Morgunblaðið - 15.09.1954, Síða 12

Morgunblaðið - 15.09.1954, Síða 12
' ía MORGUNBLAÐ19 Miðvikudagur 15. sept. 1954 Ármenninpr sigursslir SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram róðrarkeppni í Nauthólsvík. Tóku tvö félög þátt í henni, Ár- mann og Róðrarfélag Reykjavík- ur. Keppt var í bæði A og B flokk í 1000 m. vegalengd. Lagt var af stað inni í Fossvogsbotni og endað í Nauthólsvík. í keppni A-flokks sigraði sveit Ármanns á 3.57,3 mín., en sveit Rióðrarfél. Reykjavíkur var 4.01,5 ntín. í B-flokks keppninni sigr- uðu Ármenningarnir einnig á 3Æ8,0 mín. en R.R. var 3.44,8 á leiðinni. Keppnin var ákaflega spenn- andi og óvanalega mikill fjöldi áhorfenda. Má sjálfsagt að mestu leyti þakka það Ijómandi góðu veðri og svo vaxandi áhuga al- mennings fyrir þessari skemmti- legu íþrótt, sem mjög víða er- lendis er ákaflega vinsæl. Mikil vinna ÍSAFIRÐI, 13. sept.: — Báðir fsa- fjarðartogararnir hafa stundað karfaveiðar við Austur-Græn- land að undanförnu og komu þeir báðir til ísafjarðar um helgina með fullfermi. Var byrjað að landa úr Sólborgu á sunnudags- morgunin, en hún var með 333 tonn. Byrjað var að landa úr ís- börgu í morgun og verður því væntanlega lokið í fyrramálið. Togararnir fara báðir aftur á veiðar til Grænlands. Mikil vinna er nú í frystihús- unum hér á Isafirði og í nágrenn- inu, en karfinn hefur verið flutt- ur á bílum til Súgandafjarðar, Bolungarvíkur, Ilnífsdals og Súðavíkur. — J. - Karfamiðin Framh. af bls. 8 Síðan þessi mið voru fundm, hgfa 18—20 íslenzkir togarar stundað veiðar þar með góðum árangri og eins og fyrr segir eru kpmin á land þaðan 6600 smálest- ir af karfa. Alhví! jörð SÁUÐÁRKRÓKI, 13. sept. — í nótt snjóaði hér niður á jafn- sléttu og sums staðar alveg niður undir sjó. Var Tindastóll alhvítur í morgun og í algjörðum vetrar- skrúða. Frost var þó ekkert að ráði eða lítið yfir frostmark kl. 9 í morgun. í dag er leiðinda veður, hráslagalegt haustveður «g kuldanæðingur. Kartöfluuppskera er góð hér, og eru menn almennt farnir að taka upp kartöflur og rófur. Er sprettan ekki lélegri en síðastlið- ið sumar. Ógæftasamt hefur verið undan- farna viku, og engir bátar á sjó. Hefur haldizt óslitin norðanátt síðustu daga, en í þeirri átt er sjáldnast sjóveður hér. —Guðjón. Léleg kariðflu- uppskéra á Akranesi AKRANESI, 13. sept.: — Það er venja að taka upp kartöflur fremur snemma á Akranesi eða fyrstu dagana í september. Var kappkostað áður fyrr, þegar selt var til Reykjavíkur, að koma kartöflunum sem fyrst á mark- aðinn áður en hann fylltist er- lendis frá. Sett var með minnsta móti nið- ur í vor af kartöflum. Veldur því að hver garðurinn af öðrum hefur verið tekinn undir íbúðarhús og svo hnúðortnurinn, sem gerir usla í næstum hverjum garði. Vegna haris eru einstaka garðar alónýtir, aðrir mjög lélegir. En þar sem vöxturinn á að teljast beztur, nær hann tæplega meðal- uppskeru, þótt sumarið hafi verið gott. — Oddur. «<■mrrtwi Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna: Prófessor PAVEL MARKOV leikstjóri f lytur ®ftinberan fyrb’lestur um Eeiklist í Þjóðleikhússkjallaranum miðvikudaginn 15. sept. kl. 8,30 um kvöldið. Þulur flytur fyrirlesturinn á íslenzku, og að erindinu loknu svarar prófessor Markov fyrirspurnum. Veitingar fást á staðnum. Stjórn MÍR DANSlEaSOJR REIÐFIRD»«4 i kvöld klukkan 9. KVINTETT GUNNARS ORMSLEV Aðgöngumiðasala frá kl. 8. •irmtjRw S Hinn heimsfrægi dulmagni maðurinn með rontgenaugun Frisenette sýnir listir sínar í kvöld í Austurbæjarbíói klukkan 11,15 Aðgöngumiðar í Aust- urbæjarbíói eftir kl. 4 í dag. Næst síðasta Styrkið göfugt og gott málefni. Reykjavíkurdeild A.A. I DAMSLEIKDB ■ að Þórscafé í kvöld klukkan 9 m K. K. sextettinn leikur. ■ ■ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7. m anmmnamwcm » ammmmamamnms Mmmmmmammmmmmmutimmmmmammmmmmmmmmmttommxm Hllllllll! .....■■■* MIR AIJGLYSIIMGAR oem hlrtast eiga I Sunnudagsblaðinu þurf* a£ bafa borizt fyrlr kl. 6 á föstudag KEFLAVIK Chevrolet vörubifreið model 1947, í góðu ásigkomulagi, til sýnis og sölu í kvöld og næstu kvöld eftir kl. 7 að Vallargötu 20. — Sími 539. TIL SOLU tvær amerískar „Lionel“- (model) rafmagnsjárnbraut- arlestir með tilheyrandi og aukaútbúnaði og borði. — Uppl. í síma 7625 fyrir 17. sept. ; Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna. ■ Kynningarmánu-ður — Sept 1954. Í / : Irína Tikomirnova og Gennadí Ledjak: ■ | Listdonssýning j með aðstoð íslenzkra listamanna. Þar á meðal Karla- ; kórs Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar J í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 9 síðdegis. ■ Aðeins fyrir meðlimi verkalýðsfélaganna ■ í Reykjavík. ■ ■ ■ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8 í kvöld á eftirtöldum | stöðum: Skrifstofu Dagsbrúnar, Iðju og í skrifstofu Full- : trúaráðsins, Hverfisgötu 21, gegn framvísun félagsskír- ; teínis. ■ : Engar pantanir. 2 miðar á mann. i! Duglegur drengnr ■ : óskast til sendiferða allan daginn. Hörður Ölaísson Málflutningsskrífstofa. d, Langavegi 10. Símar 80332, 7673, T BEZT AÐ AVGLÝSA í MORGVTSBLAÐITSV 3Bí>r0iJufcIai)ií> ■ ■1 ■i *» m ■AáKáfcOTiwi-ix’i I trwv MABKtS Efflhr WJ ffcxlá 1) — Drottinn mlnn. Nú fói illa. Salurinn er horfinn í vök-l 2) I ina. 1 horfinn, horfinn. 3) Ef hann dræpist og flyti upp, það væri eina vonin. _____/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.