Morgunblaðið - 24.09.1954, Side 4
4
MOKGUNBLAÐIB
Föstudagur 24. sept. 1954 1
Félag járniðnaðarmanna
Allsherjar-
atkvæðagreiðslí
um fulltrúa félagsins á 24. þing Alþýðusambands íslands,
hefur verið ákveðið laugardaginn 25. b. m. kl. 12—20
og sunnudaginn 26. þ. m. frá kl. 10-—18 í skrifstofu fé-
lagsins í Kirkjuhvoli.
Kjörskrá liggur frammi á sama stað föstudaginn 24. þ.
m. kl. 17.30—20 og laugardaginn 25. kl. 10—12.
Reykjavík, 22. sept. 1954.
Kjörstjórnin.
»a
Sendilstarf
Okkur vantar 14—16 ára röskan pilt, til þess að
annast sendilstörf.
Upplýsingar á aðalskrifstofunni, Skólavörðustig 12.
ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS
Nýr 12” CHAVSING
Rennibekkur
e.MBSItmgSON»JOHNÍflH
*-—wram-| M ...
6” oddahæð, 48” milli odda, 1%” gegnum boraður,
með sterkum og breiðum vængjum.
SKYNDISALA
Til að rýma fyrir nýjum birgðum bjóðum við
HLJÓMPLÖTUR
með miklum afslætti.
Cowboy-plötuir á aðeins kr. 10,00.
Ýmsar eldri plötur á aðeins kr. 15,00.
Amerískar — Sænskar — Enskar.
Útsalan stendur aðcins nokkra daga.
Lítið inn á meðan úrvalið er mest.
Lækjargötu 2 — Sími 1815
Dagb óh
í dag er 267. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 4,49.
Síðdegisflæði kl. 17,02.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Apótek: Næturvörður er frá kl.
6 í Ingólfsapóteki, sími 1330. —
Ennfremur eru Apótek Austur-
bæjar og Holts Apótek opin dag-
lega til kl. 8, nema laugardaga
til kl. 4.
I.O.O.F. 1 = 1369248% =901
• Brúðkaup •
Nýlega voru gefin saman á
Eskifirði ungfrú Erna Hai't-
mannsdóttir, Fljótum í Skaga-
firði, og Reimar Charlesson, Eski-
firði. Heimili ungu hjónanna verð-
ur í Vestmannaeyjum.
Laugardaginn 25. þ. m. verða
gefin saman í hjónaband í Mel-
staðarkirkju í Miðfirði ungfrú
Þórey Mjallhvít Kolbeins, dóttir
séra Halldórs Kolbeins í Vest-
mannaeyjum, og stud. mag. Bald-
ur Ragnarsson, Þorsteinssonar,
kennara frá Eskifirði. Bróðir
brúðarinnar, séra Gísli Koibeins,
framkvæmir hjónavígsluna. Heim-
ili ungu hjónanna verður að
Kleifarvegi 7 í Reykjavík.
• Hjónaefni •
Nýlega hafa opinberað trulofun
sína Elísabet Þórarinsdótt'r frá
Vestmannaeyjum og Júlí Sæberg
Þorsteinsson kjötgerða • naður,
Byggðavegi 109, Akureyri.
15. þessa mánaðar opinbéruðu
trúlofun sína ungfrú Gaðbjörg
Sveinsdóttir og Anthony Meroede
öryggiseftirlitsmaður, bæði starf-
andi hjá Hamilton, Keflavíkur-
flugvelli.
• Flugferðir •
MILLILANDAFLUG:
Loftleiðir h.f.:
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykjavík-
ur kl. 19,30 í dag frá Hamborg,
Kaupmannahöfn, Osló og Stav-
angri. Flugvélin fer héðan til
New York kl. 21,30.
Flugfélag íslands h.f.:
Millilandaflug: Gullfaxi fer til
Oslóar og Kaupmannahafnr.r kl.
8,00 í fyramálið.
INNANLANDSFLUG: í dag
er áætlað að fljúga til Akureyrar
(3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls-
mýrar, Flateyrar, Hólmavíkur,
Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju-
bæj arklausturs, Patreksf jarðar,
Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þing-
eyrar. — Á morgun eru ráðgerðar
flugferðir til Akureyrar (2 ferð-
ir), Blönduóss, Egilsstaði, ísa-
fjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarð-
ar, Sauðárkróks, Sigluf jarðar,
Skógasands og Vestmannaeyja (2
ferðir).
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Afhent Morgunblaðinu: N. N.
25 krónur.
Leiðrétting.
Sú misritun varð í blaöinu í
gær, í frétt um Húsmæðrakennara-
skóla Islands, að Guðrún Sigurð-
ardóttir var sögð hafa tekið við
störfum af Stefaníu Árnadóttur,
en átti að vera Guðlaug Sigur-
geirsdóttir.
Listmunamarkaður
Sigurðar Benediktssonar fer
fram í Listamannaskálanum kl. 5
í dag. Meðal sölumuna eru mál-
verk eftir Ásgrím Jónsson, Kjar-
val og Jón Stefánson. Ennfremur
verður þar seld Islendingasagna-
útgáfa Munksgaards, allar bæk-
urnar, sem nú eru mjög fáséðar.
Minningarsjóður Skúla
læknis Ámasonar.
Stofnaður hefur verið sjóður til
minningar um Skúla Átnason
lækni frá Skálholti, sem er nýlát-
inn, og mun sjóðnum verða varið
til að verðlauna beztu latínumenn
á stúdentsprófi við Menntaskólann
í Reykjavík. Tekið er á móti minn-
ingargjöfum í sjóðinn í bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar.
Frá Kvenfélagi
Hallgrímskirkju.
Konur félagsins eru vinsamlega
beðnar að gefa kökur og senda
þær í Breiðfirðingabúð, uppi, frá
kl. 10 f. h. til 1 e. h. sunnudags-
morguninn 26. sept. n. k.
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Námsmeyjar komi til viðtals í
skólann mánudaginn 27. sept. —
Þriðju- og fjórðubekkingar kl. 9
árdegis og fyrstu- og annarsbekk-
ingar kl. 10 árdegis.
Frá Garðshorni.
1 grein Kristmanns Guðmunds-
sonar í blaðinu í gær um fjölærar
blómjurtir urðu þau mistök, að
endir greinarinnar lenti neðst á
1. dálki á bls. 21. Eru lesendur
beðnir að athuga það. 1 greininni
misritaðist Tritilaria í stað Friti*
laria.
)
Garðeigendafélag
Reykjavíkur
heldur fund í Baðstofu iðnaðar-
manna í kvöld kl. 8,30 e. h. Fund-i
arefni: Starfsemi félagsins, lög
þess, stjórnarkosning og önnur
mál.
• Útvarp •
19,30 Tónltikar: Harmonikulög
(plötur). 20,20 Útvarpssaganí
Þættir úr „Ofurefli" eftir Einar
H. Kvaran; XI. (Helgi Hjörvar)’i
20,50 Einsöngur: Joseph Shmidt
syngur (plötur). 21,10 Úr ýmsum
áttum. Ævar Kvaran leikari vel-
ur efnið og flytur. 21,30 Tónleikar
(plötur): Lítil svíta fyrir strengja
sveit op. 1 eftir Carl Nielsen. 21,45
Frá útlöndum (Þorsteinn Thor-
arensen blaðamaður). 22,10 „Fres-i
co“, saga eftir Ouida; VII.
(Magnús Jónsson prófessor). 22,25
Dans- og dægurlög: Svend As-
mussen og hljómsveit hans leika
(plötur). 23,00 DagskrárloK.
ATVINNA
Maður á aldrinum 21—35 ára getur fengið framtíð-
aratvinnu við lager- og sölustörf, svo og algeng skrif-
stofustörf. Glæsilegt tækifæri fyrir áhugasaman og sam-
vizkusaman mann. Nöfn og símanúmer umsækjenda
ásamt sem gleggstum upplýsingum sendist afgr. Mbl.
fyrir hádegi á morgun (laugardag), merkt: „Framtíð
— 681“.
Verzlunarstörf
Ungur reglusamur maður getur fengið framtíðarat-
vinnu nú þegar við verzlunarstörf í járnvöruverzlun.
Umsóknir merktar: „Járnvörur11 —666, óskast sendar
afgr. blaðsins fyrir mánudagskvöld.
■ ■j
Verzlunaratvinna
Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í nýlenduvöru-
búð. — Gott kaup, góð vinnuskilyrði. — Tilboð merkt:
„Stundvísi — 693“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudags-
kvöld.
I
md
SENDISVEINN
óskast 1. október.
OLIU FELAGIÐ H.F.
Sambandshúsinu.
Afgreiðslustúlka
helzt vön afgreiðslu í nýlenduvöruverzlun, óskast nú
þegar. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Gott kaup —
693“, fyrir mánaðamót.
r«
Listmunasalan í Listamannaskálanum kl. 5 í dag stundvíslega