Morgunblaðið - 25.08.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1954, Blaðsíða 1
41. árgangur. 192. tbl. — Miðvikudagur 25. ágúst 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins. 850 ára steinkista Oddaverja fundin í Skálhoits-kirkjugranni Eiin ðopnuS. Talin geyma jarð- neskar Eeifar Páls biskups Mynd þessi sýnir glöggt, hvernig steinlíkkista Páls Jónssonar bisk- ups liggur sunnanvert í kirkjugarðinum í Skáiholti. Sést hún í gröfinni næst á myndinni. Fyrst álitu menn, að grjótraninn, sem mennirnir tveir standa á, sýndi breidd þverskiosins í hinni fornu kirkju Klængs biskups. En kista Páls biskups hlýtur að hafa verið i suðurálmu þverskipsins, sem hefur því verið miklu breiðarí en í fyrstu var álitið. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Vargas forseti Brasilíu rekinn frá völdum O framdi síðan sjálfsmorð skömmu síðar. virki. Frainh. á bls. 13 SKAUT SIG Á SKRIFSTOFUNNI Skýrt var frá því að fyrr | um morguninn hefðu stjórn- : málaandstæðingar Vargas | neytt hann til að segja af sér | embætti. Kom hann til skrif- á stofu sinnar skömmu síðar ; ritaði bréf er hann skildi eft- | ir, dró upp skammbyssu og skaut sig í brjóstið. Andaðist | hann nær samstundis. í skilnaðarbréfinu ásakar i Vargas andstöðuflokkana fyrir að þeir hafi komið í veg fyrir Kí; að hann gæti bætt lífskjör alþýð- unnar í landinu Lokaorðin voru: — Ég yfirgef nú lífið og hverf |; yfir í söguna. RÓSTUR í RIO Tugþúsundir manna söfnuðust síðdegis saman fyrir framan verkamálaráðuneytið og hróp- 100 milljén d. kr. virði í Meisfaravfk XHÖFN, 24. ágúst — Norræna aámufélagið, sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að nýta blý- og zink-námurnar í Græn- landi, hefur nú birt skýrslu um það, að í Meistaravík á Austur- Grænlandi sé blý og zink í jörðu að verðmæti 100 milljón danskar krónur. Telur félagið að námu þessa megi vinna til fulls á 6—7 árum. I tilraununum að undan- förnu hafa verið boruð 2000 m námugöng og 5000 metrar af bor- holum. Indverjar vilja hiul- lausa nefnd NÝJA DELHI, 24 ágúst — Ind- verska stjórnin sendi Portugöl- um í dag orðsendingu þar sem þeir kveðast sammála um að hlut laus nefnd verði látin rannsaka ástandið í portugölsku nýlend- unum. Vilja Indverjar að ráð- stefna um lausn þessa vanda- máls verði haldin hið allra fyrsta. — Reuter. Rio de Janeiro. Einkaskeyti frá NTB og Agence France Presse. FYRIR hádegi í dag tilkynnti brasilíska útvarpið að Getulio Vargas forseti landsins hefði þá nýlega framið sjálfsmorð á skrífstofu sinni. Róstusamt hefur verið í Rio í dag. Farnar hafa verið stórar kröfugöngur, þar sem krafizt er hefnda yfir andstöðumönnum hins látna forseta. Skömmu fyrir hádegi í morg- uðu nafn Vargas Og einnig söfn- un var vikið frá dagskrá út- uðust menn saman fyrir framar varpsins og tekið að leika sorg- skrifstofu Lýðveldisflokksins arlög. Kom dánartilkynningin réðust inn í hana og unnu spell- 3-víddar sjónvarp í Bretlandi LONDON, 24. ágúst — Bretar hafa nú eignazt þrívíddar-sjón- varp. Á hinni árlegu útvarpssýn- ingu, sem haldin er hér í borg var eitt slíkt þrívíddar-sjónvarps tæki sýnt í notkun. Hins vegar er tekið fram að enn muni líða nokkur ár þar til þessi tegund sjónvarpstækja verður tekin í almenna notkun. — Reuter. er var sonur Jóns Loffssonar MJÖG merkileg steinkista hefur fundizt við fornleifarann- sóknirnar í Skálholti. Er talið að þetta sé líkkista Páls Jónssonar biskups, er lézt árið 1211, en hann var einn auð- ugasti og voldugasti biskup er í Skálholti sat. Það sem gerir þennan fornleifafund sérstaklega merki- legan er að steinkista hefur aldrei áður fundizt hér á landi. Einnig það, að Páll Jónsson vair einn af Oddaverjum. Var hann sonur sjálfs Jóns Loftssonar og Ragnheiðar systur Þor- láks biskups helga. Hér er því um að ræða einu leifarnar, sem frá hinum fornu höfðingjum Oddaverjíim eru komnar, og var það að líkindum, að engin smámennskubragur væri a þeim fundi. Kistan hefur þó enn ekki verið opnuð. Liggur yfir henni meir en þverhandarþykkt lok, sem er sprungið, svo að gæta verður allrar varúðar við að taka það af. Aðrar kistur úr tré liggja líka að henni og verður að gæta þess að hagga ekki við þeim. f MIÐALDAKIRKJU KLÆNGS BISKUPS Menn þeir, oem starfa að forn- leifagreftrinum í Skálholti undir stjórn Kristjáns Eldjárns forn- leifafræðings hafa að ur.dan- förnu aðallega grafið í vestur- hluta kirkjustaðarins, þar sem kirkja Brynjólfs Sveinssonar stóð. En í síðustu viku var tekið til við að grafa nokkru austar og sunnar einkum í þeim tilgangi að sjá hvernig hleðsla undirstöðu hinnar fornu kirkju Klængs bisk- ups frá 12. öld hefur verið. STEINN, ER REYNDIST VERA KISTULOK S.l. laugardag var komið niður á stein og var hann það stór að menn héldu að hér væri um að ræða einhvern grunnstein. Var svo við skilið þá, en á mánudag, þegar haldið var áfram meðfran. steininum kom það brátt í ljós að betta var lok á steinkistu. VANDLEGA HOGGVIÐ MÓBERG Kistan er réttir 2 m á lengd, höfðagaflinn snýr í vestur og er hann nokkru breiðari. Hún er í um það bil meters-dýpt og hall- ast nokkuð til suðurs. Höggvin er hún úr brúnleitu og fínkorn- óttu móbergi. Er líklegast talið að það sé tekið úr Vörðufelli. Þa3 vekur sérstaka athygli, hve kistan er vandlega höggv- in, brúnir aílar iíkt og þær séu slétt hefiaðar og á tveim hornum eru eyru, sem mynda skraut á kistuna. Sagði Krist- ján Eldjárn að hann hefði ekki búizt við að finna svo fallega kistu þarna. EINA STEINKISTAN, ER UM GETUR Engin áletrun er á kistunni. En síeinkistur eru mjög svo óvenjulegar hér á landi. Vill Framh. á bls. 2 Getulic Vargas hinn látni forseti Brazilíu. Þessa mynd tók ljó&myndari Mbl. í gær af steinkistunni sem fannst í grunni miðaldakirkjunnar í Skálholti. Kistan er höggvin úr móbergi og sjást sprungurnar þvert yfir lokið. Hér er um að ræða einn merkasta fornleifafund hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.