Morgunblaðið - 04.08.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1954, Blaðsíða 12
12 MORGZ) NBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. ágúst 1954 -McCarthy Pramh. af blð. 1 Hann lét hrekja hana úr stöðu sinni vegna þess að hún væri flokksbundinn kommúnisti. Konunni hefur nú tekizt að sanna að ásakanir McCarthys voru fleipur eitt. 5) Hann hefur borið opinberlega fram ummæli sem voru mjög ærumeiðandi fyrir hershöfð- ingjann Ralph Zvicker. 6) í ræðu, sem hann hélt fyrir nokkru réðist hann heiftar- lega á Marshall hershöfðingja og kallaði hann öllum illum nöfnum án þess að geta sann- að nokkrar ávirðingar á hann. 7) Hann hefur ólöglega tekið fram fyrir hendurnar á for- setanum og gert sjálfur per- sónulega samninga við gríska skipaeigendur, sem forsetiiui einn hafði heimild til að gera. 8) Hann hefur misnotað stöðu sína sem öldungadeildarþing- maður í því skyni að styrkja aðstoðarmenn sína Coiin og Schine í sessi. Á þessum forsendum leggja Þingmennirnir til að öldunga- deildin víti McCarthy. Verði það úr, að slíkar vítur séu sam- þykktar, er hér um svo alvarleg brot að ræða, að óvíst er hvort McCarthy yrði eftir það sætt í deildinni. - Frúmar |?r|ár... Framh. af bls. 7 HÚSFYLLIR ALLSTAÐAR Frú Emilía Jónasdóttir átti tal við Morgunblaðið í gær og kvað hún það hafa verið það einasta, sem á skyggði í þessari för, sem í alla staði hafi verið hin ánægju- legasta, að öðru leyti, að fólk hefði orðið frá að hverfa í stór- hópum svo mikil var aðsóknin. Leikflokkurinn reyndi að bæta úr þessu með því að sýna tvisvar á þeim stöðum, sem mest var aðsóknin, en það dugði ekki til. Rómaði hún mjög móttökur all- ar og fyrirgreiðslu, og bað blað- ið að flytja þeim sem hlut áttu að því máli, innilegustu kveðjur leikflokksins og þakklæti fyrir alla aðstoð. Þá bað hún sérstak- lega fyrir kveðju til bifreiða- stjórans Gunnars Scheving, sem hefði af mikilli kostgæfni varð- veitt þau á ferðalaginu og skilað þeim heilum í höfn. SITJA EKKI LENGI IJM KYRRT Vegna þess hve þessar sýning- ar hafa verið vinsælar, hafa „Frúrnar þrjár og Fúsi“ nú í hyggju að leggja enn á ný upp í ferðalag, þegar þau eru búin að kasta mæðinni eftir norður- og austurförina. Munu þau þá leggja leið sína austur fyrir fjall og allt austur í Skaftafellssýslu. Þó er það ekki endalega ákveðið enn sem komið er. Einnig ætla þau að heimsækja Akranes og Snæfellsnessbúa. Þá hafa þau fengið fjölda áskorana utan af landi um að koma, en óvíst er1 hvort þeim vinnst tími í sumar til þess að verða við öllum þeim óskum. - Aukinn fiskafli Frh. af bls. 1. beittir v:gna þessara sjálfsögðu aðgerða. YFIRLÝSING RÁÐHERRANS Nutting varautanríkisráðherra stóð upp. Hann sagði að togara- afli á íslandsmiðum hefði ekki aukizt vegna friðunaraðgerða ís- lendinga, heldur stafaði hann af nýjum og bættum aðferðum við togveiðar. Vegna nýunga þefði afli brezkra togara farið stöðugt vaxandi síðan 1947. AÐHEFST EKKI NEITT Ráðherrann sagði að brezka stjórnin myndi ekkert aðhafast frekar í málinu. Hún hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná sam- komulagi við íslehzku stjórnina. Það væri álit brezku stjórnar- innar, að nú væri komið að ís- lendingum að gera tillögur til samkomulags. Skemmfilegir föframenn sýna iisfir sínar að Jaðri Er!a Þorsfeinsdóffir syngur þar einnig með hljómsveif Carls Billich HINGAÐ til landsins er nýkomin Erla Þorsteinsdóttir frá Sauðár- króki, hin unga söngkona, sem gat sér góðan orðstýr eftir að hafa sungið í danska útvarpið fyrir skemmstu. Er hún í fylgd með dönsku töfrasýningahjónunum Viggo og Tove Spaar, en Viggo Spaar er, eins og kunnugt er, Norðurlandameistari í töfrum. Fólk þetta er hér fyrir milligöngu Péturs Péturssonar útvarpsþuls og kemur fram á skemmtistað templara, Jaðri og var fyrsta skemmtunin í gærkvöldi. ÞEGAR GÖGLER-VAGNINN KOM Það var með nokkuð einkenni- legum hætti, sem Erla varð söng- | kona. Fyrir tveim árum fór hún > til Kaupmannahafnar í þeim til- gangi að skoða sig um víðar en á íslandi og réð sig þá á barra- heimili. Hún fór þó heim að Erla Þorsteinsdóttir. nokkrum tíma liðnum, en lagði síðan leið sína aftur til Dan- 1 merkur og að þessu sinni réð hún sig á bóndabæ á Fjóni. Dag ’ nokkurn bar þar að garði hinn svonefnda Gögler-vagn, en það eru fulltrúar danskra skemmti- krafta, sem ferðast um landið til þess að verða sér úti um nýja óþekkti skemmtikrafta. Menn þessir hittu Erlu að máli og báðu hana að syngja fyrir sig. Hún varð við ósk þeirra, og hrif- ust þeir svo af söng hennar að þeir gerðu henni tilboð um að syngja í útvarpið. Varð það úr að hún söng tvisvar sinnum í út- varpið og var það atriði tekið upp á segulband og hefur verið spilað hér í íslenzka ríkisútvarp- ið, eins og fólk rekur ef til vill minni til. Hefur Erla fengið mjög góða dóma bæði í Danmörku og hér. — TÖFRAMAÐURINN SPAAR Töframaðurinn Spaar, er vel þekktur víða í Evrópu fyrir list- ir sínar, og er auk þess meistari á Norðurlöndum í sinni grein. Hann getur látið logandi sígar- ettu hverfa inn um annað eyrað á sér og tekið hana síðan út um munninn. Þá sýnir hann mikla leikni með spil. Aðstoðar kona hans, Tove, hann við suma galdr- ana, og virðist hún í engu hon- um ósnjallari. En sjón er sögu ríkari, og hjónin sýna listir sínar á Jaðri næstu daga. GÓÐIR SKEMMTIKRAFTAR Á Jaðri hafa æfinlega komið fram mjög góðir skemmtikraftar og er álit þeirra, sem vit hafa á, að að þessu sinni hafi valið heppnazt mjög vel. Mun töfra- parið og Erla koma víðar fram ef tök verða á, og aðsókn verður mikil sem vart þarf að draga í efa. Þá má bæta því við að Erla hefur sungið inn á hljómplötu 1 Danmörku hjá þekktu hljóm- plötufyrirtæki og mun þess skammt að bíða að þær plötur komi á markaðinn hér í Reykja- vík. Fótksbifreið ■ « Dodge fólksbifreið, model 1948, er til sölu og sýnis í ; dag — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. S BÍLASALAN ■ ■ Klapparstíg 37. Sími 82032. ■ - . ......................................... - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI - Fram blandsmeisf- arar í útihandknatt- leik karla HAFNARFIRÐI — Síðastliðinn miðvikudag hófst hér í Engidal íslandsmeistaramót í útihand- knattleik karla. — Keppt var á miðvikudag, fimmtudag og laug- aardag. — Fram urðu íslands- meistarar, en þeir unnu F. H. í úrslitaleiknum með 10 mörkum, gegn 9. — Á miðvikudag urðu úrslit þau, að F. H. og K. R. gerðu jafntefli 17:17, Fram vann Ármann 10:8. Á fimmtudag gerðu K. R. og Fram jafntefli. 10:10 og F. H. vann Ármann 10:15. Á laugardag mættu hvorki K. R. né Ármann til leiks en Fram vann F. H. með 10 gegn 9 eins og fyrr segir. — íþróttabandalag Hafn- arfjarðar sá um mótið. —G.E. KAUPMANNAHÖFN, 3. ágúst. Danska stjórnin hefur nú komizt að ákveðinni niðurstöðu um her- skyldutímann. Verður hann ekki styttur úr 18 mánuðum, heldur tilhögun hans nokkuð breytt. Verður herskyldan 16 mánuðir fyrst og síðar tvisvar sinnum mánaðartími til að rifja upp fyrri heræfingar. —NTB. Framh. af bls. 1 að flytja flóttamanninn í land, en þá kom skipstjóri fram og bannaði það. En verkamennirnir gerðu Scotland Yard aðvart. AKRANESI, 3. ágúst. — Mánu- dagskvöldið 2. þ. m. héldu „Frúrn ar þrjár og Fúsi“ skemmtun að Logalandi í Reykholtsdal. Var létt yfir sýningunni. Leikurun- um var vel tekið. Húsið var troð- fullt, eða rúmlega 300 manns. — O. PÓLITÍSKUR FLÓTTAMAÐUR Anton Klimovich hefur nú beiðst hælis í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður. Er málið fyrir dómstól í Lundúnum og er þess vænzt að beiðni hans verði samþykkt. Pólska stjórnin hefur sent Bretum harðorð mótmæli vegna þessa atburðar. VERZLIIARMAIBB | Okkur vantar verzlunarmann strax. ; ■ m Jónsbúð | Blönduhlíð 2. Sími 6086. ;| ................... ■ FI \T Station 1 ■; Tilboð óskast í nýjan Fiat station 1100 bíl fyrir næst- ■ ■ * komandi laugardag merkt: „Fiat 1100“ —217. *«■■'■■■■■:■■•■■■■■■■■••■■■■■■■■»»•■■■ ■■■■■■■■■•■••■•■■■■■ a •, I Verzlimarstarf I 5 ■; ■| ■: Maður óskast til verzlunarstarfa. ■ m' ■' Umsóknir sendist afgr. blaðsins merkt: „Verzlunar- i starf,, •—216. « FLUGFÉLAG ÍSLANDS M A R K Ú S Eftir Ed Dodd C___ 1) Markús tekur lurk úr bál- kestinum. Síðan fer han að dansa villan Indíánadans. á: u* -BXt r. 2) Eskimóarnir horfa á hann fullir undrunar. Allt í einu hætt- ir Markús að dansa og nálgast viðarköstinn en þögn slær á alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.