Morgunblaðið - 04.08.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.08.1954, Blaðsíða 9
'{ Miðvikudagur 4. ágúst 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 ! Vorðinn um £lug Nelsons ú að minna komnndi kynsloðir á S.L. mánudag var minnismerki afhjúpað á Hornafirði í tilefni þess, að þann dag voru liðin 30 ár frá því, að fyrstu flugvélinni var lent hér á landi og var það flugkappinn Eric Nelson hers- höfðingi sem það afrek vann. Af- hjúpaði hann sjálfur bautastein- inn, sem reistur hafði verið á Melgerðistanga, við hátíðlega at- höfn þar. Flugmálafélag íslands lét gera minnismerkið og er það stuðlabergsdrangi, sem stendur á hvítum stalli. Viðstaddir voru gestir F.M.Í. frá Reykjavík og margir Hornfirðingar. — Eftir athöfnina var drukkið kaffi í boði sveitastjórnarinnar og þar haldnar margar ræður. Lagt var af stað frá Reykjavík tim kl. 2 e. h. með hinni nýju Doglasflugvél Flugfélags íslands, og er það hinn bezti farkostur. Flogið var lágt, svo flugkappinn Nelson og fylgdarmenn hans gætu sem bezt séð landslagið á leiðinni. Skyggni var fremur slæmt, en þó sæmilegt allt þar til kom- ið var austur fyrir Fagurhóls- mýri, en þá tók við dimmviðri og þoka. Eftir 1% st. flug var lent á Melgerðistanga á Horna- firði, en þar er ágætasti flug- völlur frá náttúrunnar hendi. FAGNAÐARFUNDIR Þegar komið var út úr flugvél- inni hitti Nelson gamlan og á- gætan kunningja, og var það Þórhallur Daníelsson, en hann tók á móti Nelson, er hann kom til Hornafjarðar 2. ágúst 1924. Varð þar fagnaðarfundur með þeim og þótti Nelson Þórhallur vera ótrúlega ern ennþá. Eftir að gestir höfðu heilsað þeim, sem móttökur önnuðust, var far- ið að minnismerkinu, en það stendur skammt frá þeim stað, sem flugvélar eru nú afgreiddar þarna. Er þaðan vítt og fagurt útsýni um allan Hornf jörðinn, og þótti mönnum mikill skaði að ekki skyldi vera betra skyggni. RÆÐA JÓNS EYÞÓRSSONAR Fyrstur talaði Jón Eyþórsson, forseti Flugmálafélags fslands og fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Við erum komin hingað í dag til þess að minnast með einfaldri athöfn mikils afreks og merki- legs atburðar í flugsögu íslands, ■— minnast þess dags fyrir 30 ár- um, er flugfar handan um haf tók hér land í fyrsta skipti. Það kom úr austri eins og skip hins fyrsta landnámsmanns fyrir þús- und árum. Báðir farkostir tóku land á sömu slóðum, innan þessa héraðs, skipið við Ingólfshöfða, flugfarið hér á þessum firði hjá kauptúninu Höfn. Þetta var 2. ágúst 1924. Þá áttu íslendingar enga flugvél og fæstir lands- manna höfðu litið slíkt farar- tæki eða haft reynslu af“. merkon ófanga í flugsögu alþjéðir Hátíðleg athöfn a Hornafirði síðastliðinn mánudag hugheilar þakkir. Flugfélagið | hér i dag þann mann, Þórhall Loftleiðir hefur flutt heiðursgest: Daníelsson, er annaðist móttök- okkar til landsins og mun einnig flytja hann heimleiðis. Flugfélag íslands hefur bæði lánað okkur sérstaka flugvél í dag og auk þess flutt þetta steintröll lofleiðis hingað frá Reykjavík. Ég vil biðja fulltrúa þessara félaga, sem hér eru staddir, þá Jóhann Snorrason, flugstjóra og Sigurð Magnússon, ritstjóra, að bera kveðjur okkar. Þá færi ég flug- ráði og flugmálastjóra þakkir fyrir aðstoð og velvild. Og að síðustu sný ég máli mínu til full- trúa Hafnarkauptúns og þakka þeim fyrir hina ágætu aðstoð, sem þeir hafa veitt okkur og virðulegar móttökur, sem þeir ur fyrir Nelson og félaga hans á sínum tíma. Sömuleiðis væri ánægja að því að sjá hér dóttur Þórhalls, Onnu, sem færði Nel- son þá einu rós, sem fannst út- sprungin þennan dag á Höfn fyr- ir 30 árum. Hann sagðist ekki myndi rekja sögu afreksins, það hefði Jón Eyþórsson gert og ó- þarft væri að rekja sögu og þró- un flugsins síðustu 30 árin, sigrar þess á þessu tímabili töluðu sinu máli, en hann kvaðst vilja vekja athygli á afreki mannsins Eric Nelsons og félaga hans. Því vissu- lega væri það einstætt afrek, sem þeir hefðu unnið þarna. Og svo sagði flugmálastjóri: — Það er dirfska og fórnir slíkra manna, sem hafa gert flugið í dag svo öruggt, sem það er fyrir þær milljónir manna, sem dag- lega ferðast loftleiðis í veröld- inni. Þeim mönnum eigum við að miklu leyti að þakka hina öru þróun í samgöngumálum nútím- í ans. Eric Nelson afhjúpar minnis- varðann. hafa búið okkur. En Hafnarbú- um og héraðsmönnum öllum fel ég þennan minnisvarða til varð- veizlu í framtíðinni". Síðan bað Jón Eyþórsson flug- málastjóra, Agnar Kofoed-Han- sen að ganga fram og túlka fyrir heiðursgestinum þá virðingu og vináttu, sem hann hefði áunnið sér í hug og hjarta íslendinga með afreki því, er hann vann fyrir 30 árum. EINFALDUR MINNISVARÐI Síðan rakti Jón ítarlega sögu flugsins og sagði loks: „Flugmálafélag íslands hefur fyrir sitt leyti viljað heiðra þenn an merka atburð með einföldum en óbrotgjörnum minnisvarða, og þess vegna hefur það látið reisa þennan bautastein, er hér stendur. Þetta er stuðlabergssúla frá Hrepphólum í Gnúpverja- hreppi, og á hana er greypt nafn flugkappa vors, dagsetning og ártal. Þessi varðí á að minna komandi kynslóðir á merkan áfanga í flugsögu alþjóðar, ! fyrsta hnattflugið og fyrsta flug- far, sem flaug yfir hafið til ís- lands. MÖRGUM AÐ ÞAKKA '. Flugmálafélag íslands á mörg- um að aðilum þakkir að gjalda fyrir ómetanlega aðstoð við þessa framkvæmd. Fyrxr hönd F.M.Í. vil ég flytja þeím öllum VAR ÞAÐ EINA ROS STAÐARINS Kofoed-Hansen ávarpaði þá viðstadda. Hann hóf mál sitt með því að þakka Eric Nelson fyrir komuna til íslands og kvaðst vona, að hanfi hefði nokkra ánægju af dvölinni hér í þetta sinn. Flugmálastjóri kvað sér þykja mjög ánægjulegt að sjá NELSON AFHJUPAÐI | MINNISVARÐANN Flugmálastjóri beindi nú máli sínu til Nelsons og flutti honum ræðuna á ensku. Að lokum bað hann Nelson að afhjúpa minnis- merkið. Nelson hershöfðingi gekk þá fram og afhjúpaði minnisvarð- ‘ÍJSt ann. Á honum stendur: „Eric Nel- son flaug fyrstur til íslands. 2. ágúst 1924. — F.M.Í. 2. ágúst 1954“. Var flugkapinn ákaflega hrærð ur og hátíðleiki þessa augna- bliks mikill. Síðan hélt Nelson stutta, en innilega ræðu og tal- aði á ensku. Sagði hann að sér hefði verið mikil ánægja í því að koma til íslands. — Honum þætti miklar framfarir hafa átt sér stað hér á landi síðustu 30 árin. Hann hefði komið með stórri og glæsilegri íslenzkri flug vél frá New York og hann hefði séð og flogið með öðrum minni flugvélum hér innanlands. En framfarir á sviði flugmála hafa verið geysilega miklar síðustu áratugina, sagði hershöfðinginn. Nú eru framleiddar þrýstilofts- flugvélar, sem farið geta með 550—570 mílna hraða á klst., en hér áður fyr þótti 72 mílna þraði á klst. vera æðimikill. Hann kvaðst gleðjast yfir því að vera kominn hingað til Hornafjarðar Eric Nelson flughershöfðingi. og hitta hér bráðlifandi sinn forna vin og gestgjafa Þórhall Daníelsson og dóttur hans frk. Önnu Þórhallsdóttur. En, sagði Nelson, mér einum ber ekki heið urinn af flugi þessu, heldur líka félögum mínum og þeim öllum, sem að baki okkar stóðu, svo sem bandaríska hernum o .fl. Og fyr- ir hönd þeirra allra þakka ég ykkur fyrir þann heiður, sem þið gerið okkur með því að reisa þennan óbrotgjarna minnisvarða hér, þar sem nú er flughöfn ykkar Hornfirðinga. Þegar Nelson hershöfðingi hafði lokið ræðu sinni færði frk. Anna Þórhallsdóttir honum fagran vönd af rauðum rósum. Hafði Nelson þá orð um það, að allt bæri að sama brunni með framfarirnar, því 1924 hefði hann fengið eina fagra rós, en nú fengi hann heilan vönd af þeim! Og þá var athöfninni lokið og var fólk það sem þarna var samankomið nú flutt yfir ósinn og því ekið inn á Höfn. Var farið til skólahússins en þar var allt tilbúið til kaffidrykkju. Á meðan setið var undir borðum voru margar og snjallar ræður flutt- ar. Fagnaðarfundur hjá Nelson og Þórhalli Daníelssyni. (Ljósm. tók Har, Teitsson). RÆÐA INGÓLFSJÓNSSONAR Oskar Helgason, stöðvarstjóri, bauð gesti velkomna í nafni mót- tökunefndar. Fyrstur talaði Ingólfur Jóns- son, flugmálaráðherra. Sagðist hann vel muna eftir afreki Nel- sons og að hann hefði alla tíð dáðst mjög að því. Sér hefði þótt það mikið afrek ac5 fara á svo lítilli vél svo langa leið og vissu- lega yrði alla tíð litið á það, sem glæsilegt afrek. Bauð ráðherrann Nelson innilega velkominn til ís- lands og kvað sér þykja það mikil ánægja að kynnast þeim manni, er svo frægur hefði verið hérlendis. Síðan fór ráðherrann nokkrum orðum um þýðingu flugsins fyrir okkur íslendinga. Kvað hann óhætt vera að full- yrða, að óvíða væru möguleikar flugsins svo vel nýttir sem hér. Flugfloti okkar væri orðinn stór og í hröðum vexti og sömuleiðis ættum við mikið val góðra og öruggra flugmanna, og væri það ekki hvað sízt mikið atriði, þeg- ar rætt væri um framfarir í flugi hérlendis að minnast þeirra. Flugvélar okkar vekja eftir- tekt erlendis, sagði flugmálaráð- herrann, og stór erlend flugfélög hafa séð ástæðu til þess að kvarta undan harðri samkeppni okkar á flugleiðum. Það var gert gys að þvi, þegar flugfélag var stofnað hérlendis, en það er ekki lengur neitt gamanmál ,við eig- um orðið stóran flugflota. — Hann kvaðst vilja óska þess að flugið færði þjóðinni sem mest an auð í þjóðarbúið og að flug milli landa mætti auk- ast og þannig færa þjóð okkar nær öðrum þjóðurn svo kynni gætu aukizt þjóða í milli. Ráð- herrann þakkaði Flugmálafélagi íslands fyrir gott starf fyrr og síðar. Hann kvað ekki rétt að nefna nein nöfn, því þá gæti kannski sá gleymst er sízt skyldl. En hann kvaðst muna, er hann las grein um flugmál, eftir próf. Alexander Jóhannesson, þegnb hann var drengur. EIGUM FORVÍGISMÖNNUM FLUGSINS MIKIÐ AÐ ÞAKKA Að lokum sagði Ingólfur Jóns son: — Við eigum þessum for- vígismönnum flugsins hér á ís- landi mikið að þakka. Þeir ruddu. þann veg sem nú er orðinn þjóð- braut. Og við skulum óska þes» að flugið hérlendis megi taka miklum framförum og aukast að mun. — Og við skulum reyna svo sem mögulegt er að auka fiugfiota okkar og fjölga fiug- mönnum okkar. Verum ekki eft- irbátar annarra þjóða í flugmál- um frekar en á öðrum sviðum. Og gleymum því ekki, sagði ráð- herrann, að áfram skal halda cf þessi þjóð á að lifa. Stöndum saman og gerum aðrar þjóðir undandi yfir afli okkar og áræði. Næstur talaði Einar Eiriksson, kaupmaður frá Hvalnesi. Sagði hann m.a., að hann hefði farið um 50 km ieið á hestum og verið 4 klst. á leiðinni, til þess að vera viðstaddur komu Nelsons til Hornafjarðar 1924. Næst talaði próf. Alexander Jóhannesson, en hann er einn af forvígismönnum flugsins á ís- landi. Sagðist hann hafa flogið til Hornafjarðar árið 1928 með fyrstu íslenzku flugvélinni, sem þangað fór. Minntist ræðumaður á ýmislegt varðandi ferðalög nw og fyrr á tímum og not flugvéla á fyrstu dögum flugsins héx- lendis eins og t.d. til athugana á síldargöngum o. fl. Að lokum bað hann menn að hrópa ferfallt húrra fyrir flugkappanum Eric Nelson. Nelson þakkaði með ræðw og bar saman flug fyrir 30 árum og í dag. Hann endur- tók það, að sér einum bæri ekká heiðurinn ,og að hann þakkaði fyrir hönd allra þeirra sem hlut ættu að máli. — Þar næst tók t'ft máls frk. Anna Þórhallsdóttir, túlkaði hún ræðu Nelsons og bað gestina að lokum að hylla flug< kappann fræga, Eric Nelson með húrrahrópi, Næst var almennur söngur með undirleik Bjarna Bjarnason- ar frá Brekkubæ. yg að lokum flutti Sigurður Jónsson, oddviti, ræðu, þar sem hann rakti ýmis- legt í sögu þjóðarinnar s.l. 30 ár. Endaði hann ræðu sína með því að líkja komu flugkappans til íslands 1924 við það, þegar barn- ið sér fyrstu lóu sumarins og kallar inn í bæinn: — Mamwn, lóan er komin! GESTRISNI HORNFIRDINGA ÞÖKKUÐ Síðan þakkaði Jón Eyþó' sson, forseti Flugmálafélagsins fvrh- hönd gesta þá glæsilegu gestrisni, sem Hornfirðingar hefðu sýnt og væri þeim til mikils sóma. Loks þakkaði svo Nelson og talaði á sænsku. Kvaddi hann Hornfirð inga og árnaði þeim allra heilhi Á meðan á kaffidrykkju stóð batnaði veðrið að mun og létii til, að vísu ekki nægilega ti! þess að fjallasýnin nyti sín. Og þegar ferjað var yfir ósinn út á Mel, þar sem flugvöllurinn er. pl; mp- aði sólin á lóninu og lýsti upr> þorpið, þetta myndarlega þorp, sem hefur vaxið úr sjö húsum og um 50 íbúum árið 1924 upp í 460 manna þorp. Og svö var lagt af stað kl. 7,30 og hinn glæsilegi farkostur Flugfélags íslands. klifraði upp í 9000 feta hæð', ofar skýjum, þar sem sólin skein. H.T, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.