Morgunblaðið - 15.09.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1954, Blaðsíða 1
16 síður j 41. árgan^ne. 210. tbl. — Miðvikudagur 15. september 1954 Prentsmiðja Msrgunblaðsin*. Bandarikiasljórn ákveður að verja Quemoy Fréftir ■ stuftu máli RÓM, 14. sept.: — Eden utanríkis- ráðherra Breta ræddi í dag við utanríkisráðherra Ítalíu í tvær og hálfa klukkustund. Síðan gekk hann á fund forsætisráðherra. Hefur verið tilkynnt að ráðherr- arnir hafi orðið sammála um nauðsyn á þátttöku Vestur-Þjóð- verja í vörnum frjálsra þjóða. Eden mun fara á morgun til Parísar og halda þar síðustu ráð- stefnuna í för sinni og ræða þar við Mendés-France. BELGRAÐ, 14. sept.: — Aðstoð- arutanríkisráðherra USA, Robert Murphy, er nú staddur í Belgrad og ræðir þar við ráðherra Tito- stjórnarinnar. Síðan mun hann halda til Rómar og Parísar. ★-•-★ LONDON, 14. sept.: — Herstyrk- ur Breta í Kóreu mun verða minnkaður um tvo þriðju á næstu 6 mánuðum. Brezka hermála- ráðuneytið í London sagði að fækkun herliðsins væri í sam- ræmi við sams konar aðgerðir Bandaríkjamanna í Kóreu. — Reuter-NTB Átökin við Quemoy harBna TAIPEK, 14. sept. — Reuter-NTB AT Ö K I N milli herafla Pekingstjórnarinnar og Þjóðernissinna- stjórnarinnar á Formósu aukast stöðugt. Formósustjórnin eyk- ur í sífellu árásir sínar á herstöðvar Kínverja á svæðinu umhverfis Amoy og stórskotalið beggja herjanna skiptist á stöðugri skothríð yfir sundið milli smáeyjarinnar Quemoy og meginlandsins. BARIST UM STRANDVIRKI Árásir Formósumanna hafa einkum beinzt að öflugu strand- virki, sem haldið hefur uppi stöð- ugri skothríð yfir á Quemoy úr stórum fallbyssum. Virki þetta var upphaflega byggt af Japön- um, en upp á síðkastið hafa farið fram miklar endurbætur á því, og hafa kommúnistar komið þar fyrir fjölda fallbyssna af stærstu gerð. KÍNVERJAR SAFNA SKIPUM Hafa flugvélar Formósumanna nú haldið uppi öflugum loftárás- um á virki þetta og reynt að j sprengja það í loft upp með sprengjum af stærstu gerð. Þá hafa þeir og haldið uppi loftárásum á Chusaneyjarnar fyr {ir sunnan Shanghai, en þangað 'hafa Kínverjar dregið mikinn Bretar leggja landhelgis- deiluna fyrir þing S.Þ. ANÆSTA allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna verður tekið tii umræðu það alheims deilumál, hver stærð landhelgi skuli vera. Eru það nokkur ríki, er bera málið fram, sem halda því fram, að þriggja mílna landhelgi skuli vera alþjóðaregla. Vilja þau að S. Þ. setji allsherjarreglur um það. Frá þessu er skýrt í síðasta hefti Fishing News. MEÐ OG MÓTI Það eru Bretar, Bandaríkja- menn, Brasilíumenn, Ný-Sjálend- LONDON, 14. sept. — Amerískur ingar og Hollendingar, sem bera tillöguna fram en búizt er við því að mótspyrna komi frá Perú, Chile, Ecuador, Argentínu, ís- landi og Filippseyjum. EKKI MEIRA EN ÞRJÁR MÍLUR Aðalefni tillögunnar er að vé- fengt er, að nokkru ríki sé heim- ilt að víkka landhelgi sína meira en þrjár mílur frá ströndinni. Sérstaklega véfengja ríkin að nokkru landi sé heimilt að eigna sér sem landhelgi hafið yfir land- grunninu. VIÐ ÍSLAND OG SUÐUR-AMERÍKU Bæði Bretar og Bandaríkja- menn hafa að því er blaðið segir, hagsmuna að gæta í því að fiski- menn þeirra verði ekki hraktir af gömlum fiskimiðum. Þannig segir í blaðinu að íslendingar hafi lokað brezka togara af mið- unum með því að draga línu fyrir firði og flóa og banadrísk fiskiskip séu hrakin af beztu fiskimiðum sínum við Suður- Ameríku með því að löndin Chile, Peru og Ecuador krefjast 200 mílna landhelgi. ___ LONDON — Dr. Cheddi Jagan, fyrrv. forsætisráðherra Nýju- Guiana, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi 12. apríl s. i., verður látinn laus á morgun. ríkisborgari, Hugh Francis Red mond, var nýlega dæmdur í rétti í Shanghai ásamt sjö öðrum. Voru þeim gefnar að sök njósnir í þágu Bandaríkjanna. Redmond var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi, tveir voru dæmdir til dauða og hinir fengu fangelsis dóm frá fimm og upp í sjö ár. Hinir ákærðu voru allir Kínverj- ar nema Redmond. — Reuter-NTB fjölda djunka og annarra skipa, sem álitið er að þeir muni e. t. v. nota til að gera innrás á Quemoy. ÓTTAST KÍNVERJAR ÍHLUTUN USA Það hefur vakið athygli að orustuflugvélar Kínverja hafa engan þátt tekið í varnaraðgerð- um þeirra gegn loftárásúm á þessum svæðum. Banðarískir hernaðarsérfræðingar hafa látið þá skoðun í ljósi, að Kínverjar hugsi sér að spara kraftana þar til kemur til innrásar á Quemoy og freista þess að ná þá yfirtök- um í lofti, eöa þeir óttast að flug- vélar frá móðurskipum 7. flotans muni grípa inn í, ef Kínverjar freisti þess að sigra loftflota Formósumanna yfir Quemoy. SÍÐUSTU FRÉTTIR WASHINGTON, 14. sept.: — Samkvæmt síðustu fregnum frá Washington hefur herstjórn Bandaríkjanna nú ákveðið að láta 7. flotann verja eyna Quemoy gegn innrás frá meginlandinu. Einnig hefur verið ákveðið að láta þjóðernissinnum í té margs konar hergögn og þrýstiloftsflug- vélar. Ennþá, sem komið er, munu Bandaríkin ekki taka beinan þátt í vörnum Quemoy, en til þess geti komið síðar. ÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN Þatf var öryggismálanefnd Banðaríkjanna, sem ákvað þetta á síðasta fundi sínum, en innan stjórnarinnar eru sagðar mjög skiptar skoðanir um þessa ákvörð un. Talið er að Pekingstjórnin muni hafa fullan hug á að ná eyjunni úr höndum Formósu- mana til þess að koma í veg fyrir að þeir geti notað liana sem stökk bretti til innrásar í Kína, og er álitið að nú geti hvenær sem er komið til árekstra milli Kína og USA með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Bússneskur ráðherra hverfur í London LONDON, 14. sept. ÞAÐ HEFUR vakið mikla athygli í London, að rúss- neskur ráðherra, sem var vænt- anlegur þangað í gær, týndist á flugstöðinni, þar sem fjöldi hátt- settra starfsmanna frá rússneska sendiráðinu og annarra Rússa beið eftir honum. ^ Ráðherra þessi er aðstoðar- ráðherra fyrir utanríkisverzlun, og er talið, að hann hafi verið með umboð til þess að semja um viðskipti upp á hundruð milljón- ir sterlingspunda. Mótttökunefndin beið eftir ráðherranum við útgang þann, sem sérstaklega er ætlaður sendi- sveitarstarfsliði og öðru fólki, sem ferðast á vegum utanríkis- þjónustu. en árangurslaust. Er álitið, að ráðherrann hafi farið í gegnum almenningstollskoðun og sloppið þannig, án þess að honum væri veitt nokkur athygli. Rússneska sendiráðið til- kynnti í gær, að því væri alger- lega ókunnugt um dvalarstað ráðherrans. — Reuter-NTB. Komúmsiar teknir I Abadam TEHERAN, 14. sept. — Hermála- ráðherra íran, Bárhtiár hershöfð- ingi, sagði frá því í gær, að 130 kommúnistar hefðu verið hand- teknir meðal starfsmanna olíu- hreinsunarstöðvanna í Abadan. Þrír liðsforingjar voru meðal hinna handteknu. Alls hafa þá verið handteknir að undanförnu í Iran 432 komm- únistar og sagði ráðherrann, að þeir hefðu komið sér fyrir í her- og lögregluliði landsins og yrðu nú lögsóttir. j Uppljóstrun þessa kommúnista ' samsæris leiddi samt ekki í ljós neina áætlun um að eyðileggja | olíuhreinsunarstöðvarnar í Aba- dan, en kommúnistar þessir 1 höfðu haft samband flugleiðis við bækistöðvar kommúnista hinu- megin Persneska flóans. Lagafrumvarp er nú rætt á íranska þinginu um að taka skuli af lífi alla liðsforingja innan | hersins, er samstarf hafa haft við ; kommúnista. Jarðskfálítaógnin mikla i borginni Orleansville Þetta er loftmynd af borginni OrleansviIIe, áffur en jarffskjálftarn- ír dundu yfir hana. Eins og myndin sýnir var þetta fögur nýtízku borg með breiff stræti og torg og pálmalundi. í henni bjuggu nær 33 þúsund manns. Þannig er umhorfs í Orleansville nú, hrundir veggir og gapandi húsarústir. Myndin sýnir rústir dómkirkjunnar. Fram til þessa hafa 1400 lík verið grafin úr rústunum og 3000 manns hafa slasast hættulega. Jarffskjálftarnir í Norffur Afríku eru einhver mestu nátt- úruógn, sem yfir heiminn hefur riðiff á þessari öld. 20 þúsund manns eru húsnæðislausar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.