Morgunblaðið - 15.08.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1954, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 41. árgaiigui'. 184. tbl. — Sunnudagur 15. ágúst 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hvar ca: þá réttlætis ai vænta, ef ekki hjá vinum cf íí fr ændþjóðum ? Allir forsætisráðherrar Norðurlanda hafa sótt fund Norðurlandaráðsins í Osló. Þessa mynd birti eitt Oslóblaðanna af þeim Ólafi Thors forsætisráðherra íslands og Hans Hedtoft forsætisráðherra Dana. Malenkov tíndi rósir handa dr. Edith Summerskill Moskva, 14. ágúst. — Frá Reuter-NTB. MALENKOV hefur tvo daga í röð setið hádegisverðarboð með Attlee og hinum sjö brezku Verkamannaflokksþingmönnum, sem eru á ferð með honum til Kína. Sendiráðsmenn í borginni full.vrða, að Sovétstjórnin hafi ekki tekið eins vel né hjartanlega á móti nokkurri sendinefnd frá stríðslokum, sem Attlee og félögum. 18 SKÁLAR t Brezku þingmennirnir skoðuðu Strax og þingmennirnir komu einnig landbúnaðarsýninguna, til borgarinnar var þeim boðið í sem nú stendur yfir í Moskvu hádegisverðarboð af Malenkov, og var þeim ekið um sýninguna þar sem Molotov var m. a. við- í gríðarstórum ZlS-bílum, sem staddur. Stóð veizlan í fjórar oft eru nefndir „rúbluglott". stundir og fór fram á landsetr-1 í dag kom brezka sendinefndin inu Mozhaisk, þar sem Maxim til Peking, með rússneskri flug- Gorky átti eitt sinn heima, en vél. hann lét Sovétstjórnin myrða. Fyrrverandi heilbrigðismála- ráðherra, dr. Edith Summerskill, skýrði frá því, að veizlunni lok- inni, að skálað hefði verið 18 sinnum og Morgan Phillips, rit- ari Verkamannaflokksins, viður- kenndi, að hann myndi ekki rétt vél hvað sagt hefði verið í veizl- unni. GÓÐUR VÖNDUR Hin létta og fjöruga veizlu- gleði jókst enn mjög við að eftir að maturinn hafði verið snædd- ur gekk Malenkov út í garð með dr. Edith Summerskill og tíndi rósir í vönd og gaf henni. Á fimmtudagskvöldið héldu Eng- lendingarnir boð fyrir Malenkov og var brezki sendiherrann, Sir William Hayter, gestgjafinn. „RÚBLUGLOTT“ Er þetta í fyrsta sinn, sem Sovétráðamenn taka þátt í slíkri veizlu allir saman. Viðstaddir voru m. a. ritari flokksins, Kruchev, Mikoyan utanríkísverzl unarmálaráðherra, Schvernik, formaðurinn í fulltrúaráði verk- lýðsfélaganna og borgarstjóri Moskvu, Yasnov. Knúturskrifar bók KAUPMANNAHÖFN, 14. ágúst: — Dönsk blöð skýra svo frá, að merkasta minningabókin, sem út komi í Danmörku á þessu ári muni verða endurminningar Knútar prins, „Arveprins Knud’s Erindringer", sem Thorkild Becks Forlag mun gefa út. í bók- inni skýrir erfðaprinsinn frá „hinum áhyggjulausu æskudög- um sínum, er hann var að leik í höllum föður síns“ Bókin mun verða skreytt mynd um úr hinu konunglega fjöl- skyldumyndasafni og búast Dan- ir við, að menn verði gírugir að kaupa. Eins og menn muna stóð Knút- ur næstur konungdómi, en var sviptur erfðunum af danska þing inu fyrir tveimur árUm. Úr ræðu Ólafs Thors forsætisráðherra ! á fundi Norðurlandaráðsins um tillögu Islendinga varðandi vemdun fishhniðanna OÍÐA^TLIÐINN þriðjudag kom tillaga íslands varðandi verndua íslenzkra fiskimiða til fyrri umræðu á fundi Norðurlandaráðs« ins. Að lokinni framsöguræðu Sigurðar Bjarnasonar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, tók Ólafur Thors foi-sætisráð* herra, er einnig situr fundinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, ásamt Steingrími Steinþórssyni félagsmálaráðherra, til máls og flutti stutta ræðu, sem vakti mikla athygli. Um höfuðrök málsins vísaði® “ hann til ræðu framsögumanns. ferðilegan rétt íslendinga í þess-i Síðan minntist hann á, að hann um efnum. hefði verið meðal þeirra, sem | | áttu frumkvæðið að þátttöku EKKI LOKAAFGREHISLA íslands í Norðurlandaráðinu. jjéR En íslendingar hefðu sótt fyrsta j Mér er vel jjóst, sagði Ólafuf fund þess og verið ánægðir með Thors, að þetta mál verður ekki hann. En hann væri nú kominn endanlega afgert hér. En ég bið á annan fund þess^ til þess að menn að athuga, að alvarlegasta geta sjálfur skapað sér hugmynd . hlið miskllíðarinnar við Breta um störf þess. Kvaðst hann vona er elíhi su fjárhagslega, heldur að árangur hans yrði jákvæður. BYGGT Á GRUNDVELLI LAGA OG RÉTTAR Um sjálft málið, sem lægi fyrir til umræðu, vildi hann að öðxu leyti benda á, að íslendingar teldu sig hafa byggt allar aðgerð- ir sínar á grundvelli laga og rétt- ar samkvæmt niðurstöðu Haag- dómstólsins. Varðandi siðferði- lega réttinn nægði að skýra frá því, að fiskimiðin við ísland hefðu verið að þrjóta eins og í Norðursjónum, og frá stríðslok- um hefði afli íslenzkra vélbáta minnkað um allt að helmingi. •— Eftir friðunina hefði þetta ger- breytzt og skýrslur Englendinga um aflabrögð utan hinna nýju fiskveiðitakmarkana sýndu, að þorskaflinn hefði aukizt um 84%. Þetta, að því viðbættu, að ís- lendingar hefðu mestu utanrík- isverzlun allra þjóða, miðað við höfðatölu, og að sjávarafurðir væru 95% af útflutningnum, sýndi bezt lífsnauðsyn og sið- Kínverskir kommúnistar hóta innrás á Formósu K’ ráðherrann Chou En Lai hefur sagt, að kommún- istastjórnin í Peking og kín- verskt kommúnistaherlið muni ráðast inn í Formósu og taka hana herskildi bráðlega. Jafnframt verði að vinna bug á því, sem hann nefndi „hina sviksömu klíku, sem er undir stjórn Chiang Kai Sheks“, er nú hefur völdin á eyjunni. ★ Chou En Lai gaf þessa yfir- lýsingu í skýrslu, sem hann flutti æðstu mönnum komm- únistastjórnarinnar í Peking og var forsætisráðherrann Mao Tse Tung meðal þeirra. Fleiri ræðumenn tóku í sama Friðarástin í framkvæmd streng á fundinum. Var sam- þykkt yfirlýsing, sem beint var til almennings og hers- ins, og hvatt til þess að vinna að þessu markmiði. Ráðstefna þessi, sem haldin var fyrir þremur dögum, lýsti sig og samþykka ályktunum og gjörðum Genfarfundarins. ★ Ávarp Chou En Lai, sem útvarpað var í gær, fól einnig í sér ásökun á hendur Chiang Kai Shek hershöfðingja, um að hann kúgaði og rændi al- þýðu Formósueyju. Sagði hann, að þjóðernissinnarnir héldu uppi strandhöggi á meg inlandi Kína með hjálp Banda ríkjamanna og sendu njósn- ara inn í landið. Stjórn Banda ríkjanna hefði gert eyjuna að bandarískri nýlendu og her- stöð til árása á meginlandið. ef nokkur crlendur árásarað- ili dirfðist að hindra komm- únista í því að leggja undir sig eyjuna með vopnavaldi yrði hann sjálfur að taka ábyrgð á afleiðingunum! ★ Ráðherrann sagði og, að Genfarfundurinn hefði mjög bætt sambúðina við Breta og auðveldað samvinnu Kína og hins vestræna heim. sú staðreynd, að skuggi hefur fallið á gamla og rótgróna vin- áttu íslendinga og hinnar ágættt brezku þjóðar. Alveg á sama hátt getur af- greiðsla þessa máls hér í Norð- urlandaráðinu haft nokkra þýð- ingu fyrir traust íslendinga á norrænu samstarfi. 1 HVAR ER ÞÁ RÉTTLÆTIS I AÐ VÆNTA? Að lokum komst Ólafur Thorð að orði á þessa leið: Geti íslendingar ekki fengiQ stoð í slíku máli hjá vinum og frændþjóðum, þá veit ég ekki hvar réttlætis er aS vænta. Hér er um að ræða rétt smáþjóðar til þess að lifa í landi sínu. Ég vænti þess vegna öruggs stuðnings hér við hinn ís- lenzka málstað. í Oslóblöðunum hefur ræðu forsætisráðherra og framsögu- manns íslenzku fulltrúanefndar- innar í Norðurlandaráðinu veriQ ítarlega getið. Danskt vitaskip sekkur KAUPMANNAHÖFN, 14. ág. — Danskt vitaskip, sunnar- lega í Eystrarsalti sökk í dag eftir að það hafði rekizt á annað skip, sem var á siglingu. Einn af áhöfn vitaskipsins liefur ekki enn fundizt, þrátt fyrir ítarlega leit. — Reuter-NTB Fjallganga NÝJA DEHLI, 14. ágúst. — Þýzkur fjallgönguleiðangur mun reyna að komast upp á annan hæsta fjallstind jarðar, Lhotze, sem er 27.890 fet og er í Hima- layafjöllunum skammt frá Mount Everest. Annar þýzkur leiðangur mun ætla að reyna við Trisultindinn, sem er nokkru lægri. Brezkur leiðangur kleif hann fyrst árið 1907. Reuter-NTB ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.