Morgunblaðið - 28.08.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.1954, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1954] < HÆOARGiARÐURy HOLMG ARPtJR fwma HKVo\tlJX ST APAVE G U'R E ögreglumenn ■ eltingB- leik við bílþjófa í gær RANNSÓKNARLÖGREGLAN og Borgarfjarðarlögreglan leitacSJ í gærdag að bílþjófum héðan úr Reykjavík. — Stálu þeir bíj hér í bænum og óku honum allt vestur á Arnarstapa. Nýja hverfið verður við Bústaðaveginn fyrir austan Bústaðavegshúsin. — Rétt er að vekja athygli á því að húsin standa ekki við umferðargötuna, heldur liggja stígar að húsunum £rá götunni. Þetta fyrirkomulag hefur mikla og margvíslega kosti. — Nýtt íbúðarhúsahvsrfi Framh. af bU. 1 höfuðáherzla lögð á útrým- ingu braggaíbúða samfara öðr um ráðstöfunum til útrýming- t ar öðru lélegu húsnæði. • Takmarkið væri að út- , rýma braggaíbúðunum á næstu 4—5 árum. Hinir miklu mannflutningar úr dreifbýl- inu á undanförnum árúm eru ’ meginorsök húsnæðisvandræð anna. Hér er því um vanda- ; mál að ræða, sem bæði Al- , þingi og ríkisstjórn ber skylda ■j til að sameinast bæjarstjórn j um til úrslausnar. Við það eru tillögurnar m.a. miðaðar. Borgarstjóri fól Gísla Halldórs syni, arkitekt, að gera teikningar að húsunum, og skipaði hann jafnframt framkvæmdastjóra byggingaframkvæmdanna. FYRIR STÆRRI FJÖLSKYLDUR Þá hefur Mbl. átt tal við höf- und hins nýja hverfis, Gísla Hall- dórsson, arkitekt. — Fyrsti áfanginn í þessum umfangsmiklu húsbyggingum Reykjavíkurbæjar, er að koma upp 11 samstæðum byggingum, sem alls rúma 99 íbúðir, fjög- urra herbergja, sagði Gísli, en alls verða 22 samstæður í hverf- inu. Hér vakir það fyrir bæjar- yfirvöldunum, að gefa fyrst og fremst hinum fjölmennari fjöl- skyldum í braggahverfunum kost á íbúðum. íbúðir þessar eru fyr- ir 6—7 manna fjölskyldur. FARIÐ UM HÚSIÐ Eftir a ðhafa skoðað teikning- ar Gísla af þessum íbúðum, er ekki úr vegi að hugsa sér að maður knýi dyra í einni slíkri ibúð sólbjartan dag á árinu 1955, þegar fyrstu húsin verða tekin í notkun. í anddyrinu, sem er allrúm- gott, er fataskápur og þar stend- ur barnavagn heimilisins, í þar til gerðri geymslu. Húsmóðirin býður okkur að ganga í stofu, sem er björt og skemmtileg, 18 ferm að gólffleti. Þá er þar eld- húsið með tilheyrandi matakrók, þar sem 6—7 manns geta matast samtímis. O.g íbúðin er á tveim hæðum og uppi á loftinu er hjónaherbergi, bað og barnaher- bergin, sem eru allxúmgóð. Þar uppi eru innbyggðir skápar fyrir sængurfatnað, dúka, föt og þess- háttar. Og nú liggur leiðin beint niður í kjallarann. Þar eru geymslur og þvottahús heimilis- NÍU HÚS í NÍU GÖRÐUM Þetta var stutt lýsing á hús- inu. En í hverri húsasamstæðu verða níu hús, þ.e.a.s. níu íbúðir. Hvert hús hefur sinn eigin garð, sem húsmóðirin getur farið beint út í út bjartri suður-stofu sinni, til að líta eftir yngstu börnunum. Er garðurinn 45 ferm að flatar- máli. ENGIN ÓÞARFA BÍLAUMFERÐ Skipulag þessa nýja hverfis verður þannig að húsin snúa göflum mót umferðargötunum en frá þeim liggja stígar að húsun- um. Með því tekst ag losna við I alla óþarfa umferð bíla. Eins og áður er sagt fær hver fjölskylda lítinn garð við sitt hús, en auk þess verður svo sameiginlegur garður við allar húsasamstæð- urnar. A þann hátt líkist meira að húsin standi í stórum garði, en við skipulagðar götur. KYNDISTÖÐ — Hugmyndin er, sagði Gísli Elalldórsson, í þessu samtali við MbL, — að sameiginleg kyndi- stöð verði fyrir allt hverfið. Er þá hugsanlegt að hægt verði að hita hverfið upp að sumarlagi með hitaveituvatr.i. Þá verða í einu húsi allar nauðsynjaverzl- anir hverfisins og verður það mjög miðsvæðis. Einnig verður sameiginlegt þvottahús fyrir allt hverfið og stór barnaleikvöllur. FYRSTI ÁFANGINN Fyrsti áfanginn í byggingu þessa mikla hverfis, þar sem hundruð manna munu búa áður en mörg ár líða, er bygging fimm húsasamstæðna með alls 45 í- búðum. Standa vonir til að hægt verði að byrja að grafa fyrir hús- unum innan fárra daga, en verk- ið hefur verið boðið út og er það miðað við að verktaki skili hús- unum í fokheldu ástandi, en þá verður einnig lokið við miðstöðv- arlagnir og raflagnir. NY GERÐ STEYPUMOTA Þess má geta að lokum, að við byggingu húsa þessara verður notuð steypumót af nýjustu gerð. Eru þau í flekum og má nota sömu mótin við mörg hús. Hefur þetta í för með sér margháttað- an sparnað, svo sem kaup á móta- timbri og að útveggi að utan þarf ekki að múrhúða og er hægt að mála beint á steypuna undan mótunum. Fyrir skömmu var svo á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur á- kveðið að hefja undirbúning að byggingu 60—80 íbúða, sem einnig falla inn í rammann, um að að gefa íbúum í hermanna- skálum fyrst og fremst kost á að eignast þessar íbúðir. Enn hefur ekki verið ákveðið hve stórar þessar íbúðir verða. En geta má þess að í áætlun bæjar- yfirvaldanna, sem Gísli Halldórs- son, arkitekt, samdi, gerði hann ráð fyrir smíði 170 þriggja her- bergja íbúða og 180 tveggja her- bergja íbúða, auk þeirra 198 fjögra herbergja, sem fyrr getur. í hvorum flokki þessar 60—80 íbúðir verða er ekki ákveð ið nú, en væntanlega mun nauð- synlegum undirbúningi verða lokið um næstkomandi áramót, sagði Gísli Halldórsson, arkitekt, að lokum í samtali sínu við Mbl. í fyrrinótt var tveim bílum stolið hér í bænum. Var annar þeirra R—13, rauður Bjúikk, sem fannst í gærdag suður í Hafn- arfirði og var óskemmdur. Hinn bíllinn er Ford R-6369 og var hann við húsið Hæðargarð 26, er honum var stolið. Lýst var eftir þessum bíl í útvarpið um leið og lýst var eftir R-13. 4 MENN í BÍLNUM Rannsóknarlögreglunni bárust fregnir af ferðum bílsins vestur við Arnarstapa. Voru þá í hon- um fjórir menn. — Var bíllinn þá á austur leið. GENGU UR GREIPUM | LÖGREGLUNNAR Borgarfjarðarlögreglan v.ar þáj beðin að gera nauðsynlegar ráð* stafanir til að hafa hendur í hár| þjófanna, en það mistókst. —* Fannst bíllinn vestur á Mýrurq mannlaus. Héðan úr Reykjavík sendl rannsóknarlögreglan menn ti| þess að leita að sökudólgunum, Um kl. 10 í gærkvöldi fundu lögregluþjónar fjóra unga menn, þar sem þeir voru á gangi ná- lægt Borgarnesi. Voru það menn þeir, sem lögreglan grunaði r.m bílþjófnaðinn. Útisamkoma oð Jað « sunnudogiim ÞINGSTÚKA Reykjavíkur og stjórn Jaðars hafa undanfarin sumur gengizt fyrir einni al- mennri útisamkomu að Jaðri, hinum fagra sumardvalarstað Góðtemplarsireglunnar í Reykja- vík. Skemmtanir þessar hafa jafnan verið vel sóttar, enda ætíð kost- að kapps um að hafa þær vel úr garði gerðar. Á morgun, höfuðdaginn, hinn 29. ágúst, verður þessi árlega úti- skemmtun háð að Jaðri, og er uú betur séð fyrir skemmtiatriðum en nokkru sinni fyrr. Meðal þeirra, sem þarna koma fram, er Erla Þorsteinsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson leikari les upp og Viggo Spaar, töfra- meistari Norðurlanda skemmtir. Þá er þarna kórsöngur, IOGT- Aðaffundur Dr. Werner Altmann og kona hans. Þarf að kynna íslenzkar vörur meira erlendis segir dr. Allmann risijóri þýzks verzl- unartímarits NÝLEGA er kominn hingað til landsins dr. Werhfer Altmann prófessor frá Múnchen í Þýzkalandi. Hann er ritstjóri þýzka viðskiptatímaritsins Westdeutsche Wirtschaft, sem er eitthvert út- breiddasta tímarit um verzlunarmál, sem gefið er út í Vestur- Þýzkalandi í dag. SAFNAR EFNI UM ISLAND Dr. Altmann hefur að undan- förnu ferðazt um á Norðurlönd- um og safnað efni í tímarit sitt og hyggst að dveljast á íslandi um þriggja vikna skeið og safna hér efni í greinar um ísland og íslenzk verzlunarmál. Tímaritið Westdeutsche Wirts- chaft hefur undanfarin ár gefið út nokkrum sinnum á ári sér- stök hefti, sem eru algerlega helguð einhverju landi. Eru þá birtar greinar bæði viðskiptalegs og almenns eðlis til fróðleiks fyr- ir lesendur, sem eru einkum menn úr iðnaðar og kaupsýslu- stétt. SKORTIR VÖRUKYNNINGU Dr. Altmann segist vona, að Frh. á bls. 10. Suðurlands AÐALFUNDUR Prestafélags Suðurlands verður haldinn að Haukadal í Biskupstungum, sunnudaginn og mánudaginn 29. og 30. ágúst n.k. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða þessi mál á dagskrá: I) Endurreisn Skálholtsstaðar. Frummælendur: prófessor Sigur- björn Einarsson og séra Björn Jónsson. II) Fulltrúar Félags lækna Og presta flytja erindi. í sambandi við fundinn messa eftirtaldir prestar í þessum kirkj- um; kl. 2 e. h. n.k. sunnudag: að Torfastöðum: Herra biskup- inn Ásmundur Guðmundsson og séra Óskar Þorláksson. að Bræðratungu: Séra Jón Auð uns dómprófastur og séra Bjarni Sigurðsson. að Skálholti: Séra Gunnar Jó- hannesson og séra Jón Þorvarð- arson. að Haukadal: Séra Gunnar Árnason og séra Kristján Bjarna- son. að Hruna: Séra Árelíus Níels- son og séra Magnús Guðjónsson. að Tungufelli: Séra Þorsteinn Björnsson og séra Jón Thoraren- sen. að Úthlíð: Séra Sveinn Ög- mundsson og séra Björn Jónsson. Á mánudaginn verður síðan háldið í Skál'holt og þar fara um- ræðurnar um Skálholtsstað fram. Stjórn félagsins skipa: séra Sig. Pálsson og séra Garðar Svav arsson, en formaðurinn, séra Hálfdán Helgason prófastur, féll frá snemma á árinu. kórsins undir stjórn Ottós Guð- jónssonar. Aðgangseyri að skemmtuninni er mjög í hóf stillt, aðeins tíu krónur fyrir manninn; hir.s veg- ar er frítt fyrir börn. NörSur- leiðir annast ferðir uppeftir og er þar góð trygging fyrir góðri þjónustu og öruggri. — Fcrðir verða frá Ferðaskrifstofunni cg hefjast kl. 1 e. h. á súnnudag. ákaft fanpð á hljómleikum SflS FYRSTA skemmtun sænsku söng- og leikkonunnar Zarah Leander á vegum SÍBS var I Austurbæjarbíói í gærkvöldi, en auk hennar komu þar fram iveir aðrir sænskir listamenn, söngv- arinn Lars Roséen og hljómsveit- arstjórinn Arne Húlphers, sem annaðist undirleik. Zarah Leander heillaði -áheyr- endur með hinni miklu rodd sinni og látbrágðifleik og var henni ákaft fagnað. Þá köm LarS Rosen áheyrendum skemmtilega á óvart með söng sínum og létu þeir það óspart í ljós. Zarah Leander og félagar henh ar skemmta enn nokkrum sinn- um í Austurbæ j arbíói. Ættá Reykvíkingar ekki að láta þá skemmtun fram hjá sér fara. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.