Morgunblaðið - 28.08.1954, Qupperneq 12
MORGVTSBLAÐIÐ 1
Laugardagur 28. ágúst 1954
r 12
Fleiri keppendar en
dæmi eru til áður
^ Unglingamót í frjálsíþróttum f dag
IDAG og á morgun fer fram í Reykjavík drengja- og unglinga-
mejstaramót íslands í frjálsum íþróttum. Þátttaka er óhemju
mikil — einhver sú mesta er um getur á nokkru frjálsíþróttamóti |
og koma keppendur til mótsins alls staðar að af landinu frá samtals
18 félögum og héraðssamböndum.
SUMIR AF BEZTU
ÍÞRÓTTAMÖNNUM LANDSINS
Drengjamótið er keppni
drengja frá 166—18 ára ,en ungl-
ingar teljast þeir, sem eru á aldr-
inum 18—21. í hópi hinna síðar-
nefndu eru margir af beztu í-
þróttamönnum landsins og eru
þeir meðal keppenda á mótinu.
Það eitt er víst að keppnin verð-
ur afarhörð og þarna má áreið-
anlega sjá mörg afreksmanna-
efni, því áhugi á frjálsum íþrótt-
um fer nú aftur vaxandi sem hin
óhemjumikla þátttaka ber ljóst
vitni um.
Mótð hefst báða dagana kl. 2
eftir hádegi.
Magnús iörgensson 75 ára
í DAG er 75 ára Magnús Jörgens
son, Suðurlandsbraut 73, Reykja-
vík. Það væri að bera í bakka-
fullan lækinn að reyna að rekja
æfiferil Magnúsar í stuttri af-
mælisgrein, enda mun aðeins
drepið á það helzta. Magnús er
fæddur 29. júní 1879 að Branda-
gili í Staðarhreppi, Vestur-Húna-
vatnssýslu. Þriggja ára að aldri
fluttist Magnús með foreldrum
sínum til Akraness, en fjórum
árum síðar hvarf fjölskylda
Magnúsar aftur í fæðingarsveit
hans. Næstu árin dvaldist Magn-
ús á ýmsum stöðum, lengst hjá
Þorvaldi hreppstjóra Ólafssyni,
kunnum athafnamanni, sem
Magnús minnist jafnan með hlý-
hug.
En árið 1901 flytur Magnús að
Gilsstöðum í Hrútafirði, til for-
eldra sinna, sem þar höfðu reist
nýbýli. Tók hann þá þegar við
búsforráðum af föður sínum og
var fyrirvinna foreldra sinna
upp frá því. Árið 1914 ræðst
Magnús í byggingu myndarlegs
steinhúss á jörð sinni. — Þótti
það hið mesta afrek, enda voru
þá erfiðir tímar, lítil fjárráð al-
mennings og dýrtíð mikil. Einnig
ræktaði Magnús allmikið á þess-
um tíma. Þá var hann einnig
eftirlitsmaður Landssímans í
Hrútafirði um árabil. Þá skal
þess getið, að Magnús var ferju-
maður yfir Hrútafjörð á búskap-
arárum sínum. Kynntist hann þá
mörgum manninum, sem leið
átti um fjörðinn. Var það mál
manna, að vart mundi annar
maður betur fallinn til þess
starfs en Magnús, sakir dugnaðar
hans og lipurðar. En 1928 bregð-
Handlangari
Vanan handlangara vantar (
nú þegar. — Löng vinna. — ;
Uppl. að Langholtsvegi 66. !
ur Magnús búi og flyzt til
Reykjavíkur. Ekki mun Magn-
úsi hafa verið það sársaukalaust
að yfirgefa æskustöðvar sínar,
sem hann hafði unnið svo mikið
og unni svo mjög.
Eftir að Magnús fluttist til
Reykjavíkur, lagði hann, um
margra ára skeið, stund á vöru-
akstur fyrir ýmis fyrirtæki, við
hinn bezta orðstí. Síðustu árin
hefur Magnús stundað vinnu hjá
Oiíufélaginu h.f., en er nú að
mestu seztur í helgan stein.
1930 gekk Magnús að eiga
Sesselju Guðlaugsdóttur, frá
Sogni í Kjós, hina ágætustu konu.
Þau hjón eignuðust eina dóttur
barna, Aðalheiði, hina mestu
myndarstúlku. Einnig ól Magnús
upp tvö fósturbörn, Elínborgu
Tómasdóttur, bróðurdóttur sína,
og Valdimar Daníelsson. Konu
sína missti Magnús fyrir tveim-
ur árum.
í dag dvelur Magnús að heim-
ili sínu, Suðurlandsbraut 73, og
veit ég, að þar muni verða margt
um manninn. Að lokum vil ég
þakka þessum aldna heiðurs-
manni vinfestu hans og tryggð
frá fyrstu kynnum okkar. Ég bið
honum og fjölskyldu hans bless-
unar í nútíð og framtíð.
Vinur.
- islenzkar kýr
Framh. af bls. 7
vel, þegar þær voru komnar á
gras. Seinna hefur Sigurður Pét-
ursson birt greinargerð um magn
kalks Og fosfórs í íslenzku heyi
og fóðurtegundum ,og vegna nið-
urstöðunnar af rannsóknum sín-
um, lét hann í Ijós þá skoðun,
að íslenzkar kýr kynni að skorta
kalk. Að því er ég bezt veit, er
það í þessum greinum, að í fyrsta
sinni er vakin athygli á þeim
líkindum, að af því stafi sjúk-
leiki í kúm, að tf lítið sé af sein-
efnum og fjörefnum í fóðri
þeifra, þegar þær eru fóðraðar
aðallega eða eingöngu á heyi.
:
■
C;
m
5
iiðrlakérinn Fóstbræður
Söngstjóri Jón Þórarinsson
Samsöngur
í Austurbæjarbíó mánudaginn 30. ágúst
klukkan 7,15
Einsöngvari: Kristinn Hallsson
Undirleikari: Carl BiIIich.
Aðgóngumiðar seldir hja Eymundsson og Lárusi Blöndal
OpiS í kvöid
Aðgöngumiðar frá kl. 5—6.
Sjálfstæðish úsið
Þórscafé
Gömlu dansarnir
að Þórscafé í kvöld klukkan 9
Jónatan Ólafsson og hljómsveit.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7.
PAMSLEIKUR
í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Svavars Gests.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6—7
VETRARGAROURINN
VETRARGARÐURINN
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9.
Aðgöngumiðasala frá kl 3-4 — sími 6710
V G.
SELFOSSBIO
Gömlu og nýju dansarnir að Selfossbíó sunnudags-
kvöld kl. 9. — Jafnt fyrir unga sem gamla.
H. B.—kvartettinn leikur.
Söngvari: Haukur Morthens.
SELFOSSBÍÓ
Hótel Borg
Dansleikur í kvöld
Miðasala hefst kl. 8 við suðurdyr.
Tekið á móti borðpöntunum í síma 1440.
I KVOLD
ISfTT ATRIÐI:
VIGGO SPAAR
sýnir töfrabrögð með lifandi j
hænuungum í öllum regn-!
bogans litum.
ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR í
syngur. j
Aðeins örfáar sýningar eftir. )
Aðgöngumiðar seldir í j
Bókabúð Æskunnar og í
að Jaðri. \
Árnesingafélagið í Reykjavík:
Farið verður til berja í gott
berjaland á sunnudagsmorg-
uninn kl. 9 Vi> frá Ferðaskrif-
stofunni. Þess er vænzt, að
sem flestir taki þátt í för-
inni. Berjaleyfi ókeypis.
Stjórnin.
ÍFSREYNSLA • MANNRAUNIR • ftFINTÝRI
Septemberblaðið
er komið.
STULKA
óskast
í vist.
Upplýsingar á Marargötu 2,
kjallara.
DEL IHOIMTE
>mat-
tomat-sosan.
Flaskan 10 kr. (14 oz).
PÉTUR KRISTJÁNSSON
Ásvallagötu 19.
GÆLA LVLGIR
trúlofunarhrigunum frá Sig-
orþór, Hafnarstræti 4. —
Sendir ge.gn póstkröfu. —
Sendið nákvæmt mál.
uxu