Morgunblaðið - 08.09.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. sept. 1954 tr Hefur feikiíS í þekktysfy h!jémieikas§iyin m ié HINGAÐ er komin til landsins á vegum Tónlistarfélagsins hin kunna vestur-íslenzka listakona, ungfrú Snjólaug Sigurðsson, sem getið hcfur sér mikinn frama vestan hafs fyrir frábæran píar.ó- leik. Hún hafur leikið í hinum þekktustu hljómleikasölum heims, Carnegie Hall o. fl. við góðan orðstí. Ungfrú Snjólaug efnir til ©pinberra tónleika hér í Reykjavík n.k. föstudag í Gamla bíó, kl. 7,15 e. h. í AMERÍSKA ÚTVARPINU Ungfrú Snjólaug' er talin með- al hinna allra færustu tónlistar- manna meðal Vestur-íslendinga. Hún hlaut tónlistarmenntun sína eru almennir tónleikar, þar sem styrktarmeðlimir Tónlistarfélags ins, sem aðrir, greiða aðgangs- eyri. Snjólaug Sigurðsson. i Winnipeg og New York undir leiðsögn hinna mikilhæfustu kennara m. a. Earnest Hutchin- r,ons forstöðumanns hins fræga Juiliard-tónlistarháskóla í New York. Hún hefur margsinnis leik- ið í ameríska útvarpið og komið íram á vönduðum hljómleikum vestra eins og áður er sagt. EINS OG HEIMA HJÁ SÉR Ungfrú Snjólaug er af al-íslenzjt- um ættum komin. Móðir hennar, Jóna, var fædd í Vopnafirði, en faöir hennar, Sigurjón Sigurðs- son náfrændi Jóhanns Sigurjóns- £onar skálds, fæddist vestanhafs. Snjólaug er fædd í Árborg í Nýja íslandi, en alin upp í Winnipeg. „Ég hef alltaf verið mikið innan um íslendinga“, sagði hún í gær í. bíaðaviðtali, „og oft hef ég feng ið’ tækifæri til að aðstoða með píanóundirleik ýmsa íslenzka hljómlistarmenn vestan hafs. — I»etta er í fyrsta skipti, sem ég kem til íslands, en mér finnst ■ég, þrátt fyrir það, vera hér eins -©g lieima hjá mér.“ VTOFANGSEFNIN Viðfangsefni ungfrú Snjólaug- Æir á tónleikum hennar n.k. föstu- dag verða: Prelude and Fugue in D major eftir Bach D’Albert, Sonata, opus 143 eftir Schubert, Funérailles eftir Liszt, Prelude Br, 2 eftir Magnús B. Jóhanns- son, Studies in Line eftir Barbara Pentland, Pavane og Jeux d’ eau eftir Ravel og að lokum Fanta- sie in F minor, opus 49_ eftir Ghopin. JSKKI ENDURTEKNIR Ungfrúin lék í gær að við- stöddum fréttamönnum kafla af «efnisskránni, Funérailles eftir Liszt uppi í einu æfingaherbergi *Tónlistarskólans og þótti glæsi- Jega til takast þótt ekki væri þar íyrir hendi víðfeðmi Carnegie Hall til að gefa tónunum flug ©g fyllingu. Ungfrú Snjólaug mun hverfa til Akureyrar að tónleikunum liér í Reykjavík loknum og munu l>eir ekki verða endurteknir. í>að skal tekið fram, að þetta ‘ E’ramh af hls. ) HVORIP HÓFU ÁRÁSINA? Það stóð ekki á mótmælum frá Rússum. Síðar um kvöldið barst orðsending frá þeim, þar sem þeir staðhæfðu að bandaríska flugvélin hefði verið inni yfir Síeríuströnd og hefði hiln byrjað skothríðina. Rússnesku orustu- flugvélarnar hefðu þá svarað skothríðinni i sjálfsvarnarskyni. Bandaríkjamenn hafa svarað því til að þetta sé fjarstæða. Rúss- nesku flugvélarnar hafi byrjað skothríðina, enda færi könnunar- flugvél aldrei að abbast upp á hraðfleygar þrýstiloftsorustuflug vélar. Sannanir séu einnig fengn- ar fyrir því að þessi atburður hafi gerzt á opnu hafi langt frá rússncsku yfirráðasvæði. synlegt er að viðhalda samstarfi og einingu ríkjanna í Atlantshafs bandalaginu. Norðmenn tóku fyrir 4 árum upp þá stefnu að Þjóðverjar ættu að taka þátt í varnarsamstarfi Evrópuþjóðanna og hefur sú skoðun verið stað-" fest síðar. Við viljum að Þjóð- verjar leggi sitt til varna Vestur- Evrópu í samstarfi við aðrar þjóðir. Og við hljótum að fall- ast á það að Þjóðverjar eiga nú fulla heimtingu á því að þeir fái fullt jafnrétti á við aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. MEDUIMIR í A- BANÐAUAGINU — Einfaldasta lausnin, seg- ir Iíaivard Uange, er að Þjóð- verjar verði nteðlimir í A- fcandalaginu og að samið verði iitnan A-bandalagsins um það livaða tryggingar verði settar, þegar Þjóðverjum eru fengin vopn í hendur. En það sem mestu máli skiptir, er að íundin verði lausn til að jafna deilurnar milli Frakka og Þjóðverja. Það kemur ekki í ljós fyrr en vio samningaumræður hvaða leið er heppilegust til þess og er ekki rétt að binda sig við neina ákveðna lausn. æSiir fá prýði- iegar mólfckur í Kiel KIEL, 7. sept. — „Fóstbræður“ héldu söngskemmtun í Kiel í gærkveldi í Háskólasalnum. Að- sókn var sæmileg og viðtökur prýðilegar. — Áður en söng- skemmtunin hófst var móttaka í ráðhúsi borgarinnar, þar sem forseti borgarstjórnarinnar af- henti kórnum áletraða Silfur- skál. —Ágúst. I Um miðjan september er í ráði að KR efni til kabarettsýninga í hinum rúmgóðu húsakyiuium sínum við Kaplaskjólsveg. Meðal skemmtikrafta mun verða cowboysöngvarinn og leikarinn Bobbejaan, en hann nýtur geysilegra vinsælda fyrir söng sinn og leilt, ekki sízt hjá unga fólkinu. Auk söngsins skemmtir hann með allskonar cftirherm.urn, t. d. Ieikur hann Indíánaárás, liermir eftir járnbrautarleestum, jóðlar o. fl. Bobbejaan hefi undanfarið skemmt á beztu fjöileikahúsum og skemmtistöðum meginlandsins og þykir hvarvetna í röð beztu skemmtikrafta. sýna á Sjémannadagskatereimim kér VASAÞJÓFUR, jafnvægisdrottn-; ing, hjóla-garpar, alæta, sterkasti kvenmaður heims, hundahljóm- sveit, api og ótal margt annarra fyrirbrigða verða meðal skemmti atriða á Sjómannadagskabarett- inum nú í ár, en sýningar hefjast í Austurbæjarbíói 5. október, standa í 10—12 daga, og verða tvær á dag. Auk þess verða sér- stakar barnasýningar. Hægt verð ur að panta miða viku eða 10 dögum fyrirfram og losna við biðraðir. — Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur á milli at- riðanna, sem eru 16 talsins og kynnir verður Baldur Georgs. * GÓÐ SKEMMTUN Sjómannadagskabarettinn, sem efnt er til í fjáröflunar- skyni fyrir dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, hefur oft áð- ur komið mönnum í gott skap. Oft hefur líka tekizt vel með val trúðanna, sem þar hafa komið fram, en óhætt mun að fullyrða að margir þeirra, sem nú hefur tekizt að ná í, séu í röð beztu listamanna sinnar tegundar í heiminum. Fyrstan skal þá frægan telja hinn heimsfræga Chaz Chaee, sem étur utan af sér fötin, ásamt vindlum og sígarettum. Hvar sem hann hefur farið hefur hann getið sér frægðarorð og ýmsir landar, sem séð hafa hann erlendis, ljúka upp einum munni um, að hann komi öllum í gott skap. * STERKUR KVENMAÐUR * OG IIUNDAHLJÓMSVEIT John Rodhes er talin sterk- asti kvenmaður heims. Það var hún sem eitt sinn sló niður Farúk konung, er hann ætlaði að gerast nærgöngull við hana, en sú saga hefur verið rakin í Morgunblað- inu fyrir nokkru. Hún beygir járnstengur með munninum, ríf- ur sundur þykkustu símaskrár og hefur m. a. komið fram í kvikmyndum. Þá koma 11 hundar fram — mynda 6 þeirra hljómsveit og leika. Hinir sýna ýmsa fimleika —■ m. a. á mótorhjólum. Þá kemur fram kvikmynda- apinn Marco — sem alltaf getur fengið menn til að hlæja. Hann sýnir ýmsar listir, m. a. hjólar hann og veggfóðrar herbergi með skrítnum tilburðum. Trúðaparið Gaby & Courth er meðal skemmtiatriðanna. Það sýnir „Clown“-atriði og fl. og lýkur sýningunni með því að Gaby leikur beinagrind. Er þá slökkt í salnum og muru margir kippast við er þeir sjá Gaby sem beinagrind. Það eru út af fyrir sig næg meðmæli með þessu pari að það er á leið til Savoy-gisli- hússins í Lundúnum, en það hús leigir aldrei nema heimsþekkta skemmtikrafta. ★ KONUNGUR ★ VASAÞJÓFANNA Borra, sem talinn er vera konungur vasaþjófann?, gengur út í salinn og er hann kemu'r á sviðið aftur sýnir hann 10—20 armbandsúr o. fl., sem h.ann hef- ur stolið af sýningarg:stum —• en skilar því auðvitað aftur. Af honum hefur mikið orð farið. Af honum hefur mikið orð farið. Þá eru „3 Conradis“ er sýna listir á hjólum með kylfum og hringjum. Voru tveir þ:;rra lam- aðir fyrir neðan mitti aUt til tví- tugsaldurs og æfðu sig þá í ýms- um listum með höndunum. Síðan urðu þeir albata og hafa ferðazt um heiminn og hvarvetna verið eftirsóttir. Loks má geta 8 ára stúlku, sem er á leið til Bandaríkjanna að sýna jafnvægislistir í einum stærsta cirkusi heimsins. Hún hefur náð furðulegri leikni þó ung sé og er þegar talin meðaí allra fremstu í sinni grein. Alls eru atriðin 16, öll vönduð, eins og sjá má af upptalning- unni hér að ofan. Víst er að margir munu hafa gaman af að heimsækja Sjómannadagskabar- ettinn og sjá hans ágætu gesti. HÚSAVÍK, 7. sept. — Ágætur afli hefur verið hér undanfarna daga, og stöðugar gæftir. Um 30—40 trillubátar og 5 litlir dekk bátar hafa stundað veiðar hér, og hafa þeir aflað vel. Frysti- húsið á Húsavík var um síðustu mánaðamót, búið að taka við 2000 fleiri pökkum af frystum fiski, en á sama tíma s. 1. ár. —Fréttaritari. STYKKISHOLMI, 3. sept : _ Hér er sauðfjárslátrun hafin. f gær var slátrað um 400 fjár. Féð er mjög vænt og skrokkþungi allt að 19 kg. — Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.