Morgunblaðið - 15.07.1954, Side 4
*f ORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 15. júlí 195Í ^
I dag cr 196. dagur ársins.
13. vika sumars.
Árdegisflæði kl. 5,59.
Síðdegisflæði kl. 17,22.
Næturlæknir er í Læknavarð-
«tofunni, sími 5030.
Apótek: Næturvörður er í
IReykjavíkur Apóteki, sími 1760_
ífrá kl. 6. Enn fremur eru Holts
Ápótek og Apótek Austurbæjar
»pin til kl. 8.
Da gbók
□-
-□
• Veðrið •
1 gær var hæg vestangola og
Jdálítil rigning vestan lands, en
nnrtars hægviðri og víðast úrkomu-
iaust.
1 Reykjavík var hiti 11 stig kl.
tl5,00, 11 stig á Akureyri, 9 stig á
<Jaltarvita og 10 stig á Dalatanga.
Mestur hiti hér á landi í gær kl.
15,00 mældist á Kirkjubæjar-
IWaustri, 16 stig, og minnstur 8
ötig, í Grímsey.
1 London var hiti 10 stig um
íhádegi, 15 stig í Höfn, 15 stig í
París, 13 stig í Berlín, 18 stig í
Osló, 17 stig í Stokkhólmi, 9 stig
S Þórshöfn og 27 stig í New York.
□----------------------□
• Afmæli •
Sjötugsafmæli. Séra Guðbrand-
mr Bjömsson, áður prestur í Við-
vík og að Hofsósi og prófastur í
Skagafjarðarsýslu, er sjötugur í
dag. — Hann er nú búsettur í
Hafnarfirði en verður fjarstddur
ú afmælisdaginn.
70 ára varð í gær Júliana Jóns-
<dóttir frá Steinshúsi í Garði. —
Hún dvelst nú að Sólvangi
Hafnarfirði.
Brúðkaup
Síðast liðinn laugardag voru
jgefin saman í hjónaband af séra
Árelíusi Níelssyni ungfrú Ingi-
Itjörg Magnúsdóttir frá Hrauni í
Grindavík og Alexíus Lúthersson
frá Ingunnarstöðum í Kjós. Heim-
ili þeirra verður í Skipasundi 87,
fteykjavík.
Hjonaefni
Síðast liðinn laugardag opin-
heruðu trúlofun sína ungfrú Jó-
hanna Guðbrandsdóttir, Vitastíg
14, og Sigurður Þorkelsson stud.
ökon., Drápuhlíð 44.
Fyrir nemendur skólagarða
Reykjavíkur.
1 dag kl. 5 e. h. verður sýnd
vi'kmynd í kvikmyndasal Austur-
bæjarbamaskólans frá starfsemi
neðal unglinga í Bandaríkjunum.
Iðgangur er ókeypis. Mætið stund-
Hslega.
• Skipafréttii •
Eimskipafélag íslands h.f.:
Brúarfoss fór frá Rotterdam í
gær til Reykjavíkur. Dettifoss
kom til Hamborgar 7. þ. m. frá
Vestmannaeyjum. Fjallfoss fer frá
Reykjavík í kvöld til vestur- og
norðurlandsins. Goðafoss fór frá
New York 9. til Reykjavíkur. Gull-
foss fór frá Leith í fyradag til
Kaupmannahafnar. Lagarfos fór
frá Kotka í fyrradag til Sikea,
Kaupmannahafnar og Svíþjóðar.
Reykjafoss kom til Reykjavíkur í
fyrradag frá Akranesi. Selfoss fór
frá Eskifirði í gær til Grimsby,
Rotterdam og Antwerpen. Trölla-
fos kom til New York 4. þ. m. frá
Reykjavík. Tungufoss fer væntan-
lega frá Gautaborg í dag til Is-
lands.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer frá Reykjavík á laug-
ardaginn til Norðurlanda. Esja
fer frá Reykjavík í kvöld austur
um Iand í hringferð. Herðubreið
fór frá Reykjavík í gærkvöld
austur um land til Raufarhafnar.
Skjaldbreið er á Skagafirði á leið
til Akureyrar. Þyrill verður vænt-
anlega á Siglufirði í dag á leið
til Raufarhafnar. Skaftfellingur
fer frá Reykjavík á morgun til
Vestmannaeyja.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvasafell fór frá Reykjavík 13.
þ. m. áleiðis til Finnlands. Arnar-
fell átti að fara frá Rostock í gær.
Jökufell fór frá New York 8. júlí
áleiðis til Reykjavíkur. Dísarfell
er í Keflavík. Bláfell fór frá Riga
12. júlí áleiðis til Húsavíkur. Litla-
fell fer frá Norðurlandshöfnum á-
leiðis til Reykjavíkur í kvöld. Ferm
er í Keflavík. Sine Boye Iestar salt
í Torrevieja. Kroonborg fór frá
Amsterdam 10. þ. m. áleiðis til
Aðalvíkur. Havjarl fór frá Aruba
6. þ. m. áleiðis til Reýkjavíkur.
Flugferðii
Millilandaflug:
Loftleiðir h.f.:
Edda, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykjavík-
ur kl. 19,30 í dag frá Hamborg og
Gautaborg. Flugvélin fer héðan til
New York kl. 21,30.
Flugfélag íslands h.f.:
Gullfaxi fer til Osló og Kaup
mannahafnar á laugardagsmorg-
un.
Innanlandsf lug:
1 dag eru áætlaðar flugferðir til
Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða,
Isafjarðar, Kópaskers, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja (2 ferð
ir). —- Á morgun er ráðgert að
fljúga til Akureyrar (3 ferðir),
Egilsstaða, Fagurhólsmrar, Flat-
eyrar, Hólmavíkur, Hornaf jarðar,
ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs,
Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og
Þingeyrar. Flugferð verður frá
Akureyri til Egilsstaða.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: „Datt
af hestbaki" 25,00; þakklátar
konur á ferðalagi 100,00.
Fólkið, sem brann hjá
í Smálöndum.
Afhent Morgunblaðinu: S. G.
100,00; E. S. 50,00; A. S. 100,00.
Leiðrétting
við tilkynningu
Blindravinafé-
Frá Happdræfii Fástbræðra
Dregið verður
um nfja sumarbiístaðinn
10. ágúst n. k., en ekki 15. júlí eins og
áður ákveðið.
Kaupið miða í nýja sumarbústaðnum, sem
er til sýnis neðan við Arnarhólstún.
Kaupsýsiu-spírifismi á Ísiandi
INORSKU blaði er það haft eftir íslenzkum presti, er nýlega
sat norrænt spíritistaþing í Helsingfors, og blaðið nefnir Petjan
Auðuns, „að það megi heita meginregla, að íslenzkur prestur sé
spíritisti.“ Og blaðið bætir við: „— að ekki einungis prestar heldur
og þekktir stjórnmálamenn og kaupsýsluspíritistar“ taki hér þátt
í miðilsfundum. (Sbr. Vísir 13. þ. m.)
í Helsingfors memn héldu fyrir skömmu
einn heljarmikinn spíritistafund,
og ræddu þar við afa sinn og ömmu
í öðrum heimi, góða stund.
Og Petjan Auðuns, — einn andans höfuðprestur
frá íslandi, — svo hermdi hin merka frétt, —
stóð þar upp og flutti fyrirlestur
um föðurlands síns klerkastétt.
Og er hann sagði komna klerka flesta
á kaupsýslu-spíritismans náðarveg,
varð þökk og gleði þúsund fundargesta,
þessa heims og annars, geysileg.
BRÓÐIR MÍKA.
lags íslands frá 2. júní s. 1. um
dánargjöf Hermínu Björnsson,
Minneapolis, Minnesota, U.S.A.,
til minningar um föður hennar,
sem þar er talinn heita Hjálmar
Björnsson, en að sögn sonar hans,
Sigurðar Björnsonar, Akureyri,
hét hann Bjöm og var Hermanns-
son, er léngst af bjó á Selsstöð-
um við Seyðisfjörð. Hann varð
blindur; fór á gamals aldri til
Ameríku og dó þar 1910. — F. h.
Blindravinafélags Islands. Þór-
steinn Bjamason.
Minningaspjöld
Krabbameinsfél. íslands
fást í öllum lyfjabúðum í Rvik
og Hafnarfirði, Blóðbankanum
við Barónsstíg og Remidía. Enn
fremur í öllum póstafgreiðslum
út á landi.
• Gengisskraning •
(Sölugengi)
100 svissn. frankar
1 bandarískur döllar
1 Kanada-dollar ...
1 enskt pund .....
100 danskar krónur
100 sænskar krónur
100 norskar krónur
100 belgiskir frankar
1000 franskir frankar
100 finnsk mörk ....
1000 lírur........
100 þýzk mörk.....
100 tékkneskar kr. ..
kr. 374,50
— 16,26
— 16,70
— 45,70
— 236,80
— 315,50
— 228,50
— 32,67
— 46,63
— 7,09
— 26,13
— 390,65
— 226,67
kr. 46,42
— 430,35
— 428,95
—- 235,50
— 225,72
— 16,32
— 314,45
— 32,50
— 373,50
— 227,75
— 16,64
— 389,35
(Kaupgengi
1000 franskir frankar
100 gyllini ......
100 gyllini ......
100 danskar krónu^
100 tékkneskar krónu
1 bandarískur dollar
100 sænskar krónur
100 belgiskir frankar
100 svisn. frankar
100 norskar krónur
1 Kanada-dollar ...
100 þýzk mörk ...
Gullverð íslenzkrar krónu:
100 gullkrónur jafngilda 738,95
pappírskrónum.
Málfundafélagið Óðinn.
Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð-
ishúsinu er opin á föstudagskvöld-
um frá kl. 8—10. Sími 7104. —
Gjaldkeri tekur þar við ársgjöld
um félagsmanna, og stjóm félags-
ins er þar til viðtals við félags-
menn.
• Söfnin •
Bæjarbókasafnið
veður lokað til 3. ágúst vegna
sumarleyfa.
Þjóðminjasafnið
er opið sunnudaga kl. 1—4 og
þriðjudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga kl. 1—3.
Listasafn ríkisins
er opið þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga frá kl. 1—3
e. h. og sunnudaga frá kl. 1—4
síðdegis.
Safn Einars Jdnssonar
er opið sumarmánuðina daglega
frá kl. 13,30 til 15,30.
Hvað kostar undir bréfin?
Einföld flugpóstbréf (20 gr.):
Danmörk, Noregur, Svíþjóð kr.
2,05; Finnland kr. 2,50; England
og N.-lrland kr. 2,45: Austurríki,
Þýzkaland, Frakkland og Sviss kr.
3,00; Rúsland, Italía, Spánn og
Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkin
(10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 gr.)
kr. 3,35. — Sjópóstur til Norður-
landa (20 gr.) kr. 1,25 og til ann-
arra landa kr. 1,75.
Heimdellingar!
Skrifstofan er opin milli kl. 2
og 3 virka daga.
• tjftvaip •
20,30 Erindi: Lloyd George
(Baldur Bjarnason magister),
20,55 Islenzk tónlist: Lög eftir
Sigvalda Kaldalóns (plötur). 21,15
Upplestur: Davíð Áskellsson les
frumort kvæði (Hljóðritað á seg-
ulband í Neskaupstað). 21,30 Tón-
leikar (plötur): „Burlesque“ eftir
Richard Strauss (Elly Ney og
hljómsveit ríkisóperunnar í Berlín
leika). 21,45 Náttúrlegir hlutir:
Spurningar og svör um náttúru-
fræði (Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur). 22,10 „Á ferð og
flugi“, frönsk skemmtisaga; III.
(Sveinn Skorri Höskuldsson les).
22,25 Symfóniskir tónleikar (plöt-
ur): Symfónía nr. 1 í d-moll op.
13 eftir Rachmaninoff (Symfóníu-
hljómsveit sænska útvarpsins leik-
ur; Jacques Rochmilowitch stjórn-
ar). 23,05 Dagskrárlok.
Haílgrímskirkja í Saurbæ
verður fokheld mel hausfs
Byrjað á ný eftir 16 ára hlé
Akranesi, 14. júlí.
EFTIR 16 ára kyrrstöðu við byggingu nýrrar Hallgrímskirkju
að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, er smíði kirkjunnar nú að
hefjast á ný. — Verður allt kapp lagt á að gera hina nýju kirkju
fokhelda með haustinu.
Þegar grunnur nýrrar Hall-
grímskirkju var steyptur í Saur-
bæ, fyrir 16 árum, var gert ráð
fyrir að þar risi 30 m löng kirkja,
10 m breið
STUTT LÝSING Á KIRKJUNNI
Nú hafa verið gerðar nýjar
teikningar af kirkjunni og verð-
ur hún 20 m löng og 10 m breið.
— Undir vestra horni er búið
að steypa plötu undir kirkju-
turninn, sem á að verða 20 m hár.
— Verður gengið um turninn
inn í kirkjuna, en vegghæð henn-
ar verða 4 m., en kirkjurisið 8
m hátt. — Rúmgóður kjallari
verður undir kirkjunni allri.
FOKHELD í HAUST
í gærdag kom Reykjafoss hing-
að til Akraness frá Finnlandi,
með allt mótatimbrið í kirkjuna,
sem verður steinsteypt. Hafa
borðin verið hefluð, svo ekki
þurfi að múrhúða veggi hennar
og gafla sem verða með gamla
skarsúðarlaginu. Er ætlunin að
kirkjan verði orðin fokheld með
haustinu, en yfirsmiður við hana
er Jóhann Pétursson hér á Akra-
nesi.
Þar sem kirkjan nýja rís af
grunni, stendur hún ofar í tún-
inu og hærra en gamla kirkjan.
Arkitektarnir Sigurður Guð-
mundsson og Eiríkur Einarsson
hafa teiknað Hallgrímskirkju.
BYGGINGARNEFND
í bygginganefndinni eiga sæti
Ólafur B. Björnsson, Akranesi,
Sigurjón prófastur Guðjónsson að
Saurbæ og Guðmundur Gunn-
laugsson kaupmaður í Reykja-
vík. — í varastjórn eiga sæti
Loftur Bjarnason útgm. í Hafn-
arfirði og frú Ásgerður Þorgils-
dóttir á Kalastöðum. Matthías
Þórðarson fornminjavörður hef-
ur átt sæti í byggingarnefndinni
frá upphafi en baðst undan end-
urkosningu í vetur. — Nefndin
mun þó eftir sem áður telja þenn-
an mikla mannkostamann sem
einn nefndarmanna. >—Oddur.
★★★★★★★★★★★★★
★
★
★
★
★
★
★
★
M
M
ORGUNBLAÐIÐ
MEÐ
ORGUNKAFFINU
★
★
★
★
★
★
★
★
★★★★★★★★★★★★★