Morgunblaðið - 25.08.1954, Blaðsíða 7
Við útvegum leyfishöfum hina viðurkenndu Volkswagenbíla, með stuttum fyrirvara.
Volkswagenbílarnir hafa verið í notkun hér á landi og reynslan hefur sýnt, að þeir
henta íslenzkum staðháttum mjög vel.
Verðið hagkvæmt. Leitið upplýsinga,
HVERFISGOTU 103
SÍMI 1275.
Miðvikudagur 25. ágúst 1954
MORGVNBLAÐIÐ
Faaddur 28.
Dáinn 19.
DÁINN. — Þegar ég frétti hið
örlagaríka orð um vin minn,
ftagnar, vildi hugur minn neita |
því, að það gæti verið rétt. — i
Ragnar, sem ég talaði við tveim'
dögum áður, að hann væri mér j
horfinn fyrir fullt og allt, að
aldrei framar fengi ég háns góðu
ráð, að aldrei framar fengi ég
að tala við þennan mæta og góða
mann, sem aðeins var fertugur,
að aldri. Þetta voru þung örlög
fyrir eiginkonu og unga drengi.
En geislar endurminninganna
eru dýrmætir. Við Ragnar höfð-
um áhuga fyrir sömu dægradvöl,'
það er bridgeíþróttinni, og þar
átti ég því láni að fagna, að
kynnast honum og vera samherji
hans um nokkurra ára skeið.
Nú síðustu árin var hann for-
maður félagsins, og að öllum for-
mönnum þess félags ólöstuðum
þori ég að fullyrða, að enginn
Frú Belfy Brlem
hjúkranarkona
F. 1. okt. 1916, D. 7. ág. 1954.
—o—
Dauðaský svipýrt dró upp um
stund
á dýrlegum himinboga,
þar sem leiftrandi stjörnurnar
loga
og lýsa upp blásalageim.
Það byrgði fyrir hið ljómandi
ljós,
sem lýsir upp þennan heim.
Dauðinn, hann réðist á eikina
ungu,
og atlögu greiddi með höggi
þungu.
Aflinu svipti’ hana eiturstungu
og orkunni rændi úr brjósti og ,
tungu.
Með athöfn þessari olli hann
sárum,
úthellti flóði af saknaðartárum.
Leiða og mótlæti lífsins á bárum,
löngum hann veldur með högg-
um og skárum.
Eikin var sterkleg, björt á brá,
brann af áhuga, fjöri og þrá
eftir að starfa og orku ljá,
aldregi nokkur vindhögg slá.
Hún hafði þíða’ og lipra lund,
ljúf og viðfeldin hverja stund.
Ávaxtaði hún æ sitt pund.
Ávallt geislaði’ af baugahrund.
Eiginmanninum unni heitt.
Við elskaða dóttur rétt var
breytt.
Engum gjörði hún lífið leitt.
Löngum var hjá því illa sneitt.
Stundaði hjúkrun styrkri mund,
stöðvaði blóðrás, græddi und.
Veika fram hún leiddi í lund,
lifsafli þrungið sómasprund.
Nú lifir hún sæl í himnahöll
in hreina og bjarta menjaþöll
utan við hróp og heimsins köll
og hafsins þungu boðaföll.
Vrigfús Guttormsson.
hafi gert jafn mikið fyrir það
félag og hann.
Ég minnist utanfaranna til
Noregs 1951 og Danmerkur 1953,
og þá kom bezt í ljós, hversu
mikill afbragðs félagi hann var.
Þótt á móti blési, var Ragnar allt
af hinn sami, og fannst mér hann
herðast við hverja þraut, og bjart
sýni hans og áhugi hlaut að grípa
hvern þann föstum tökum, sem
átti því láni að fagna að kynn-
ast honum.
Ragnar var trygglyndur og
vinfastur. Heimilisfaðir ágætur’,
og minnist ég margra ánægju-
legra stunda á heimili hans. Þar
sem hann var mjög gestrisinn,
var þar oft fjölmennt og glatt
á hjalla. Vafalaust hefur engan
okkar grunað, sem um síðustu
jól hylltum hann fertugan, að
fleiri jól fengjum við ekki að
hafa hann hjá okkur.
Ragnar var fæddur verzlun-
armaður og því á réttri hillu sem
kaupmaður, og vafalaust verða
margir viðskiptavinir hans og
starfsbræður, sem kveðja hann
í dag með söknuði í hjarta.
Dugnaður Ragnars og áhugi
við afgreiðslu og útvegun á vand
fengnum vörum var oft þannig,
að mér fannst undravert, og þeg-
ar ég spurði, hvernig er þetta
mögulegt, þá svaraði hann oft-
ast með brosi á vör: „ef maður
ætlar sér að gera eitthvað, þá
tekst það“. Og þannig var Ragn-
ar, ef hann tók eitthvað verk að
sér, þótt vandasamt væri og erfitt
þá tókst það.
Þótt margir kveðji Ragnar með
söknuði eftir alltof stutta sam-
verustund hér, er missirinn þó
mestur fyrir eftirlifandi konu
hans, Ragnheiði Magnúsdóttur og
hina þrjá ur.gu syni þeirra. Ég
bið Guð að gefa þeim styrk á
þessari erfiðu stund lífs þeirra,
en minningin um góðan eigin-
mann og ágætis föður mun lifa.
Eins munu minningar vina hans
lifa um úrræðagóðan, hjálpfúsan
og drenglyndan mann.
V. S.
Gamlir Kjósverjar
í berjrnn að
Hækingsstöðiim
VALDASTÖÐUM í Kjós. 22. ág.
í dag bauð Hannes bóndi Guð-
brandsson í Hækingsdal, átthaga-
félögum Kjósverja til berjatínslu
í landi sínu, sem er mikið berja-
land og gott. Munu um 100 manns
hafa verið þar og þáðu Kjósverj-
arnir miklar og góðar veitingar
Hækingsstaðaheimilisins. Hefur
Hannes bóndi sýnt gömlum sveit-
ungum sínum mikla rausn, svo
sem vera ber hér í sveitinni, þar
sem hin ísl. gestrisni er með öllu
ósvikin hvar sem gest ber að
garði, og á vonandi eftir að lifa
ár og aldir. —St.G.
K V ö L D
!
fyfiðnætiEPskemmfun i Austurbæ|arbio ki. 11,15
;H)EINS ÞETTA EINA SINN
FJÖLBREYTT SKEMMTIATRIÐI
W’WfMSWBW Guðmundur Jónsson óperusöngvari
MÉÉ||gÉáP^ með undirleik Fritz Weischappel
tfr w pí|8i Brynjólfur Jóhannesson leikari
Hljómsveit Carls Biilich
Viggo Sparr
Töframeistari Norðurlanda
kemur öllum í gott skap
A'ðgöíigumiðar í Ausíurbæjarbíó
eftir klukkan 16,00.
Erla Þorsteinsdóttir
Stúlkan nieð silkimjúku
röcldina
Rólynd kona á sextugsaldri
óskar eftir
HERBERGI
eigi síðar en 15. sept. sem
næst miðbænum. Ilerb. þarf
ekki að vera stórt, en helzt
ekki í kjallara. Fyrirfram-
greiðsla kemur til greina. —
Tilboð, raerkt: „V. S. - 493“,'
sendist til Mbl. fyrir föstu-
dagskvöld.
UMBIJÐAPAPPIR
20—40—57 cm.
SMJÖRPAPPÍR
33 x 54 cm.
itáðskona
óskast
Dugleg og reglusöm stúlka
óskast á lítið heimili, þar
sem öll þægindi eru fyrir.
Mætti hafa með sér barn.
Tilboð, merkt: „Ráðskona
— 42“, sendist Mbl. fyrir
laugardagskvöld.
BEZT AÐ AUGLÝSA 4
I MORGVNBLAÐim
TOILETPAPPIR
Fyrirliggjandi:
JJ. Un^njóíjsson Js?
i/aran