvelja hinir er-
lendu fulltrúar sem gestir þess-
ara félaga. Rætt verður um sam-
eiginleg áhugamál þessara landa
á sviði málmiðnaðar.
264 lögreglumenn flýja
A-Þýzkaland á 1 mánuði
BERLÍN, 7. júlí — Einkaskeyti frá Reuter.
2 6 4 LÖGREGLUFORINGJAR og lögreglumenn flýðu Austur-
Þýzkaland í síðasta mánuði og leituðu hælis í Vestur-Berlín, sem
pólitískir flóttamenn. Hafa borgaryfirvöld Vestur Berlínar skýrt
frá þessu. Heldur flóttamannastraumurinn stöðugt áfram, þótt
hætt sé að rita stórar fréttir í blöðin um svo hversdagslega hluti.
Norrænir veður-
fræðingar á fundi hér
í DAG hefst hér í Reykjavík
fundur veðurstofustjóra Norður-
landanna. — Veðurstofustjórarn-
ir munu allir mæta nema sá
danski, sem skyndilega veiktist,
en frá Danmörku mæta fjórir
veðurfræðingar, tveir frá Sví-
þjóð og Noregi og einn frá Finn-
landi. Ráðstefnan mun fjalla um
fjölmörg mál og fara fundir
fram í Háskólanum.
Fróðlepr fyrirlesfur
um garðyrkju
í GÆRDAG var próf. Árni
Thorslund frá Ási með 40 garð-
yrkjubændum á fundi austur í
Hveragerði, en þar hélt hann
fyrirlestur um garðyrkju og kom
mjög víða við og var þetta hinn
fróðlegasti fyrirlestur í hvívetna.
Stóðu Garðyrkjufél. íslands og
garðyrkjubændafélögin að fund-
inum og voru sumir komnir langt
að til að hlýða á mál próf Thors-
lund.
Tveir sólfu um
doceufsembætti
SAMKVÆMT tilkynningu frá
menntamálaráðuneytinu voru
tveir umsækjerrdur um dócents-
embætti í guðfræði við háskólann
sem auglýst var til umsóknar 15.
marz s.l. með umsóknarfresti til
1. júlí. Umsækjendurnir tveir
voru Guðmundur Sveinsson, sett-
ur docent og Þórir Þórðarson,
cand theol.
Fimmfugur í gær
Fimmtugur varð í gær Otto
Wathne Björnsson, Krosseyrar-
vegi 5, Hafnarfirði. — Er hann
mörgum kunnugur að góðu einu,
enda er hann hinn hezti drengur
og hrókur alls fagnaðar, hvar sem
hann kemur. — Vinur.
t1
LILLU
kryddvörur
eru ekta og
þess vegna
líka þær
bezt. Við á-
byrgjumst
gæði.
Biðjið um LILLU-KRYDD
þegar þér gerið innkaup.
AUSTUR-ÞÝZKUR HER
ÞJÁLFAÐUR
Á fyrstu sex mánuðum ársins
hafa nærri 1500 lögreglumenn
flúið vestur yfir járntjald frá
Austur-Þýzkalandi. Þar af eru
109 lögregluforingjar. Sumir
þessara foringja hafa verið mjög
háttsettir svo sem Hermuth
Balthasar yfirmaður stórskota-
liðsdeild þýzku alþýðulögreglunn
ar og Hans Bonk yfirmaður
æðsta herskóla austur-þýzku al-
þýðulögreglunnar. Þessir ]ög-
regluforingjar hafa látið í té þýð
ingarmiklar upplýsingar sem
sýna að Rússar leggja mikla
áherzlu á að þjálfa og vopna
austur-þýzkan her, sem til bráða
birgða ber þó lögregluheiti.
10 ÞÚSUND LÖGREGLU-
MENN KVEÐJA
Frá því árið 1951 hafa nærri 10
menn flúið frá Austur Þýzka-
þúsund austur-þýzkir lögreglu-
landi. Skiptist fjöldinn þannig
niður eftir árum:
1307 árið 1951
2049 — 1952
4308 — 1953
og um 1500 á fyrra árshelmingi
þessa árs. Virðist sem hinir komm
únisku valdhafar geti ekki einu
sinni treyst lögreglusveitum þeim
sem þeir hafa einmitt ætlað það
verk að hindra flótta almennra
borgara.
Ófíð í S-Þingeyjar-
sýslu
HÚSAVÍK, 7. júlí: — Rigninga-
samt hefur verið hér undanfarið
og hefur bændum gengið illa að
ná inn heyjum sínum, þeim sem
ekki hafa súgþurrkun. Er all-
mikið hey úti, þar sem sláttur er
fyrir nokkru hafinn, og sumir
jafnvel all langt komnir með
heyskap.
Bræla hefur verið á síldarmið-
unum, og liggja 3 síldarskip hér
inni vegna veðurs. í gær var
fyrstu síldinni landað hér og voru
það samtals 170 tunnur, sem tveir
bátar komu með, Sigrún frá Vest-
mannaeyjum með 70 tunnur og
Guðbjörg frá Neskaupstað með
100 tunnur. — Fréttaritari.
Tveir HefnarfjarSar-
fogarar á karfa-
veiðum
HAFNARFIRÐI — Nú eru aðeins
tveir togarar, Ágúst og Júlí, gerð-
ir út héðan. Þeir eru báðir á
karfaveiðum og hafa aflað all
sæmilega að undanförnu. Júlí
kom inn fyrir síðustu helgi með
um 240 tonn og Ágúst 226 tonn,
báðir eftir skamma útiveru. —
Togarinn Júní er í slippnum í
Reykjavík til hreinsunar og við-
gerðar, en Surprise, Bjarni ridd-
ari og Röðull hafa legið hér við
bryggjurnar og hefir verið unnið
við að lagfæra og hreinsa þá. —
Flestir vélbátanna eru nú farnir
norður til síldveiða. — G.E.
Ágæfur árangur
á innanféiagsmófi
f. R
Á INNANFÉLAGSMÓTI f. R. í
gærkvöldi var keppt í 100 m
hlaupi og kringlukasti. Guðm.
Vilhjálmsson ÍR, sigraði Og hljóp
á 10,8, Guðmundur Lárusson, Á,
fékk einnig 10.8,. en var sjónar-
mun á eftir, Hilmar Þorbjörns-
son, Á, hljóp á 10,9 og Vilhjálm-
ur Ólafsson, ÍR, fékk 11,2.
Örn Clausen sigraði í kringlu-
kasti með 42,10. Þessi tíma í 100
m. er sá bezti, í 100 m hér á
landi í ár.
Skrifstofuvinnia
SENDESVEINIM
óskast sem fyrst.
GARÐAR GISLASON H. F.
Hverfisgötu 4
Grænlandsfar
kom hingað í gær
FRAM eftir degi í gær iá hér
á ytri höfninni Grænlandsfarið
Kista Dan. Það tók fyrrihluta
þessa árs þátt í Suðurskautssigl-
ingu. — Hingað kom skipið til að
sækja 22 danska landmælinga-
menn, sem komu flugleiðis frá
Danmörku eftir hádegi í gær. —
Skipið flytur hópinn til Scorysby-
sunds.
Óskum að ráða vanan skrifstofumann og stúlku til
frarfitíðarstarfa.
GARÐAR GÍSLASON H. F.
Hverfisgötu 4
• -■■•■■■■■■■«■•■■■■■■■■■■«■■■■■■■■ ■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«-Biiwmr»'>
REMINGTON
Hinar góðkunnu Contour
rafkn. rakvélar kr. 488,00.
Samlagningarvélar frá kr.
2800,00. Margföldunar og
deilivélar.
Remington-umboð
Þorsteins Jónssonar,
Bárugata 6
Vetrargarðurinn.
Vetrargarðurinn.
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld kl, 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur.
Miðapantanir í sima 6710 eftir klukkan 8.
V. G.
Félag Suðurnesjamanna
fer
skemmtiferð
ef næg þátttaka fæst að Stöng í Þjórsárdal, sunnu-
daginn 11. júlí kl. 8 árdegis.
Farseðlar hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, sem gefur
nánari upplýsingar.
Félag Suðurnesjamanna.
JEPPAGRIND
skúffa og gírkassi úr herjeppa til sölu.
Uppl. í síma 4005 í dag og næstu daga kl. 4—6.
HLSNÆÐi
íbúð óskast nú þegar eða seinna, handa eldri hjónum
með uppkomna dóttur. Þarf að vera 2—3 herbergi og
eldhús. — Fyrirframgreiðsla, ef óskað er.
Tilboð merkt: „Express —901“, til Morgunblaðsins
fyrir 13. þ. mán.
Tannlæknar segja að
HRESNSLN
TANNA
MEÐ
COLGATE
TANN-
KREMI
STODVI
BEZT
TANN-
SKEMMÐIR!
Hin virka COLGATE-froða fer um allar tann-
holur — hreinsar matarörður, gefur ferskt bragð
í munninn og varnar tannskemmdum.
■4
*-■
i-
fruuuLPJtpjaL>M> nunuu ■■■■•■•■•■ ■ ■■■ ■ ■ ■ ■
HELDUR TÖNNUNUM MJALLHVITUM
GEFUR FERSKT MUNNBRAGÐ
5-4
y