Morgunblaðið - 15.07.1954, Side 8
8
MORGU t\ ULAÐIÐ
Fimmtudagur 15. júlí 1954
mublú
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
UngmennaíélÖgin
og hlutverk þeirra
ÞEGAR ungmennafélagsskapur-
inn tók að ryðja sér til rúms
var fátt um félagsleg samtök í
sveitum landsins. Ungmennafél-
lögin urðu því vettvangur fyrir
umræður og undirbúning hvers-
konar framfara- og hugsjónamála
æskunnar. Með þeim reis jafn-
framt áhugaalda fyrir íþróttum
og aukinn skilningur skapaðist
á gildi þeirra fyrir menningar-
legt uppeldi þjóðarinnar.
Síðan hin fyrstu ungmennafél-
lög voru stofnuð fyrir tæpum 50
árum hafa orðið stórkostlegar
breytingar í félagsmálum þjóðar-
innar. Mikill f jöldi félagasamtaka
hefur verið stofnaður á hinum
ýmsu sviðum þjóðlífsins. Mörg
þessara samtaka ná til mikils
fjölda landsmanna yngri sem
eldri, kvenna og karla í sveitum
og við sjávarsíðu. Starf þeirra
hefur einnig borið mikinn árang-
ur og rutt brautina fyrir framfar-
ir á sviði menningar- og efnahags
mála.
Þær raddir hafa stundum
heyrzt að ungmennafélögin séu
nú í raun réttri orðin óþörf.
Fjöldi annarra félagasamtaka
vinni nú verk þeirra. Þau hafi
eiginlega lokið hlutverki sínu.
Þetta er hinn mesti misskiln
ingur. Ungmennafélögifi hafa
ennþá mikilvægu hlutverki að
gegna, ekki sízt í sveitum
landsins. Enda þótt þar séu nú
starfandf félagasamtök, sem
vinna að einstökum verkefn-
um, sem ungmennafélagsskap-
urinn var stofnaður til að
sinna, fer því þó víðsfjarri að
hann sé óþarfur orðinn. Ung-
mennafélögin eiga framvegis
sem á liðnum tíma að vera
hinn almenni vettvangur, sem
ungt fólk í sveitum landsins
mætist á til umræðna og átaka
I þágu menningar- og fram-
faramála. Þar eiga allir að
geta mæst án tillits til flokka-
skiptingar og stjórnmálaskoð-
ana. Innan veggja ungmenna-
félaganna á að ríkja andi
frjálslyndis og víðsýni. Klíku-
skapur og þröngsýni má aldrei
móta starfiff þar.
Við höfum gert meira en nóg
af því á undanförnum áratugum
að draga okkur sjálf í dilka eftir
mismunandi afstöðu til dægur-
málanna. Þessvegna er þjóðinni
hollt, að eiga félagasamtök, þar
sem hún getur rætt mál sín og
tekið afstöðu til þeirra án beinna
áhrifa stjórnmálaflokka eða hags
munasamtaka. Ungmennafélögin
eru ein þeirra samtaka. Þau eiga
enn sem fyrr að vera vettvangur
vaknandi hugsjóna. Þau eiga að
beita sér fyrir mannrækt, stuðla
að sköpun þroskavænlegra skil-
yrða fyrir félagslegt starf æsk-
unnar og berjast gegn hverskon-
ar ómenningu, sem leitar á hana.
í þessu sambandi má t. d.
á það benda, að það er bein-
línis skylda ungmennafélag-
anna að herffa baráttuna gegn
þeirri upplausn og siðleysi,
sem tekiff er að móta svip opin
bers mannfagnaffar víðsvegar
um land. Blærinn á mörgum
samkomum er þjóðinni bein-
línis til skammar. Drykkju-
skapur og óreiða veður þar
uppi. Óstundvísi er orðin að
þjóðarlesti, sem kemur að
sjálfsögðu viðar í ljós en við
samkomuhald í sveitum lands-
ins.
Ungmennafélögin, sem eru enn
þá mikils ráðandj í félagslífi
unga fólksins verða að taka hér
í taumana. Þau verða að hefja
öfluga baráttu fyrir auknum
menningarbrag, ekki aðeins á sín
um eigin samkomum heldur og
öðrum samkomum, sem haldnar
eru í sveitum landsins.
En ýmis fleiri verkefni bíða
ungmennafélaganna. Þessvegna
verður unga fólkið í sveitum
landsins að fylkja sér um þau og
láta það sannast, að nú eins og
áður eigi æskan hugsjónir, sem
hún er reiðubúin til þess að berj-
ast fyrir og bera fram til sigurs.
Bættar samgöngur, góð og
fullkomin samkomuhús og fé-
lagsheimili hafa stórbætt að-
stöðuna til félagslegs sam-
starfs. Við megum ekki láta
það sannast, að stjórnmálalegt
frelsi og góður efnahagur,
bætt aðstaða til menningar og
menntunar, hafi gert æskuna
sinnulausa og hugsjónasnauða.
Slíkt má aldrei henda.
Adenauer og
Evrópuherinn
í SVIPAÐAN MUND og Mendes-
France, hinn nýi forsætisráð-
herra Frakklands skipaði and-
stæðinga og fylgjendur hugmynd
arinnar um Evrópuher í nefnt
til þess að vinna að breytingum
á ráðgerðum samningi um þá
stofnun hélt Adenauer kanslari
Vestur-Þýzkalands ræðu, þar
sem hann ræddi afstöðu Þjóð-
verja til þessara mála. Benti hann
á, að það eina, sem til greina
kæmi ef ekki næðist samkomu-
lag um myndun svokallaðs
Evrópuhers væri stofnun þýzks
hers undir þýzkri stjórn. Þjóð-
verjar óskuðu þess að vísu ekki
en um annað væri ekki að gera.
Væri það sannarlega kaldhæðni
örlaganna ef afstaða Frakka til
Evrópuhersins neyddi Þjóðverja
til stofnunar þjóðarhers síns.
Ræða þessi hefir fengið frekar
slæmar undirtektir í Frakklandi.
Þess er þó ekki að dyljast að
með henni er sannleikurinn sagð-
ur umbúðalaust. Frakkar eru
með hiki sínu við að fullgilda
sáttmálann um stofnun Evrópu-
hersins, að neyða Þjóðverja til
þess að stofna sjálfstæðan þýzkan
her í samráði við aðrar vestræn-
ar þjóðir. Stjómmálamenn í
Vestur-Evrópu og Norður-Ame-
ríku greinir yfirleitt ekki á um
það, að varnir lýðræðisþjóðanna
verði ekki tryggðar án þátttöku
vestur-þýzka lýðveldisins. Ætlun
var að þýzkur her yrði hluti af
sameiginlegum herafla vestrænna
þjóða í Evrópu, samkvæmt sátt-
málanum um stofnun Evrópu-
hers. Hafa f jögur lönd þegar stað-
fest hann, Vestur-Þýzkaland,
Holland, Belgía og Luxenburg.
Nú er hinsvegar útlit fyrir
að Frakkar vilji ekki stað-
festa hann fyrir sitt leyti,
nema með breytingum. Er þáj
eftir aff vita, hvort hinar þjóð-'
imar vilja á þær hreytingarí
fallast. I
fslandsvínur irá
Gautaborg í heimsókn
Unnið að auknum menningariengslum é
milli íslands og Gautaborgar
S.L. hálfan mánuð hefur Eric
Borgström framkvæmdastjóri frá
Gautaborg, dvalizt hér á landi
með fjölskyldu sinni. — Ræddi
hann við blaðamenn í gær og
voru þá meff honum þeir Jens
Guðbjörnsson, íþróttaleiðtogi, Sig
urður Magnússon, fulltrúi Loft-
leiða og Þorleifur Þórðarson, for-
stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Er ,
Borgström góðkunnugur þeim frá
Gautaborg. Borgström, sem er (
forstjóri knattspyrnugetrauna- j
starfseminnar í Gautaborg, er j
fyrir löngu orðinn kunnur fyrir ^
forgöngu um menningartengsl j
milli landa og forystu um marg- j
víslega hjálparstarfsemi. — Er
Borgström ritari Sænsk-íslenzka
félagsins í Gautaborg.
GAUTABORG — ÁBÆR
Áriff 1942 var Borgström orð-
inn fyrirliði þeirra Vestur-Svia,
sem sameinast höfðu um að
hjálpa Finnum, sem óvinnufær-
ir höfðu orðið vegna styrjaldar-
innar. Tveim árum síðar var
hann orðinn fyrirliði þeirrar
hreyfingar í Gautaborg, sem
, hafði það markmið að fá Gauta-
borgara til þess að hjálpa íbúum
( Ábæjar í Finnlandi. Síðar hefur
j hann unnið aff gagnkvæmri hjálp
j og menningartengslum milli i-
búa þessara borga. Mikilla fjár-
[ upphæða hefur verið safnað
handa Ábæ í Gautaborg og ár-
lega koma margir Ábæingar til
Gautaborgar og vinna þar marg-
vísleg störf og fá full laun. —
ULÁ andi áhrifar:
Athyglisverð hugmynd
INÝÚTKOMNU hefti af tímh-
ritinu Helgafelli er vakið
máls á nokkru, sem er mjög svo
athyglisvert. Sýnt er fram á, að
mikill þorri íslenzku þjóðarinnar
sé gersamlega afskiptur, hvað
snertir aðgang að listasöfnum og
sýningarskálum. Hvergi úti um
landið sé til vísir aff listasafni og
listsýningar, sem hægt sé að
nefna því nafni megi þar teljast
til eindæma. Stór hluti þjóðar-
innar hafi aldrei á ævi sinni
myndlistarverk augum litið.
. l
Stofnun menningar-
félaga.
TILLAGA Helgafells til bóta í
þessum efnum er um ]eið
hvatning til mín og þín. Áhuga-
samt fólk úti um byggðir landsins
er hvatt til að taka höndum sam-
an og stofna með sér menningar-
félög, sem meðal annars beiti sér
fyrir því að koma upp listasafni,
I hvert í sínu byggðarlagi. Ætti
þetta fyrst og fremst við stærri
kaupstaði landsins og annað þétt
býli, þar sem mannfæðin setti
ekki stólinn fyrir dyrnar. Gert er
ráð fyrir, að sýslufélög og bæjar-
stjórnir mundu sjá slíku lista-
safni fyrir húsnæði, sem þyrfti
ekki í byrjun að vera öllu stærra
en rúmgóð kennslustofa.
Beinlínis hjákátlegt.
RÍKI og sveitafélög myndu að
sjálfsögðu hlynna að slíkri
menningarviðleitni með nokkr-
um fjárframlögum og lista-
menn vorir að sínu leyti
með því að stilla í hóf verði
á þeim verkum sínum, sem þessi
listasöfn hefðu hug á að eignast.
— En stærsti og veigamesti þátt-
urinn yrði þó að koma frá sjálfu
Listasafni ríkisins. Það er bein-
línis hjákátlegt — segir Helga-
fell — að fela þar fyrir þjóð-
inni fjölda af ágætum og athyglis
verðum listaverkum, sem safnið
skuldar þjóð sinni og hefir ekk-
ert rúm fyrir á veggjum sínum.
Undir áhugamönnum
komiff.
ÞESSI hugmynd er vissulega
þess verð, að gaumur sé
gefin og á tímaritið Helgafell
þakkir skildar fyrir að hafa kom-
ið henni á framfæri. Reykjavík,
sem hver önnur höfuðborg, á að
vera miðstöð menninar og lista í
landinu, sem ekki aðeins tekur
við heldur veitir á móti. Mikil
meiri hluti allra hinna skapandi
listamanna okkar eru innfluttir
Reykvíkingar, sem aldir eru upp
að meira eða minna leyti í skauti
íslenzkrar sveitanáttúru úti um
byggðir landsins. Það væri því
meira en lítið óeðlilegt og rang-
látt, að Reykjavík sæti ein að því
að njóta verka þeirra. En — eins
og Helgafell bendir réttilega á —
þá hlýtur það fyrst og fremst að
vera undir menningarhneigð og
framtaki áhugamanna komið, að
ofangreind hugmynd mætti kom-
ast í framkvæmd. Væri óskandi,
aff hún fengi byr undir báða
vængi.
Dýravinur kveður sér
hljóðs.
DÝRAVINURINN viff Bjarkar-
götuna, sem sendi mér smá-
grein um daginn viðvíkjandi hita-
veituleiðslu í Tjörnina, hefir
kvatt sér hljóðs á ný. Hann vekur
athygli á því, að fuglarnir á
Tjörninni, og þá sérstaklega ung-
arnir nú um sumartímann, hafi
ónóga fæðu og líti heldur illa og
hungurlega út. „Ég hefi oft veitt
því eftirtekt — segir hann, hvern-
ig fer, þegar yegfarandi kemur
og kastar brauðmolum í Tjörnina.
Á komandi hai^ti mun Ábær
færa Gautaborg minnismerki sem
þakklæti fyrir aðstoðina, og mun
það verða fegursta minnismerki
Gautaborgar.
AUKIN KYNNI MILLI
ÍSLANDS OG GAUTABORGAR
Eric Borgström hefur trú á að
aukin kynni íbúa Gautaborgar og
íslendinga gætu orðið til gagn-
kvæmrar áhægju og báðum til
gagns. Hefur þess vegna verið
ákveðið að vinna að því með að-
stoð Sænsk-íslenzka félagsins að
svo megi verða. Að frumkvæði
Borgströms hefur verið stofnuð
hér í Reykjavík Gautaborgar-
nefnd, sem hyggst halda uppi
sambandi við Borgström og fé-
laga hans, þar til sérstakt félag
verður stofnað, sem hafi þetta að
markmiði sínu. í nefndinni eru
þeir Jens Guðbjörnsson, Sigurð-
ur Magnússon og Þorleifur Þórð-
arson.
FJÖGURRA LIÐA ÁÆTLUN
Það sem þeir félagar hafa nú
þegar ákveðið að gera er í fjór-
um Jiðum:
1) Loftleiðir munu bjóða
fimm nemendum úr skólum í
Gautaborg til vikudvalar á ís-
landi næsta sumar. Sennilega
verður efnt _ til ritgerðarsam-
keppni um ísland, til þess að
velja nemendur til fararinnar.
2) Eric Borgström ábyrgist
að útvega a.m.k. 10 íslenzkum
námsmönnum, eða fullnuma iðn-
aðar- eða verzlunarmönnum,
nokkurra mánaða dvöl í Gauta-
borg á næsta ári, þar sem þeir fá
tækifæri til þess aff stunda nám
sitt eða afla sér framhaldsmennt-
unar og fá full laun. — Þeir, sem
hafa hug á þessu ættu að hafa
samband við einhvern af ofan-
greindum þrem mönnum.
3) Ákveðið er að Sænsk-ís-
lenzka félagið vinni aff aukinni
þátttöku felands í kaupstefnunni
Svenska-Massen næsta sumar.
4) Reynt verði að koma á
skiptiferðum sænskra og ís-
lenzkra hópa, t.d. iðnaðarmanna,
söngfólks eða venjulegra ferða-
manna næsta sumar.
VILL AÐSTOÐA ÍSLENDINGA
Eric Borgström er mjög vin-
gjarnlegur í garð íslendinga og
gat þess m.a. að þeir íslendingar,
: sem koma til Gautaborgar ættu
1 að hafa samband við Sænsk-ís-
lenzka félagið þar og þannig fá
sem mest út úr heimsókn sinni
til Gautaborgar.
Borgström hefur unnið óeigin-
gjarnt starf í þágu íslandskynn-
ingar í Gautaborg og Vestur-
Sviþjóð. —■ Er karlakórinn Geys-
ir á Akureyri fór til Gautaborgar
1952 annaðist Borgström alla fyr-
irgreiðslu þar. Hermann Stefáns-
son á Akureyri mun einnig starfa
í samráði við Gautaborgarnefnd-
ina hér í Reykjavík, sem áður
getur um.
Fuglarnir þyrpast allir á þennan
eina stað og þeir stærstu og að-
gangshörðustu hremma allt frá
ungunum og mæðrum þeirra —
hinir minni máttar eru flæmdir
frá.
Hversvegna ekki?
BÆJARFÉLAG okkar mundi
vel standast við að hafa einn
samvizkusaman mann, sem sægi
um Tjörnina og fuglana á henni,
lagaði til í kringum hana og sæi
um, að fuglunum væri gefið á
mörgum stöðum samtímis, þannig
aff sem fæstir yrðu með öllu af-
skiptir. Það má fá nóg af brauð-
úrgangi hjá brauðgerðarhúsum i
bænum og á heimilum, sem ella
mundu fleygja þeim í sorptunn-
una. Ég veit ekki betur en fugl-
um sé gefið reglulega í útlendum
borgum. Hversvegna gætum við
ekki gert það sama?“
Brekkufríff er Barmahlíð,
blómum viða sprottin,
fræðir lýði fyr og síð:
fallega smíðar drottinn.
(Jón Thoroddsen)
Samnorræna sund-
keppnin — Kefla-
vík: Akranes
SPARISJÓÐIRNIR í Keflavík Og
á Akranesi ákváðu um s. 1. mán-
aðamót að gefa verðlaunabikar,
sem íbúar staðanna kepptu um
innan ramma samnorrænu keppn
innar í sundi. Hugðust þeir með
þessu örfa áhuga íbúanna til þátt-
töku í samnorrænu sundkeppn-
inni. Þá höfðu 14,5% Keflvíkinga
lokið við 200 metrana en 14%
Akurnesinga.
Síðan bikarinn var gefinn, eða
á tæpum hálfum mánuði, eru
Akurnesingar komnir í 15% en
Keflvíkingar eru í 14,9%. Má af
þessu sjá að keppnin milli þess-
ara staða, sem svo oft hafa þreytt
bæjakeppni í ýmsum íþróttum,
verður geysihörð. Skulu. allir,
bæði Akurnesingar, Keflvíkingar
og aðrir hvattir til að ljúka nú
við 200 metra sundið hið fyrsta,
og tryggja glæsilegan sigur ís-
lands í sundkeppninni. ,