Morgunblaðið - 15.09.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1954, Blaðsíða 16
Veðurúflii í dag: Norðaustan kaldi. Víðast létt- skýjað. #rgnttMðfrife 210. tbl. — Miðvikudagur 15. september 1954 Semenfsverksmiðjan Sjá grein á bls. 9. 3000 tunnur síldar bárust til 4 verstöðva í gær ^ Síldin virðlst ganga inn Flóann. SJALDAN hefur verið hér eins mikið að gera og nú,“ sagði fréttaritari Mbl. á Akranesi í gærkvöldi. „Fólk vantar til Marfa og þirft hefur að smala bílum upp um sveitir til að aka mldinni upp úr bátunum“. — Slíkar fréttir bárust frá fleiri ver- etöðvum í gær. Var þá metafladagur á Akranesi og í Keflavík og góður afli í öðrum verstöðvum. Heildarsöltun við Faxaflóa var á mánudag 40,447 tunnur og mun sennilega vera um 45000 tunnur eftir þriðjudaginn. í Keflavík hef- ur verið saltað í 12—15000 tunnur og á Akranesi 10100 tunnur. Hæsti báturinn í gær var Heim ir í Keflavík með 270 tunnur og næstur Bjarni Jóhannesson, Akra nesi með 245 tunnur. Frá einstök um verstöðvum eru þessár frétt- ir: AKRANES Þetta er bezti afladagur sum- arsins. Þeir fengu alls 2800 tunn- ur. Síldin veiddist í Jökuldjúpinu «g virðist sjómönnum síldin vera að ganga norður og inn. Þessi veiði hjá tuttugu bátum á einum degi gefur til kynna að barna ■er mikið um fisk. Síldin er feit en dálítið um smásíld sem gengur úr. Þannig er búizt við að hjá Haraldi Böðvarssyni fáizt 800 uppsaltaðar tunnur úr rúmum 1300 veiddum upp úr bát. Hjá H. Böðvarssyni hefur ver- ið saltað í 3800 tunnur. Vinna þar <*0—70 stúlkur að söltun. Hjá Fiskiver h.f. unnu 40 stúlkur í dag.'Þar hefur verið saltað í 4000 tunnur. Hjá Heimaskaga komu <!00 tunnur vegnar upp úr bát á þriðjudag. Þar hefur verið saltað í 2300 tunnur alls. ÍEFLAVÍK I dag barst á land meiri síld heldur en gert hefur um langt srabil á einum degi, sennilega um 3000 tunnur. Síldin var bæði etór og feit og verður söltuð. Meðalafli á bát var um 150—160 -'tunnur. Enginn bátur var með nndir 100 tunnur. Hæstir voru Heimir 270 tunnur, Víðir 210 og Húx 216. ANDGERÐI I Sandgerði hefur verið ágætis {•ildarafli undanfarna daga. f dag 1 omu flestir bátar að landi og var íífli þeirra mjög jafn eða 100—150 tunnur á bát. Hæstir voru Mummi 160 tn., Sæmundur 150 og Hannes lóðs 140. Búizt er við að landað verði um 3000 tunnum í dag. S.l. tvo daga hefur síldin verið söltuð hér og er hún mjög stór og feit. Á móti 750 tunnum stór- síldar hafa aðeins verið saltaðar 190 tunnur af millisíld. GRINDAVÍK Frá Grindavík voru 9 bátar á sjó í gær og lönduðu þeir alls um 1100 tunnum síldar og mun megn- ið hafa farið í söltun. Hæstu bát- ar voru Hafrenningur og Hrafn Sveinbjarnarson með 170 tunnur hvor og Þórkatla með 155 tunnur. — í fyrradag og í gær hafa fjórir bátar, tveir hvorn daginn, orðið fyrir miklu tjóni á netum sínum vegnn háhyrninga, sem ráðizt hafa á netin og tætt þau í sund- ur, svo aðeins eru eftir teinarnir, eru þetta bátarnir Frigg og Þor- björn, Hrafn Sveinbajrnarson og Ægir, íslendinqafélagið í London fagnar Fósiræðrnra N.K. LAUGARDAG mun fslend- ingafélagið í London halda sam- komu þar sem karlakórnum Fóst- bræðrum mun verða fagnað. Verður samkoman haldin að May Fair hótelinu. Formaður íslendingafélagsins er Björn Björnsson kaupmaður. En hann hefur undanfarinn mán- uð verið hér heima, ásamt konu sinni og dóttur. Fór hann í morg- un með Gullfaxa til London, i ísrael vann fslaed i á skákmólinu í Amsierdam Einkaskeytl frá. Guðm. Arnlaugaæs^si. AMSTERDAM, 1L septt' — Frið- rik vann Porath i viðwreigninni við ísrael í fjörugri skáSu Guð- mundur Pálmason tapaði aftur á móti fyrir Oren, þaanig að Israel vann Island með 2*A gegn 1V4. Önnur úrslit ur&u þau, að Argentína vann Tékkóslóvakíu með 3:1, Holland vana Vestur- Þýzkaland með 3Vt gegn *A, Rúss land vann Bretland með 3Vc gegn Vi, Júgóslavía vann Svíþjóð með %Vi gegn V/z, en Ungverjaland og Búlgaría gerðu jafntefli, 2:2. í fyrstu umferð vann ísracl Búlgaríu með 3:1, Rússland vann Svíþjóð með 3Vi gegn Vz, Júgó- slavía vann Holland með 3:1 og Tékkóslóvakía vann Þýzkaland með 3 gegn 1. Töpuðu fyrir Ungverjum AMSTERDAM, 14. sept.: — I gærkvöldi tefldu íslendingar við Ungverja. Guðm. S. Guð- mundsson tapaði fyrir Kluger, Guðm. Ágústsson tapaði fyrir Barcza og Ingi R. Jóhannsson tapaði fyrir Gereben. — Frið- rik á tvísýna biðskák við Szabo. Af öðrum úrslitum má nefna að Euwe og Donner töpuðu fyrir Pachmann og Filip, Tékkóslóvakíu. — Guðm. Heræfing Iijá varnarliðinu í GÆRDAG um klukkan 2 síðd. hófst sameiginleg heræfing hjá hinum ýmsu deildum varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. — Fóru æfingar þessar fram á skotæí- ingasvæði varnarliðsins á Voga- heiði. Deildir úr landher sýndu meðferð ýmissa skotvopna og tóku skriðdrekar þátt í æfingun- um. — Þrýstiloftsflugvélar flugu lágt yfir æfingasvæðið, og sýndu „árás“ til aðstoðar landher. Þá komu þrjár sprengjuflugvélar af Neptun gerð og flugu einnig lágt yfir æfingasvæðið eins og um sprengjuárás væri að ræða. Að þessu loknu sýndi flugbjörg- unarsveit Keflavikurfiugvallar hvernig birgðum og lyfjum er varpað í fallhlíf til sjúkraliðs- manna. Þyrilvængja sýndi lend- ingu í hrauninu og hvernig slas aður maður var tekinn upp í vélina. Einnig sýndi þyrilvængj- an hvernig hægt er að bjarga manni sem er í nauðum staddur í sjó eða á landi, með því að varpa til hans^taug og hala hann síðan upp í þyrilvængjuna, sem hélt sig á sama bletti fyrir ofan mann inn. Meðal viðstaddra voru varnar- málanefndarmenn, flugvallastjóri og ýmsir starfsmenn á Keflavík- urfiugvelli.____ CANNES — Aga Khan, 77 ára gamall, er þjáður af bronchitis (lungnakvefi) og er rúmiiggjandi með háan hita. Hann er staddur i villu sinni nálægt Cannes. 325 syntu í H.-vik í gær ár Fleiri synda í Reykjavík m en 1951. ÍD A G cr síðasti dagur hinnar samnorrænu sundkeppni. Eftir miðnætti verður of seint að synda, en tækifærið er til mið- >»ættis I kvild, því sundstaðirnir verða opnir þeim, sem synda eetla 200 meirana. I gær var opið til klukkan 11 í Sundhöllinni og Mundlaugunum, og var aðsóknin gífurleg. Munu um 825 manns J*afa synt 200 metrana í gær. Er þá talan hér í Reykjavík komin upp í 15400 en 1951 syntu í Reykjavík 15788. Það vantar því lítið ú og verði aðsóknin eitthvað lík því í dag, sem hún var í gær verð- ■ur aukning hér í Reykjavík. ★ í kvennatíma í Sundhöllinni í fyrrakvöld syntu 145 konur. Er það algert met á einum kvöldtíma. í gærkvöldi var stöðugur straumur fólks, þetta 8—15 manns á sundi í einu. Inni í sundlaugum mátti sjá í geislum kastljósanna fólkið synda p.5 200 metra markinu — og þar með gera sitt til þess að ísland íari með sigur af hólmi öðru sinni. ★ Staðreynd er að þátttakan hér á landi verður töluvert meiri en 1951. Og við hvern sem við bætist aukast sigur- vonir íslands. Og það verður leitt ef við töpum með ein- bverjum litlum mun. Stuðlum því að aukinni þátttöku í dag. —• JTakmarkið er: GLÆSILEGUR SIGUR ÍSLANDS! Á slúdenlaþingi í lowa Fjórir íslenzkir stúdentar sitja fund alþjóðasambands stúdenta, sem haldið er í Iowa í Bandaríkjunum. Á mynd þessari sjást is» lenzku fulltrúarnir Magnús Gíslason, Mattliías Jóhannessen» Magnús Sigurðsson og Sveinn Skorri. Höskuldsson í hópi með fleirá fulltrúum á stúdentafundinum. Bátar með hringnót á þorskveiðum á Aðalvík Báturinn fyltti sig í einu kasti TVEIR BÁTAR eru nú norður í Aðalvík á þorskveiðum og er svo mikill fiskur á víkinni að þeir, að þeir nota hringnót til að snurpa þorskinn. Munu þess ekki dæmi fyrr, að hægt hafi veriffi að snurpa þorsk í nót. -------------------------^SÉZT IÐULEGA VAÐA Nýr skólasljóri við Skógaskéla í RÁÐI er að fyrv. skólastjóri við Skógaskóla undir Eyjafjöllum, Magnús Gíslason verði námsstjóri við gagnfræðaskólana hér í Reykjavík á vetri komanda. En settur skólastjóri þar eystra verð ur Jón Rafnar Hjálmarsson, cand. philol. frá Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Hinn setti skólastjóri við Skóga skóla, Jón Rafnar lauk cand. philol. prófi við Oslóarháskóla á síðastl. vori en cand. magprófi lauk hann við sama háskóla vorið 1952. Að því loknu stundaði hann nám hér við Háskólann í upp- eldis- og kennslufræði og lauk því prófi í fyrra vor. Prófritgerð hans við Oslóarhá- skólann í sagnfræði fjallaði um heilagan Þorlák og vaxandi áhrif páfakirkjunnar hér á landi á dög- um hans og næstu árin. Hinn tilvonandi skólastjóri að Skógum hóf seint stúdentsnám sitt. Ungur fór hann í búnaðar- skólann á Hólum í Hjaltadal, og lauk þar landbúnaðarprófi vorið 1942. En stúdentspróf tók hann vorið 1948. Aðsóknin að Skógaskóla hefir verið mikil á undanförnum árum, sem kunnugt er. Hafa nemendur verið þar um eða yfir hundrað, flestir 113. Er svipuð aðsókn- að skóla þessum nú sem hin fyrri ár. Það var á laugardaginn var„ sem Hjörtur Bjarnason skipstjóri á vélbátnum Einari, fór vifS þriðja mann norður í Aðalvík með hringnót, til að reyna hvort hægt myndi að ná þorsk í nótina, í sumar hefur þorskur iðulega sézt vaða í stórum torfum á vík- inni, líkast því sem um síld væri að ræða. Á LÍTIÐ HORN — FULLFERMI Skemmst er frá því að segja„ að er Hjörtur og félagar hans komu inn á Aðalvík, sáu þeir stóra þorsktorfu, sem óð í vík- inni. Köstuðu þeir á lítið horn af torfunni, eins og þeir orðuðu það og fylltu bátinn á svipstundu I þessu eina kasti. Báturinn kom hingað tii ísa- fjarðar í gærkvöldi. Var hann drekkhlaðinn. Var landað úr hon um sjö tonn af vænum þorski. TVEIR BÁTAR Snurpubátinn skildu þeir eftir á Aðalvík. Héldu þeir þangað norður síðdegis í dag, en þangað fór einnig annar bátur héðan, Ætla þeir að nota sömu nótina báðir á þorskveiðunum í víkinni, — J. Banna umræður um Kýprus ANKARA — Tyrkland hefir bannað allar opinberar umræður um Kýprus-málið Vilja Tyrkir forðast alla árekstra við ná- granna síha Grikki. Fósfbræður í sjónvarp í París KARLAKÓRINN „Fóstbræður", í söngför um Evrópu, sungu í sjón- varp í París í gærkvöld og munu syngja í útvarp í París í kvöld. Áður höfðu þeir sungið í út- varpið í Hollandi þann 8. sept. og í Brússel í Belgíu þann 11. sept. Fóstbræðrum hefir verið mjög vel tekið, þar sem þeir hafa hald- ið tónleika, og yfirleitt hefir allt gengið að óskum, símaði Hreinn Pálsson, forstjóri, hingað heim, Ailir ferðalangarnir hafa það gott og biðja að heilsa heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.