Morgunblaðið - 19.09.1954, Side 2
2
MORGUNBLAÐIB
Sunnudagur 19. sept. 1S54~"|
Þjóðhátíðarbnrnið, blaðið Isafold 80 ára
Framh. af bls. 1
J>róttmikið og snjallt, takmark
baráttunnar hátt og undiralda
hennar þung og magnþrungin.
Hið nýja blað hugðist berjast
íyrir stjórnarfarslegri og verk-
*egri viðreisn þjóðar sinnar.
„Þjóðhátíðarbarnið" óx og
dafnaði. ísafold varð á skömm-
um tíma víðlesnasta og áhrifa-
ríkasta blað landsins. Hún snér-
ist hart gegn hinni erlendu stjórn
cg fylgdi fast fram stefnu Jóns
Sigurðssonar. Að honum liðnum
íylgdi það Benedikt Sveinssyni
sýslumanni oft að málum. Þegar
Jrumvörp um stjórnarbætur
•voru fram borin á Alþingi studdi
ísafold þau og þá, sem af mestu
aaunsæi börðust fyrir sjálfstæði
lands og þjóðar. En á þessum
árum var þungt undir fæti. Aft-
urhaldssöm ríkisstjórn fór með
völd í Danmörku og stjórnar-
hótakröfur íslendinga fengu
3itla sem enga áheyrn. Hverjum
■Jögum Alþingis á fætur öðrum
var synjað staðfestingar.
Þegar Valtýskan, sem kennd
var við Valtý Guðmundsson,
Jcom upp, en í henni fólst nokk-
ur miðlun og tilraun til þess að
Tiá einhverju bráðabirgðasam-
komulagi við Dani, studdi ísa-
fold hana. Leið nú að aldamót-
um. En fyrir atburðanna rás og
fyrst og fremst vegna stjórnar-
.skipta í Danmörku tóku málin
nýja stefnu upp úr aldamótunum.
íslendingum barst nú tilboð um
að stjórnarráð fslands skyldi flutt
til Reykjavíkur. Enda þótt því
íæri víðsfjarri, að fullnægt væri
óskum íslendinga með þessu til-
boði og því öðru, sem í því fólst,
var því tekið rneð fögnuði. Merki
Jegur áfangi hafði náðst í stjórn-
arbólabaráttunni. ísland hafði
fengið heimastjórn, íslenzkur
maður með ábyrgð gagnvart Al-
þingi, varð ráðherra. Gerðist það
áríð 1904.
ÚTL'IiL STUÐNINGUR VIÐ
VERKLEGAR UMBÆTUR
En jafnhliða sjálfstæðisbarátt-
unni lét ísafold verklegar fram-
lcvæmdir í landinu mjög til sín
taka. Meðal þeirra máia, sem hún
studdi sérstaklega á árunum
1874—1904 má nefna umbætur í
skólamálum, vegagerðir, bættar
samgöngur á sjó og framfarir og
tnnbætur í landbúnaði og sjáv-
arútvegi. Þegar árið 1885 kvatti
Llaðið mjög til eflingar þilskipa-
útvegs við Faxaflóa og þá sér-
staklega í Reykjavík. Komst það
þá m. a. þannig að orði:
,,Án þilskipaútvegs verður
Peykjavík aldrei annað en það,
iem hún er: ómerkilegt fiski-
mannaþorp 'og embættisklaust-
ur“.
Á þessum tíma voru þilskipin
boðberar nýs tíma í atvinnuhátt-
um landsmanna á sama hátt og
togararnir táknuðu tæknibyltingu
þegar þeir komu til sögunnar
altlöngu siðar.
NÝJAR KRÖFUR
Eftir að heimastjórn komst á,
tóku stjórnmáladeilur íslend-
inga að snúast meira um innan-
landsmál. Gætti þess mjög í
blöðum og þá einnig í ísafold.
Eu sjálfstæðisbaráttan hafði þó
cngan veginn lognast út af. Nýjar
kröfur voru settar fram og skiln-
aður við Dani fær vaxandi byr.
Árið 1907 sameinast Landvarna-
flokkurinn og hinn gamli flokk-
<ur Valtýinga, sem um skeið hafði
lieitið ýmsum nöfnum. Var hinn
Jiýi flokkur nefndur Sjálfstæðis-
flokkur. Var ísafold aðalblað
Tians og Björn Jónsson foringi
Tians. Var nú flokkaskipting
þjóðarinnar komin í fastari skorð
ur en oftast hafði áður verið. En
flokkur Hannesar Hafstein,
Heimastjórnarflokkurinn var þá
mjög öflugur og naut mikils
fylgis meðal þjóðarinnar.
Næstu stórátökin á stjórnmála-
eviðinu urðu um „Uppkastið"
árið 1908. Snérist ísafold hart
gegn því og ".rðu úrslitin, sem
kunnugt er að Uppkastsmenn
biðu mikinn ósigur í alþingis-
kosningum, sem fram fóru það
ár. I
Hurfu Heimastjórnarmenn þá
frá völdum og ritstjóri ísafoldar,
Björn Jónsson varð ráðherra 31.
marz árið 1909. Hafði hann þá
stýrt blaði sínu nær óslitið í 35
ár. En nú lauk ritstjórn þessa
gunnreifa baráttumanns og mikil
] hæfa rithöfundar. Hann stóð nú
á hátindi frægðar sinnar og
! áhrifa. Blað hans var fyrir löngu
’ orðið áhrifamesta blað landsins.
Á Alþingi stóð á bak við hann
yfirgnæfandi meirihluti þing-
og séra Eiríkur Briem ritstjórn
ísafoldar. En sjálfur skrifaði
Björn þá útlendar fréttir frá
Kaupmannahöín. Árið 1879 var
hann einnig hér heima og átti
þá sæti á Alþingi.
Allt frá því að fyrsta tölublað
ísafoldar kom út birti hún erlend
ar fréttir. í fyrsta blaðinu var
m. a. sagt frá deilum þeirra
Disraeli og Gladstones á þingi
Breta. Þá var getið um það í
sama blaði, að „í Bengali á Ind-
landi austur“ hefði verið hallæri
sökum uppskerubrests. Fréttir
bárust þá að sjálfsögðu seint og
síðar meir hingað til lands.
Þannig birti ísafold andlátsfregn
Jóns Sigurðssonar forseta tveim-
ur mánuðum eftir andlát hans.
Er Björn Jónsson fann eða
j heyrði r.othæf og smekkleg ný-
yrði skrifaði hann þau jafnan hjá
sér til minnis. Þetta einka-orða-
’ safn har.s nefndi hann í daglegu
| tali: „Gullastokkinn hennar
mömmu“ til merkis um það hve
| vær.t honum þótti um hvern þann
I feng er honum auðnaðist að fá
þar til geymslu.
| Einar Hjörleifsson Kvaran
var einn þeirra manna, sem
mjög var við ritstjórn ísafoldar
riðinn. Var hann náinn vinur og
samstarfsmaður ritstjórans.
Björn Jónsson kvæntist ungur
Élísabetu Sveinsdóttur Níelsson-
ar prófasts að Staðastað Hún var
systir Halgríms Sveinssonar
1 biskups, mæt kona og mikilhæf.
ísafoldarprentsmiðja og Austurvöll ur. Myndin er tekin aldamótaárið.
Saga stjórnmálaafskipta hans
eftir að hann lét af ritstjórn
verður ekki rakin hér. Hann var
ráðherra til 31. marz árið 1911.
Eítir það lifði hann aðeins tæp
tvö ár. Hann andaðist 24. nóv.
árið 1912. Verður trauðla um það
deilt, að með honum hvarf einn
af frumherjum íslenzkrar blaða-
mennsku af sjónarsviðinu, fjöl-
hæfur gáfumaður og einlægur
ættjarðarvinur.
ÍSAFOLD OG MÓÐURMÁLIÐ
Við þátt Björns Jónssonar í
íslenzkri blaðamennsku verður
ekki skilist svo, að eigi sé minnst
afstöðu hans til islenzkrar tungu.
Fegrun og varðveizla hennar var
honum hjartfólgnast allra mála.
Sjálfur skrifaði hann þróttmikið
og sérkennilegt mál, og var sí-
fellt á verði gegn hverskonar
málskemmdum. Hann fékk Blaða
mannafélagið til að beita sér
fyrir tilraun til þess, að koma
á samræmi í íslenzkri stafsetn-
ingu og vann þrekvirki við samn-
ingu dansk-íslenzkrar orðabók-
ar. íslenzka stafsetningarorða-
bók gaf hann sjálfur út. Jafn-
framt þýddi hann fjölda bóka af
smekkvisi og ötulleik.
Einn af samstarfsmönnum
Björns Jónssonar við ísafold,
Einar H. Kvaran rithöfundur
komst þannig að orði um íslenzku
kunnáttu hans:
„Það var ems og hann vant-
aði aldrei orð, hvað örðugt sem
það var, sem hann fékkst við.
Þýðingar hans eru snilldar-
verk. Og þó að ritmál hans
væri alþýðlegt, þá var á þvi
sá rammíslenzkur hefðarsvip-
ur, sem auðkenndi það frá rit-
máli allra annarra manna“.
AÐSTOÐARMF.NN VID
RITSTJÓRNINA
Á meðan Björn Jónsson var
erlendis við framhaldsnám árin
1878—1883 önnuðust þeir dr.
Grímur Thomsen á Bessastöðum
Innlendar fréttir birti blað-
ið jafnan hvaðanæva frá af land-
inu. Mun fréttaflutningur ísa-
foldar ekki hvað sízt hafa átt
rikan þátt í hinum skjótu vin-
sæidum, sem hún náði.
Framan af-^Starfsævinni var
Björn Jónsson hamhleypa við
hverskonar ritstörf, sem kunnugt
er. Svo ákveðinn og skapheitur
var hann að öll hálfvelgja var
honum framandi. í hvert skipti
sem hann lét til sín taka um þjóð-
mál fylgdi hann kjörorði vinar
síns og samherja, Þorsteins Er-
lingssonar að leggja dýrasta
eign sem hann á og „allt sem
hann hefur að tapa“ að veði fyrir
það málefni sem hann barðist
fyrir. Þessi meðfæddi áhugi hans
og eldmóður sleit kröftum har.s
um aldur fram, svo lífsþróttur
hans þvarr er árin færðust yfir.
Meðan hann naut fullra krafta
sinna tókst honum á undraverðan
hátt og betur en flestum samtíða-
mönnum hans að haga blaðút-
gáfu sinni eftir þeirra tíma kring-
umstæðum, samgöngum og tíðar-
anda. I.engst af ævi hans skipuðu
stjórnmálin öndvegið í umræðu-
efr.i blaðanna. Þrátt fyrir þann
tíðaranda vakti Björn Jónsson
jafnan yfir því, að ísafold hans
yrði frétta:flesta dagblaðið og þá
um leið víðlesnasta blað landsins,
þó póstflutningarnir færu hægt
um landsbyggðina á þeim árum.
Að málvöndun, stíl og orðfæri
var blað hans allt frá byrjun ein-
stök fyrirmynd, kjarngott ís-
lenzkt mál var honum í blóð bor-
ið, eins og t. d. greinilega kom
fram í viðtali við einn af með-
starfsmönnum hans er starfsmað-
urinn kvartaði yfir, hve mikil
fyrirhöfn það væri, að vaka yfir
nauðsynlegum leiðréttingum á
málfari í greinum þeim er blað-
inu bárust: „Það er engu meiri
fyirhöfn", sagði hinn margre.vndi
íitstjóri, „að rita gott mál og
hreint, en ambögurnar".
RITSTJORN
ÓLAFS BJÖRNSSONAR
Fyrst eftir að Björn Jónsson
lét af ritstjórn tók Ólafur Rósin-
kranz við ritstjórn ísafoldar.
Annaðist hann hana í nokkra
mánuði. Þá tók Einar H. Kvaran
við henni um skeið.
En í ágústmánuði 1909 kom
sonur Björns, Ólafur, heim að af-
loknu hagfræðinámi í Kaup-
mannahöfn. Tók hann þá þegar
við ritstjórn ísafoldar. Var hann
ritstjóri blaðsins til dauðadags.
En hann lézt árið 1919.
Ólafur Björnsson var hið mesta
glæsimenni, vel ritfær, prýðilega
menntaður og hverjum manni
vinsælli. Hafði hann mikinn
áhuga fyrir blaðamehnsku, en gaf
sig minna við stjórnmáladeilum
en faðir hans.
Með hagfræðinámi sínu undir-
bjó Ólafur Björnsson sín kom-
andi ritstjórnarár, því hann var
ekki fyrr kominn frá námi við
Hafnarháskóla, en hann tók við
ritstjórn ísafoldar. Á námsárum
sínum gerði hann sér fulla grein
fyrir hvaða skilyrði væru hér á
landi tii útgáfu á nýtízku dag-
blaði. Hóf hann þegar í byrjun
starfs síns ýmsar nýungar í út-
gáfunni, svo sem notkun mynda
í blaðagi'einarnar og ýmislegt
fleira. Hafði hann í öndverðu
margt á prjónunum til þess að
auka og bæta blaðútgáfu sína og
koma henni sem fyrst í fullkomn-
ara horf, m.a. með því að stofna
til samvinnu við sérmenntaða
menn er gátu annazt sérfræðileg-
ar greinar í blað hans.
Ólafur hafði vakandi auga á
hverskonar nýjungum í blaðaút-
gáfu er gætu komið blaði hans
að gagni, enda var hann að eðlis-
fari bjartsýnn og stórhuga fram-
faramaður. ■>
Ólafur var giftur Borghildi
Pétursdóttur Thorsteinsson. Hún
tók með lifandi áhuga mikinn
þátt í áhugamálum hans og
fylgdi manni sínum í hvívetng
við hin umfangsmiklu störf hans|
í þágu nýbreytninnar í útgáfunni.
Árið 1913 stofnaði Ólafur
Morgunblaðið ásamt Vilhjálmí
Finsen en annaðist jafnfrarht rit-
stjórn Isafoldar. Áttu þeir feðgar
þannig frumkvæði að stofnun
tveggja blaða, sem urðu áhrifa-
mestu og vinsælustu blöð þjóð-
arinnar.
En ritstjórnarferill Ólafs
Björnssonar varð sorglega s'utt-
ur. Hann andaðist 10. júní ári3
1919 aðeins rúmlega 36 ára grm-
all. Hafði ísafold þá komið út i
um það bil 45 ár og lengstum
verið forystublað þjóðarinnar.
Ólafur Björnsson var mörgurrs
harmdauði. Við hann vori.: mikl-
ar vonir tengdar, ekki sízt í sám-
bandi við blaðaútgáfu og skyldi
störf. !
í ritstjórnartíð Ólafs var Sig-
urður Hjörleifsson lækrir uroj
skeið aðstoðarritstjóri íscfoldar.
ISAFOLD VERÐUR
VIKUÚTGÁFA
MORGUNELAÐSINS
Við lát Ólafs Björnssonar tóís
Vilhjálmur Finsen, sem þá vap
ritstjóri Morgunblaðsins, einnig
við ritstjórn ísafoldar i:m skeið.
En þá tók við stjórnmála rit-
stjórn hennar Einar Arnórssorí
prófessor. Gegndi hann bví starfi
aðeins nokkra mánuði. Varð ísa-
fold þá vikuútgáfa a.f Mórgun-
blaðinu.
Frá 1. júní 1921 gevðjst Þor-
steinn Gíslason svo ritrtjóri Mbl,
og ísafoldar til 1. apríl árið Í924.
En árin 1922 og 1923 var fsafold
ekki gefin út. Kom ..I,ögrétta‘*
þá út í hennár stað. En í svipað-
an mund og þeir Jón Kjartanssor|
og Valtýr Stefánsson gerðust rit-
stjórar Morgunblaðsins 1. apríl
1924 hófst útgáfa hennar að nýjrt
sem vikuútgáfu Mbl. Önnuðusí
þeir ritstjórn hennar saman nær
samfleytt til ársins 1947, er Jórj
Kjartansson lét af ritstjórn
beggja blaðanna. Árin 1931—1933
var Sigurður Kristjársson rit-
stjóri ísafoldar. Jón Pálmason
alþingismaður var einnig með-
ritstjóri hennar frá árinu 1943 til
vorsins 1953.
Árið 1930 var . vikublaðið
„Vörður", sem Sjálfstæðisflokk-
urinn gaf út, sameinað ísafold.
Heitir blaðið síðan „ísafold og
Vörður“. Hafði Árni Jónsson frá
Múla verið ritstjóri Varðar og
starfaði hann einnig um skeið
að ritstjórn blaðanna eftir að þaut
höfðu verið sameinuð.
Núverandi ritstjórar „ísafold-
ar og Varðar" eru þeir Valtýr
Stefánsson og Sigurður Bjarna-
HÚSAKYNNI OG PRENTUN
ísafold hefur um dagana veriS)
til húsa á ýmsum stöðurn I
Reykjavík, enda þótt höfuðstöðv-
ar hennar hafi lengstum verið 3
Austurstræti þar sem faðir henn-
ar og stofnandi, Björn Jónssonj
reisti henni varanleg húsakynni,
í upphafi var blaðið prentað
í Landsprentsmiðjunni við Aðal-
stræti, þar sem nú er veitinga-
húsið Gildaskálinn. Þar var fsa-
fold prentuð til 26. maí árið 1877^
Þremur vikum síðar hafði Björrj
Jónsson stofnað sjálfstæða prent-
smiðju, er hlaut nafnið ísafoldar-
prentsmiðja. Hefur hún veriQ
rekin síðan af þrótti Og myndar-
skap. Var ritstjórinn sjálfur
lengstum framkvæmdastjórj
hennar þar til hann varð ráð-
herra. Um skeið stjórnaði Ólafun
sonur hans henni og nú er sön-
arsonur Björns JónssOnar, Pétufl
Ólafsson hagfræðingur, stjórnar-
formaður í þessu gamja og virðu-
lega fyrirtæki Núverandi fram-
kvæmdastjóri er Gunnar Einars-
son, sem hóf störf í prentsmiðj-
unni, ungur að árum.
Framh. á bls. .7 I