Morgunblaðið - 25.08.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1954, Blaðsíða 2
MORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. ágúst lCoí sSæismanni í Bor SJALFSTÆÐISMENN í Borg arfirði efndu til héraðsmóts að Ölver í Hafnarskógi um síðustu helgi. Var fjölmenni mikið á mótinu, á arinað þús- und manns. Mótið hófst kl. 4.30 e. h. á sunnudag. Jón Árnason, bæj- arfulltrúi, setti það og bauð mótsgesti velkomna. Ræður fluttu þeir alþingismennirnir Pétur Ottesen og Jóhann Haf- stein, en ávörp Matthías A. Mathiesen, formaður Stefnis í Hafnarfirði og Þorvaklur Garðar Kiistjánsson, formað- ur Heimdallar. Höfðu félögin efnt til hópíerðar í Borgar- fjörð í sambandi við héraðs- mótið að Ölver. Fengu ræðu- menn allir mjög góðar undir- tektir áheyrenda. Á mótina skemmtu hinir vinsælu listamenn, Haraldur Á. Sigurðsson, Brynjólfur Jó- hannesson, Guðmundur Jóns- son og Fritz Weisshappel, og var þeim ágætlega tekið Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Veður var hið ákjósanleg- asta á mótinu og fór það í alla staði mjög vel fram, Borgfirð- ingum til mikils sóma. Skálhðli Sendiherrann hætti við Éslandsför vegna valda- afsals Brazilíuforseta HINN nýskipaði sendiherra Brazilíu á íslandi, Ferreira du Souza, var væntanlegur hingað í gærkvöldi í opinbera heimsókn. Er hann fyrsti sendiherra Brazilíu á íslandi og situr hann í Osló. Hugðist sendiherrann afhenda forseta íslands trúnaðarbréf sín og dveljast hér á Iandi nokkurn tima. Var hann væntanlegur mcð flugvél á Keflavíkurílugvöll í gærkvöldi. ÁRÁS Á RITSTJÓRA Skyndilega hætti sendiherr- ann þó við förina og barst utan- ríkisráðuneytinu og ræðismanni Brazilíu hér, Bergi Gislasyni, stórkaupmanna, skeyti þess efnis í gær. Er orsökin sú, að óstað- festar fregnir hafa borizt um að forseti Brazilíu, Getuiio Vargas, hafi verið neyddur til að láta af embætti, og stjórnarskipti hafi orðið í landinu. Eins og kunnugt er var ástæðan til þess sú, að fyrir hálfum mánuði var gerð morðárás á ritstjóra þess blaðs í Brazilíu, Carlos Lacerda og son hans, sem mestri gagnrýni hefur haldið uppi á stjórn Vargas. VARGASAFHRÓPAÐUR Feðgarnir sluppu ómeiddir, en Rubens Florentino Vaz, flugliðs- foringi, samferðamaður þeirra feðga, lét lífið. Kom brátt til múgæsinga í borgum landsins og óeirða gegn Vargasstjórninni og hafa eftirmálin orðið valdaafsala Vargasar. eETRAUNASPÁ EINS og oft áður urðu óvænt úrslit í ýmsum leikjum 1. um- ferðarinnar í deildakeppninni. T.d. tapaði Arsenal heima fyrir Newcastle, Huddersfield fyrir Blackpool og Manch. Utd. fyrir Portsmouth. Sigurvegararnir frá í vor, Wolves, unnu Sheff. Wed. 4—2 eftir jafnan leik, en W.B.A., sem varð 2. í röðinni tapaði fyrir Sunderland, sem í vor var eitt af lægstu liðunum. Útlit er fyrir, að Sunderland muni standa sig mun betur nú en í fyrra. Svo virðist, sem mörg lið leggi nú meiri áherzlu á sóknarleik en varnar og voru skoruð óvenju mörg mörk, eða 50 í 1. deild, en 46 í 2. í vikunni fer fram 2. umferð- in og sú 3. á laugardaginn. Lík- legastir heimasigrar eru þá hjá Blackpool, Charlton og W.B.A. Biackpool — Manch. Utd. 1 Cardiff — Leicester City x2 Charlton — Huddersfield lx Chelsea — Bolton 2 Everton — Preston 1x2 Manch. C.ity — Burnley 12 Newcastle — Sheff. Utd. 1 Portsmouth — Wolves x2 Shcff. Wed. — Aston Villa 1 Thottenham — Sunderland 2 W.B.A. — Arsenal 1 Derby — Liverpool x Kerfi 48 raðir. ÓVIST UM HEIMSOKNINA Ræðismaður Brazilíu hér á Jandi kvaðst ekkert geta um það sagt hvenær hinn nýskipaði sendiherfa landsins á íslandi væri væntanlegur hingað, er Mbl. átti tal við hann í gær. . — Né gat utanríkisráðuneytið gefið nokkrar upplýsingar um málið. Sendiherra Islands í Brazilíu er Thor Thors. Tregari afii hjá Akranesbálunum en í gær AKRANESI, 24. ágúst — Rek- netjabátar komu inn með síld í dag. Aflinn var minni en í gær eða 15—90 tunnur á bát. Afla- hæsti báturinn var Fylkir. — Trillubátar voru margir á sjó héðan í dag, en afli þeirra var lítill eða enginn. —Oddur. Rausnarfeg gjöf BARNAVERNDARFÉLAGI Akraness hefur borizt rausnar- ieg gjöf. Hjónin frú Guðrún Guðmundsdóttir og Daníel Pét- ursson verzlunarmaður, sem eiga verzlunina Grímu á Akranesi, færðu félaginu nýlega 10 þús. kr. peningagjöf. Barnaverndar- félagið er nú tveggja ára, og á frú Guðrún sæti í stjórn þess. —Oddur. Framh. af bls. 1 nú svo til, að aðeins ein frá- sögn er til af þvt að biskup haíi verið jarðsettur í stein- kistu, en það var Páll Jónsson biskup í Skáíholti 1195—1211. En í sögu hans er þess get- ið, að hann lét steinþró ltöggva ágæta hagliga, þá er hann var í lagðr eftir andlát sitt. BEBIÐ MEÐ EFTIRVÆNTINGU EFTIR, HVAB ER í KISTUNNI Lok steinkistunnar er sprung- ið á þremur stöðum. Tvær sprung ur þvert yfir og ein í hlið og valda þær því að fornleifafræð- ingarnir munu fara mjög var-1 lega í að opna nana. En þeir gera sér góðar vonir um að eitthvað merkra gripa kunni að vcra í henni, því að Páll biskup var eins og öll saga hans ber vott um,; mikill fagurkeri, er safnaði að sér listamönnum aldarinnar og lét þá smíða fjölda listmuna, skrín úr gulli, biskupsstaf og dýr- gripi. Verður kistan opnuð ein- hvern næstu daga. MIÐALDAKIRKJAN STÆRRI EN MENN ÆTLUÐU Lega þessarar merku stein- kistu hefur orðið fornleifa- fræðingunum til mikillar að- stoðar við að greina stöðu og lögun hinnar fornu kirkju er Klaengur biskup lét reisa á fyrri hluta 12. aldar. Hlýtur kistan að hafa verið þar innan veggja og er af því Ijóst, að kirkjan hefur verið enn stærri en menn ætluðu í fyrstu. Er nú komið í Ijós, að þverskip hennar hefur verið hvorki meira né minna en 12 metrar á breidd. En sjálf hefur kirkj- an verið að minnsta kosti 15 metrum lengri en dómkirkjan mikla, sem Brynjólfur biskup lét reisa fimm öldum síðar. Má af því nokkuð ráða þann myndarbrag er var á kirkju- smíði hinna fornu kaþólsku biskupa. RæJi «ið Cfsig Sigurðssoa bésida í Albsrfa-fylki AÐ mun fremur sjaldgæft að fólk sem komið er yfir nírætt tatd sig upp og ferðist heimsálfa á milli. Slíks eru þó dæmi, og núi er staddur hér í Reykjavík 92 ára gamall Vestur-íslendingur, Ófeigur Sigurðsson, sem dvalizt hefur vestan hafs í 67 ár. Ófeigur kom hingað í byrjun þessa mánaðar og hefur ferðazt víða síðani hann kom hingað og heimsótt ættingja og kunningja. Hann muiy hverfa vestur um haf aftur eftir 1—2 vikur. 1339 fyrir 11 réiia BEZTI árangur í 24. leikviku Getrauna var 11 réttir leikir, og var hæsti vinningurinn 1339 kr. fyrir • 27 raða kerfi, sem einnig var með 10 réttum í 6 röðum og 9 rétta í 12 röðum. Vinningar skiptast þannig: 1. vinningur 619 kr. (1) 2. vinningur 88,00 (7) 3. vinningur 17 kr. (37) Úrslitin í eumum leikjanna voru mjög óvænt, fer svo oft í ensku knattspyrnukeppninni og þó alveg sérstaklega í upphafi leiktímabilsins. Rétta röðin á 24. seðlinum: 221 — 12x — 212 — 111 — NEW YORK, föstudag — Álitið ' er að ameríska flugfélagið I American Airlines muni ef til j vill neyðast til að segja umm 16 þús. manna starfsliði eítir helg- ina, vegna verkfalls 1250 flug- manna, sem staðið hefur í hálfan mánuð. — United. Topgz á Hornðfirði '.ÚÚ.L.Æ Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu er nú staddur á Hornafirði, þar sem hann hefur haft tvær sýningar á leikritinu Tópas. Myndin var tekin er leikararnir stigu út úr fiugvélinni. Ljósm. Mbl. H. T. Ófeigur ber ekki merki þessa ’ háa aldurs. Hann er þvert á móti mjög ern. Hann les gleraugna- laust og hefur góða heyrn. Minni hefur hann svo gott að margur, yngri þættist góður af. Hann kveðst ekkert eiga erfitt með að ferðast, enda kom hann einn vestan af Kyrrahafsströnd hing- að heim til íslands. Morgunbl. átti stutta viðræðu við Ófeig í gær, en hann dvelur á heimili hr. Ásmundar Guðmundsscnar biskups, meðan hann er hér í Reykjavík. ÞRJÚ SYSTKINI TIL VESTURIIEIMS Ófeigur er ættaður frá Svína- vatni í Grímsnesi, sonur Sigurð- ar Sigurðssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Ófeigsdótt- ur, ríka á Fjalli á Skeiðum. Systkinin voru 13, en að- eins 4 komust til fullorðins- ára, hin dóu úr barnaveikinni, sem þá gekk og hjó djúp skörð í barnahópa flestra heimih.. er hún sótti heim. Ófeigur ólst upp á Svínavatni til 9 ára aldurs, en þá fluttist hann með foreldrum sínum að Útey í Laugardal og átti þar heima í 16 ár. 25 ára gamall fluttist hann vestur um haf ásamt unnustu sinni Ástríði Tómasdóttur frá Kárastöðum í Þingvallasveit, og tveim systkin- um sínum. VANTAÐI JARÐNÆÐI — Hvers vegna fóruð þér til Ameríku? — Mig langaði til þess að búa, en fékk ekkert jarðnæði hér heima. Þetta var líka á verstu harðærisárunum hér* og ekki frá miklu að fara. Ég hafði heldur ekki gengið menntaveginn, og taldi heppilegast fyrir mig að leggja fyrir mig búskap og yrkja jörð. — Hófuð þér búskap strax þar vestra? — Nei, við fórum fyrst til Winnipeg í Manitoba og þar átt- um við heima í 2 ár. Þar stund- aði ég algenga vinnu, vann til dæmis um skeið við járnbrautir. Síðar fluttumst við til Alberta, sem er næstvestasta fylkið í Kanada. Þar var ég bóndi í 50 ár. — Höfðuð þér góð fararefni, er þér fóruð t.il Ameríku? — Ekki get ég sagt það. Þegar við vorum lcomin til Winnipsg, átti ég eftir 23 dali, það var allt og sumt. LÍTILL BÚSTOFN, SEM BLESSUN FYLGDI —■ Var erfitt að fá jarðnæði í Albertafylki? — Nei, það var auðvelt. Ég tók mér heimilisréttarland, sem var 160 ekrur. Bústofninn var ekki stór. Við hjónin byrjuðum með þrjár kýr, en við brutum land á hverju ári og bættum við bú- peningi. Þegar ég hætti búskap eftir 10 ár, var jörðin mín 650 ekrur lands og ég hafði kornrækt á 500 ekrum. Á seinni árum hafði ég þar um 100 nautgripi, 150 kindur og um 50 hross. — Þetta hlýtur að hafa verið ákaflega erfitt fyrir ykkur hjón- in? — Það var stundum erfitt. en okkur leið aldrei illa, það var eins og blessun fylgdi handa- verkunum okkar á þessari jörð. LIFIR TVÆR KONUR SÍNAR — Eigið þér jörðina ennþá? — Nei, ég hætti búskap þegar ég hafði misst báðar konur mín- ar. Fyrri konan mín Ástríður dó 1920. Seinna giftist ég KristínU Þorsteinsdóttur, ættaðri frá Laxa mýri í Þingeyjarsýslu. Hún dq 1940. — Eigið þér börn á lífi? — Ég á fjórar dætur á lífi, og eina fósturdóttur. Synir iríair báðir eru dánir, annar dó unrur, en hinn uppkominn. En ég á 22 barnabörn og 20 barnabarnab jin. Ég seldi dóttursyni mínum j; ð- Ófeigur Sigurðsso ina þegar ég hætti búskap en þau hjónin létust bæði í járn- brautarslysi fyrir tveimur árum. Jörðin gengur í erfðir til barna þeirra sem enn eru ung, en hún er unnin nú af nágrönnum í hér- aðinu. NÁGRANNI STEFHAN! G. STEPHANSSONAR í 20 ÁE — Eru margÍL- íslendingar bú- settir í Alberta-fylki? — Það munu vera þar um 100 íslendingar. Það eru allt- góðir grannar og í því sambandj get ég nefnt, að ég og kletíaskáldið okkar Stephan G. Stephansson vorum nágrannar í 20 ár. Iiann var eins góður nágranni og hann var gott skáld, má mcð sanni segja. — Eru systkini yðar og niðjar búsettir á þessum slóðum? — Já, ýmist i. Albertafylki eða á Kyrrahafsströndinni. Ég hef dvalið hjá skyldfólkinu síðr.n ég brá búskap á báðum þessum stöð- um. MIKIL MANNVIRKI — Er þetta í fyrsta skipti sem þér komið til íslands, síðan þér fluttust vestur um haf? — Nei, ég kom hingað 1930, og það var í fyrsta skípti, sem ég kom í heimsókn. Síðan hcf ég ekki komið fyrr en nú. — Finnst yður hafa orðið mikl- ar breytingar síðan hér helma? — Það hafa orðið stórfelldar breytingar hér á svo fáura árum. Eiginlega hafa orðið breytingar á öllum sviðum, það er sama hvort maður nefnir jarðrækt, húsabyggingar, vegagerðir eða hvers konsr mannvirki, það eru framför á öllurn sviðum. Ég er mjög glaður yfir því hvað miklu hefur verið áorkað og að sjá vel- líðan fólksins sem er greinileg. Mér þykir svo mikið koma til Sogsvirkjunarinnar og hitaveit- unnar,, að mér verður á að bugsa að slíku átaki geti aðeins stórhuga Þjóð valdið. Það er ekki nóg að heyra sagt frá og lesa um slíka hluti, maður verður að sjá með eigin augum til dæmis Sogsvirkj- unina, til að geta skilið til fullg Framh. á bla. 12 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.