Morgunblaðið - 18.08.1954, Page 9

Morgunblaðið - 18.08.1954, Page 9
: Miðvikudagur 18. ágúst 1954 MORGUN3LAÐIB ox Adenauer, borpr- í Köln hér í heimsókn *s ONUR dr. Konrad Aden- auers, kanslara l>ýzka- . lands, er snarlegur maöur á bezta aldri, hár vexti og ein- ; beittur í framkomu, eins og margir Þjóðverjar. Hann er irúmlega fertugur að aldri, en lítur út fyrir að vera ailmörg- um árum yngri. Dr. Max i Adenauer heitir hann og er j nú kominn hingað til lands í j' sumarleyfi ásamt konu sinni Giselu. ^ LAS NONNABÆKUENAR Komu þau hjónin hingað í fyrrinótt með millilandaflugvél Loftleiða frá Hamborg og átti blaðamaður Mbl. stutt viðtal við dr. Adenauer í gær. ■— Þetta er í annað sínn, sem ég kem hingað til íslands, segir dr. Adenauer. Ég kom hingað í fyrsta sinn á þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Þá ferðaðist ég frá Reykjavík vestur og norð- ur um land sjóleiðis, og kom m. a. til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Mér hefur alltaf þótt vænt um ísland frá því að ég las sem lítill snáði, hinar lifandi og bráðskemmtilegu lýsingar Jóns Sveinssonar, eða Nonna eins og við köllum hann, um íslenzkt sveitalíf. Það var svo árið 1930, að mikill vinur föður míns, er þá var enn borgarstjóri í Köln, dr. Erker að nafni, .hvatti mig til íslandsferð- ar og skipulagði ferðalagið. Dr. Krker var frægur jarðfræðingur og hafði hann ferðast mikið um hálendi íslands og m. a. unnið að rannsóknum á Oskju. BORGARSXJÓRII KÖLN Hefur mig síðan jafnan fýst til íslandsferðar á nýjan leik, og Joks er ég hingað komiim aftur, þótt 24 ár séu nú liðin síðan ég leit síðast hina íslenzku jökul- tinda augum. — Þér eruð nú borgarstjóri í Köln? — Já, ég tók við því starfi fyrir nokkrum árum og hefi gegnt því síðan. í Köln, sem liggur í Rín- ardalnum sem kunnugt er, hefur kristilegi demókrataflokkurinn hreinan meirihluta atkvæða. Var ég í upphafi kosinn af flokknum í borgarstjórastöðuna, en nú sit ég einnig í embætti með atfylgi sósíaldemokrata og frjálslynda flokksins. Faðir minn dr. Konrad Aden- auer, var borgarstjóri í Köln ára- foilið 1917—1933, er nazistar viku honum frá starfi og fangelsuðu — árið eftir. ^ STÖÐUG UPPBYGGING Fjölmargir íslendingar, sem ferðast hafa til Þýzkalands frá styrjaldarlokum hafa lagt leið sína til hinnar fornu menningar- og iðnaðarborgar, sem lotið hefur forsjá þeirra Adenauers-feðga um áraraðir, en borgin skemmd- ist geysimikið í styrjöldinni og er ekki enn að fullu lokið við að endurbyggja hana. Sérstaklega inunu margir minnast hinnar fögru og frægu dómkirkju borg- arinnar, sem þó slapp óskemmd að mestu og þótti það furðuverk. Ég spyr dr. Adenauer að því, hvernig endurreisnin gangi, og kveður hann sífellt unnið að byggingu nýrra húsa og mann- virkja í borginni og sé kappkost- að að haga öllum byggingum sem nýtízkulegast og hagkvæm- ast fyrir íbúana. Endurreisnin í Vestur-Þýzkalandi hefur gengið eftir öllum vonum og fyrr en jnenn bjuggust við. — Við höfum verið áhyggju- fullir að undanförnu, sökum Ræðir um mal dr. Ottó Johns, Evrópu- herinn og samstarf Þjóðverja og íslendinga. Ragnar Jónson: HaBinfyrlrlIlniiig á almannafæri v Dr. Max og Gisela Adenauer í farþegasal Loftleiða við komu þeirra til Reykjavíkur í fyrrinótt. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) hinna miklu verkfallsalda, er gengið hafa yfir landið. Sem betur fer hefur nú náðst sam- komulag í deilunni í Hamborg og vonum við, að innan tíðar komist og. ró á í Bæjaralandi. Það getur tafið mjög viðreisn- ina og skert farsæla efnahags- þróun landsins, ef góðar sættir haldast ekki milli fjármagns og vinnu og gerum við því allt til þess, að svo megi verða. ^ EVROPUHERINN BEZTA LAUSNIN — Hvað segið þér um Evrópu- herinn og þátttöku Þýzkalands í honum? — Herir eru böl, en því miður, nauðsynlegt böl á stundum. Ég er sannfærður um, að Evrópuherinn er eina lausnin á varnarmálum og hernaðarsamvinnu Evrópu- þjóðanna og því er lífsnauð- syn fyrir Evrópuþjóðirnar, að hann komizt á laggirnar og það sem fyrst. Segja má, að sízt ættum við Þjóðverjar að leggja út í her- stofnun, en þegar um er að ræða að verja hendur sínar fyrir hugs- anlegri árás, þá er ekki til ann- arra ráða hægt að gripa. — Teljið þér, að breytingar- tillögur þær, er Mendés France hefur borið fram á hersáttmálan- um muni hindra stofnun Evrópu- hersins? — Þær tillögur voru ekki lagð- ar fyrir Bonnstjórnina fyrr en tveimur dögum áður en ég lagði af stað frá Þýzkalandi, svo á þessu stigi málsins tel ég mér ekki fært að segja neitt um þær, en hinsvegar vona ég, að sam- komulag náist milli Frakklands annars vegar og hinna fimm bandalagsþjóðanna hinsvegar á fundinum, sem hefst í Brússel í þessari viku. — Teljið þér, að Þjóðverjar myndu taka þátt í Atlantshafs- bandalaginu, ef hugmyndin um Evrópuherinn rennur út í sand- inn? — Það er auðvitað undir Atlantshafsbandalagsþjóðunum komið, hvort þær bjóða Þýzka- landi þátttöku eða ekki. F.f Vest- ur-Þýzkalandi berst slíkt boð, hygg ég, að því myndi verða tek- ið og landið ganga til samstarfs með öðrum vestrænum lýðræðis- þjóðum. MAL DR. JOHNS OFMETIÐ — Hvað segið þér mér um hið undarlega mál dr. Johns? — Ég er þeirrar skoðunar, að of mikið hafi verið gert úr afleið- ingum hvarfs dr. Johns í blöðum og útvarpsfregnum. Hann hafði AÐ er mjög algengt að ungir menntamenn láta sér fátt um finnast bjástur þeirra manna, sem ekki hafa hlotið staðfest- ingu við prófborðið. Með svipuð- um hætti þykir þeim, sem þreytt hafa óstuddir og möglunarlaust hina erfiðu skólagöngu lífsins, oft lítið til um tillögur þeirra, sem sótt hafa allt vit sitt í bækur. Vafalaust hafa báðir nokkuð til síns máls, því enginn er í öllum hlutum einhlítur. Þó munu þeir flestir, sem komnir eru til vits og ára, fúslega játa að skóla- menntun, sem ekki hefir hlotið eldvígslu reynslu og starfs, megi að jafnaði likja við hús, sem byggt er á sandi. Við höfum á undanförnum ár- um eignast sérmenntaða menn í mörgum greinum og hafa þeir að sjálfsögðu átt æðimikinn þátt í því að skapa þá velmegun og æðri menningu, sem hér hefir nú fest rætur á flestum sviðum at- vinnu- og menningarlífs. Flest hús munu nú t. d. vera teiknuð af sérmenntuðum arkitektum, og ber bærinn í mjög vaxandi mæli svip þeirra í fjölbreyttari húsa- gerð og skipulagi. Engum dylst nú lengur að með hinum nýju mönnum höfum við eignast nýja borg, þó hún sé vaxin uppúr skipulagslausu sjómannaþorpi. En hér hafa vitanlega fleiri lagt hönd á plóginn og ekki auðvelt að greina hlut hvers eins. Hér á landi, eins og með öðr- um menningarþjóðum, er nú fjöldi manna og kvenna, sem auk sérmenntunar í ýmsum greinum, hafa aflað sér mikillar þekkingar á öðrum sviðum. Hér eru lög- ekki vitneskju um nein mikilvæg fræðingar, læknar og prestar í ríkisleyndarmál og er vafasamt, ‘ hópi höfuðskálda þjóðarinnar og að hann hafi getað gert hagsmun- i bílstjórar, verkamenn og hús- um Vestur-Þýzkalands svo mik- inn usla, sem í fyrstu var álitið. Það er einnig á almannavitorði, að dr. Otto John var ekki heppi- legur maður í því starfi, er hann mæður fullgildir hljóðfæraleik arar. Að lögfræðingar einir þekki mun á réttu og röngu, prestar einir viti skil á trúmálum og sið- gæði og skáld á bókmenntum, gegndi, sem yfirmaður öryggis- nálgast það að mega kalla öfug máladeildarinnar. Stjórnvöld Vestur-Þýzka- lands liöfðu stungið upp á 9 öðrum mönnum til starfans, en engum þeirra vildu her- námsstjórnir Vesturveldanna veita samþykki sitt til stöð- mæli í þessu landi Valdamönnum stórþjóðanna verður æ meira áhyggjuefni sú hætta, sem frjálsu nútíma þjóð- félagi stafar af óupplýstu og óþroskuðu fólki, sem enga dóm- greind hefir um annað en það, , » , . . , , sem fer í munn og maga. Þetta unnar, og var dr. John þa loks , ,... * ,, , , ,r * j. ■ , folk er að jafnaði auðveldara að sá tíundi, sem varð fyrir val- inu, með þeirra náð. ^ VART ANDLEGA HEILL Almennt mun og talið, að dr. John hafi ekki verið með öllu andlega heill, og er það sennileg skýring á brotthvarfi hans. Óhætt er að fullyrða, að mál dr. Johns hefur engin áhrif haft á hina órofa og traustu andstöðu þýzku þjóðarinnar gegn komm- únistum og stjórnskipulagi þeirra, er við þekkjum af svo sárri raun í austurhluta lands okkar. Mál hans er aðeins ein- angrað atvik, og svipuð mál hafa einnig komið fyrir í Bretlandi og Bandaríkjunum. — Hvað ætlið þið hjónin að dveljast lengi hér á landi að þessu sinni? — Um 10 daga. Ef unnt reynist munum við ferðast norður í land, til Akureyrar og víðar. Að vísu hefur verið slæmt veður síðan við komum, en þáð eru engin viðbrigði fyrir okkur, þar sem hið versta tíðarfár hefur verið í Þýzkalandi í sumar. Það cr okkur hjónunum mikil ánægja að eyða hér sum arleyfi okkar, í þessu norræna og fagra landi og vil ég mega j vona, að samskipti Þjóðverja og íslendinga eigi eftir að auk- ^ist og rammeflast á komandi árum og hinar tvær vinaþjóðir muni treystast enn sterkari böndum en nú er. ggs. tæla til ýmiskonar óhæfuverka. Því stendur jafnvel einnig opin leið án ofbeldis að eyðileggja þjóðfélögin með því einu að ein- angrast frá hugsjónum þess, sækja t. d. ekki leikhús, hljóm- leika og lesa ekki bækur. Þess- um rétti er alls ekki hægt að svipta fólk nema með einræði, og til þess að firra heiminn seig- drepandi glötun þess ér aðeins ein leið fær, að gera allan almenn ing, og þá fyrst og fremst unga fólkið, að þátttakendum í and- legri sköpun þjóðfélagsins, kenna því að meta listir, vísindi og ann- að, sem opnar augu þess fyrir æðra lífstakmarki. Ein af mörgum leiðum til and- legs þroska er að búa æskúnni fallegt og göfgandi umhverfi, því eins og öllum manneskjum er í blóð borin þörfin til þess að leita háleitrar fegurðar, er þeim ekki síður þörf einhvers, sem almennt gleður augað.Þannig er bygging- arlistin ef til vill sú listgrein, sem almennast uppeldisgildi hefir. Fyrir áeggjan ýmsra, sem áhuga nöfðu fvrir að prýða bæ- inn sinn, gekkst Fegrunarfélagið á sínum tíma fyrir því að láta áhugafólk og sérfræðinga skoða alla garða og lóðir í bænum, og ákvað að veita eigendum falleg- ustu garðanna viðurkenningu fyrir starf sitt. Eins og annað, sem horfir í mehningarátt, var þessari tilraun Fegrunarfélags- ins illa tekið af ýmsum aftur- haldssömum mönnum, og meðal annars reynt að gera mikið úr því, að aðstæður manna væru mjög misjafnar, sem er vitanlega hverju orði sannara, en hinsveg- ar misheppnuð samúðartilraun. með fátæku fólki að ímynda sér að unnt sé að hætta allrL menn- ingarviðleitni með þeirri afsök- un að misrétti riki enn í þjóð- félaginu, Því einmitt slíkar til- raunir eru oft liklegar til að opna augu manna fyrir þeirri hættu, sem misréttið veldur á ótal svið- um. Ein stétt manna tók þessu þó án undantekningar vel, en það voru garðyrkjufræðingar og sér- fræðingar í skipulagningu garða. Þeir þóttust hafa fengið hér góða liðsmenn í sínu menningarstarfi. Þó Fegrunarfélagið hefði ekk- ert gert annað en að beita sér fyrir skoðun gárða og lóðá í bæn- um, væri starf þess mjög mikils- vert og hefir átt sinn þátt í þeim miklu stakkaskiftum, sem bærinn. hefur tekið undanfarin ár og: einkum síðan félagið var stofnað. Nú hefir Fegrunarfélagið meff svipuðum hætti beitt sér fyrir þvi, að veitt verði viðurkenning: fyrir fallegasta húsið, sem byggt var á síðastliðnu ári. Að sjálf- sögðu snéri félagið sér fyrst til arkitektanna, sem kusu að vera ekki við þetta riðnir. Hús, sem stendur í miðri höfuðborg lands- ins, er engum bæjarbúa óviðkom- andi. Það er hluti af sjálfri borg- inni. Bærinn okkar er hinsvegar mjög snauður af fögrum bygg- ingum og skilningur almennings á byggingarlist vitanlega eftir þvi. Fagrar, svipmiklar og stíl- hreinar byggingar eru skóli al- mennángs í byggingarlist með líkum hætti og sinfóníuhljóm- sveit er skóli hans í tónlist. Það sem fyrir stjórn Fegrunarfélags- ins vakir með því að veita viður- kenningu fyrir fallegustu húsin, er vitanlega ekki fyrst og fremst það, að skapa keppni milli arkitektanna heldur að fá fólk al- mennt til þess að fylgjast með vexti og fegrun bæjarins á öllum sviðum, en sjálfar byggingarnar hljóta alltaf að ráða mestu um útlit bæjarins. Arkitektar bæjarins hafa einir tekið þessari tilraun félagsins illa, eða réttara sagt nægilega margir þeirra, til þess að unnt væri að gefa út yfirlýsingu í nafni félagsins þar sem lagt var kapp á að hreinsa félagið af allri ábyrgð á þessu glæfrafyrirtæki. Þessi yfirlýsing var þó alveg ó- þörf, því félagið hafði ekki hugs- að sér að blekkja neinn í sam- bandi við þessa tilraun. Við mun- um enga blekkja og engan biðja afsökunar. Húsin í bænum eru ekkert einkamál arkitekta eftir að þeir hafa lagt á þau síðustu hönd. Þau eru eftir það hluti af því landslagi, sem við höfum öll daglega fyrir augum okkar, og sá skóli, sem hefir gert okkur hlut- geng til þess að segja meiningu okkar um þau eins og Esjuna og Keili. Ef ég man rétt er þetta fyrsta lifsmark, sem heyrst hefir frá þessu ágæta félagi, 'sem á þó inn- an sinna vébanda ýmsa mjög merka og gáfaða menn. Slíkt fé- lag mætti þó gjarna eiga eins og éina hugsjón. Eitt af því sem mér finnst oft að öðru fremur ein- kenni hús þessa lands, er að þau hafa þann dásamlega eiginleika að leyfa óveðursskýjum loftsins að flæða beint inn í rúm t.il manns, líkt og víða þekktist í gamla daga er öll hús voru þakin slæmu torfi. Væri ekki verðugt hugðarefni fyrir unga arkitekta að spreita sig á því að koma yfir þjóð sína svo rammbyggilegum þökum, að ekki leki yfir okkur úr vötnum himinsins. R. J. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.